Ísafold - 03.06.1891, Qupperneq 1
ííemur át á miðvikudögum og_
'iaugardögum. Verð árg. (um
100 arka) 4 kr.; erlendis $ kr
Borgist fyrir miðjan júlímánuð.
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin v,ð
áramót, ógild nema komín sje
til átgefanda fyrir i.okt. Af-
greiðslust. i Austurstrœti 8.
XVIII. 44.
Reykjavík, miðvikudaginn 3- júní.
1891.
Verður nokkuð úr því?
Hugur er morgum á því venju fremur, að
stíga nokkur spor til að koma upp íslenzk-
um þilskipafiota til fiskiveiða. það er vetr-
arvertíðin síðasta, er vakið hefir menn til
nýrrar umhugsunar um það. Óáran til sjáv-
arins, það er til opnu bátanna kemur, nær
eigi einungis yfir Faxaflóaveiðistöðurnar.held-
ur einnig yfir annað mesta veiðipláss landsins,
ísafjarðardjtip, og hefir raunar haldizt þar
árum' saman. ’Væri því engin furða, þótt
augu manna opnuðust nú um land allt hjer
um bil fyrir þeim sannleika, að með sama
lagi eða líku hvað sjávarútveg snertir og
verið hefir hjer undanfarnar aldir munar oss
eigi hót áfram að öllu samanlögðu, heldur
er lífsnauðsynlegt að taka upp nýtt búskap-
arlag eigi síður til sjávar en sveita, það lag,
sem siðaðar framfaraþjóðir hafa upp tekið
fyrir löugu meðfram að minnsta kosti og
vel gefizt.
þetta nýja búskaparlag er þilskipaútgerð
til fiskiveiða.
Nýtt er það að því leyti, sem enn má
heita undantekning, að þilskipaveiði sje
stunduð hjer á landi.
Mönnum þykir sem til þess vanti bæði
fje og fólk.
Fjeð md þó fá, ef kapp er á Iagt; því til
er það, eins og sýnt hefir verið fram á fyrir
skemmstu í þessu blaði.
Fólksskorturinn er meiri fyrirstaða. Bkki
fámenni þjóðarinnar, heldur hitt, að of fátt
er um vel hæfa menn bæði til þess að stunda
sjálfa þilskipaveiðina, sjer í lagi formenn á
þilskipin, og einkum til þess að standa fyrir
slíkum og þvílíkum nýbreytnisfyrirtækjum,
stjórna svo vel fari t. d. hlutafjelögum, er
til þess væri stofnuð, og þar fram eptir göt-
unum.
En formennirnir eru nú óðum að komast
upp, síðan sjómannakennsla hófst hjer í
Beykjavík fyrir nokkrum árum. Bara að
formannaefnin verði látin venjast sem bezt
sjómennsku samfara náminu. Háseta má
■og fá nú orðið viðstöðulítið á þessi fáu þil-
skip, sem til eru, þegar kemur fram á vorið
að minnsta kosti — á vetrarvertíðinni mun
það örðugra hjer syðra —; en kvartað hefir
verið undan því til skamms tíma, að síður
gæfi sig á þilskip fólk af betri endanum, og.
mun ekki langt á að minnast, að matsveins-
staða á fiskiskútu þótti svo ófýsiJeg, að leita
varð sveit. úr að piltum til þess. Farmanna-
lögin nýju, er tryggja svo vel rjettindi há-
seta á þilskipum, munu styðja talsvert að
því, að gera stöðu þeirra eins fýsilega og
hverja aðra atvinnu. Hitt hljóta þeir að
sannfærast um, að stöðugri og vissari af-
rakstur hafa þeir upp úr því að vera á þil-
skipum við fiskiveiðar heldur en á opnum
bátum, og ættu þá ekki að láta það fæla sig,
þótt minna kunni að verða um næðissamar
landlegutómstundir, heldur eu í útverunum.
Sje svo, sem ýmsir reyndir útvegsmenn
munu vera á, að miklu betur svari kostnaði
að hafa heldur smá en stór þilskip til fiski-
veiða, jafnvel eigi stærri en svo, að nemi
3000 króna kaupverði, þá sjá allir, að slíkt
er eigi ókleyfur kostnaður fyrir bjargálna
menn, sízt ef þeir leggja saman, þó ekki sjeu
nema 2—3 um hvert skip. þeir sjá það
vel, að ekki er lengi að eyðast annað eins í
opin skip, en af þeim á margur útvegsmaður
2 eða þaðau af fleiri, og þau allstór. Og
eiga það allt í veði og hættu fyrir hverju
slysi á sjó eða landi. I stað þess, að ef
menn færu almennt að koma sjer upp þil-
skipum, þá mundi eigi þykja annað takandi
í mál en að hafa þau vátryggð, og ætti það
þá raunar að vera auðgert, er fjöldinn væri
fengínn nokkur að mun.
Fyrir nokkrum árum hófst dálítil hreifing
hjer syðra í þá stefnu, að koma á fót þil-
skipaábyrgðarfjelagi. En hún hjaðnaði nið-
ur aptur eða ónýttist, að sögn fyrir það
helzt, að mesti þilskipaeigandinn var ófáan-
legur í slíkt fjelag.
Væri nú ekki hagfeldur tími til að vekja
upp aptur þá fyrirætlun, og hirða ekki um,
þótt enn sætti það nokkurri mótstöðu frá
einstökum manni, eða þá að reyna að yfir-
buga þá mótstöðu ?
Yrði væntanlegum fjelagsmönnum á ein-
hvern hátt veittur töluverður stuðníngur til
að koma fyrir sig fótum með ábyrgðarsjóð,
virðist sem þeim þyrfti eigi að vaxa fyrir-
tœkið mjög í augum.
I samþykkt Beykjavíkursparisjóðsins
gamla er ætlazt til, að verja megi meira
eða minna af varasjóði hans »í almennings
þarfir«, og mun áreiðanlegt, að forstöðu-
menn sjóðsins hafi haft tilhlýðilegan fyrir-
vara hvað það atriði snertir, er þeir af-
hentu hann landsbankanum. Varasjóður
hans er nú töluvert meira en 20,00 kr.,
eptir að búið er að láta hann bæta skakka-
fall það, er sparisjóðurinn hefir orðið fyrir
af vanskilum; ónógu veði o. s. frv.
Mundi nú hægt að svo stöddu að hugsa
sjer sjóði þessum eða þó ekki væri nema
helming hans öðruvísi betur varið »í al-
mennings þarfir« en einmitt til þess að koma
hjer á fót þilskipaábyrgðarsjóði ?
Sparisjóður Beykjavíkur var nytsöm stofn-
un frá upphafi, og hefir mikið gott af sjer
leitt óbeinlínis. þetta yrði í fyrsta sinn,
sem hann legði fram skerf til almennings
þarfa beinlínis, á líkan hátt og siður er til
um slíkar stofnanir í öðrum Iöndura, ekki
sízt hjá náfrændum vorum, Norðmönnum.
þarf ekki að efa, að flestir mundu kalla
það fallega farið af stað og líklegt mjög til
að bera góðan ávöxt.
En hver eða hverjir vilja nú gangast fyrir
að koma þessu máli áleiðis: byrja á því,-
að fá t. d. sunnlenzka þilskipaeigendur til
að stofna nú þilskipaábyrgðarfjelag og út-
vega til þess, ef auðið er, styrk þann frá
landsbankanum, er bent hefir verið á; og
síðan að hvetja menn, leiðbeina þeim og
aðstoða til þess að auka sem allra mest
vísi þann til þilskipaflota, er landið á ?
Dragi þeir sig í hlje, sem helzt eru til
slíkra framkvæmda líklegir, kemst málið
enn nokkur missiri ekki leugra en svo, að
menn spyrja hver annan ; Verður nokkuð
úr því ?
Kátlegur dilkur.
Eptir að stjórnin í Khöfn var nýlega búin
að fá hafnalögin frá alþiugi 1889 til stað-
festingar, og um sama leyti sem eigandi
Eyrarbakkaverzlunar hóf sinn fræga leið-
angur gegn þeim, með langa halarófu af
kunningjum sínum meðal dansk-íslenzkra
kaupmanna, hafði málgagn kaupmanna-
samkundunnar í Khöfnj »Börs-Tidende«, með-
ferðis einstaklega flónslega árás á löggjafar-
valdið íslenzka fyrir þessi lög, þar sem það
sýndi eigi einungis gjörsamlega vanþekkingu
á íslenzkum málum og fákænsku, að vanda
danskra blaða, heldur varð því þar að auki
sú afdæmislega skyssa, að víta með miklum
ákafa og hvað allra mest einmitt þau fyrir-
mæli hafnalaganna, er lengi höfðu verið
lög í Danmörku og þótt góð lög þar, sem
sje reglurnar fyrir eignarnámi til al-
mennings þarfa ; enda hafði, eins og kunnugt
er, einmitt Khafnarstjórnin sjálf lagt fyrir
þingið hið umrædda frumvarp með áminnzt-
um fyrirmælum, lánuðum að vanda úr
dönskum lögum. Um þessi fyrirmæli talaðj
nú blaðið eins og einhverja hróplega lög-
leysu, er hvergi mundi tekin í mál nema
hjá slíkri hálfgildings-skrælingjaþjóð sem
Islendingum ; hugsunin er sú', þótt eigi sje
það sagt berum orðum.
I vetur, skömmu eptir að lögin höfðu
loks fengið konungsstaðfestingu, þurfti mál-
gagn þetta að fara aptur af stað, 9. apríl,
til að blaðra um þetta mál, og byrjar þá á
strákslegu raupi yfir fyrri grein sinni, er
það hafði orðið sjer til mestu minnkunar
fyrir, sem nú var sagt. En aðalefnið er að
hrósa happi yfir því, að stjórninni hafi
tekizt að draga úr óþægilegum áhrifum lag-
anna (óþægilegum fyrir kaupmenn nefnil.)
með dilk þeim, er hún hafi látið þeim fylgja.
Dilkur þessi er erindisbrjef (instrux) um
framkvæmd laganna, er blaðið segir að
dómsmálaráðherrann (!) hafi sent hinum ís-
lenzku lögreglustjórum- Yitanlega hefir
jafn-gáfað málgagn ekki minnstu hugmynd
um, að til sje neinn ráðgjafi fyrir ísland
og því síður neinn yfirmaður yfir lögreglu-
stjórunum hjer á landi. Ja nei-nei: dóms-
málaráðherrann danski þarf sjálfur að senda
lögreglustjórunum íslenzku fyrirsögn um,
hvernig lögunum skuli beitt, »>til þess að af-
stýra hinum óþægilegum afleiðingum þeirra#!