Ísafold - 28.11.1891, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.11.1891, Blaðsíða 3
379 heinia eina bæjarleið frá póstafgreiðslustað, en hvorugt bæjarnafnið á samnefnt við aðra bæi á landinu, svo eigi verður því um kennt: »Mjer hefir þótt það eitt að útsölunni, að það hefir víst þrisvar sinnum komið fyrir á þessu ári, að ' jeg við póstferð hefi eigi fengið blaðið, og urðu þá kaupendur óá- nægðir, en jafnan hefir það svo reynzt, að þetta var eigi þeim að kenna, sem útsend- ingu blaðsins átti að annast, heldur gáleysi og vanrækt póstafgreiðslumanna. Værivissu- lega ekki vanþörf á, að póstafgreiðslumenn vildu almennt sýna meiri gætur og alúð við starf sitt, svo að það kæmi ekki fyrir, sem nú er svo títt, að blöð og brjef fari fram hjá rjettum póststöðvum. Slíkt er afar- bagalegt fyrir viðtakendur, eins og gefur að skilja, og stórum spillandi fyrir blaðakaup- um. þegar það kemur fyrir, ef til vill fleirum sinnum á sama ári, að sá, sem blað heldur, fær það ekki fyr en hann hefir lesið það á öðrum stöðum, eða heyrt inni- hald þess að mestu annarsstaðar frá, þá verður hann leiður á að kaupa það og segir því upp. Veit jeg fleiri dæmi til, að menn hafa sagt upp blöðurn eingöngu fyrir þessa orsök«. Mundi eigi póstmeistaranum finnast á- stæða til, að brýna fyrir sínum undirmönn- um skyldu þeirra í þessu efni? Eitstjóri ísafoldar segir fyrir sig, að hann gjörir það ekki að gamni sínu, að snara út fram undir 1000 kr. á ári f burðareyri með póstum, og getur því engan veginn tekið með þökkum vítaverðu og jafnvel töluverðu peningatjóni valdandi skeytingarleysi þeirra, er hjer eiga hlut að máli. Póstskipið Laura. Christiansen, lagði af stað hjeðan í morgun áleiðis til Kbafnar. Með skipinu fóru allmargir farþegar, mest kaupmenn, svo sem hjer úr Beykjavík kon- súll Guðbr. Finnbogason, konsúll N. Zim- sen með syni sfnum, kaupm. Eyþór Eelix- son með konu sinni, kaupm. Th. Thorstein- sen, kapt. J. Coghill, Páll þorkelsson tann- læknir; annarsstaðar að kaupm Holg. Clau- sen frá Stykkishólmi með konu sinni, kaupm. Sig. E. Sæmundsen frá Olafsvík, H. Thejll frá Ólafsvík með dóttur sinni, kaupm. C. Knudsen frá Sauðárkrók, kaupm. Guðm. ísleifsson frá Eyrarbakka, verzlunarm. Símon Bjarnason frá Bíldudal, o. fl. Dalasýslu 7. nóv.: í haust heflr hjer verið bezta tíð til þessa dags, áframhald af hinu hagstæða, umliðna sumri, svo yfir því dettur engum í hug að kvarta; apcur bera menn sig illa yfir fjárverzluninni; enginn keypti fje fyrir peninga: telja menn sig nú jafn-illa komna og áður en Coghill fór að flytja þeim gullið; eiga margir erfitt með að borga uppboðsskuldir, afborg&nir á lánum o. s. frv., en þó verst með að borga timbur það, er Thor Jensen í Borgarnesi flutti hjer inn á Hvammsfjörð í sumar; höfðu þeir sem tóku á móti því, gjört samning við hann að borga það í peningum, og menn tóku það í góðri von um að geta fengið pen- inga fyrir sauði sína, en sú von brást, svo að sumir ábyrgðarmennirnir hafa orðið að hlaupa í bankann með fasteignir sínar. Hallgrfmur hreppstjóri Jónsson á Staðar- felli hefir í sumar er leið látið reisa þar timb- urkirkju mjög vandaða; segja menn, sem víðar hafa sjeð kirkjur hjer, að það sje hin fegursta kirkja á Vesturlandi. Undir björgum hamra báura, Hlíðar upp’ í brekku fríöri, ar sem vænu grösin gróa, grænum halla móti suðri, Hressti Drottins hús irá velli Hallgrímur á Staðarfelli. Vandað hús að viðum traustum Varizt getur eyðing tíða, Og i hæð við hamra brúnir Hækkar stöpull bygging fríða. Og sem slíku húsi hæfir, Helgur kross mót skýjum gnæfir. Ber af öllum byggðum Dala. Bygging sú að smekk og lagi, Merki rausnar manns er reisti Má hjer sjá af bezta tagi; Mjög er ör á mundar-svelli Mögur Jóns á Staðarfelli. S. S. ■ J—U.—I---LJLJB Leiðarvisir ísafoldar. 872. Getur hreppsnefnd ekki, ef hún vill, gjört kafla af kirkjuvegi — sem einu sinni hefir verið — nokkurra bæja i sókninni að hreppsvegi, jafnvel þó að fólk af þessum bæjum megi nota annan veg til kirkju, sem bæði er lengri og ekki fær nema á sumum tímum árs? Og sje þessi vegarkafli ekki gjörður að hreppsvegi, geta þeir, sem land eiga að honum, bannað sóknarmönnum þeim, sem þurfa að nota hann, að gjöra hann færan á sinn kostnað. eða þó að einhversstaðar þurfi að brúa? Sv.: Ef vegur sá, sem um er að ræða, hvorkí álízt nauðsynlegur, enda valdi landspjöllum, sje honum við haldið, sem helzt er að ráða, þá er þeim eigi rjett að við halda brú á honum eða nota hann, sem vilja, og hreppsnefnd eigi rjett að ákveða þar hreppsveg, ef henni þykir eigi brýn nauðsyn á honum. En hreppsnefnd er skylt að sjá um, að kirkjuvegur hlutaðeiganda sje fær að svo miklu leyti sem hann er hreppsvegur. 873. Er það leyfilegt að ganga á annars manns fjörur og hirða þaðan fjemæta muni og hagnýta sjer þá, þó eigendurnir ekki hirði um að gjöra eða láta gjöra það sjálfur, og er það ábyrgðar- laust fyrir foreldra að brúka börn sín, sem ekki eru komin til lögaldurs (ófermd) til slíks starfa? Sv.: Vitaskuld ekki. 874. Er ekki hver sá, sem Ieigir öðrum hús- næði, skyldur að viðhalda því svo, að leigufært geti heitið, og er honum ekki skylt að hafa svo eldstæði í húsinu í standi, að ekki sje skaða von af þeim sökum galla, sem þau hafa fengið fyr- ir langvarandi daglega brúkun, án þess að leigu- liða verði með sönnu um kennt? Sv.: Jafnaðarlega, en búast má við, og slíkt sje glöggt tekið fram í leigusamningi, 875. Getur landsdrottinn i sjávarveri, eða kauptúni, krafizt uppsáturskaups fyrir báta þá, sem settir eru upp á lóð þeirri, sem öðrum er út- mæld, þegar er um talað í útmælingunni, að ekki megi leyfa uppsátur á lóðina? Sv.: það er venjulegt, að sá, er solur land á leigu, áskilur, að leiguliðinn megi ekkert af því leigja án sins leyfis. En þó að það sje eigi tek- ið fram í leigusamningi, veitir það þeim, er tek- ur á leigu, naumast rjett til þess, og þá og eigi til þess að leyfa öðrum uppsátur á leigulóð sinni án lánardrottins leyfis, því að slíkt verður eigi heimfærst undir almenn leiguliðanot. 216 viku sjer að Kristjáni og spurðu hann: »Var hann hjá þjer í nótt, Kristján minn?«—»Já«, svaraði Kristján, »inni lá hann hjá mjer í nótt, fíflið að tarna«. 23. tSittu kyrr á skák pinni, Láfi.U Presturkom á bæ að húsvitja. A bænum var fátt manna fyrir, er við söguna koma. Getið er að eins konunnar á bænum, og drengs hennar, er Olafur hét. Hann var fáfróður mjög og gekk illa að svara presti. Loks spyr prestur hann, hvort hann mundi heldur vilja fara til himnaríkis eða helvítis. Olafur varð enn sem fyrri seinn til svars, en móðir hans greip máli fyrir og mælti: •Sittu kyrr á skák þinni, Láfi litli, og farðu hvorugt*. 24. Feigðarmerki. Kona ein í Bjarneyjum á Breiðafirði missti mann sinn í sjóinn, og er hún vissi, að svo hafði að borið, mælti hún: »það var auðvitað, að feigð kallaði að hon- um í rnorgun, því skrattinn minnti hann á að taka þann eina nýja skinnstakkin, er hann átti, og fara til fjandans með hann*. 25. tEnginn veit hvað átt hefir fyr en misst hefir*. Pró- fastur nokkur spurði Geir biskup Vídalín, hvað þeir hefðu gjört með það að taka fyrst djöfulinn burt úr Messusöngsbók- inni og setja hann síðan inn í hana aptur, í nýrri útgáfu. »J>að skal eg segja þér, barnið mitt«, segir biskup; »enginn veit hvað átt hefir fyr en misat hefir«. 213 finnur hann inn í eldhúsi á bænum og er hann þar við skófnapott. Meðhjálparinn segir honum hvar komið sje í kirkjunni og skipar honum, að koma þegar með sjer. þ>á segir karl: »Skárri eru það nú skrattans lætin! Ekki liggur líf við! Má jeg ekki skafa pottinn áður?« 19. Sjálfs síns níðingur. þórólfur Jóhannsson, prests í Garpsdal, þess er drukknaði í Geiradalsá (1822), bjó í Stranda- sýslu, á Eyri í Bitru. |>órólfur var raupsamur og sjervitur. í>egar hann var spurður að heiti, svaraði hann: »þ>órólfur heiti eg, sjera Jóhannsson*. Enginn var |>órólfur búsýslu- maður, en mjög hjelt hann sjer fram sjálfur, og mat sig með heldri bændum sökum kyns og gáfna. Eitt sumar var það, að þórólfur átti talsvert hey úti ó- hirt á engjum, þá er aðrir sveitungar hans höfðu komið heyj- um í garð. Gjörðust nágrannar þórólfs þá til að bjóða hon- um liðsinni sitt til að koma heim heyinu og það þekktist hann. Veðurdag einn góðan komu þeir með hesta nokkra reið- ingsbúna, og er svo til verka skipað, að tveir skulu binda heýið á enginu, en einn taki við þá heim kemur; en f>órólfur sjálfur fylgi hestunum. Fara þeir nú, er heyið skyldu binda, og f>órólfur með þeim. Gengur það greiðlega, og fer Jbórólf- ur frá þeim heimleiðis með fyrstu ferðina. Engjavegurinn var langur, og er jpórólfur ríðandi og rekur lestina. Fer hann brátt á hvarf bindingarmönnum og keppast þeir við að búa upp á aðra lestina og vænta apturkomu |>órólfs. f>egar þeir voru búnir að binda upp á ferðina, biðu þeir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.