Tíminn - 06.12.1979, Síða 7

Tíminn - 06.12.1979, Síða 7
Fimmtudagur 6. desember 1979 7 Heiðríkj usaga baráttumanns Fáein orð um Vopnaskipti og vinakynni, ævifrásögn Hannes- ar frá Undirfelli, skráö af And- rési Kristjánssyni, Bókaiítgáfan Orn og Orlygur h.f. Alþjóö vissi aB Hannes Páls- son frá Undirfelli var mikill málafylgjumaður bæði i ræðu ogriti. Hann vakti á sér athygli og forvitni fyrir afskipti af stjórnmálumog skyldum efnum um áratuga skeið. Þaö er vel þegar slikir menn taka sig til og segja fyrir um ritun ævisögu sinnar. Andrés Kristjánsson valdist til að skrásetja. Hann hafði áður ritað minningar A- gústs bdnda á Hofi I Vatnsdal og má þvi teljast sérfræðingur i ævisagnaritun Húnvetninga i seinni tið, Vatnsdælinga sérdeil- is. Bók AgUsts var I tveimur bindum, öll hin skemmtileg- asta, nú uppseld. Hannes lést skyndilega 15. jan. 1978, áður en bókin hafði verið lesin fyrir hann i endanlegri gerð en hafði þó lokið verkinu að sinum hluta. Frásögn Hannesar hefst með landsháttalýsingu, hafnleysi óbrúuðum ám, veglausum byggðum. Búskaparlagi þeirra tiðar lýsir hann og högum fólks að öðru leyti, en talar fátt um uppvaxtarárin. Þetta virðist ekki óeðlilegtupphaf að ævisögu aldamótamanns,sem tekur þátt I þeirri ævintýralegu gerbylt- ingu sem siðan varð á flestum sviöum þjóðlifsins. Þegar hann loks er spurður, hvort ekki sé mál að vikja litið eitt að sjálfum sér, svarar hann: „Ég fæddist á Eiðsstöðum i Blöndudal 18. april 1898. Afi minn, Hannes Guðmundsson, bjó þar alla búskapartiö sina, nema fyrstu sex árin eftir að hann kvæntist, er hann var á Guðlaugsstöðum. Páll faðir minn kvæntist vorið 1897 Guðrúnu Bj örnsdó ttur , Eysteinssonar, og bjó I félagi við föður sinn á Eiðsstöðum fyrstu sex árin, en fluttist þá að Snæringsstöðum i Svi'nadal. Annars eru Guðlaugsstaðir i Blöndudal ættaróðalið, og þar haföi ætt föður mins setið allar götur siðan um 1600, enda talaöi faðir minn um það I minningum sinum, að hann hefði farið „heim” að Guðlaugsstöðum, þegar hann náðikaupum á jörð- inni 1907 og fluttist þangað.” Hannes minnist ára sinna á Guðlaugsstöðum með sérstök- um hætti. Það er likt og veður- sæld dalsins móti frásöguna, þótt greina megi veðradyn I fjarska. Hann byrjar snemma aðfylgjast meö félagsmálum og gerist þar sjálfboðinn liös- maður, eftir þvi sem aldur og geta leyfir. Hann segist ekki hafa verið áhugamaður um skólagöngu, en bóndi að eðlis- fari.Samtferhann i Akureyrar- skóla og lýkur þar námi. Þrem- ur árum siðar ákveöur hann aö setjast i fjórða bekk Mennta- skólans I Reykjavik með lang- skólanám ihuga og helst aö ger- ast prestur. Þetta var haustið 1918. Spánska veikin réöi li'fi og örlögum manna 1 höfuðstaðn- um, sem og viðar um landið og skólum lokað. Eftir áramótin sest Hannes i Samvinnuskólann og geristhandgenginnjónasifrá Hriflu og þeir hvor öðrum, aö ógleymdum Framsóknar- flokknum. Boðskapur Jónasar verður honum að fagnaðarer- indi en prestsskapurinn þokar fyrir Jónasi. Sjálfur telur Hannes þessa skólavist mikil- vægasta þátt lifs sins. Þá koma „hamingjurik ár” heima á Guð- laugsstöðum. Glettum Björns bróður hans bregður skemmti- lega fyrir i frásögunni og kynn- um af ýmsum mektarmönnum héraðsins, heimarikum og sum- um valdasjúkum. Hann segir frá hjónabandi sinu og búskap á Hannes Pálsson frá Undirfelli Undirfelli, skilnaði þeirra hjóna 1942. Jörðina hafði hann þá fyrir löngu keypt og átti hana skuldlausa. Gengur hann slypp- ur frá garði og fer að starfa i Reykjavik við fasteignamat o.fl. A árum Hannesar i Vatns- dal voru sviftingar allmiklar i hreppsmálum. Mátti lítið út af bera svo allt færi ekki i bál og brand, oft af litlu tilefni. Hefði strákskapur og mannalæti ver- ið hæfilega fyrirsögn að þess- um Vatnsdalsmálum. Hannes dregst inn i þessa viðureign og hún verður upphaf að stærri tið-' indinum i lifi hans stórbrotinni baráttu á landsmálavisu, þar sem hugsjónir sitja i fyrirrúmi fyrir eiginhagsmunum. Fram- sóknarflokkurinn klofnaði. Bændaflokkurinn stofnaður. Guðmundur i Asi fellur fyrir Jóni Pálmasyni. Flestir liðs- oddar Framsóknarflokksins I héraði hlaupnir yfir til Jóns i Stóradal. Það er við þær að- stæður sem Hannes á Undirfelli tekur upp fallið merki Fram- sóknarflokksins, fer í framboð og nær árangri sem telja verður góðan miðað við aðstæður. Hann heldur baráttunni áfram snýr undanhaldi i sókn. 1 vor- kosningum 1942 munar 80 at- kvæðum á Hannesi og Jóni Pálmasyni. Það er áþeirri sókn Hannesar, sem Björn á Löngu- mýri vinnur sinn fræga kosn- ingasigur yfir Jóni á Akri. En hafi einhver einstakur Fram- sóknarflokksmaður verðskuld- aðað sitja á þingi fyrir flokkinn i Austur-HUnavantssýslu, var það Hannes Pálsson. Ég efast ekki um að hann hefði komið mörgum góðum málum i' fram- kvæmd fyrirsitthéraö og landiö allt. Mér ertil efs að honum hafi nokkurntiman verið þökkuð for- gangan sem skyldi. Hannes var alltaf mikill vinstrimaður innan flokks sins.þótt sú skilgreining i pólitik sé af sumum mönnum talin Ur sér gengin. Hann heils- aöi alltaf með hægri hendi en hjartað sló vinstramegin. Hannes skrifaði margar greinar um þjóðmál i Tlmann. Hann sat i HUsnæöismálastjórn fyrir flokk sinn. Þeir munu margir sem eiga honum skuld að gjalda fyrir margvíslega fyrirgreiöslu, þar og annarsstaöar, einkum hinir máttarminni. Hannes varö fyrir miklu aðkasti og árásum andstæðinga eins og oft vill verða um skörunga. Sjálf- stæðisflokkurinn sá alltaf rautt, ef nafn hans var nefnt. Atti þó Hannes góða vini þar og I öðrum flokkum. Framganga hans var alltaf mannleg og baráttan drengileg. Hannes kemur viöa við i þess- ari bók og varpar björtu ljósi á margt sem nú er gleymt, eink- um ungu fólki. Frásagnarmát- inn þróttmikill og fjörugur og sumstaðar blandinn gný geng- inna veðra. Hann fer á kostum gleði og feginleiks þegar hann lýsir falli Jóns á Akri i hinum fræga kosningaslag við Björn á Löngumýri 1959. Litriki Björns og gáfur fá þar vel að njóta sín. ,,Já, Björn var andskoti klókur I öllum þessum fimleikum” segir Hannes. Égbendi á eftirfarandi kaflaheiti: Kolkuþáttur, Vatns- dalsá veitti Guðjóni. Gagnsókn Lárusar, Tveir á skjóttu, Gunnar og Hafsteinn, Hetja úr Húnaþingi, tJthlaupið gerði ailt vitlaust og Friðsældardagar. Þekktra manna bækur I ævi- sagnaformi þykir góður fengur á bókavertið. Hafi frásagnar- maður olnbogað sig áfram gegnum fjöldann meö pústrum og hrindingum til rikidæmis og embætta, helst þingmennsku og ráðherradóms, þá er sölu bókar hans borgiö. Vopnaskipti og vinakynni Hannesar frá Undir- felli er andstæðubók við þær, sem á undan eru nefndar. HUn er heiðrikjusaga baráttumanns. Hann fór fimm sinnum i fram- boð og féll alltaf. Við sem töld- um okkur lærisveina hans og þótti vænt um hann, söknum vinaristað.l húsihansvarekk- ert herbergi, sem ekki mátti opna. Guðm.Halldórsson frá Bergs- stöðum. Jóhann Arnason, Oddgeirshólum Er þetta hægt hj á verkalýðsfélagi? ^Þegar starfsfólk Sláturfélags Suðurlands á Selfossi og Laugarási fékk launamiða sinn fyrir fyrstu viku októbermánað- ar 1979, kom i ljós, að Verka- lýðsfélagiö „Þór” hafði tekið i sinn hlut kr. 15,890,00 af hverj- um manni, sem vann að sauð- fjárslátrun á nefndum stöðum þessa viku. A undanförnum ár- um hefur árgjald til félagsins verið ákveðin krónutala og starfsfólki Sf.Sl. við haustslátr- un þá ætlað að greiða hálft gjald. Það hefur verið hóflegt og allir greitt það með ánægju. Nú mun verkalýðsfélagið hafa horfið frá föstu árgjaldi, en inn- heimtir i þess stað eitt prósent af.dagvinnúkaupi félagsmanna sinna. Samkvæmt upplýsingum frá mönnum sem unniö hafa i sláturhúsinu allt árið mun gjald þeirra til verkalýðsfélagsins nema milli 23 og 24 þúsund kr. Nú er það svo með slátur- húsavinnu, að hún stendur sjaldan leng'ur en 5 vikur. Þvi er það svo, ef atvinna er mikil, að oft er erfitt að fá fólk til slátur- húsastarfa. Þá er oft leitaö til manna að koma dag og dag, þótt þeir eigi illa heimangengt. Þannig munu menn hafa unnið frá einum degi upp I 5 vikur og allt þar á milli. Það þarf þvi engan að undra, þótt mönnum þætti skattheimta verkalýðsfélagsins nokkuð gróf, þar sem tekið var af mönnum frá tæpum 6 prósent- um upp i 100 prósent af dag- vinnukaupinu, allt eftir þvi hvaö menn höfðu unnið lengi. Dæmi voru til þess að kaupið hrykki ekki fyrir stéttarfélagsgjaldinu. Miðað við áxskaup! Aðspurðir hverju slik skatt- heimta sætti, svöruðu stjórnar- menn „Þórs” — sem flestir vinna hjá Sláturfélagi Suður- lands — að aðalfundur félagsins hefði samþykkt, að lágmarks- gjald til félagsins skyldi vera 0,65% af dagvinnu fyrsta taxta miðað við árskaup. Sem sagt: innheimta skal prósentur af árskaupi, þótt ekki sé unnið nema einn dag. Við athugun á gjaldtöku ann- arra verkalýðsfélaga i slátur- húsum kom i ljós, að i Borgar- nesi voru teknar 688 kr. á viku i samsvarandi gjöld. Á Hellu að- eins minna, en á báðum stöðum prósentur af kaupinu þann tima, sem unnið var, en ekki af árs- kaupi. Að fengnum þessum upplýs- ingum var farið fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins, að hún mætti á fundi með starfs- fólkinu, þar sem þessi mál væru rædd — en þvi var synjað. Mér var sagt, að þessi skattheimta hefði verið samþykkt á sjö manna fundi. Til að ganga úr skugga um, hvort rétt væri með farið, fór ég fram á að fá að sjá fundargerð siðasta aðalfundar Þórs. Þá brá svo við, að starfs- maður félagsins sagði, að ritari hefði fundargerðabókina undir höndum, en ritari sagði, að starfsmaðurinn hefði hana. Til að sýna fram á, hvaða handahóf rikir i þessari skatt- heimtu er rétt að taka fram, að fólk sem unnið hafði allt árið i sláturhúsinu og greitt sitt eina prósent vikulega til félagsins, var nú krafið um kr. 15.890 eins og starfsfólkið við haustslátrun- ina. En i frystihúsi Sf.Sl. var að- eins tekið eitt prósent af dag- vinnukaupi manna við haust- slátrun og aðeins þann tima sem þeir unnu.Og mér er ekki grun- laust um, að þeir sem ekki voru á launaskrá umrædda viku hafi alveg sloppið. Mér finnst þannig að þessum málum staðið af hálfu verka- lýðsfélagsins, að ekki verði yfir þagað. Þess vegna eru þessar linur ritaðar. Tvær spurningar Að lokum tvær spurningar, sem gott væri að fá svör viö hjá lögfróðum mönnum: 1. Getur stéttarfélag innheimt prósentur af kaupi, sem aldrei er greitt? 2. Er stéttarfélagi heimilt að taka eins mikið og þvi sýnist af kaupi þess fólks er vinnur á félagssvæði þess? EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Síðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. ^ Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnii- bankanum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.