Ísafold - 06.06.1891, Page 1

Ísafold - 06.06.1891, Page 1
K.emur út 4 miðvikudögum og_ laugardögum. Verð irg. (um 100 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr Borgist fyrir miðjan júlímánuð. ISAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt, Af- greiðslust. i Austurstræti S. XVIII. 45 Reykjavík, laugardaginn 6. júní. 1891. Vöruskrá frá verzlun H. Th. A. Thomsens í Reykjavík fylgir þessu blaði til allra innlendra kaupenda. í>jóð-laukur eða þjóð-löstur ? þegar jeg sje fallega ræktaðan blett, skrautlegan blómreit eða vænan skógarrunn, segi jeg við sjálfan mig : »Hjer hafa hollar hendur að hlúð og forðað grandi«. Líkt kemur mjer í hug, er jeg get að líta einhvern andlegan gróður, er mjer finnst mikið um. »Mikla alúð, elju og nákvæmni hefir þurft til þess að afla litlum vísi slíks þroska«, hugsa jeg, og hneigi mig í huganum djvipt fyrir þeim, er þar hafa að unnið, þó að jeg þekki þá eigi hót að öðru leyti. Tíundarsvikin — jeg þykist vita, að sumir kunni að átta sig ekki undir eins, er þeir heyra þann andlega eða siðferðislega gróður á akri þjóðlífs vors nefndan í þessu sam- bandi. þeim er svo tamt að nefna þau ekki annað en þjóðlöst eða einhverjum öðr- um illum nöfnum og ljótum. þjóð-lauk vil jeg nú heldur kalla þau, því jeg veit eigi betur en að sá mikli og öflugi apaldur hafi vaxið af litlum og ljelegum vísi fyrir ná- kæma alúð og aðlilynningu þjóðarinnar um langan aldur, þrátt fyrir margvíslegt aðkast og jafnvel ofsókn stöku óþjóðlegra yfirvalda, andlegra og veraldlegra. Jeg skal nefna fáein dæmi þess, hve þessi þjóðlega alúð og rækt kemur fagurlega fram og á ýmsa vegu. f>au hafa gerzt í nágrenni við mig og er mjer því kunnugt um þau ; að sumu hef jeg verið sjónar- eða heyrnarvottur. Efast jeg eigi um, að margur kunni frá líku að segja, víðsvegar um land. Jeg nefni ekki nema það sem jeg veit. — það var tvíbýli á bæ. Annar bóndinn kemur á fund hreppsnefndaroddvita, og kvartar um of hátt sveitarútsvar, eins og dæmin gerast, og ber sig saman við sam- býlismann sinn, er sje miklu efnaðri maður, en hafi þó lægra útsvar. Oddviti svarar, að útsvarið sje miðað við tíundina að miklu leyti, og segir, hvað hinn bóndinn hafi tí- undað. það voru meðal annars rúmar tuttugu ær mylkar. »0g hann sem hafði 40 ær í kvíum þetta ár !« anzar kærandi. Eyrir ræktarleysi oddvita við »þjóðlaukinn« kemst síðan málið fyrir sýslumann á næsta þingi. Sýslumaður var þjóðlega sinnaður maður og eyddi málinu ; áminnti þó mann- inn hógværlega um, að tíunda vel eptirleiðis og hjet hann því, — hann sá, að pað var útlátalaust og ólíkt hinu, að svara fullu tí- undargjaldi og hárri sekt (allt að 100 kr.) að auki, sem illgjarnleg lög heimta. Hafði hann raunar eigi borið á móti því, að höfða- talan í kvíunum hefði verið 40, en þessi helmingur eða því nær, er hann sleppti undan tíund, hefði verið lambgimbrar. Ein- hver »þjóðlauks«-óvinur á þinginu skoraði á sambýlismanninn, kærandann, að bera um, hvort þetta væri rjett fram borið, og vissi hann eigi þá nema svo kynni að vera: að lambgimbrarnar í kvíunum kynni að hafa verið fram undir tuttugu. En óðara en hann var kominn út fyrir þinghúsdyrnar, mundi hann glöggt, að lambgimbrin hafði eigi verið nema ein ! Oðru sinni tók hreppsnefnd upp á því, að fá hækkað framtal 5 bænda í sveitinni. Yar tekin tíund af þeim því samkvæmt, en framtal þeirra sjálfra að vettugi virt. þeir gerðu sjer það allir að góðu, til þess að eiga ekki í illdeilum vitanlega, en ekki af því að þeir hefðu eigi beztu samvizku (!). þá vildi hreppsnefndin samt færa sig upp á skaptið og kæra bændurna til sekta fyrir viðurkennd tíundarsvik. Hreppstjóri leitað- ist við að fá hana ofan af því; en er það tókst eigi, ritaði hann sýslumanni fagrar fortölur og fekk hjá honum fyrirgefning syndanna handa bændunum 5, sveitungum sínum. Hreppstjóri einn, sæmilega efnaður, tíund- aði 8 hundruð lausafjár og hafði gert í mörg ár, eða því sem næst. Kunnugir vissu, að hann mundi geta með góðri samvizku skotið inn einu priki fyrir framan þessa 8, og tíundað 18 hundruð. Prestur og hreppstjóri í næstu sveit tjáðu það sýslumanni. Hrepp- stjóri situr enn að völdum í bezta ytírlæti, þótt áðurnefnd harðýðgislög hafi þyngri viðlögur þeim til handa en öðrum bændum, og veit enginn til, að yfirvaldið hafi ónáðað hann hót með rannsóknum eða lagaábyrgð. Yfirvaldið var ljúfmenni og öðlingur. »Herr- ann blessi hans sál«. Enn bar það til í næstu sveit, að ólög- legur tómthúsmaður, er hreppsnefnd vildi amast við, kærði einn nefndarmann, hinn fjáðasta, um tíundarsvik, í hefndar skyni. Sýslumanni hugkvæmdist það þjóðráð, held- ur en að ganga í berhögg við hinn efnaða og mikils háttar hreppsnefndarmann, að láta það berast, að hann ætlaði að láta alla bændur í hreppnum vinna framtalseið á næsta manntalsþingi. En — hvernig sem á því stóð, þá varð ekkert úr þeirri fyrirætlan, og er þroski þjóðlauksins sagður öllu meiri eptir en áður í því byggðarlagi, sem betur fer. Til eyrna hefir mjer borizt kvittur um skaðræðis-samsæri gegn þjóð-lauknum, og flýti mjer að koma því upp, til þess að allt hans lið geti tekið ráð í tíma og varast það. Samsærið er þannig vaxið, að einn rögg- sarnur sýslumaður, er treystir sjer eigi til, þótt vaskur sje, að ganga einn á hólm við draug þennan, tíundarsvikin, er þeir kalla svo, ætlar að heita á sýslunefndina til liðs við sig og rita síðan öllum hreppsstjórum og hreppsnefndum í sýslunni um að gjöra hverjum þeim manni tíund hlífðarlaust, er grunaður sje um tíundarsvik, eða kunnugir ætla að eigi meira en hann telur fram ; en undan þeirri tíund getur enginn haft sig að lögum nema með eiði, framtalseiði, fyrir sýslumanni á manntalsþingi. Síðan skal setja sýslunefndarmennina til höfuðs hrepp- stjóra og hreppsnefnd, hvern í sínum hreppi, að allir gjöri skyldu sína í þessu efni, og jafnframt hvern sýslunefndarmann til höfuðs öðrum, ef þau ódæmi skyldu henda einhvern þeirra,sýslunefndarmannanna sjálfra.að lauma einum gemling eða gamalá undan tíund. Heitið hefir verið á Strandarkirkju fyrir minna en að komast undan slíkum ófögn- uði. Eyvindue pjallaÞjópur. Álög og ólög. Eptir fornum lögum, á þjóðveldisöld vorri, var það ekki gjörandi að gamni sínu, að greiða ekki skuldir sínar. Greiddi lántak- andi eigi skuld sÍDa á ákveðnum tíma, þá var hann ávallt sekur um þrjár merkur lög- aura. Yæri gjalddagi tiltekinn, þá skyldi hann þar að auki gjalda 6 aura fyrir harða- fang, og lofaði hann með handsali að gjalda skuldina, þá skyldi hann gjalda 6 aura fyrir handsalsslit, ef hann stæði eigi í skil- um. |>etta gjald var allt samanlagt 4J mörk lögaura og var kallað álag. Eptir núgildandi verðlagi mundi það vera nærfelt hálft annað hundrað krónur. J>að er því auðsætt, að það borgaði sig bezt fyrir lán- takendur á þeim tímum, að standa í skil- um með skuldir sínar í tæka tíð, enda munu flestir hafa kosið þann kostinn. þessi lög- gjöf sýnir, að þá var ekki tekið mjúklega á óskilseminni. Hún sýnir, að menn álitu óskilsemina mjög hegningarverða, eins og hún í raun og veru er, og að hún væri átu- mein allra viðskipta. Nú er öldin önnur. Nú eru eigi heimt- aðar þriggja marka bætur, þótt sú skuld sje eigi greidd fyr en að ári, sem átti að greið- ast í ár; nú heimta menn ekki harðafang þótt skuldunautur gleymi gjalddaganum; nú er eigi heimtað handsalsslit, þótt lántak- andi gefi hönd sína upp á það, að greiða skuldina í tæka tíð, og svíkist svo um allt saman. Nei, nú borgar sig ekkert eíns vel og óskilvísin. Að vísu er það ekki lastað, þótt menn sje skilvísir; en menn hafa lítið upp úr því. Sá, sem borgar kaupstaðar- skuld sína á hverju ári á ákveðnum tíma, hann kemst ekki að neinum betri kjörum en hinn, sem skeytir alls ekkert um það. Auðugur bóndi, sem kallað er, það er að segja: bóndi, sem berst mikið á og hefir mikið í veltunni, hann kemst einatt að vildari kjörum hjá kaupmanni sínum, þótt hann skuldi honum mörg hundruð, já, þús- undir króna. En hver eru verðlaun hinna

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.