Ísafold - 24.06.1891, Side 4
200
,.«*íS
Leiðarvisir ísafoldar.
762. Er jeg skyldur til að leggja í styrktar-
sjóð alþýðufólks, hafi jeg tryggt líf mitt við lífs-
ábyrgðarstofnunina frá 1871, eptir 1. skrá (út-
borgun fjár þegar kaupandi tryggingar deyr,
gegn æfilöngum iðgjöldum)?
Sv.: Já. Lögin, frá 11. júlí 1890, undanþiggja
aðeins þá, er hafa „tryggt sjer fje til framfærslu“
•eptir að. þeir eru orðnir 65 ára að aldri.
763. En sje jeg þar að auki lausamaður?.
Sv.: Já, engu síður fyrir því.
764. Er leyfilegt fyiir hreppstjóra. sem jafn-
iramt er kaupmaður, og hefir umsjón yfir fanga-
klefa, sem byggður er af opinberu fje, að fylla
klefann með sínum eigin vörum mikinn part af
sumrinu, svo að eig er hægt að taka óbótamonn
fasta og setja þá inn, ef á þarf að halda? Og
■ef hann hefir leyfi til þess, má hann þá nota það
án nokkurs endurgjalds?
Sv.: Hann hefir vitanlega ekkert lögiegt leyfi
til þess, hvort sem er fyrir borgun eða borgunar-
laust.
765. Getur efnileg stúlka sem vill nema yfir-
setukvennafræði, en getur það ekki ai eigin ram-
leik fyrir fátæktar sakir, fengið kostnað þann, sem
’námið hefir í för með sjer, borgaðan úr landsjóði
jafnóðum og hann áfellur?
Sv. Nei, ekki fyr en að náminu afloknu og
Æje hún þá kjöriu og skipuð yfirsetukona fyrir
eitthvert Ijósmóðurhjerað
766. Jeg sem er fátækur vinnumaður og hef
fyrir ómaga að sjá, hvort er jeg skyldugur að
borga til sveitar, og eptir hvaða lögum er þá farið?.
Sv.: Sveitarstjórnarlögin heimila að leggja á
alla hreppsbúa, ef nefndin álítur þá hafa efni
og ástæður til að greiða aukaútsvar og sýslunefnd
er því samdóma, sje málinu þangað skotið.
767. Hefir sveitamaður, er eigi hefir leyst
borgarabrjef, leyfi til að verzla með lit og annað
smálegt?. Eður öðlast hann rjett til þess með
því að gjörast homöopatiskur skottulæknir?.
Sv.: Nei við báðum spurningunum.
pingmálafundur.
Föstudaginn h. 26. þ. m. hefi jeg áformað
að halda fund með kjósendum mínum. Fund-
urinn verður haldinn í borgarasal bæjarins
kl. .4 e. m.
Rvik 41/e 91. Dr. J. Jónassn.
Takið eptir!
Hið ágœta yfirsœngurfiður rjett á förum;
gleymið ekki að kaupa í tæka tíð hjá
f>orláki O. Johnson.
Nokkuð fyrir kvennfólkið
úr sveitinni.
Hver sú kona eður stúlka, sem verzlar við
mig núna á lestunum með 10 pd. af ull, fær
failegt silkislips
í kaupbætir.
f>orl. O. Johnson.
Búnaðarfjelag Suðuramtsins.
Ársfundur fjelagsins hinn síðari verður
haldinn þriðjudag 7. júlí kl. 5 eptir hádegi
í leikfimishúsi barnaskólans, og verður:
1., skýrt frá efnahag og aðgjörðum fjelagsins;
2., rædd þau mál, er fjelagið snerta; (Björn
Bjarnarson búfr. óskar að rætt verði um
húsabætur).
Reykjavík 24. júní 1891.
H. Kr. Friðriksson-
FUftLANET, nýlegt, merkt K., rekið af sjó;
eigandinn vitji þess ti! undirskrifaðs, og borgi
þessa anglýsingu.
Loptsstöðum 20. júní 1891. Jón Jónsson.
Styrktarsjóður W. Fischers.
|>eir sem vilja sækja um styrk úr þessum
sjóði, geta fengið sjer afhent eyðiblöð i
verzlun W. Fischers í Reykjavík og Kefla-
vík. Styrkurinn er ætlaður ekkjum og
börnum, er misst hafa forsjármenn sína í
sjóinn, og ungum Islendingum, er hafa í
tvö ár verið í förum á verzlunar- eða fiski-
skipum, sýnt iðni og reglusemi, og eru
verðir þess, að þeim sje kennd sjómannafræði
og þurfa styrk til þess. Um ekkjur er það
haft í Bkilyrði fyrir styrkveitingu, að þær
hafi verið búsettar 2 síðustu árin í Rvík
eða Gullbringusýslu og um sjómenn og börn
að vera fæddir og að nokkru leyti uppaldir
þar.
Bónarbrjef þurfa að vera komin til stjórn-
enda sjóðsins (landshöfðingja og forstöðu-
manns Fischers-verzlunar í Reykjavík) fyrir
31. júlf þ. á.
Hjer með auglýsum við undirskrifaðir, að
missátt sú, sem í haust varð milium okkar
undirritaðra, er með öllu fallin niður, og við
höfum fyrir sáttanefnd Auðkúluprestakalls
j sætzt heilum sáttum; og óska jeg, Hallgrím-
j ur Hallgrímsson, að þeir menn, sem voru
| við staddir viðureign okkar og heyrðu orð
mín, viðhafi þau ekki virðingu Pálma bónda
til hnekkis, en skoði það sem ófyrirsynju
gjört og talað af mjer.
A sáttafundi að Auðkúlu 14. nóv. 1891.
Pálmi Jónsson. H. Hallgrimsson.
Sáttanefnd:
Stetán M. Jónsson. Ingvar þorsteinsson.
Rjett útskrifað úr sáttabók Auðkúluprestakalls
staðfestir
Stefán M. Jónsson.
Almennur safnaðarfundur fyrir
Reykjavíkursókn til að kjósa sóknarnefnd,
sóknarfulltrúa og ræða safnaðarmál, verður
haldinn í Ieikfimishúsi barnaskólans næsta
laugardag 27. þ. m. kl. 1 e. h.
Reykjavík, 23. júní 1891.
Jóhann porkelsson.
Stór tombóla.
Að fengnu leyfi amtsins verður haldinn tom-
bóla að Skarði í Landsveit sunnudaginn 2. ágúst
að afstaðinni guðsþjónustugjörð til ágóða fyrir
orgel í Skarðskirkju.
p. t. Reykjavík 20. júní 1891
í umboði sóknarnefndarinnar
Einar Thorlacíus.
Nicolai Jensens
Skræder-Etablissement,
Kjöbmagergade 53, 1. Sal (Jigefor Re-
gentsen) anbefaler sit. store Klædelag-
er. Bestillinger paa Klæder udföres hur-
tigt. Billige Priser. Elegant Snit.
Prompte effectueret.
En gros & Detail.
Klipflsk og andre
íslandske Produkter
modtagesiConsignation og afregnes prompt af
Brödr. Levy, Kjöbenhavn.
Bankreference: Kjöhenhavns Handelsbank.
Exportkaffið Hekla er nú álitið bezt.
Exportkaffið Hekla er hreint og ósvikið.
Exportkaffið Hekla er hið ódýrasta export-
kaffi.
Exportkaffið Hekla er nú nálega selt í öll-
um stærri sölubúðum í Hamborg.
< í höfuðstaðnum.
í einu finu húsi í Reykja-
vik um þingtímann.
Húsfreyja: „Komdu bless-
uð og sæl þórunn mín“
(pórun var heldri kona úr
sveit, kona eins alþingis-
manns). ,,pað gleður mig
að sjá þig. Maðurinn þinn
þingmaður N. N., kom og
heilsaði okkur um daginn.
Sá var heldur þokkalega
klæddur. Já hann var sem
maður kallar alvegafo mocle“.
,,Jeg ætlaðist svo til“ svar-
aði þórunn, „að hanu væri i
einhverri laglegri flík í höfuð-
staðnum, og vísaði honum að
lá í föt, þar sem þau eru
bezt og smekklegust, nefni-
lega hjá
þorl. Ó. Johnson.
Stranduppboð.
Föstudaginn hinn 26. þ. m. verður fram-
undan svo nefndum Krosseyrum við Hafnar-
fjörð opinbert uppbað haldið og par selt ýmis-
legt, sem bjargazt hefir úr skipinu »Echo«, er
þar rak á land í dag, svo sem segl, kaðlar,
keðjur, akkeri, skipsforði, c. 50 tunnur af
salti svo og skipsskrokkurinn sjálfur.
Uppboðið byrjar kl. 10. f. hádegi og verða
söluskilmálar birtir á uppbobsstaðnum.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 20.júní 1891.
______ Franz Siemsen.
Margar þúsundir
manna hafa komizt hjá þungum sjúkdóm-
um með því að brúka í tæka tíð hæfileg
meltingarlyf.
Sem meltingarlyf í fremstu röð ryður
»Kínalífselixírinn« sjer hvervetna til rúms.
Auk þess sem hann er þekktur am alla
norðurálfu, hefir hann rutt sjer braut til
jafnfjarlægra staða sem Afríku og Ameríku,
svo að kalla má hann með fullum rökum
heimsvöru.
Til þess að honum sje eigi ruglað saman
við aðra bittera, sem nú á tímum er mikil
mergð af, er almenningur beðinn að gefa
því nánari gætur, að hver flaska ber þetta
skrásetta vörumerki: Kinverja með glas í
hendi ásamt nafninu Waldemar Petersen i
V P
Frederikshavn, ogí innsiglinu ' í grænu
lakki.
Kínalífs-elixírinn fæst ekta í flestum verzl-
unarstöðum á Islandi.
Nýprentaður leiðarvisr til /ýfsábyrgðar fæst
nú ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen
sem einnig gefur allar rauðsynlegar upplýsingar
um lífsábyrgð.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl 1 2
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 12 2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 3
Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern
rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 Og 3 — 5
Söfnunarsjóðurinn opinn I. mánud. f
hverium mánuði ki 5—8
Veðuratliuganir i R.vik, eptir Dr. J. Jónassen
júní Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt.
á nótt. um hd. fm. em. fm. em.
Ld. 20. + 9 + 12 754.4 759.5 S hv d S hv d
Sd. 21. + Ö + 12 767.1 769.6 S hv d 0 b
Md. 22. + 7 + 12 762.0 764.5 A h d A hvd
þd. 23. + 9 + 13 772.2 772.2 0 b S h d
Mvd. 34. + 11 772.2 A hv b
Hinn 30. var hjer rokhvasst á sunnan og sama
veður næsta dag, en miklu vægari og með regn-
skúrum, komið logn um kveldið, hefur síðan ver-
ið við sunnanátt, hægur, og við og við með
regni. í dag 24. austan, nokkuð hvass en bjart
sólskin. (Kl. 8 + 18°).
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Frentsmiðja ísafoldar.