Ísafold - 03.06.1891, Síða 2
174
Blaðið prentar síðan þetta »instrúks«, og
þarf varla að efa, að það hefir fengið það
frá eiganda Eyrarbakkaverzlunar, en honum
aptur verið tilkynnt það frá íslenzku stjórn-
ardeildinni, »til hugsvölunar og harmaljettisa.
Á síðustu Stjórnartíðindum má nú sjá það,
sem vita mátti fyrirfram, að blaðið fer með
bull, þar sem það lætur dómsmálaráðherr-
ann rita lögreglustjórunum hjer á landi svo
lagað erindisbrjef, sem blaðið hermir. Eót-
urinn fyrir því er sá, eins og sjá má á Stjórn-
artíð., að ráðgjafinn fyrir íslánd hefir skrif-
að landshöfðingja, og lagt fyrir hann að setja
ákveðnar reglur um framkvæmd laganna.
Eeglur þessar eru þar prentaðar, eins lag-
aðar og ráðgjafinn hefir mælt fyrir, og mega
þær raunar heita kdtlegur dilkur við þessi
lög, en hætt við, að hann reynist nokkuð
magrari en fjandmenn laganna ímynda sjer
eða hafa gert sjer vonir um.
|>að er sem sje sá hængur á, að það er
ekki ráðgjafinn eða landshöfðinginn, er hafa
síðasta úrskurðarvald um það, hvernig lög-
unum skuli beitt, þessum sem öðrum, heldur
dómstólaruir. Lögreglustjórarnir hafa fullt
vald til að beita lögunum eins og þeir hyggja
rjett vera, með ábyrgð fyrir dómstólunum,
hvað sem líður öllum »erindisbrjefum», og
það er meira að segja skylda þeirra. Ef
því svo skyldi ólíklegt að höndum bera, að
eitthvert boðorð »erindisbrjefsins» kæmi í
bága við lögin, þá er það boðorð þýðingar-
laust. Mætti í því efni benda á niðurlag
reglnanna, að »til þess að ályktun eða úr-
skurður [um útmæling o. s. frv.] sje gildur,
útheimtist vitanlega, að lögreglustjóri og
menn þeir, er hann hefir með sjer kvatt,
sjeu á eitt sáttir«. Að lögin heimili þá reglu,
er tæplega »vitanlegt», þ. e. sjálfsagt, allra-
sízt ef þetta á einnig að gilda um bygging-
arnefndir í kaupstöðum (nema Eeykjavík),
þar sem meiri hluti nefndarinnar ræður
annars.
Annars stefna reglurnar að því, að farið
sje sem allra-vægilegast í sakirnar gagnvart
annara rjettindum og hagsmunum, er beita
þarf lögunum til að útvega mönnum nauð-
synlegt svæði til verzlunar, hafnarafnot o. fl.
Enginn á heimting á lóð nema búizt sje þegar
til að byggja á henni hús til verzlunar.
Eignarnámi má ekki beita nema því að eins
að nægileg lóð fáist ómögulega með sam-
komulagi. Af tvennu til skal heldur taka
lóð, sem er opinber eign eða eign sveitar-
fjelags, heldur en einstakra manna, og þá
þá lóð, sem eiganda er minnstur bagi að
missa, sje hún notandi. Hvað við skuli
miða, er metið er endurgjald fyrir lóðir til
verzlunar. Ný skipsfestisáhöld má ekki
leggja þannig, að komi í bága við notkun
eldri fastra skipsfestis-áhalda o. s. frv.
Rjettur hluti landssjóðs. Með brjefi
16. apríl þ. á., prentuðu í síðustu Stjórnar-
tíð., skýrir ráðgjafinn landshöfðingja frá, að
jarðabókarsjóði hafi verið endurgoldnar úr
ríkis8jóði þær 1368 kr. (og nokkrir aurar),
ér kostað hafði verið til heimflutnings skip-
verja af gufuskipinu »Miaca« 1888.
Utlát þessi úr landssjóði þóttu þegar við-
sjárverð og jafnvel ólögleg, er almenningi
varð kunnugt um þau, sbr. grein í ísafold
7. marz 1889: »Skákað af landssjóði«, og á
þingi sumarið eptir skoraði neðri deild á
stjórnina, að sjá svo um, að fjeð yrði end-
urgoldið jarðabókarsjóði. Kveðst ráðgjafinn
hafa samkvæmt þessari áskorun og með
röksemdum þeim, er landshöfðingi hafi ritað
með henni, ritað utanríkisráðherranum um
málið og farið bess á leit, að fjeð yrði end-
urgoldið úr ríkissjóði, en hann skaut mál-
inu undir úrskurð fjármálaráðherrans. Fjár-
málaráðherrann úrskurðaði, að ríkissjóði
bæri að endurgjalda landssjóði áminnzta
upphæð, með því að kostnaðurinn stafi af
einu af allsherjarmálum ríkisins, en til al-
mennra þarfa þess á landssjóður ekkert að
leggja samkv. 2. gr. stöðulaganna.
Meiri lán til prestakalla. Grenjað-
arstaðar-prestur hefir fengið leyfi landshöfð-
ingja til 3000 kr. lántöku upp á prestakall-
ið gegn 20 ára afborgun í lengsta lagi »til
þess að byggja á prestssetrinu væna og
vandaða baðstofu, portbyggða, 14 álna á
lengd og 6 álna á breidd, búr og stofu og
2 stórar portbyggðar skemmur«, skulu hús-
in vátryggð gegn eldsvoða o. s. frv. Enn
fremur hefir presturinn að Mosfelli í Gríms-
nesifengið 750 krónalántökuleyfi upp ápresta-
kallið, er afborgist á 15 árum, »sumpart til
þess að leggja járnþak á baðstofu, sem hann
hefir byggt á prestssetrinu fyrir fáum ár-
um, sumpart til þess að kaupa handa presta-
kallinu þann hluta baðstofunnar, er hann
á sjálfur«. (Stj.t.).
Tollur af skemdu sykri. Kaup-
maður C. Knudsen hafði færzt undan að
greiða toll 1000 pundum af hvítasykri, er
fallið hafði í sjóinn við uppskipun á Sauðar-
krók 6. apríl þ. á. og gjörskemdist við það.
Landshöfðingi hefir úrskurðað 8. f. m., að
tollinn beri að greiða eigi að síður, með
því að tollurinn sje eptir löguin 9. ágúst
1889 fallinn í gjalddaga þegar meðan var-
an er á skipi, en engin heimild til að toll-
greiðsla falli burt sakir skemda á leiðinni,
sízt eptir að varan er komin í vörzlur við-
takanda eða annara manna, er annast upp-
skipan vörunnar fyrir hans hönd.
Kirkjuflutningur. Landshöfðingi hefir
samþykkt 21. apríl þ. á., að kirkjan að
Firði í Mjóafirði verði seld söfnuðinum í
hendur og flutt á jörðina Brekku í Mjóa-
firði.
Farmannalögin. Amtmaðurinn fyrir
norðan hafði verið þeirrar skoðunar, að far-
mannalögin nýju frá 22. marz f. á. næði
eigi til íslenzkra fiskiskipa, svo sem skrá-
settra hákarlaskipa. Landshöfðingi svarar
í brjefi 8. f. m., prentuðu í síðustu Stjórn-
artíð., og leiðir rök að því, að engin íslenzk
þilskip sjeu undanþegin fyrirmælum lag-
anna (nema að eins 1. kaflanum þau skip,
er eigi fara milli landa), og tekur það með-
al annars fram, að ef lögskrá þarf menn á
eða af skipi, þá sje skipstjórum samkvæmt
23. gr. laganna heimilt að sigla þangað, er
næst er til skrásetningarstaðar, í þeim til-
gangi, en eru alls eigi bundnir við skrásetn-
ingarstjórann í því lögsagnarumdæmi, sem
skipið á heima í.
Brauð veitt. Hallormstaðar-og þing-
múlaprestakall hefir landshöfðingi veitt í
gær prestaskólakand., biskupsskrifara Mag-
núsi Blöndal Jónssyni, samkvæmt yfirlýsingu
frá söfnuðunum; kosning fór ekki fram, með
því ekki var nema einn sækjandi í kjöri,—
annar hafði tekið aptur umsókn sína.
Hvalrekarnir í Þingeyjarsýslu. Ur
brjefi þaðan frá f. mán.: »A mánudags-
kvöldið í dymbilvikunni gérði hjer dimma
hríð á útnorðan, er birti upp á föstudaginn
Ianga; var þá hjer allt fullt af ís (þistilfj.).
í þessum ís hefir rekið hjer 5 hvali. Einn
þeirra rak á Gunnarsstöðum, eignarjörð
Munkaþverárklausturs, ínnst í fústilfirði; sá
hvalur var 28 álna langur. Annan hval rak
í Eifi á Sljettu, eigi svo langt frá Eaufar-
höfn; þriðja og fjórða á Sigurðarstöðum,
sem er kirkjujörð frá Presthólum, og er
sagt að annar hvalurinn hafi tekið niður á
á skeri skammt undan landi. Eif er Munka-
þverárklausturs eign. Hinn fimmta hvalinn
rak í Axarfirði, á reka Víkingavatns. Eigi
veit jeg um stærð á hvölum þessum, en
heyrt hefi jeg, að Eifshvalurinn hafi verið
fimmtugur. Dómkirkjan á Hólum, Möðru-
vallaklaustur og Múlastaður hafa, eptir mál-
dögunum, hlut í Gunnarsstaðahvalnum. þjer
munuð frjetta um hinn mikla hnísnareka
og hnísnaveiði að Kaldbaki hjá Húsavík,
eignarjörð og að hálfu ábúðarjörð Sigurjóns
á Laxamýri. Hnísur, eða rjettara mar-
svín, hafa og veiðzt og rekið inn með öllum
þistilfirði, um 200 á Alandi ytra, og annað
eins, að sögn, í Sveinungsvík, svo og fáein-
ar hnísur á fléstum bæjum, er þar liggja að
sjó. Undir eins úr páskum batnaði veðrið,
ísinn leysti þegar út og hvarf skjótt. Er
þessi ísreki talinn sá bezti hjer, er menn
muna, því hann gerði landsmönnum mikinn
hag, en eigi tjón hið minnsta«.
Skipalægi í |>jórsárós. Skrifað úr
Eangárvallasýslu í lok f. m. : »þar er búið,
eptir fyrirlagi sýslunefndarinnar í Eangár-
vallasýslu, að skoða, hvort tiltækilegt sje,
að hafa uppsigling eða verzlunarstað (höfn)
í f>jórsárósi.—Aðalstefna f>jórsár er úr land-
norðri. Framundir sjó verður hún allbreið,
líkt og fjörður. Er hún á eptir 60—80
faðma í sjó, falla í hana Háfsósar eða öðru
nafni f>ykkvabæjarvötn, úr austur-landsuðri,
en sjálf beygist hún í landsuður, þannig,
að að vestanverðu, milli árinnar og sjávar,
gengur fram 350-—400 faðma langur en 40—
50 faðma breiður sandtangi, en að austan
myndast tangi á móti, milli Hofsósa og ár-
innar, og er sá tangi miklu hærri (10—12
álna hár) og breiðari. Og yfir vestri tang-
ann gengur sjór þegar mikið brim er, en að
líkindum aldrei svo, að skipum sje ekki ó-
hætt fyrir innan. f>etta útfall f>jórsár, er
maður getur sagt að sje allt að 400 faðma
að lengd, og skip ættu að sigla upp, er frá
70—80 faðma á breidd. Úr því sjór er
hálffallinn, er dýpið 11—13 fet og það á sjó
út. þegar skoðið var, var brim lítið, enda
var þá hverri smákænu óhætt að fara þar
út og inn, því sjór var alveg sljettur fram
undan sjálfu útfallinu. Úr því hálffallið var
að og það til flóðs var straumur eigi meiri
í ósnum en svo, að 1 maður gat róið þar
inn. Brims eður öldugangs gætir sjaldnast
nema í sjálfu mynninu. Hvergi þar nálægt
finnst sker eður lausagrjót, allt er ægisand-
ur, til beggja hliða og í botninn; eptir því
sem nú er, var því álitin þar örugg höfn,
nema ef vera skyldi að botninn væri laus
fyrir akkeri, en þar sem skip ætti að liggja
er nær því straumlaust og sjógangur enginn
en útfallið breytir sjer iðulega«.
Fjenaðarsýningar. úr brjefi af Eang-
árvöllum 28. maí: »Hinn 1. júní eiga fjen-
aðarsýningar hjer í sýslu að byrja og eiga
fram að fara á 4 stöðum í sýslunni. Mis-
jafnar skoðanir munu menn hafa á þeim,
einkum þykir tími óhentugur, því um þetta
leyti árs er varla hægt, nema frá næstu
bæjum, að koma á sýningarstaðinn öðru en
hrossum og geldfje; með mjólkurkýr og
lambær er það ekki tiltök. Sumir segja,
að hægt sje að ala fáar skepnur til að láta
á sýninguna, þó allt annað sje vorlegt, og
ekki trútt um, að slíkt hafi flogið fyrir,