Tíminn - 06.12.1979, Síða 1

Tíminn - 06.12.1979, Síða 1
Fimmtudagur 6. des. 1979 273. tölublaö—63. árg. „Saga Hannesar frá Undirfelli er heiðrík^usaga baráttu- manns", segir Guðmundur frá Bergsstöðum m.a. um nýút- komna ævifrásögn Hannesar wPálssonar. Sjá nánar á bls. 7.- Slðumúla 15 ■ Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300,- Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Forsetinn fól Steingrimi Hermannssyni stjómarmyndun: Steingrímur til Bessastaða við Lúðvik og Benedikt á morgun HEI — „Forseti íslands fól mér að gera tilraun til myndunar meirihlutastjórnar. Ég mun hafa samband við formenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins strax i fyrramálið til að óska viðræðna um myndun vinstri stjórnar", sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins að Bessastöðum í gær, en þangað hafði forseti boðað hann kl. 16.30 til að fela honum fyrstu tilraun til myndunar nýrrar stjórnar. „ÉE geri ráð fvrir að for- mennirnir vilji fjalla um þetta viö sina flokksmenn og viö höfum boöað til þingflokks- fundar á morgun. En ég vona aö viöræður geti hafist ekki siðar en á föstudag, þvi ég hef ekki hugsaö mér að draga þessar viöræöur á langinn. Aftur á móti er þaö grund- vallaratriöi eigi stjórnar- myndun aö takast, aö ganga veröur mjög vel frá f jölmörgum málum. Þannig að þá má heldur ekki rasa um ráö fram”. Steingrimur var spuröur hvort hann teldi stjórnar- myndun torvelda og hver væri þá þau mál sem helst strandaði á. „Fyrst auövitað aö vita hvort flokkarnir tveir vilja yfirleitt taka þátt i þessari tilraun, þótt mér þætti að visu ákaflega skritiö ef þeir hafna þvi. En á það veröur reynt. Efnahags- málin eru auövitaö forgangsmál i minum huga og ég vil ekki trúa þvi, að nein önnur mál veröi látin standa i vegi. I efnahags- málunum er auövitaö um fjöl- marga þætti aö ræöa. Ég legg áherslu á, aö samstaða náist viö launþegasamtökin um þau mál, enda eru slik samráö grund- vallaratriöi i okkar stefnu. Ég mun þess vegna sjálfur hafa forgang um aö kanna hug forystumanna launþegasam- takanna mjög fljótlega”. Hefur staöan i efnahagsmál- unum ekki enn versnaö siöan stjórnin fór frá, var Steingrimur spuröur og jafnframt hvort og hvaöa mál hreinlega yröi að leysa á mjög fljótlega. „Jú staðan hefur versnaö. Efnahagsnefnd flokksins kom saman til okkar til ráðuneytis strax i dag. Spurningin er, hvernig við fellum okkar efna- hagsmála tillögur saman viö þaö ástand sem skapast hefur að undanförnu. Nú eru fram komnar miklar launahækkanir og búvöruverðshækkun, sem ætti þegar aö vera komin, er á næsta leiti og siöan er að kom a að fiskveröshækkun, sem vægast sagt er mjög vafasamt að frystihúsin standi undir. Þaö þýöir aö öllum likindum gengis- Forseti tslands, Kristján Eldjárn og Steingrimur Hermannsson aö Bessastööum I gær. „Ég hef alltaf haft þaö fyrir reglu, aö byrja hvert verk fuilur bjartsýni” svaraöi Steingrimur spurningu um hvort hann byggist viö aö stjórnarmyndun nú, yröi erfiö. TimamyndG.E. fellingu fljótlega, ef að likum lætur. Þessi skrúfa er sem sagt i fullum gangi og spurningin er, hvernig eigi aö hægja á henni. Þar verður fyrsta skrefiö erfiðast. Þaö er þvi lika spurn- ing um það, hvort viö erum kannski orönir of seinir til aö komast niöur I þá niöurtalningu, sem viö höfum stefnt aö meö okkar tillögum”. í gær — hefur væntan lega vinstri* stjómar viðræður Tillögur fiski- fræðinga væntanlegar nú I desember AM — „Bjarni Sæmundsson er væntanlegur úr rannsókna- leiöangri fyrir Noröaustur- landi alveg á næstunni og ég á von á aö viö leggjum okkar fiskveiöatillögur fyrir ráö- herra nú i desember”, sagöi Jón Jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar I gær. Jón sagöi aö i leiöangri Bjarna heföi einkum veriö um aö ræöa athuganir á smá- þorski og heföi skipiö veriö væntanlegt til Reykjavfkur I gær, en tafist vegna veöra. Væri ekki hægt að segja i hvaöa átt tillögur fiskifræð- inganna mundu hniga, fyrr en niöurstööur úr leiðangrinum lægju fyrir. Leiöangursstjóri I þessum leiöangri Bjarna Sæmundssonar er Ölafur Karvel Pálsson, fiskifræö- ingur. Þá sagöi Jón Jónsson aö nú væri Arni Friöriksson viö at- huganir á sildastofninum, eftir haustvertið á reknetum og hringnót, svo sem venja hefur verið. Mikiö álag hefur veriö á skipum stofnunarinnar aö undanförnu vegna hinna miklu og ófyrirsjáanlegu tafa viö r.s. Hafþór. Sverrir Hermannsson: Óska Framsókn góðs gengís — á varla von á að geta rétt hjálparhönd í bili HEI — „Framsóknarflokkurinn vann ótrúlegan sigur og hefur þvf afl til aö reyna stjórnarmyndun. Hann þykir hafa sýnt ábyrgö I hinum hroöalegu áflogum innan fyrri stjórnar. Ég verö aö óska honum góös gengis I þessu, þvi varla á ég von á þvi, aö geta rétt honum hjálparhönd ibiii. Ekki er maöur þó bjartsýnn, hvorki fyrir hans hönd né annarra. Þetta veröur óskaplega erfitt”. Þetta voru orö Sverris Hermannssonar I gær, um úrslit kosninganna og nýja stjórnar- . myndun. — Hefur ástandiö ekki versnaö viö kosningabaráttu og ófyrirséö hvaö langar stjórnar- myndunarmyndunartilraunir? „Jú sattbest aö segja. Enda var okkar óskastund ekki runnin upp meö kosningum núna. Hún haföi veriö næsta vor. Viö urðum lika jafn forviöa og aörir þegar kratarnirhlupu úrstjórninni, þótt sumir áliti aö viö höfum staöiö þar aö baki. Siöan vorum viö of svifaseinir. Ófarir 13 mánaöa stjórnarinnar heföu átt aö gefa okkurfeikna byr I seglin, en þaö nægði okkur ekki neitt. Þetta end- aöi allt i skötuliki hjá okkur. Ég álit að stefnumótun okkar hafi verið rétt I sjálfu sér, en að ekki hafi verið nógu vel á henni haldið. Ég heföi viljaö túlka hana, ekki sem leifturárás, heldur stórsókn eins og viö gerðum árið 1960, sem þá sýndi árangur strax fyrstu 6 mánuðina. Þaö held ég lika að sú stjórn sem nú tekur við veröi að gera. Annars missir fólk þolinmæöina. Og árangur næst ekki nema aö þjóöin standi aö baki þeirra aðgerða sem geröar veröa, þaö skiptir þingmanna- tala eIdci máli. En mln skoöun er sú, aö þjóöin sé nú tilbúin aö axla byröar i þessu sambandi. Annars er ég nú heldur bjartsýnismaður. Stjórnmála- mönnum hættir um of til þess aö mála stööugt fjandann á vegginn. En við erum feiknarlega auöug þjóö, svo ég ansa ekki þessu helvítis volæöi. Aftur á móti er ég hræddur um aö allt framtak og kjarkur veröi dregiö úr þjóöinni, með þessum hörmunaráróöri, aö allt sé aö gara til andskotans. Þessu bölmóöskjaftæöi þarf aö snúa viö og hefja bjartsýnistal.” — Hvernig skýrir þú tap Alþýöubandalagsins, „einu brjóstvörn launþegans” aö eigin sögn? ,,Ég held að fólk sé búiö aö sjá, að það veröi bara aö reyna á það, hvort þingræöið lifir, eða hvort nokkrir menn, eins og t.d. Guðmundur J., geti eignaö sér slikt vald að geta bara lyft simtóli eöa rétt upp hendi til aö stööva þjóðfélagsstarfsemina. Nú, siðan var allt blúndulagt hjá þeim. Efnahagslifið átti aö komast i réttar skoröur án þess aö neinn leggi neitt aö mörkum. En okkar þjóð er of upplýst til aö trúa þessu.” — En aö lokum Sverrir, hvar ætlar þú aö taka til hendinni, svo vitnaö sé til oröa þinna i Dagblaöinu I gær? ,,Ég ætla að fara aö auka fólki bjartsýhi.” Sverrir Hermannsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.