Tíminn - 06.12.1979, Qupperneq 3

Tíminn - 06.12.1979, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. desember 1979 3 Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna: „Höfum varað við alvarlegu ástandi í byggingariðnaðinum” JSS — „Viö höfum búist við versnandi ástandi i byggingar- iðnaöinum og varað við þvi”, sagði Benedikt Daviðsson for- maöur Sambands byggingar- manna, er Timinn ræddi við hann um niðurstöður könnunar i bygg- ingarstarfsemi, sem gerð var, á vegum Landssambands iðnaðar- manna, en þar kom fram, aö verulegur samdráttur hefur orðið i byggingu ibúðar- og atvinnuhús- næðis að undanförnu. „í atvinnulegu tilliti er ástandið ekki mjög slæmt i svipinn”, sagði Benedikt enn fremur, „en eins og við höfum áður bent á, þá er mjög margt sem bendir til þess að er samdrátturinn verði kominn á það stig, að það verði atvinnu- leysi, þá verði hrunið ákaflega ört. Enn sem komið er, gætir ekki atvinnuleysis i byggingargrein- unum, vegna mjög mikillar við- haldsvinnu bæði i sumar og haust”. bá sagði Benedikt, að horfurn- ar væru mjög slæmar vegna mik- ils samdráttar i nýbyggingum. Yfir vetrarmánuðina væri sára- litil viðhaldsvinna, þannig að hún væri nú að detta niður. Nýsmiða- verkefnunum væri að ljúka, en þá yrði skortur á öðrum slikum. Krafla: Aðeins 2 skjálftar í gærdag FRI — Tiðindalaust er nú við Kröflu og urðu aðeins 2 skjálftar þar i gærdag. Skjálftavirkni hefur verið i lágmarki við Kröflu und- anfarið og land hefur sigið hægt, þó ekki svo aö það bendi til meiri- háttar lirinu. Nú er búið að búast við ein- hvcrjum atburðum við Kröflu I rúman mánuð en hún lætur ekki á sér kræla. 30 ára afmæli Skóga- skóla AJ — Skógum — Um þessar mundir er héraðsskólinn að Skóg- um 30 ára. Skólinn var settur I fyrsta sinn 19. nóv. 1949. Skóga- skóli var stofnaður samkvæmt lögum um héraðsskóla frá 1940. Auk rikissjóðs stóðu Rangár- vallasýsla og V. Skaftafellssýsla að stofnun og rekstri skólans. Nú hefir rikissjóður tekið að fullu við skólarekstrinum. Fyrsti skólastjóri Skógaskóla var Magnús Gislason, en árið 1954 tók Jón R. Hjálmarsson við starfi hans og gegndi þvi um margra ára skeiö. Núverandi skólastjóri er Sverrir Magnússon. Fjöldi nemenda i skólanum hef- ir lengst af verið á bilinu 100-120.1 vetur eru nemendur 96 I 5 bekkj- ardeildum, þar af 86 á grunn- skólastigi og 10 í framhaldsdeild á almennri bóknámsbraut. Er ætl- unin að reyna að efla framhalds- nám í skólanum á komandi árum, eftir því sem kostur gefst. Afmælisins verður minnst laug- ardaginn 8. des. n.k. Athöfnin hefst kl. 2 e.h. og eru allir velunn- arar skólans velkomnir. „Það er mjög hætt við að verk- efnaskorts gæti síðari hluta vetr- ar og atvinnuleysi gæti orðið verulegt á þeim árstima. Varð- andi næsta sumar höfum við ekki fengið þær upplýsingar frá sveitastjórnaryfirvöldunum á þessu svæði, sem bendi til þess að nægjanleg verkefni við nýbygg- ingar verði fyrir hendi þá. Sam- drátturinn heldur áfram, þannig að það atvinnuleysi, sem skapast i vetur gæti, ef ekki koma til ein- hver sérstök viðbótarverkefni. varað lengur en venjulegur vetr- arsamdráttur. En þess ber þó að geta, aö verk- efni úti á landsbyggðinni gætu orðið nokkru meiri næsta sumar en þau voru i sumar, en þá byggð- ist vinnan að töluveröu leyti á eftirspurn eftir mönnum út á land. Ef hún yrði a.m.k. með svipuðum hætti næsta sumar gæti það bjargað miklu. En ef sam- dráttur yrði einnig þar, þá yröi á- standið verulega alvarlegt”, sagði Benedikt Daviðsson. Bókafrétt Fínníð eigin fatastíl, Listin að líta vel út og aðrar nýjar bæktir Bækur sem geta gjörbreytt hugmyndum þínum og hjálpað þér við að finna eigin stíl. LISTIN AÐ LÍTA VEL ÚT eftir Sally Ann Voak í þýðingu Sigríðar Arnbjarnardóttur. Fegurð tengist ekki endilega dýrum snyrtivörum, fallegum hár- greiðslum og tískufatnaði, heldur er góð heilsa lykillinn að góðu útliti. í bókinni eru ábendingar um mataræði, meðferð hárs og húðar, líkamsæfingar, förðun o.fl., o.fl. FINNIÐ EIGIN FATASTÍL eftir Frederica Lord í þýðingu Hildar Einarsdóttur, ritstjóra. Flestar konur langar til að finna eigin fatastíl, skapa hann og þróa. Þessi bók gæti gjörbreytt hugmyndum þínum um föt og fatatísku, hjálpar þér til þess að umskapa útlit þitt og laða fram þau persónueinkenni, sem þú vilt að aðrir komi auga á. Guðjón Albertsson: BREIÐHOLTSBÚAR Skáldsaga sem lýsir lifnaðar- háttum, sambúðaivandamálum og neysluvenjum Breiðhyltinga, en er raunar almenn íslendinga- saga ef að er gáð. Höfundurinn er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur — og sjálfur Breið- holtsbúi. Öskar Ingimarsson: f GEGNUM ELD OG VATN Spennandi skáldsaga sem gerist á íslandi, írlandi og í Danmörku. Óprúttiiir samsærismenn ræna sýslurnannsdótturinni, en sá er til sem gengur í gegnum eld og vatn til þess að bjarga stúlkunni sem hann elskar. Jón Birgir Pétursson: VITNIÐ SEM HVARF Islensk sakamálasaga Ljóslifandi frásögn af þeim hlið- um borgarlífsins, sem ekki blasa við sjónum almennings. Höf- undurinn á að baki margra ára fréttamannsferil og þekkir til máia. Bók þrungin spurn og spennu. Öm og Örlygur Vestuipötu42 s^25722 ^- Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir MYNDIR ÚR RAUNVERULEIK- ANUM Aðalheiður segir frá saklausum börnum og hrösunargjörnu fólki, barnaverndarnefnd og betrun- arstofnunum, sveitalífi og sjó- mennsku, fangelsum og fínum heimilum. Hún skyggnist inn i skuggahverfi borgarinnar og af- kima sálarinnar. Ása Sólveig: TREGITAUMI Hér segir frá miðaldra húsmóður sem veit ekki hvort hún lifir sínu lífi eöa annarra. Hún verður manni sínum til skammar, börn- unum til leiðinda og hrossinu hættuleg. Linden Grierson SVIKRÁÐ A SÓLARSTRÖND Ung stúlka fær það óvenjulega verkefni að smygla mikilvægum skjölum til uppreisnarforingja i litlu eyríki í Karibahafinu. Þetta er ekki heiglum hent og margt skeður áður en yfir lýkur. Snjó- laug Bragadóttir þýddi. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.