Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Ísafold - 24.06.1891, Page 3

Ísafold - 24.06.1891, Page 3
199 þær ær, sem þá væru óbornar, teldust sem geldar ær. 5. BrauðasMpunarmál. I einu hljóði vildi fundurinn fá þá breytingu á brauðaskipar- lögum frá 4. nóv. 1881, að árgjald frá Höskuldsstöðum (200 kr.) falli niður og að eptirlaun uppgjafaprestsins þar, síra E. Br., verði öll greidd úr landssjóði. 6. Eptirlaun presta. Sömuleiðis vildi fundurinn í einu hljóði fá þá breytingu á lögum um eptirlaun presta frá 17. febr. 1880, að eptirlaunin yrðu eigi miðuð við síðasta brauðamat, heldur við meðaltal á tekjum í 5 síðustu árin. 7. Stjórn safnaðarmála. Loks samþykkti fundurinn í einu hljóði að fara fram á þá breytingu á lögum s. d. um stjórn safnaðar- mála, að hjeraðsfundir sjeu haldnir í júní í stað septembers, og safnaðarfundir í maí- mán. i þessar 3 síðastnefndu tillögur (nr. 5—7) höfðu verið ræddar og samþykktar á hjer- aðsfundi Húnvetninga í haust. 8. Aukalceknir. Svíndælingar höfðu bor- ið fram beiðni um aukalækni í austurparti Húnavatnssýslu, og fól fundurinn þingmönn- unum það mál til flutnings á alþingi í einu hljóði. 9. Sveitarstjórnarmál. Eptir nokkrar um- ræður um, að nauðsynlegt væri að launa oddvitum hreppsnefndanna, var með litlum atkvæðamun samþykkt, að sameina hrepp- stjóra-og oddvitastörf, og í einu hljóði að launa þeim manni, er þau störf hefði á hendi, með 4 kr. fyrir hvern búanda 1 hreppnum, er byggi á 5 hundruðum að minnsta kosti, er greiddust að § hlutum úr landssjóði og f hluta úr sveitarsjóði. 10. Kvennaskólinn í Ytri-Ey. I einu hljóði var samþykkt áskorun til alþingis um að auka styrkinn til þess skóla. 11. Sveitakennarar. Sömuleiðis samþykkt í einu hlj. áskorun um aukinn styrk til sveitakennara, og að setja svo góða trygg- ingu, sem unnt er, fyrir því, að sem hæf- astir menn sjeu fengnir til sveitakennara. 12. Gufuskipsferðir. Samþykkt áskorun um, að strandferðaskipið sje látið koma við á Borðeyri á hverri ferð norður-og norðair um land. 13. Aukapóstar. I sambandi við þetta skorar fundurinn á alþingi að hlutast til um, að aukapóstar verði látnir ganga frá viðkomustöðum strandferðaskipanna upp í sveitirnar. 14. Tekjur presta. Fundurinn skorar á alþingi, að taka málið um tekjur presta og kirkna og hina kirkjulegu löggjöf yfir höfuð til meðferðar, þannig, að það hlutist til um, að landsstjórnin skipi nefnd manna milii þinga að íhuga og undirbúa mál þetta. pingmálafundur Kjósar- og Gullbringusýslubúa. Hann var haldinn 20. þ. m., í Hafnar- firði, eptir fundarboði þingmannanna, og mjög slælega sóttur: alls 1 (einn) maður úr suðurhreppum sýslunnar, fyrir sunnan Hafn- arfjörð, tveir úr Kjósarsýslu, báðir ftr Mos- fellssveit, 3 Seltirningar, og 12—14 úr Garða-og Bessastaðahreppum, þar á meðal Hafnarfjarðar verzlunarstað, að þingmönn- um meðtöldum. 1. Stjórnarslcrármálið. Fundurinn lýsti því yfir í einu hljóði, að hann vildi helzt að stjórnarskrármálinu væri alls eigi hreift á þingi i sumar; en verði það gjört, þá að hallast sje helzt að frumvarpinu frá 1886, en hafnað allri miðlun frá síðasta þingi.— Ekkert atkvæði var með því, að senda menn á þingvallafund úr þessu kjördæmi. 2. Alþýðumenntunarmál. það mál vildi fundurinn styrkja og efla með því einkum, ................—■ ■ ..Ig að sjá um, að völ yrði á duglegum kenn- urum og skerpa eptirlit með kennslunni. 3. Samgöngur um Eaxaflóa vildi fundur- inn styrkja með fje úr landssjóði, ef það reyndist nauðsynlegt til þess, að gufubáts- ferðum verði haldið uppi um flóann næstu ár. 4. Brúartollar. Fundurinu vildi láta leggja toll á Olfusárbrúna og allar þær stór- brýr, er gerðar kynnu að verða á lands- sjóðs kostnað. 5. Tollmál. Um það málefni urðu all- miklar umræður, og vildi fundurinn, eins og síðast, leggja útflutningsgjald á sauðfje og hross, en lækka kaffi- og sykurtoll. Enn fremur afnema ábúðar- og lausafjárskatt, en leggja í hans stað útflutningsgjald á ull, kjöt og tólg. 6. Vistarskylda. Hana vildi fundurinn nema úr lögum. 7. Fátœkralöggjöf vildi hann láta breyta og umbæta 8. Friðtm skóga o. fl. Fundurinn vildi, að skógar, hrís og lyng væri friðað eða samin heimildarlög handa sýslunefndum eða jafnvel hreppsfjelögum til að friða og vernda þessar landsnytjar. 9. Afnámi helgidaga allra nema sunnudaga stakk einn fundarmaður upp á, en ekki var nema 1 atkv. með því auk flutningsmanns. þingmálafundur Dalamanna. Haldinn 17.þ. m.afalþm.síraJensPálssyni, að Hvammi í Dölum. Um 20 manns á fundi. Fundurinn tók ályktun um 16 mál. Hin skráða fundargjörð var send Kollabúða- fundi. þessi voru hin helztu mál er rædd voru á Hvammsfundi: Stjórnarskrármálinu vildi fundurinn halda áfram; var móthve'rfur efrideildarfrumvarp- inu frá síðasta þingi og miðlunarmönnun- um, að því leyti sem þeir hafa hallast að því; vildi ekki sleppa neinum nauðsynleg- um kröfum til landsrjettinda og sjálfsstjórn- ar í sjerstoku málunum, en óskaði að sundr- ungin í þinginu hyrfi. Samþykkt var og bókuð viðtæk, lítt ákveðin ályktun; þvímenn vildu ekki binda sig nje leitast við að binda þingmanninn í einstökum atriðum eða við ákveðið frumvarp. pingvallafundur. þangað kosinn síra Kjartan Helgason í Hvammi. Vistarskyldan. Fundurinn vildi látaleysa vistarbandið. Samgöngumál. Fundurinn vildi fá fjölg- að póstferðum til vesturlandsins; lýsti yfir að í ráði væri að koma upp gufubáti á Breiðafirði, vill að því fyrirtæki sje ætlaður styrkur af landsfje; áleit sjálfsagt að land- ið ætti fullkomin ráð á einu strandferða- skipi og ljeti það ganga óptir ferðaáætlun er þingið semdi og samþykkti; fundurinn vildi láta breyta vegalögunum. Fundurinn vildi innlendan lagaskóla. Fá,tœkralögin vildi fundurinn að þingið tæki fyrir, og að minnsta kosti undirbyggi það í milli-þinga-nefnd eða á annan hátt svo, að til úrslita geti komið á þingi 1893. Fundurinn vildi að aukin vœri rjettindi kvenna og þeirra, er gyldu til opinberra þarfa, en hefðu ekki heimilisforstöðu. Eptirlaunalögin vildi fundurinn fá úr gildi numin. Bankamál. Fundurinn vildi, að embœtti bankastjórans yrði skilið frá öðrum embætt- um og fullkomlega launað sjerstaklega, — að seðlar batikans yrðu innleysanlegir og bankinn kæmist í meira og beinna samband við banka erlendis. Fundurinn vildi að Dalasýsla og Bæjarhr. yrðu venjulegt læknishjerað, ekki aukalækn- ishjerað. Lög um myndugleika-aldur vildi fundur- inn láta taka upp aptur þannig, að 20 ára gl. sem fullmynd., 16 ára hálfmynd. Að myndasafni landsins vildi fundurinn láta eitthvað hlynna. Fundurinn vildi láta veita einhverja ákveðna litla fjárupphæð til verklegs laxaídaks, er landshöfðingi úthluti þannig, að 5 kr. verðlaun megi veita fyrir hver 1000 útklakin laxsíli, sem sleppt er út í laxgenga á. Á Bókmentafjelagsfundi í Beykja- víkurdeildinni 22. þ. m. lagði forseti fram reikninga beggja deilda fyrir 1890 og skýrði frá aðgjöðum fjelagsins frá því á síðasta fundi, þar á meðal að ársbækur þ. á. yrðu: Skírnir, 65. árg., eptir Jóu StefánSson; Frjettir frá íslandi, eptir Pálma Pálsson;. Tímarit fjelagsins, XII. árg.; Sýslumannaæfir, II. 2. h.; Norðurlandasaga, eptir Pál Melsteð; Islenzkt Fornbrjefasafn, III. b. 2., allar útgefnar af Reykjavíkurdeildinni, nema, sú síðasta af Hafnardeildinni, og allar þeg- ar út komnar néma Frjettir frá íslandi og Tímaritið. Bókhlöðuverð þessara ársbóka er fjelagsmenn fá fyrir tillag sitt, 6 kr., er 10 kr. 45 a. Nýtt rit hafði fjelaginu boðizt til prent- unar, BifUuljóð, eptir síra Yaldimar Briem á Stóra-Núpi. þriggja manna nefnd var kosin til að segja álit sitt um rit þetta: biskup Hallgrímur Sveinsson, dr. Björn M. Olsen og prestaskólakennari síra þórh. Bjarn- arson. Samþykkt var í einu hljóði sú tillaga stjórnarinnar, að eptirleiðis skyldi, í fullu samræmi við 8. gr. laganna, hafa »Frjettir frá Islandi«,»Skírni«og»Skýrslur-ogreikninga® saman í einni bók, er nefnist »Skírnir, tíðindi hins ísl. Bókmentafjelags«. Sömuleiðis var samþykkt með öllum þorra atkvæða, að þetta ár skyldi eigi gefa út neinar Skýrslur og reikninga sem sjerstaka bók, heldur að eins, auglýsa á prenti á einhvern haganlegan hátt reikninga fjelagsins og annað, eru mest þætti verða. Forseti skýrðí frá, að fjelagið mundi eiga um 100,000 kr. virði alls í bókaleifum, — um 70,000 kr. virði 1 vörzlum Hafnardeild- arinnar, og um 30,000 kr. í vörzlum deild- arinnar hjer. Var samþykkt sú tillaga stjórn- arinnar, að færa niður til góðra muna verð þeirra af þessum bókum, er mest er óselt af, og stjórninni falið að koma með ákveðnar tillögur um niðurfærsluna fyrir næsta fund. Samþykkc var í einu hlj. ritlaunauppbót til höfundar Skírnis 1890. Inn voru teknir 17 nýir fjelagsmenn. — Á. fundi um 20. Skipstrand. Ensk brigg, Echo, er kom- in var frá Englandi fyrir skömmu með salt- farmfarm til Fischers verzlana hjer við flóann, rak á land í Hafnarfirði 20. þ. m. og brotn- aði, svo að varð að strandi. Skautafellssýslu miðri 9. júní: »Frá því jeg skrifaði yður síðast, 5. apríl, var tíð mild og góðþar til fyrsta laugardag í sumri, að gjörði kuldakast með snjó, sem tók samt brátt upp aptur. Síðan var kuldi og frost til 18. maímán., nema fáa daga um uppstigningardag, að mýkti. Síðan hafa verið stöðugir þurkar og fremur lítill gróður. Fjárhöld eru enn samt góð; fje hefir farið vel úr ullu og sauðburður gengið vel. Heil- brigði manna almennt góð.«

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.