Ísafold - 16.05.1891, Side 1

Ísafold - 16.05.1891, Side 1
Kemur át á miðvikudögum ogt laugardögum. Verð árg. (um 100 arka) 4 krerlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurstrœti 8. XVIII. 39. t Pjetur biskup Pjotursson, dr. tlieol. og stórkross af dbr. an daðis t í gær, tæpri stundu eptir hádegi. Hafði verið lasinn um tíma af kvefi og ellihrum- leik, en þjáningalítill, og hlaut hægt and- lát. Hafði lifað 7£ mánuð fram yfir annað ár hins níunda tugar, og hefir alls einn af bisk- upum vorum hlotið svo háan aldur: Guð- brandur biskup, forfaðir hans, er varð 85 ára. jpessi eru að öðru leyti hin helztu æfi- atriði Pjeturs biskups.—Hann var fæddur að Miklabæ í Skagafirði 3. okt. 1808. Voru foreldrar hans hinn nafnkunni ágætismað- ur, Pjetur prófastur Pjetursson á Víðivöll- urn (lengst), og síðari kona hans, J>óra Brynj- ólfsdóttir, Halldórssonar biskups, Brynjólfs- sonar, en kona Halldórs biskups var |>óra Björnsdóttir prófasts í Görðum á Álptanesi, Jónssonar sýslumanns, þorlákssonar biskups, Skúlasonar og Steinunnar Guðbrandsdóttur biskups. Hann lærði undir skóla fyrst hjá föður sínum og síðan hjá Einari presti Hall- grímssyni Thorlacius í Saurbæ, er báðir voru lærdómsmenn, latínumenn miklir og latínu- skáld; fór í Bessastaðaskóla 1824, útskrif- aðist þaðan 1829, sigldi samsumars til háskólans og tók þar embættispróf 1834 með fyrstu einkunn; vígðist prestur að Breiða- bólsstað tveim árum slðar, fekk Helgafell árið eptir (1837) og Staðarstað sama ár, en varð prófastur í Snæfellsnessýslu árið eptir (1838). Staðarstað þjónaði hann þar til 1847, er hann var skipaður forstöðumaður liins nýstofnaða prestaskóla; hafði hann síðan það embætti á hendi í 19 ár, eða til þess 1866, er hann var skipaður biskup yfir íslandi í stað Helga Thordersens, er lausn hafði fengið sakir heilsubrests, og var vígð- ur biskupsvígslu af Martensen Sjálandsbisk- upi 3. júní 1866. Biskupsembættinu þjón- aði hann síðan þar til sumarið 1889, er Hallgrímur biskup tók við ; var honum veitt lausn 16. apríl það ár, frá 25. maí. Auk þessara embætta gegncli hann ýmsum störfum öðrum og hlaut margvíslegan frama. Hann varð licentiatus theologice við Iíhafn- arháskóla 1840 fyrir ritgjörð um T. Rufinus Reykjavík, langardaginn 16- maí. kirkjuföður og dr. theol. fjórum árum síðar fyrir ritgjörð um kirkjulög á Islandi fyrir og eptir siðbótina, er hann varði á latínu á há- skólanum 21. marz 1844, en höfuðandmæland var Magnús Eiríksson ; voru ritgjörðir þessar báðar skráðar á latínu, eptir þeirrar tíðar sið. Prófessors-nafnbót hlaut hann 1849, varð riddari af dbroge 1852, sfðan dbrm. og commandeur af dbr. 1. stigi og loks stór- kross af dbr., er hann hlaut lausn frá bisk- upsembætti, en svo virðulegt heiðursmerki hefir enginn Islendingur annar hlotið. Svía- konungur sæmdi hann og commandeurkrossi hins helga Ólafs konungs 1876. Alþingis- maður, konungkjörinn, varð hann 1849, og hjelt því sæti á hverju þingi upp frá því (og á jpjóðfundinum 1851) þar til 1886, er hann hlaut lausn frá þeim starfa sakir elliburða; hafði þá verió forseti efri deildar á hverju þingi frá því þingið hlaut löggjafarvald, en áður optsinnis varaforseti. Bókmenntafje- lagsforseti var hann í Reykjavíkurdeildinni, 1848—1868. Dómkirkjuembættinu í Reykjavík þjónaði hann milli presta 1—2 missiri (um 1854). Hann var tvíkvæntur: í fyrra sinni, 1835, Onnu Sigríði Aradóttur, læknis frá Elugu- mýri—hún dó 1839, barnlaus—, en hið síð- ara, 1841, Sigríði Bogadóttur, stúdents og fræðimanns mikils frá Staðarfelli, er lifir mann sinn, komin á áttræðisaldur (f. 1818) ásamt dætrum þeirra tveimur, Iandshöfðingja- ekkju Elinborgu Thorberg og frú þóru, konu J>orvaldar kennara Thoroddsens, en einka- syni sínum, Boga lækni, urðu þau að sjá á bak fyrir fám missirum. Barnabörn áttu þau 5 á lífi. Pjetur biskup var einn af laudsins mestu mönnum á þessari öld. Hann var mikill gáfumaður og mikill þrek- maður. Biskupsembættið var að vísu hið æðsta og mikilsverðasta starf, er hann hafði á hendi, og það fram undir fjórðung aldar. En þó kvað að mörgu leyti meira að annari iðju hans en því. Eins og opt vill tíðkast nú orðið, komst hann eigi í þá stöðu fyr en æfi tók að halla og fjör og framkvæmdar- hugur innan skamms nokkuð að dofna, en lundarfari hans síður lagin sú einbeitta rögg, vandlætingasemi og jafnvel strangleiki, sem stjóm kirkju og kennilýðs þarfnast að jafn- 1891 aði og þarfnaðist eigi hvað sízt á hans dög- um. Snemma í biskupstíð hans hafði stjórn- arbreyting landsius og stofnun landshöfð- ingjaembættisins í för með sjer talsverða rýrnun b'iskupsvaldsins, án þess að kunnugt sje, að hann hafi staðið í móti því. Elju og reglusemi sýndi hann við skrifstofustörf þau, er biskupsembættinu fylgja. Lærdómsmaður var hann meðal hinna fremstu sinnar kynslóðar samlendrar, og má meðal þess kyns rita eptir hann nefna, auk framangreindra háskólaframa-ritsmíða, fram- hald það af kirkjusögu Finns biskups, er hann reit á hinum fyrstu prestskaparárum sínum, á latínu, um tímabilið frá 1740— 1840. Stjórnhyggjumaður var hanu meðal hiuna fremstu hjer á landi um sína daga; fyllti að vísu í flestum málum þann flokkinn, er þjóðinn þótti um skör fram hallast að út- lendum yfirráðum, svo sem verið hafði, en hafði þó mikil og nytsamleg áhrif á ýms þingmál, með hyggindum sínum og fram- sýni, lipurlegn samvinnu og málamiðlun. Kennimaður var hann einn meðal hinna mestu á þessari öld hjer á landi, enda mun minning hans lengst á lopti haldast fyrir guðsorðabækur þær, er eptir hann liggja. Að Helgidagaprjedikunum hans azt þjóðinni svo vel þegar er þær komu á gang, fyrir nær 40 árum, að brátt lögðust aðrar samkynja húslestrarbækur niður að mestu, og halda þær enn óskertum orðstír og munu halda um langan aldur. þar við bætti hann síðar mörgum húslestrarbókum öðrum, hugvekjum til kvöldlestra, bænum o. fl., er hafa allar hlotið góðan orðstír og miklar vinsældir, og hafa án efa miklu á- orkað í þá átt, er höf. hefir tilætlazt: að viðhalda og efla guðsótta og góða siði með- al þjóðarinnar. Hann var fjesældarmaður mikill, en jafn- framt höfðingi í lund, hjálpfús og stórgjöf- ull eigi síður leynt en Ijóst, að almanna- rómi. Var hann einhver hin mesta stoð og prýði þessa bæjarfjelags, höfuðstaðarins, fram undir hálfa öld, er hann hafði hjer aðsetur. Ljúfmennska hans og góðgirni fór því meir vaxandi, er lengra leið á hið fagra og göfugmannlega æfikvöld.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.