Ísafold - 20.05.1891, Page 2

Ísafold - 20.05.1891, Page 2
158 orðið að tilætluðum notum, og að ekki njóti styrksins aðrir skólar en þeir, er fullnægja þeim skilyrðum, er sett verða fyrir styrk- veitingunni. Jeg veit, að það verður erfiðast, að fá full- tryggilegt eptírlit með skólunum, og áreið- anlega rjettar skýrslur um þá, því að það eru þau dauðans vandræði að fá ófalakar skýrsl- ur um nokkurn skapaðan hlut, og er það eitt meðal annars sorglegur vottur um menntunarleysi og siðferðislegan aumingja- skap þjóðarinnar. Jeg enda svo línur þessar með þeirri ósk til þingsins, að það taki alþýðumenntamálið til alvarlegrar íhugunar í sumar, og beini því í þá stefnu, að bót verði ráðin á mennt- unarskorti alþýðunnar, og þótt það hljóti að kosta landssjóð talsverð útgjöld, ætti ekki að horfa í það, þvi að fáfræði og menning- arleysi er sá þyngsti skattur, sem á oss hvílir. £ 91. Arnór Árnason. Öfugur sögulestur. ii. (Síðari kaflinn). þekking íslenzku prestanna á 17. öldinni, þó að hún kunni að hafa verið að mörgu leyti takmörkuð og þröng og væri ekki búin að hrista af sjer vanþekking og hjátrú und- anfarinna alda, var í rauninni þeirrar aldar klerkum til miklu meiri sóma en þekking klerkanna, sem nú eru uppi á Islandi, er nú- tíðarkirkjunni íslenzku. Að minnsta kosti er jeg sannfærður um það, að hefðu þessir 17. aldar menn verið uppi nú á dögum, mundu þeir ekki hafa vílað fyrir sjer, að koma upp einu ofurlitlu kirkjuiegu tímariti. En það er þessari 19. aldar þekking og gáf- úm ofvaxið. þá kemur nú samanburðurinn á drykkju- skap klerkanna á 17. öldinni og prestslegu #fylliríi« nú á dögum. Allur þessi saman- burður er svo barnalegur, sem mest má verða; engum hefði getað komið hann til hugar nema þeim, sem ekkert kann að hugsa og alla sögu þýðir öfugt. En berum saman 17. öld Islands við 17. öld annara landa; það er vit í því. Vjer munum þá komast að raun um, að drykkjuskapur presta var þá engu meiri á Islandi en ann- arsstaðar í löndum siðabótarinnar; meira og minna þess háttar átti sjer því miður hver- vetna stað. það var arfur frá siðleysi ka- þólskunnar. En svo líða 'fram stundir. Smátt og smátt losar prestastjett lútersku og reformeruðu landanna sig algjörlega við þessa afmán. ' En á Islandi halda margir prestar við flöskuna og pelann þann dag í dag. jpegar íslenzki klerklýðurinn á síð- ustu áratugum 19. aldarinnar er borinn saman við samtíðar-stjettarbræður sína í öðrum löndum með tilliti til drykkjuskap- arins, verður árangurinn af þeim saman- anburði þessi: Drykkjuskaparhneykslið með- al presta prótestantisku kirkjunnar Lifir nú hvergi nema d íslandi. Eitt má jeg til með að minnast á, af því það kemur fyrir hvað eptir annað, þegar íslenzku prestarnir eru að afsaka drykkjuskaparhneykslið. þeir taka ekki svo penna til að skrifa eina varnargrein í þessa átt, að þeir hafi ekki þá afsökun uppi hver í kapp við annan: Við íslenzku prestarnir drekkum ekki meira en aðrir embættismenn landsins ! A þessu hálmstrái ætlar nú einnig þessi andmálsmaður minn að bjarga æru sinni og bræðra sinna. Með þessa afsökun gæti engum lifandi manni dottið í hug að koma, nema íslenzk- um presti. Hún sýnir ljósar en nokkuð annað, hve gjörsamlega fyrirmyndar-hug- myndin hefir glatazt úr huga þeirra presta, sem þannig mæla. þeir verða óðir og upp- vægir, ef ætlazt er til þeir lifi einhverja ögn fegurra og fullkomnara lífi en allur þorri raanna. þeim finnst stórlega gert á hluta sinn, ef sri krafa er gjörð til þeirra, að þeir sjeu ofurlítið á undan fjöldanum, hvað almennt velsæmi snertir. Með því kveða þeir upp harðari dóm um sjálfa sig en jeg að minnsta nokkurn tíma hef dirfzt að gjöra. Um samanburðinn á trúarlífinu nú og þá skal jeg vera fáorður. það vill svo vel til, að bókmenntirnar lýsa því með ótvíræðum orðum. Og það vill einnig svo vel til, að sá sannleikur er nú orðinn almennt viður- urkenndur, að hið umrædda tírnabil sje hið trúarheitasta tímabil í sögu þjóðar vorrar. Jeg þarf ekki annað en vitna til formála dr. Gríms Thomsens fyrir Sálmum og kvæðnm Hallgríms Pjeturssonar. það er sannarlega ekki að þakka kenning hinnar núlifandi kynslóðar íslenzkra klerka nje hinum næstu fyrirrennurum hennar, að trúin á galdra og drauga og yfir höfuð öll hjátrú hefir minnkað í landinu. það hefir engiun íslenzkur klerkur prjedikað eins djarfmannlega og skorinort gegn öllu þess háttar, eins og meistari Jón Vídalín. það er honum og þeim áhrifum, sem út frá hon- um hafa gengið, meira að þakka en nokkr- um öðrum frá kirkjunnar hálfu; svo jeg á bágt með að sjá, hvernig þessi nafnlausi klerkur fer að taka sjer og sínum málstað það til inntektar. Jeg á enn eptir að minnast lítið eitt á brjef Gísla biskups Oddssonar til verald- legra valdsmanna á Islandi og lýsing hans á lífinu snemma á 17. öldinni. það er satt: hún er fremur ljót, þessi lýsing, og þar að auki er hún sjálfsagt mjög sönn. En alveg jafnljóta' og um leið jafnsanna lýsing á líf- inu nú væri ekki svo mjög mikill vandi að koma með. En biskupsbrjef þetta lýsir fleiru en ljót- leik lífernisins. það lýsir djörfum og vand- lætingasömum manni, sem þá situr á bisk- upsatóli og sem gagntekinn er af þeirra meðvitund, að gegn öllu þessu sje það skylda hans og kirkjunnar að vitna. Kirkjan ber höfuðið hátt, eins og hún á að gjöra sem hin frjálsa þjónustukvinna drottins í því landi, þar sem biskupinn stílar önnur eins orð til hinna æðstu valdsmanna. Brjef Gísla biskups sannar því ekkert annað en það, að á 17. öldinni hafi setið kjarkmeiri, skylduræknari, vandlætingasamari biskup að völdum en á 19. öldinni. Með öðr- um: sannar nákvæmlega hið gagnstæða við það, sem greinarhöfundurinn ætlast til. það, sem að ytra áliti gjörir kirkju Is- lands á dögum þeirra Hallgríms og meist- ara'Jóns svo glæsilega í mínum augum, er þetta: þá eru menn þar uppi, sem standa samtíðismönnum sínum i kirkjum annara landa jafnfætis. Hallgrímur Pjetursson skipar skáldasess við hlið heímsins andrík- ustu sálmaskálda. Og ræður meistara Jóns eru eins mælskar, áhrifamiklar og útlista kenníng siðabótarinnar með eins mikilli trúmennsku, andagipt og snilld eins og ræður nokkurs af samtíðarmönnum hans. þetta er ekki unnt að segja um kennimenn kirkju vorrar, sem lifað hafa á öðrum tímabilum. þegar teknar eru bækur þær, sem út hafa komið nú á dögum eptir einstaka menn í nútíðarkirkjunni íslenzku, og bornar saman við samskonar bækur meðal annara þjóða, þá komumst vjer að raun um apturför og hana stór-mikla. Nú er mikið af því, sem út kemur, lánað og þýtt í laumi, og ekki nóg með það, heldur er öll andagipt kreyst úr því í meðferðinni. Ritháttur prests þess, sem jeg á hjer tal við, er næsta einkennilegur. það er slæmt að hann skuli ekki hafa haft karlmennsku til að setja nafn sitt undir þessa ritsmíð sína; annars hefði hann, ef til vill, unnið sjer eins konar frægð fyrir rithátt sinn. þann, sem hann á tal við, kallar hann »gapa« og »vesling«, talar um »vanþekking« hans og »framhleypni« og spyr, hvað hann sje að »geipa af«. það, að trúarbræður hans hjer fyrir vestan leitast við að útbreiða kristin- dóminn og safna fólki voru hjer í dreifing- unni saman í eina kirkjulega heild, kallar hann að »svínbeygja undir ok klerklegrar kúgunar«. Til þess svo að endingu að sýna, hve vandaðan mann hann hafi að geyma, rekur hann endahnútinn á grein sína með þeirri svörtu ósannsögli, að síra Jón Bjarna- son hafi »kannazt við að kútveltusagan hans frá Skjöldólfsstöðum hafi verið þvættingur«, og hefur karlmennsku í sjer til að vitna í Isafold, þar sem síra Jón hefur gjört grein fyrir, að hún hafði fullkomnustu rök við að styðjast. Hvað eptir annað við hefur hann orðið »guðsinaðurinn« sem hnjóðsyrði. þá kveður nú rammt að, þegar presti finnst það svo ógöfugt, að vera guðsmaður, að hann þykist ekki geta óvirt embættisbróður sinn með öðru betur en að kalla hann »guðsraanninn«. Hann þyrfti að þvo sjer um munninn áð- ur en hann talar næst, þessi prestur. Fbiðrik J. Bebgmann. Aflabrögð- Hjer fiskaðist í gær mæta- vel, 40 til 70 í hlut af vænni ýsu. Á Álptanesi er miklu minna um afla, þótt nærri sje sömu fiskileitum, og sömuleiðis á Akranesi, en þurr sjór kallaður annars norðan Skaga, þar sem róðrarbátar ná til. En á Miðnesi, í Höfnum og í Grindavík mikið góður afli um þessar mundir, jafnvel hlaðafli á Miðnesi. Jarðarför dr. Pjeturs biskups á að forfallalausu fram að fara 3. júní. Lítils háttar skekkju eða ónákvæmni í fáeinum atriðum í æfiágripi hans í síðasta bl. skal hjer með sætt færi að leiðrjetta eða umbæta : hann var útskrifaður úr Bessa- staðaskóla 1827, en sigldi og tók artium

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.