Ísafold - 14.11.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.11.1891, Blaðsíða 1
ICemur út 1 miðyikudögum •£ '4augardögum. Verð írg. («m ioo arka) 4 kr.; erlendiss kr. Borgist fyrir miðjan júlimánuð ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifieg) bundin við iramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.okt. Af- grelðslust. í Aufturttrœti 8. XVIII. 91. I Reykjavík, laugardaginn 14. nóv. 1891 Klakahús og klakageymsla. Mjögllítið kunna menn til þess enn hjer á landi, að gjöra sjer klakahús og láta klak- ann varðveita fyrir sig matvæli óskemmd, •og þó einkum beitu. Sú list, að kunna að geyma síldarbeitu eins og nýja, vikum eða mánuðum saman, væri harla mikils virði fyr- ir fiskimenn vora. Hafa raunar verið gerð- ar tilraunir í þá átt, og nokkrir útvegs- bændur hjer í nálægum veiðistöðum t. a. m. komið sjer upp klakahúsum eða ískjöllurum í því skyni, en naumast með þeim árangri, að þeir sjeu alls kostar ánægðir; líklega hafa þeir eigi átt kost á að sjá slíkt fyrir sjer í því lagi, sem það á að vera, en minna er naumast einhlítt, samfara nokkurri eðl- isfræðisþekkingu. Eitthvað gott kynnu menn samt að geta haft af eptirfarandi bending- um, skrásettum með hliðsjón á nýjustu rit- um um það efni m. m. 1. Betra þykir nú orðið að hafa klaka- skemmuna ofan jarðar en neðan, — betra að hafaís-hús en ís-kjallara. I kjöllurunum er opt illt að veita því nógu fljótt og vel burt, sem bráðnar af klakanum, en á því ríður mjög. Eins er þar hætt við neðan- gönguvatni. Illt þykir og að fá nægan kulda í þá öðruvísu en með tvöföldum veggjum, •en það verður fullt eins dýrt og að hafa húsið alveg ofan jarðar. Sje kjallari hafð- ur og með einföldu þaki, ríður á að þakið sje ákaflega þykkt og þjett, svo að engar hita- breytingar vinni á. 2. Klakahúsið, ofan jarðar, þarf að vera með tvöföldum veggjum, vel þjettum, með ekki minna en álnar bili á milli, og þar troðið þurru torfi á milli eða einhverju |>ví um líku, með sagi til að fylla í allar holur. Sömuleiðis með tvöföldu þaki eða Iopti, og helzt eins búið um þar á milli. Hvítb á húsið að vera að utan og standa i forsælu. Dyr eiga að vita í norður, tvö- faldar, og moctur fyrir hurðinni að auki. Halla þarf gólfinu lítið eitt og renna ofur- lítil að vera eptir því miðju að endilöngu, og gólfinu að halla að henni frá báðum hliðum, svo að burt renni undir eins það sem bráðnar, helzt í byrgða gryfju úti fyr- ir, því lopt má eigi leggja inn um rennuna. Hálfrar álnar þykkt lag af mómold, salla eða einhverju þess háttar skal hafa undir á gólfinu. 3. Hafa skal sem allra minnstan umgang um húsið, bæði sem sjaldnast og helzt aldrei nema af einum manni í einu, hafa aldrei nema aðrar dyrnar opnar í einu og það sem allra skemmst. 4. Áður en klakinn er látinn inn, þarf hann að hafa staðið úti í hörkufrosti nokkuð lengi, og inn má ekki láta hann öðruvísi en í snörpu frosti, til þess hann verði þegar sam- frosta inni og eigi sem lengst til að geta bráðnað. 5. Hreinn ríður á að klakinn sje, eink- um ef geyma skal í honum matvæli, og þó hvort sem er, því óhreinindi í honum örfa leysinguna og magna bakteríur þær, er að berast með loptinu, hvað lítið sem það er. Sama gerir og hvað lítil væta sem er, og því ríður á, að hún staðnæmist aldrei inni; þykir af sömu rökum betra að láta eigi það, sem geyma skal, hvort heldur það er síld eða annað, liggja við beran klakann, heldur hafa eitthvað hentugt efni á milli, svo sem sag, hálm-mottu eða þess háttar, til þess að drekka í sig undir eins, ef einhver deigla kemur fram. Ganga má að því vísu, að þeir, sem þyk- ir sjer hafa brugðizt vonir með klakageymslu, hafi brotið þessar reglur, eina eða fleiri. Væri því reynandi fyrir þá og aðra, að vita hvernig fer, ef þeim er fylgt. Fyrir um 10,000 kr. hafa Skagfirðing- ar brúað ár þar í sýslunni, á éigi mörgum árum, eptir því sem frá var skýrt í um- ræðum á þingi í sumar. þeir hafa jafnað á sig í mörg ár í því skyni ákveðnu gjaldi, 6 a. á hvert lausafjárhundrað og 6 a. á hvert fast- eignarhdr., með forgöngu sýslunefndar, og er mælt, að sýslumaður Egg. Ó. Briem hafi verið frumkvöðull þess. Árnar, sem þeir hafa brúað, eru: Gönguskarðsá, Hjaltadalsá, Kolbeinsdalsá, Grafará og Hofsá. Enn frem- ur Valagilsá; en sú brú fór aptur innan skamms í vatnavöxtum. Jafn-lofsverðum framfarahug, sem meiri er en orðin tóm, er aldrei nógsamlega á lopti haldið, ekki sízt til samanburðar við sum önnur hjeruð, sem varla verður að vegi að brúa hjá sjer eina lækjarsprænu, en hrópa hátt og án afláts á fje úr landssjóði til slíkra hluta. »Að setja á guð og gaddinn«. í nýprentuðum bæklingi, mjög mælskulegum fyrirlestri: Hvernig er farið með parfasta pjóninn? eptir alþingism. síra Ólaf Ólafsson í Guttormshaga, er svo látandi einstaklega hnittin lýsing á einum íslenzkum skrælingja- sið og skrælingjahugsunarhætti, er höf. ætl- ar að muni þó nú að miklu leyti horfinn, þótt eitthvað lítils háttar kunni að lifa eptir í glæðunum: »Er það ekki voðalegt, að hugsa út í það, þegar menn settu fjölda af hrossum og enda öðrum skepnum á vetur með þeirri Ijósu meðvitund og þeirri föstu sannfæringu, að fleira eða færra hlyti, mcetti til að drep- ast úr hungri og hor, þessum óttalegasta og kvalafyllsta dauðdaga, sem til er, já, hlyti að drepast, ef ekki yrði bezti vetur? Menn voru orðnir svo forhertir í svívirðing- unni og samdauna miskunnarleysinu, að menn gjörðu gaman að þessu og kölluðu það í ljótu spaugi: taðsetja á guð og gaddinm. þeir voru svo rólegir, karlarnir, þegar þeir voru að strita við kófsveittir að koma dróg- unum sínum á knjen, sem ekki gátu risið fyrir hor og hungri; og þeir voru einhvern veginn svo hátíðlegir á svipinn, þegar þeir voru að tala um það hver við annan, að hann »Skjóni« eða hann »Brúnn« ætlaði nú ekki »að hafa það af«; hann hefði nú verið þríreistur í gær og hefði seinast verið hætt- ur að bera fyrir sig fæturna, »klárskrattinn«, hnýttu þeir aptan í endann á ræðunni. »Hann verður sjálfsagt dauður á morgun«, sögðu þeir, þegar þeir komu inn frá gegn- ingunum og voru búnir að standa sig kalda yfir dauðvona hestinum, annaðhvort inni í einhverjum kofanum, þegar bezt ljet, eða undir húsagarðinum, og voru orðnir leiðir á að hnylla aumingja skepnuna að utan, ým- ist með íótunum eða hnefunum. |>eir löbb- uðu inn, lokuðu vel bænum, svo þeim sjálf- um yrði ekki kalt, settust inn á rúmið sitt og hagræddu sjer, ljetu á baukinn sinn og voru svo á meðan að smátauta klárnum fyrir, hvað hann hefði verið ónýtur að krapsa framan af vetrinum. Síðan fóru þeir að borða matinn, sem þeir um vorið höfðu reitt á sama hestinum úr kaupstaðn- um eða frá sjónum, tóku ofan húfuna sína og beiddu guð að blessa sig; háttuðu síðan í bólið sitt, breiddu vel ofan á sig og lásu bænirnar sínar og beiddu Guð að gefa sjer sitt daglegt brauð; svo sneru þeir sjer upp og sofnuðu svefni hinna rjettlátu. En það er ekki allt búið enn. Nú kemur morgun- inn. Bóndinn rekur í dægramótin höfuðið upp undan brekáninu. »Hefurðu komið út, Steini?«, segir bóndinn við vinnumann sinn. »Já«, segir Steini. »Hvernig er hann úti?« »Hann er rækalli fúll, útsynnings-jeljagang- ur með grófum gaddi«. »Hefurðu komið norður fyrir til klársins?« »Já, hann er steindauður og stirðnaður, klárskrattinn*. »Jæja«, segir bóndi; «jeg bjóst allt af við þessu. Jeg gekk að því vakandi, að hann mundi fara í vetur; jeg gerði það »si sona hinseginn«, að setja hann á, en bjóst eins við að svona mundi fara. En heyrðu, heillin mín«, segir bóndi og víkur sjer um leið að konu sinni, »láttu mig hafa eitthvað hlýtt til að fara í; meðan að hann Steini tekur roðið af klárnum, þá ætla jeg að skjótast yfir um til hreppstjórans og segja honum, að hann verði að taka átuna af honum upp í útsvarið mitt til hans Gísla í Kotinu; mjer var skipað að leggja honum í haust, og hann er nú búinn að heimta það af mjer þrisvar; en jeg hef verið að þumba fram af mjer að láta það, því jeg gjörði mjer allt af vissa von um, að eitthvað mundi til falla af þessu tagi«.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.