Ísafold - 28.11.1891, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.11.1891, Blaðsíða 1
tCemur út t miðrikudögum ®£ liugardögum. Verð árg. (*m ioo arka) 4 kr.; erlendisS k>. boigist fyrir miðjan júlimánuð ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin rið íramót, ógild nema komin sjc til útgefanda fyrir l.okt. Af- greiðslust. i Austurttrœti 8. XVIII. 95. Reykjavík, laugardaginn 28- nóv. 1891 Bankagrikkur. Bankastjórnio hefir í haust gjört mörgum slæman grikk með einni hastarlegri nýbreytni. Svo er mál með vexti, að í reglugjörð bankans frá 5. júní 1886 stendur, að til að geta fengið Ián úr landsbankanum gegn fasteignarveði verði meðal annars að láta virða eignina til peninga af ntveimur óvil- höllum, kunnugum, dómkvöddum mönnums. Eptir gömlum vanda var í framkvæmdinni þegar frá upphafi dregið nokuðj|úr þessum kröfum, þannig, að fiestir sýslumenn höfðu «igi meira við kvaðning virðingarmannanna en að þeir gáfu út skjal annaðhvort á undan «ða eptir virðingargjörðinni, þess efnis, að hinir tilteknu menn væru eða hefðu verið tilnefndir af sjer til þess starfa, í stað þess að setja rjett með vottum og kveðja þar menn tilhinnar eptiræsktumatsgjörðar; þá eru þeir cZów-kvaddir, en annars eigi. Höfðu raunar fáeinir sýslumenn þá aðferð þegar frá upphafi, en flestir hina. Og bankastjórn- inljetþað gilt heita. Hún var þar meinleysið sjálft og eptirlátssemin. Auðvitað hjeldu þá sýslumenn áfram sama sið. Hví skyldu þeir fara að breyta til, úr því ekki var að fundið, eða engin óþægileg eptirköst fylgdu hinni einföldu aðferð þeirra? Liðu svo mörg ár, 5 ár eða meira, að hver maður fekk lán í bankanum út á þannig útbúnar virðingargjörðir, aö virðing- armennirnir höfðu alls eigi verið dám-kvadd- ir, heldur að eins tilnefndir hins vegar af sýslumanni, með skriflegu skjali. þangað til í haust, að bankastjórnin tek- urallt íeinu uppá þeirri nýbreytni, að heimta dóm-kvaðninguna afdráttarlaust; neitar nú að veita nokkurt fasteignarveðslán með öðru móti. Er mælt, að tilefnið hafi verið að- finning frá endskoðunarmanni bankans. Vitanlega hefir bankastjórnin lög að mæla, erhúnfer þessufram; þaðstóð í reglugjörðinni frá upphafi, að matsmennirnir ættu að vera ■dómkvaddir, eins og áður er sagt. Og þó að fæstum muni sú gáfa gefin, að geta eygt nokkurn verulegan eða þýðingarmik- inn mismun á því, hvort matsmennirnir eru til kvaddir á þann hátt, að sýslumaður segir: »Hjer er rjettur settur«, eða hann segirekkineitt nema skrifar kvaðningarskjal- ið,—votta getur hann haft við hvort heldur hann gjörir —, þá er það rjett sem rjett er, að fara alveg eptir því, sem lög mæla fyrir, og þau segja hjer, að athöfn þessi shuli gjörast fyrir rjetti, þ. e. að mennirnir skuii vera dóm-kvaddir. En — summum jus summa injuria, segir máJtækið: fyllsta rjettlæti getur orðið að fyllsta ranglæti. Með því að koma almenningi upp á ann- að og láta það gilt heita árum saman, og með því að taka síðan upp þá nýbreytni þegar minnst varir og öllum á óvart, að fara að beita lögunum eptir strangasta bók- staf þeirra, eða, rjettara sagt, fara að beita alveg nýjum skilningi á þeim, því almenn- ingur hafði fulla ástæðu til að ætla, að bankastjórniu skildi fyrirmæli reglugjörðar- innar á hinn veginn, — með þessari aðferð hefir bankastjórnin gjört mörgum manni þann óleik, er kemur fram eins og ranglæti. Hún hefir að sögn gjört lánbeiðendur aptur- reka í haust hvern á fætur öðrum fyrir þásök, aðáminnztur gallivar á veðskjölunum: matsmennirnir ekki dóm-kvaddir. |>að er eigi nóg, þó hún segi lánið vel- komið undir eins og bætt sje úr þessum galla, því fyrst og fremst er það talsverður ómaksauki og nokkur kostnaður, að fara aptur á fund sýslumanns og fá hann til að setja rjett, er gjald ber að greiða fyrir sjer á parti í landssjóð, og í annan stað stendur æði-opt svo á, að lántakanda er engan veginn sama, hvort hann fær lánið mánuði fyreða síðar; en mánaðar drætti veldur það sjálfsagt yfirleitt eða að meðaltali, að vera gerður þannig apturreka, eptir því, hvar lánbeiðandi á heima eða hvar hin veðsetta fasteign er. Slíkur dráttur getur meira að segja valdið stór-baga, ef eigi stór-skaða. Eða hvers vegna gat eigi bankastjórnin auglýst í tæka tíð, að upp frá þeim og þeim tfma tæki hún eigi framar gild nein veðskjöl öðru vísi en að matsmennirnir væri dóm- kvaddir, þ. e. kvaddir fyrir rjetti? J>að hefði verið ómakslítið, og þá var hún úr allri sök. Bankastjórnin hefir fengið stundum »lof fyrir lítið« og opt »last fyrir ekki par«. En sannmæli er það um hana, og þess sann- mælis á hún að njóta, að hún hefir komið yfir höfuð talsvert lipurlegar fram síðari árin heldur en framau af. |>að lætur margur maðurnú orðið mikið vel yfir, hvernig sjer hafi reynzt að skipta við bankann. En — því óskiljanlegri og leiðinlegri er þessi nýja meinloka hjá stjórn hans. „Litil hugrás“ g e gn nafnlausum p r e s ti. Fyrir hjer um bil ári síðan ritaði prestur nokkur nafnlausa grein í »Fj.konuna« í til- efni af því, að jeg hefði gert mig sekan í þeirri óhæfu, að benda á tíma þeirra Hall- gríms Pjeturssonar og Jóns Vídalíns sem gullöld kirkjunnar á íslandi. Grein þessari svaraði jeg í 38. og 40. bl. »ísafoldar« þ. á. J?ar leitaðist jeg við að gjöra grein fyrir þesBari skoðun minni og sýna fram á, frá hvaða sjónarmiði þessi staðhæfing hefði verið gjörð. Jeg tók það fram, að hinar andlegu hreif- ingar í lífi þjóðanna ættu þá sína blómstur- tíð eða gullöld, þegar þær bæru fram sína inikilhæfustu menn. fslenzka kirkjan hefði á þessu tímabili framleitt sína mestu and- ans menn. Hin kirkjulega hreifing hefði þá verið svo sterk í landinu, að hún hefði tekið í sína þjónustu göfugustu hæfileikana, sem til hefðu verið hjá þjóðinni. Ekkerfc þykir bera eins ljósan vott um það andana líf, sem uppi er meðal þjóðanna á hinum ýmsu tímabilum í sögu þeirra, eins og skáldskapurinn. Nú einkennir það skáld- skap þessa tímabils í sögu vorrar þjóðar, að það af honum, sem ekki er leirburður, er andlegs, trúarlegs eðlis. það lífsafl, sem þá kemur mönnum til að yrkja og gjörir þá að skáldum, er trúin. þ>essu hefir ekki verið þannig varið nokkurn tíma endrarnær í sögu vorri. Jeg veit ekki betur en þetta sje viðurkennt af flestum. Og það er ekk- ert, sem ber þess órækari vott, að þá var trúin lang-sterkasta lífsaflið, sem þjóð vor þekkti. Jeg á nú bágt með að skilja, hvernig það var ómaksins vert fyrir prest þenua, að fara að taka til máls aptur út af þessu (sbr, ísafold nr. 67), án þess með einu orði að benda á, í hverju skekkjan í þessari rök- semdafærslu er fólgin. |>ví jeg fæ ekki betur sjeð, en að hafi jeg rjett í þessum grundvallarsetningum, þá hafi jeg einnig haft fullkominn rjett til að viðhafa orðatil- tækið gullöld um hið umrædda tímabil ein- mitt út frá þessu sjónarmiði. I>að, sem andmálsmaður minn finnur sig knúðan til að segja um Bauka-Jón og síra Guðmund Einarsson á Staðastað og síra Pál Björns- son í Selárdal, sem hann segir að verið hafi einn lærðasti og merkaiti(?) presturinn á íslandi, er þess vegna allt vindhögg út í bláinn. Jpess háttar dæmi, þótt þau væri margfölduð, hrófluðu ekki hið allra minnsta við þeim sannleika, að mestu og beztu mennirnir, sem uppi voru, ortu sálma, fulla af trúarlegri andagipt, sem lifað hafa meir en tvær aldir; og að frægustu og beztu guðsorðabækur, sem til voru meðal stór- þjóðanna, voru þá útlagðar fyrir íslenzka alþýðu; og að meiri mælska, meira andríki kemur fram í ræðum Jóns Vídalíns en í ræðum eptirmanna hans. Prestur þessi gefur í skyn, að jeg hafi sagt, að Gerhardihugvekjur og »Sannur krist- indómur« hafi veriðj útlagðar úr þýzku. f>að er útúrsnúningur einn og ranghermi. Jeg hef aldrei sagt það. En jeg benti á það, að bækur þessar hefðu verið þýddar á ís- lenzku, sem vitnisburð þess, að menn hefðu þá fylgzt með í þýzkum bókmenntum á ís- landi. þ>ó Gerhardihugvekjur væri frum- samdar á latínu, voru þær skömmu seinna þýddar á þýzku. Báðar tilheyra þessar bækur jafnt þýzkum bókmenntum. þ>ýzka útgáfan af Gerhardihugvekjum hefir að lík- indum borizt til íslands ekki síður en sú latneska. »Var þá algengt hjer á landi, að menn kunnu vel þýzku«, segir, dr. Grímur Thomsen f formála sínum fyrir Sálmum og kvæðum Hallgríms Pjeturssonar. Svo það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.