Ísafold - 14.11.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 14.11.1891, Blaðsíða 2
Bókafregn. BÚNAÐARRIT. Utg. Hermann Jónasson. Pimmta ár. Rvík 1891. (4 + 112 bls.). Fyrsta ritgjörðin í þessu ári Búnaðarrits- ins er: Nokkur orð um skógana hjer á landi, eptir Sæmund Eyjólfsson (bls. 1.—31.). Hún er liðlega og skemmtilega rituð, og hefir, þó að hún sje eigi löng, allmikinn fróðleik og eigi alllfáar nauðsynlegar bend- ingar að geyma. Höf. segir ágrip af sögu skóganna, hvílíkir þeir voru í upphafi Is- lands byggðar og hversu þeir hafa þegar í frá fornöld eyðilagzt og úrkynjazt, svo að nú eru heil hjeruð skóglaus, er áður voru skógi vaxin, og að nú sjest varla annað en kræklótt smáviði þar, sem á 17. öld gat enn að líta beinvaxnar bjarkir, tvítugar á hæð. Hann sýnir og fram á orsakir þessarar eyðingar og apturfarar. þær eru eðlilega bæði af náttúrunnar völdum og manna völd- um. En höf. tekur rjettilega fram það náttúrulögmál, að hinir græðandi og við- haldandi náttúrukraptar myndi nokkurn veginn hafa haldið jafnvægi við hina eyð- andi náttúrukrapta, ef hin eyðandi manns hönd hefði eigi svo sem gengið í lið með þeim, og þannig skellur skuldin fyrir eyðing og rýrnun skóganna mest á mönnunum, sem hefði átt að sjá sjer hag í friðun þeirra og viðhaldi. þar sem skógarnir hafa verið eyddir, hefir landið að sjálfsögðu »blásið upp« meira eða minna, eptir því, hversu jarðvegi hagar á hverjum stað. En hann leiðir rök til, að sporna muni mega við þeim upp- blæstri og að nokkru leyti græða þau sár, sem óframsýni manna hefir veitt, ekki með andlegum #uppblæstri«, framfaralegum ham- förum og gauragangi, heldur með skynsam- legri meðferð þeirra skógarleifa, sem eptir eru, og þess nýgræðings, er smátt og smátt er að vaxa upp, og með því að rjetta hin- um græðandi náttúrukröptum hjálparhönd. Menn hafa spillt skógunum bæði með því að höggva þá ógegndarlega og óskynsam- lega, og einnig með því að beita þá of mjög á vetrardag. Hvorttveggja er því að var- ast, ef menn vilja, svo sem sjálfsagt ætti að vera, hlynna að skógunum, sem eigi eru að eins hjeraðsprýði, þar sem þeir eru, heldur er skógurinn og, svo sem hann heppi- lega kemst að orði, svo sem «fjöregg næst- um alls þess lífs, er þrífst á því svæði, er hann nær yfir«. þá kennir höf. nokkur ráð um meðferð skóganna, sem vert er að kynna sjer vel og fara eptir, og eru þessi hin helztu: 1. Að höggva eigi skóginn nema sem brýnasta þörf krefur; 2. Að höggva aldrei ungviði og helzt aldrei hrísl- ur með fullum lífskrapti; 3. Að sniðhöggva jafnan svo, að sárið myndi tvo fleti, er hallist út frá miðju, svo að vatn geti eigi setzt í það og feygt rótina, og eins að var- ast að brjóta hríslur af sömu ástæðu; 4. Að höggva aldrei rjóður, því það hindrar æxlun viðarins, sem einkum verður með rótarskot- um; 5. Að beita eigi skóginn á vetrardag, en setja eigi fleira fje á en hægt er að ætla nægt fóður. Allt eru þetta án efa heilræði, sem hvervetna ætti að gefa gaum, enda er eigi erfitt að fylgja þeim. Eigi leggur höf. til að gróðursetja skóga, því að hann ætlar það trauðlega svara kostnaði. Eigi kemur hann og fram með neinar tillögur til laga- nýmæla til verndunar skógunum, enda mun eigi auðgjört að hlynna að þeim með lögum, sem eigi mætti brjóta. þó væri reynanda, að leggja miklar sektir við, ef umráðamenn opinberra eigna sýndi vanrækt í að friða skóg á jörðum þeim, er þeim er trúað fyrir. Onnur ritgjörð er: Um verð á heyi, eptir Eirík Briem (bls. 32.—40.). Höf. skýrir þar frá reynslu sinni í því efni árin 1875—79 (frá hausti til hausts), og telst honum svo til, að kýrin hafi borgað sjer hvern töðu- fjórðung með 45 aurum, en ær og lömb hvern útheysfjórðung með 28 aurum. Fóð- ur geldnauta, geldsauðar og hrossa reiknar hann eigi þannig til verðs. það er óyggj- anda, að reikningurinn er, að því er eigi hefir orðið að fara að álitum, nákvæmlega rjettur, og eins má treysta því, að hann hafi farið mjög nærri lagi, þar sem til á- gizkana kemur. Arsnyt kýrinnar telur hann 2500 potta á 12 aura, eða 300 kr., en frá afrakstri kýrinnar dregur hann—auk kálfs og áburðar—fyrir rentur af verði henn- ar, rýrnan á henni með aldri, áhættu við að missa hana, opinber gjöld af henni (þar með aukaútsvar að nokkru leyti), hrisrúm, hirðing að vetri, hagagöngu að sumri og heimrekstur, mjólkun og bolatoll, 60 kr. En fóður kýrinnar telur hann 600 fjórð- unga (á 45 a.) eða 270 kr. Á líkan hátt reiknar hann afrakstur af ám og lömbum og allan kostnað þar við. Vitaskuld er, svo sem höf. tekur fram, að það hlýtur að vera mjög mÍ8munanda eptir gæðum og ásig- komulagi hverrar jarðar, árferði, vöruverði o. fl., hve miklu verði skepnur borga fóður sitt, enda er hjer miðað við heldur góða jörð í heldur góðri sveit í heldur góðum ár- um. Reikningurinn er eigi annað en sýnis- horn og leiðbeining, er getur átt alstaðar við, þó að tölurnar breytist nokkuð. þann- ig telur höf. ullarverð 89 aura pundið, svo sem hann hefir að jafnaði fengið þau ár, sem við er miðað, en sjálfsagt er, ef menn vilja búa sjer til sams konar yfirlit, að menn verða- að miða við hið sanna gang- verð ullarinuar. Vanböld á tveim hundruð- um fjár telur hann að eins 56 kr. á ári, svo sem honum reyndust þau. Auðvitað eru þau opt langt um meiri (og opt gjört meira úr þeim en er), en sum vanhöld eru sjálfskaparvíti, er nokkuð mætti varast. Sjálfsagt er gott og gagnlegt fyrir búmann- inn að gera sjer árlega yfirlit, áþekkt þessu og bera heyverð það, er þannig kemur fram, saman við kostnaðinn við að afla heyjanna. j þá er ritgjörð eptir útgefandann, Hermann Jónasson: Um hundahald (bls. 41—56). Höf. heldur því fram, að hundaskatturinn nýi, 2 kr., sje ekki of hár, heldur ætti að vera jafnvel margfalt hærri, 5—10 kr. af hverjum gagnBhundi,— en óþörfum hundum muni þá naumast til að dreifa. Segir hann, sem satt er, að hár hundaskattur, er renn- ur í sveitarBjóð, auki ekkert gjöldin í hverju sveitarfjelagi; önnur gjöld fari að þvf skapi minnkandi; ef t. d. fátæklingur hefir goldið 4 kr. í aukaútsvar áður, en greiðir nú við sömu efni 4 kr. í hundaskatt, af 2 gagns- hundum, þá á eigi að gjöra honum neitt aukaútsvar. Hann sýnir og fram á, að sje farið eins vel með hunda og á að vera, og sjeu þeir almennilega vandir, þá gjöri þeir svo mikið gagn, að ekki þurfi að telja eptir þeim skattinn. Hyggilegast sje í alla staði að hafa þá sem fæsta, en valda og vel með þá farið, og vítir hann mjög þann algenga ósið, að halda hunda illa, hafa þá hálf- hungraða allt árið, og láta þá lifa mest á mjölmat, þótt hundurinn sje kjötæta en eigi grasbítur, og verði því að hafa mikinn hluta. fæðu sinnar úr dýraríkinu. Hinni illu með- ferð fylgi sú hugsun, að hundar sjeu hjer- um bil verðlausir, en þar af leiði aptur, að- ekki Bje hugsað um að bæta kynferði þeirra, og heimskulega lítil ræl t lögð við að venja þá. »Vænn hundur«, segir höf., svinnur á sumum heimilum eins nukið gagn yfir árið. og fullorðinn vinnumaður, og jafnvel meira. Hann vinnurþví ef til vill 100—300 kr. ár- legan hag«. í síðari kalla greinarinnar eru: leiðbeiningar um tamning á hundum, og saga sögð af því um einn tiltekinn hund. Búast má við, að fám líki tillagan um hækk- un á hundaskattinum. En ekki þurfa þeir fyrir það að virða að vettugi athugasemdir höf. að öðru leyti. þá er smá grein (eptir gamlan smalamann)^ Um að hundbeita ekki fje (bls. 57—58). Er þar rjettilega tekið fram, að slíkt sje- með varúð gerandi. þá er ritgjörð, eptir Stefán Sigfússon;: Um bráðafárið og ráð og varnir við pví (bls. 59—72). Ritgjörðin hefir hlotið 50 kr. verð- laun, og á 7 ritgjörðum um það efni, er 8amdar voru í verðlaunaskyni, þótti hún »skipulegust og víðtækust og yfir höfuð fjöl- skrúðugust«, enda lýsa mestri umhugsun. það eru tekin fram »reglur og ráð«, til þess að verja bráðafári og öðrum kvillum sauð- fjenaðarins, góð ráð, sem fjármenn ættu að- fylgja, þar eð fje mundi verða heilsubetra með því móti, enda kynni það að draga úr- bráðafárinu. þá eru nokkrar skýrslur og reikningar,. (bls. 81—100) er einkum snerta skólann á Hólum, og er að vísu þörf á að birta slíkt. En að svo miklu leyti sem það er birt í Búnaðarritinu, ætti eigi að þurfa að kosta upp á sjerstaka skýrslu um skólann, yfir- völdunum einum, eða þeim, er eigi keypti Búnaðarritið, til augnagamans. Sje það gjört, ætti eigi að endurbirta það nema mjög stuttlega í Búnaðarritinu. þá er dálítill frjettabáikur árið 1890, er tekur fram hið helzta, er snertir búnaðar- háttu manna og atvinnuvegu, og er slíkt vel til fallið. þar eru taldir ritlingar, er snerta. þau mál, er komið hafa út 1890, og einnig blaðaritgjörðir er búnað snerta. Rithngarn- ir (markaskrár o. fl.) eru engir stórum merkir, nema Búnaðarritið, III. IV. ár, en sumar ritgjörðirnar í blöðunum væri vert að. lesa optar en einu sinni. þá er ýmislegt Smávegis (bls. 106—112)* og er þar meðal annars minnzt á kynbótr hesta, sem er alls athuga vert. Telja má Búnaðarritið gott og þarflegt, og er vonandi, að það eigi langa og gagnlega framtíð fyrir höndum. Póstferða-áætlun- Eins og sjá má á síða8ta bl., verður gamla fyrirkomulagið á póstferðum, aukapóstum o. s. frv., látið halda sjer frarnan af næsta ári, og umbæt- ur þær, er fjárlögin væntanlegu gjöra ráð- fyrir, í sambandi við póstferða-þingsályktun neðri deildar í sumar, látnar bíða til vors* með því tíminn hefir þótt of naumur til að undirbúa þær og auglýsa frá því póstskip kemur nú með fjárlögin og til nýárs. Eldur uppi. Víða hjer um sveitir þykj- ast menn hafa orðið varir við nokkurn vott þess, að eldur muni vera uppi í austur-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.