Ísafold - 14.11.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.11.1891, Blaðsíða 3
861 jöklunum einhversstaðar (Vatnajökli?), svo sem öskudupt í lopti; jafnvel upp um Borgar- fjörð (Borgarhrepp og Stafholtstungur) hafa menn fyrir nokkru tekið eytir því, að kind- ur voru kolgrímóttar af öskuryki. Landsbankinn. Byrir þriðja ársfjórð- ung þ. á., mánuðina júli, ágúst og septem- ber, er reikningur nýhirtur í Stjórnartfð. f>að er nærri skrítin tilviljun, að bankinn hefir átt hjer um bil alveg jafnt í sjóði í byrjun þessa ársfjórðungs og í lok hans, eða milli 68—69 þús. kr. Hafa þó miklir peningar gengið út og inn hjá honum þessa mánuði, t. d. sparisjóðsinnlög numið meira en 103,000 kr., en 79,000 kr. útborgað af þeim, víxlar innleystir fyrir 56,000 kr. og keyptir fyrir rúm 52,000 (víxillán). Önnur útlán hafa verið 71 þús. krónum, en endur- goldin lán að eins rúmar 30 þus. Innlög á hlaupareikning rúm 22 þús. kr. Alls átti bankinn í útlánum í reiknings- lok nær 830 þús. kr., þar af nær 65 þús. kr. í víxillánum. Auk þess um 250 þús. kr. í kgl. ríkisskuldabrjefum. Beikningslán sjást í þessum reikningi í fyrsta sinni, fáein hundr. kr. Sparisjóðsinnlög námu í reikningslok um 584 þús. kr. Suðurmúlasýsla 20. okt. 1891: Tfðin hefir verið fremur óstöðug í haust og ákaf- lega rigningasöm; hafa sumstaðar orðið all- mikil spell af skriðuhlaupum og grjótburði úr ám og lækjum. Fjársala til útlanda var í minnsta lagi, verðið var líka lágt, um 13 kr. fyrir full- orðna sauði; peningaekla er því mikil meðal manna,- — Sumarafli varð í allgóðu lagi, og fiskast dálítið enn, þegar gefur, enda má heita að flestir firðir hjer sjeu fullir af síld. Færeyingar eru nú allir farnir heim til sín, og höfðu aflað vel. Gufuskipin ensku, sem um allan síðari hluta sumars streyma hjer ura á djúpmið- um, og sópa þaðan burtu ógrynni af heilag- fiski, —(eru nú horfin. Allan þann tíma, sem þau eru hjer, eru þau á sífelldu flugi út og inn firðina til að sækja sjer síid til beitu. Síldina kaupa þeir af Norðmönnum búsett- um, er síldveiði stunda. Mönnum er illa við þessa gesti, eins og von er, og illa við beitusöluna til þeirra, en fá ekki aðgjört. Skip þessi bregða sjer opt með lóðir inn fyrir landhelgi og leggja þær þar. Og eitt þeirra lagði einu sinni í haust fiski- eða haukalóð yfir þveran Beiðarfjörð hjer um bil 2 mílum fyrir innan mynni hans. Menn veittu því ekki eptirtekt meðan það var að leggja lóðina, en sáu, hvers kyns var, er þeir tóku að draga hana; en skipverjar höfðu breitt yfir skipsnafnið og töluna (númerið) á skipshliðinni. Skip þessi eru öll ný og ákaflega hraðskreið, og að öllu ágætlega búin. |>au eru með fiskitjörnum og fara heim með aflann einu sinni á hálfs mánað- ar fresti. Sagt er, að útgjörðarmennskipanna hafi haft mikinn hag af þeim í þessi þrjú ár, er þau hafa rekið fiskiveiðar hjer á þennan hátt. Skáldsins raust. þú, sem ert heimsins gæddur gæðum og gull átt nóg og vinafjöld, hver minnist þín, er þjer í æðum þornar hver dropi’ um lífsins kvöld? Hver viil þá bana-bikar hálfan bergja með þjer á dauðans nótt? Enginn —, þig lifa ekki sjálfan þín afreksverk, — þau gleymast fljótt. þ>ú, drembna sál, er sífellt nýtur sællífis þíns í næði’ og ró og fjöldann iðna fyrirlítur en fjöldans berst á herðum þó; engin þig lengur tignar tunga, týnt er þitt nafn og burtu máð jafnskjótt og hefir helið þunga helrúnir þjer á enni skráð. þú, sem að býr við sult og seyru og sæld ei þekkir auðnu-hags og heim að aldrei ekur meiru en að eins björg til næsta dags. Hvert er þitt lof við dánardægur—, dyggðinni ekkert mark er sett—; þú ert og verður aldrei frægur, 1 enginn kann þig að meta rjett. Hvað er það þá, sem lengur lifir en lífsins hæsti aldur nær, og deyr ei moldum dáins yfir, en dýrðargeislum leiðið slær? 8eg þú mjer, hver að er sú iðja, sem eins um lífsins vor og haust lifir á tungum nýrra niðja? Nafn hennar það er: skáldsins raust.. /S. þn, Leiðarvísir ísafoldar. 8ö2. Ekkja á þrjú börn. Hún hefir fyrir einut, en tvö eru tekin á sveitarframfæri. Nú giptist ekkjan. Er það hjónaband löglegt? og hver á- hyrgð hvílir á svaramönnum? Sv.: Hjónabandið er ólöglegastofnað, nema fram- færisskuld hin„a tveggja barnahafi verið löglega eptirgefin. Sje það eigi, er einsætt að lögsækja. þá, er hjónabandinu valda, því að hreppurinn á engan halla að bíða við það. 853. Jeg er daglaunamaður í sama hreppi allt sumarið og tek á móti kaupi minu að haustinu,. litlu áður en jafnað er útsvörum hreppsins.. Er jeg þá skyldur að greiða útsvar af kauph þessu hið sama haust ? Sv.: Daglaunamaðurinn er útsvarsskyldur „ept-- ir efnum og ástæðum“, þar sem hann á lög- heimili, og er sjálfsagt að taka tillit til sumar— kaups hans. 854. Er skylda að horga í peningum sveitar- útsvar, þótt borga eigi þar með hallærislán. þeg— ar eigi fengust peningar, þá er lánið var tekið? Sv.: Hreppsnefnd á heimting á peningum af~ gjaldöndum sveitarinnar, hverjum tiltölulega tit; borgunar hallærislána. Hvort hreppsnefndin heí'- ir miðlað hallærisláninu i peningnm eða eigi getur eigi komið til greina, enda munu lánþurf- endur venjulega biðja hana um mat, en eigi pen- inga, og hlýtur hún að hafa rjett til að miðlar láninu í þeim aurum, er henni þykir haga. 855. Jeg hefi í nokkur ár borgað presti dags- verk samkvæmt kröfu hans, þó mjer væri þaö eigi skylt, af því að jeg vissi eigi lög í því efni^ En nú er jeg dagsverksskyidur. Er mjer eigi heimilt að láta áður borguð dagsverk, meðan þau. hrökkva til, mæta hinum áfallandi? 199 frá Ólafseyjum. Einn af húskörlum Einars hjet Halldór og var Ólafsson. Hólmfríði í Ólafseyjum leizt mjög vel á Hall- dór þenna og vildi fyrir hvern mun ná fundi hans um veturinn, ef færi gæfist. Einar nautamann fýsti og mjög að komast vit í Bauðseyjar, þegar komið var fram um miðjan vetur, ekki sakir ástamála, heldur hins, að hann var orðinn tókakslaus og vissi, að það inundi fást 1 Bauðseyjum, eins og annað, því þar voru venjulega alls nægtir. Er svo sagt, að þau Einar og Hólmfríður hafi komið sjer saman um að finna eitthvert ráð til að geta komizt út í Bauðseyjar. Höfðu þau fyrst á orði, að nauðsynlegt væri að fara þangað með heynál og reku, sem hvorutveggja þurfti aðgjörðar við; en með því að Helgu mun ekki hafa þótt þetta nógu brýnt erindi um hávetur, þegar allra veðra væri von, tóku þau það ráð, að drepa eld- inn, án þess að Helgu grunaði. Bar þá nauðsyn til að eld- urinn yrði sem fyrst sóttur, því engin tæki voru í Olafseyj- um til eldkveikju. Bauðst Einar og Hólmfríður tii að sækja eldinn út í Bauðseyjar, því þangað var skemmst leið. Lögðu þau af stað seint á öskudaginn, í góðu veðri, og lentu í Rauðs- eyjum um kvöldið og sögðu erindi sín. Um nóttina rak á norðan stórhríð með miklu frosti. Hjelzt hríðin lengi og gjörðu ísalög svo mikil um allan flóann, að aldrei varð á sjó komizt í Rauðseyjum á sjöundu viku. Er svo sagt, að Einar bónda í Rauðseyjum hafi grunað, að ekki var allt með felldu um ferð þeirra hjúanna úr Ólafseyj- um, og hafi hann því á hverjum degi, meðan þau dvöldu þar, hallmælt þeim fyrir tiltekt þeirra, og jafnvel átalið þau með svo þungum og beiskum orðum, því hann var skapdeildar- 197 aði, að Eiríkur Ólsen legði af við sig nokkuð af hákarlinum- «Ekki verður af því, elsku-vinurinn«, segir Eiríkur, »að jeg láti það af hendi við nokkurn mann, sem minn samkristinni náungi hefir trúað mjer fyrir«. þá tók Guðmundur kníf úr vasa sínum og ætlaði að skera niður eina eða fleiri beitur af baki Eíríks. Eiríkur snaraði þá af sjer byrði sinni, þreif tit Guðmundar, hóf hann á öxl sjer, hljóp með hann ofan að' sjávarmáli og tvíhenti honum út í sjóinn, og mælti: »Hjer- skalt þú nú drekkjast og deyðast, Guðmundur! eins og hann Faraó í Hafinu rauða«. Guðmundur kom fótum fyrir sig og skreiddist til lands, en Eiríkur tók byrði sína og hjelt leiðar sinnar; og skildi svo með þeim. Eiríkur Ólsen átti eitthvað vingott við dóttur Guðmund- ar godda, er Guðrún hjet og kölluð var Godda-Gunna. Guð- mundi þótti hún hafa orð af Eiríki og líkaði það miður. Eitt- hverc sinn hitti hann Eirík á ferð skammt út frá Fjarðar- horni 1 Kollafirði, og hvarf hann þá til Eiríks og krafði hann bóta fyrir það, að hann hefði spillt góðu maunorði Guðrúnar dóttur sinnar. J>á sagði Eiríkur: »Ekki verður nú af því,. hjartans-lífið! að jeg tvíborgi sama hlutinn. En jeg ljet hana fá silkiklút og hangikjötskrof, og það var nóg«. Goddi þreif þá í klassekk hans, og ljezt mundu skapa sjer bætur sjálfur- Eiríkur ljet þá falla klassekkinn, og bjóst til varnar. Goddi rjeð á hann og urðu með þeim sviptingar miklar, því Goddi var enginn væskill. Svo lauk þó, að Goddi varð undir. þá, seildist Eirfkur í stein, eigi alllítinn, og rak hann upp í Gúð- mund, og ýtti svo og barði á steininn, að hann skrapp inn fyr— ir tanngarðinn. Síðan ljet hann Guðmund upp standa og sagðL

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.