Ísafold - 28.11.1891, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.11.1891, Blaðsíða 2
878 hefir litla þýðing, þótt nafnlaus prestur keppist við að neita því. Setjum, að nú sje að byrja nýtt tímabil í kirkjusögu vorrar íslenzku þjóðar, að kirkjuleg blómaöld sje í nánd, með svo göfugum og glæsilegum bókmenntum, að þær beri langt af öllu því, sem íslenzka kirkjan hefir framleitt; og að þetta tímabil nái að minnsta kosti fram um miðja næstu öld. Látum oss enn fremur ímynda oss, að eptir tvö til þrjú hundruð ár verði farið að rita um þetta tímabil og sú staðhæfing verði þá gjörð, að þetta hafi verið gullöld íslenzku kirkjunnar, þar sem þessar kirkju- legu bókmenntir beri ægishjálm af sams konar bókmenntum annara tímabila og þeir rithöfundar þá taldir upp, sem gjört hefðu garð hinnar íslenzku kirkju frægan. Mundi það nú verða hættulegt fyrir þann rithöf- und, sem þetta ljeti sjer um munn fara, þótt þá risi annar upp, er lýsti þetta gull- aldartal mikla fjarstæðu, og gæti hann til- fært ýmislegt því til sönnunar? það hefðu t. d. verið til einstöku prestar, sem ritað hefðu rniður sæmilega um þetta leyti; þeir hefðu helzt ritað í »Fj.konuna«, alræmt van- trúar-blað frá þeim tímum, en ætíð farið með nöfn sín eins og galdramenn 17. ald- arinnar hefðu farið með kukl sitt og sær- ingar; þeir hefðu hulið þau í myrkrinu.— Hafa ekki verið uppi leirskáld á hverju gullaldar-tímabili veraldlegra bókmennta? Auðvitað, og það vissulega fleiri en hin sönnu skáld. Mundi vera unnt að sanna, að engin bókmenntaleg gullöld hefði nokk- Urn tíma átt sjer stað, með því að telja leirskáldin upp? Enginn heilvita maður Ijeti sjer detta slíkt í hug. Ljótu dæmin frá 17. öldinni sanna því ekkert í þessu sambandi. Á móti hverju þeirra mætti tilfæra önnur úr kirkju- og kristindómslífi þessarar aldar, sem væru fullt eins ljót bæði í siðferðislegu og þekk- ingarlegu tilliti, þegar tekið er tillit til þess, hverjum framförum hið kirkjulega líf hefir tekið almennt í heiminum síðan á 17. öld- inni. það er annars undarlegur andi, sem kem- ur fram í greinum þessa nafnlausa prests. Hann er einhvern veginn svo undarlega hróðugur yfir öllu hinu ljóta, sem hann tínir saman úr kirkjulffi liðinna alda. Hon- um virðist vera svo miklu kærara að horfa á galdrahlið 17. aldarinnar, en hina guð- legu andagipt, sem þá kom fram í svo rík- um mæli. Honum fer í þessu efni svo nauðalíkt óvinum kirkjunnar, sem ætíð eru að draga fram syndir hennar á fyrri öldum henni til háðungar og vanvirðu, vitandi að á þéim er þó aldrei hægt að ráða neina bót. Öðru máli er að gegna, þótt dregin sjeu fram lýtin, sem eru á kirkjulífi yfir- standandi tíma. Einmitt einlægustu vinir kirkjunnar finna það skyldu sína. Og þeir gjöra það ekki hróðuglega, heldur með blæð- andi hjarta, til þess þau verði afnumin og kyrtill kirkjunnar verði aptur hreinn. — það er líka auðsjeð, að maðurinn hefir fundið til þess, að það fjelli blettur á hans prestslega nafn, ef hann ljeti þess getið við greinar þessar. Hver ætli vinni þjóð sinni meira gagn, sá, sem vandar um við hana fyrir syndir hennar á yfirstandandi tíma og brýnir raust sína eins og honura er unnt, til að vekja menn af svefni og hugsunarleysi, eða hinn, sem afsakar allt þetta með yfirsjónum fyrri alda og gefur í skyn, að það sje ekki svo hættulegt, því stundum hafi lífið verið ljót- ara áður? það er eitt atriði í grein þessari, sem betur en nokkuð annað sannar, hve ófær maður þessi er til að dæma um sögulega atburði, sem liggja honum miklu nær en saga 17. aldarinnar. A sinn vingjarnlega og bróðurlega hátt hafði hann í fyrri grein sinni lýst hinni kirkjulegu starfsemi vorri hjer vestra á þá leið, að hún hefði fyrir markmið »að svín- beygja undir ok klerklegrar kúgunar«. þetta leitast hann nú við að rjettlæta með því að vitna til þess, að af hálfu kirkjufjelags vors hafi verið reynt að stemma stigu fyrir trúarboði því, sem haldið var uppi af þeim bræðrum Jónasi og Lárusi í skjóli presby- teríönsku kirkjunnar. Um þetta mál var ritað allmikið í blöðin hjer vestra, og allir, sem um það rituðu, virtust vera á eitt sáttir um, að trúarboð þeirra bræðra væri skrípa- mynd svo voðaleg af sönnum kristindómi, að eitt hið hryggilegasta, sem fyrir oss gæti komið, væri það, ef heilir hópar af fólki voru ljetu tælast út í aðra eins tálgröf alls heilbrigðs trúarlífs. Fyrir ófyrirleitna milli- göngu eins manns hafði innlent, að öðru leyti heiðvirt kirkjufjelag, slegið vernd sinni yfir þessa starfsemi og styrkt hana með fjárframlögum, af þeirri ástæðu, að því höfðu verið bornar ósannar sögur af hinni kirkjulegu starfsemi vorri. Kirkjufjelag vort snýr sjer þá til stjórnar presbyteríönsku kirkjunnar hjer, leitast við að gjöra henni ljóst, hvernig þessu svo nefnda trúarboði væri varið og hversu ranglátt það sje, að styrkja það og halda því uppi, þar sem það hafi sett sjer fyrir mark og mið að sprengja kirkjufje- lagið og stemma stigu fyrir því á allar lundir. Og var þá formaður hins innra kristniboðs þeirra beðinn að sjá um, að þessu trúarboðs- skrípi yrði ekki lengur haldið áfram í nafni hinnar »presbyteríönsku« kirkju. þetta er það nú, sem presturinn bróður- Jega kallar »að svínbeygja undir ok klerk- legrar kúgunar«. Samkvæmt þessu er það að beygja undir ok klerklegra kúgunar, ef einhver söfnuður á íslandi snýr sjer til kirkjustjórnarinnar og biður hana að hlutast til um, að einhver hneykslisprestur verði látinn leggja niður embætti, Og þegar kirkjustjórnin svo verð- ur við þeim tilmælum, nær sú kúgun auð- vitað sfnu hæsta stigi. það er sannarlega engin furða, þótt geng- ið sje »hlykkjótt« á Blondínsþræði skilnings- ins, þar sem hann er þaninn yfir Níagara- foss þjóðlífsins um heilar aldir, þegar manni gengur svona herfilega yfir vallarsprænur þess, sem skeði í gær. það er sama, í hvaða mynd óvinir vorir birtast hjer; þeir mega ætíð eiga víst að fá hluttekning hjá einhverjum presti á íslandi. Hvort heldur eru Únítarar eða ofstækis- menn—ef þeir að eins eru óvinir vorrar lútersku kirkju hjer, kemur það fram, að þeir eiga vini meðal prestanna heima, og vjer jafnmarga óvini. Óafvitandi eru þeir þó að gjöra oss greiða, þessir menn. þeir eru að færa oss nýjar og nýjar sannanir fyrir öllu, sem vjer höf- um sagt. Bróðurleg aamvinna! Já, vissulega. Eng- ir óska hennar meir en vjer. En ekki við aðra en þá, sem unna málefni kirkjunnar einlæglega. Jeg vona þeir sjeu margir,— verði fleiri og fleiri. En sífellt strfð við hina, sem við hvert tækifæri fylla óvina- flokkinn, og sem einlægt eru að Iæðast apt- an að móður sinni, kirkjunni, og reka henni löðrunga í laumi. það er skylda vor allra, bræður, bæði austan hafs og vestan! Fiíiðbik J. Bekgmann. Bjargráðadeildarfundur fyrir Gull- bringusýslu, haldinn í Haftiarfirði 24. okt. 1891. A fundinum mættu kosnir menn frá þessum bjargráðanefndum: f Grindavík Jón Sveinbjarnarson; í Keflavík P. J. Petersen; í Hafnarfirði Ivar Helgason; í Bessastaða- hreppi Magnús þorsteinsson; í Seltjarnar- neshreppi Olafur Ingimundarson.— Fundar- stjóri, síra O. V. Gíslason, skýrði fra ferð- um sínum í sumar kringum Island, og hvernig bjargráðamálum væri komið með sjávarströnd landsins. Nefndarmenn skýrðu frá aðgjörðum uefndanna: a) í Grindavík væri lýsisbrúkun að verða almennari, og tilraunir væri verið að gjöra, en ósjeður á- rangur; fiskverkun góð ; b) í Keflavík mikl- ar framfarir; allir hefðu lýsi, flestir hefðu nú og væru að útbúa kjalfestupoka; c) f Hafnarfirði bjargráðum að þoka áleiðis, nefndiu kom pilti til sundkennslu í sumar var; d) í Bessastaðahreppi kjalfestupokar brúkaðir; e) í Seltjarnarneshreppi almenn- ur áhugi á bjargráðamálum. Lagði nefnd- armaður fram skjal frá bjargráðanefndum Beykjavíkur og Seltjarnarneshreppa um næt- urróðra, um samþykkt þar að lútandi, und- irritaða af helztu Seltirningum og Beykvík- ingum, er sjóróðra stunda. Lögð fram fund- arskýrsla frá Vatnsleysustrandarhreppi frá 4. júlí 1891 (sjá Isaf. 25. nóv.). Leiðir og lendingar tóku nefndirnar að sjer að selja. Alyktað að reynt skyldi að koma á samþykkt meðal Seltirninga og Beykvíkinga um næt- urróðra. Alit nefndarmanna eindregið, að árið 1890 hafi fiskur verið mjög vel verkað- ur við Faxaflóa. Skýrði síra O. V. G. frá »þangbrennslu« og þeim hagsmunum, sem af henni mætti hafa 1 fiskileysis-árum. Var kosin 5 manna nefnd til að semja lög fyrir íslenzkt sjómannafjelag. Bætt um sjó- mannablað, »Sæbjörg«, sem framfaravon bjargráða. Síra O. V. G. skýrði frá, að skýlum þeim, er M. & D. S. F. í Lon- don hefði sent sjer með brjefi 16. júní þ. á., hefði hann í sumar útbýtt meðal 36 bjarg- ráðanefnda. * * * Bjargráðanefndir eru nú alls 60, og hefi jeg nú engan efa á því, að framfara er von. Bið jeg bjargráðanefndir vera þolinmóðar og Rtöðugar í viðleitni sinni, þótt einhverjir, gaspri, sem eru einkum þeir, sem fæstir sinna. I janúarmánuði verður bjargráða- málum hreift, með því fylgi, sem nauðsyn- legt er. Annir mínar leyfa mjer ekki að vera langorðari í þetta skipti. Guð er með. Guð styrki yður og blessi, alla, sem viljið vinna að því, að hagur sjómanua batni. Beykjavík, 26. nóvbr. 1891. Yðar einlægur bróðir 0. V. Gíslason. Gálausleg póstafgreiðsla- það ber ósjaldan við, að blöð lenda í miklum vanskilum fyrir gáleysi eða vanrækslu þeirra, er afgreiða pósta víðsvegar út um land, þannig, að kaupendur fá þau eigi fyr en að 2—3 póstferðum hjáliðnum, og stundum aldrei. Kaupendum verður auðvitað fyrst fyrir, að kenna vanskilin út- gefanda blaðsins og þykkjast við hann. En opt ganga þeir samt sjálfir úr skugga um, hvar sökin liggur, nefnilega þegar þeir fá blaðsendinguna á endanum vel útbúna og með skýrri útanáskript, en hafandi lagt lykkju á leið sína í annan landsfjórðung fyrir gáleysi póstafgreiðanda. Hjer er eitt dæmi af mörgum, kafli úr brjefi frá einum útsölumanni ísaf., dags. 10. þ. m., sem á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.