Tíminn - 06.12.1979, Page 11
10
Fimmtudagur 6. desember 1979
Fimmtudagur 6. desember 1979
ili'íliíií
11
Læknirinn ætlar
að ættleiða
sj úklinginn
Nýlega kom hingaö norskur
læknir og kynnti sér málefni
barna meB sjúkdóminn „cystic
fibrosis” og fjölskyldna þeirra.
Komst hann aö þeirri niöur-
stööu, aö rikisvaldiö hér heföi
algerlega brugöist þvi hlutverki
sinu aö veita þessu fólki alla
hugsanlega félagslega aöstoö.
Hér segjum viö fra bandarisk-
um lækni, sem sjálfur stendur i
daglegri baráttu viö þennan
sjúkdóm.
Dr. Arnold S. Dunn gleymir
aldrei októberkvöldinu fyrir sjö
árum, þegar móttökutækiö i
vasa hans fór aö gefa frá sér
hljóö, þar sem hann var staddur
ibilsinum iWashington. Hljóöiö
merkti, aö hann þyrftiaö koma
strax á Fairfax sjúkrahúsiö I
Virginia til aö sinna rúmlega
sex vikna gömlu barni. Þessi
smávaxna stúlka, sem þá vó 240
grömmum minna en viö fæö-
ingu, þjáöist af „cystic fibros-
is”, arfgengum sjúkdómi, sem
lýsir sér þannig, aö þaö slim,
sem ætlaö er til varnar likam-
anum, veröur svo þykkt aö þaö
hindrar öndun og meltingu
Þar sem lungu litlu stúlk-
unnar voru hreinlega stifluö,
var hUn i rauninni hætt aö anda.
Dunn, sem er barnalæknir og
var á þessum tima sjúkrahUs-
læknir I öndunarsjúkdómum,
vissi hvaö gæti bjargaö lifi
hennar: lungnaskolun, hættuleg
aögerö, þarsem lungun eru fyllt
meö saltupplausn til aö skola
sliminu Ut. En til þessa haföi
hann aöeins aöstoöaö viö þessa
aögerö og engum haföi tekist aö
framkvæma hana á svo ungum
sjUklingi. Dunn hófst samt
handa.
Sex mánuöum siöar, eftir
þrjár skolanir I viöbót og þegar
sjUkrahUsreikningurinn var
kominn upp I yfir 36.000 dollara,
var barniö, Connie Smith, álitiö
nógu vel á sig komiö til aö út-
skrifast af spitalanum. For-
eldrar hennar, sem bæöi voru
undir tvitugu og höföu áriö fyrr
misst annaö barn úr sama sjUk-
dómi, ákváöu, aö þau vildu
heldur gefa hana en aö reyna aö
taka aö sér þá erfiöu meöferö
heima fyrir, sem þessir sjúkl-
ingar þarfnast. Dóttir Dunns,
Lynne, sem þá var 11 ára, hvatti
hann til aö taka Connie aö sér,
en félagsmálayfirvöld Virginia-
rikis lögöust gegn þvi, þar sem
Dunn var fráskilinn og einstætt
foreldri. Svo fór þó, aö ekkert
fósturheimili fannst handa
Connie, og var Dunn þá veittur
umráöaréttur yfir barninu til
bráöabirgöa. Þaö var i april
1973 og fimm mánuöum siöar
var hann lögskipaöur forráöa-
maöur hennar. Núna er hann
nánast búinn aö stiga öll Skref,
sem þarf til aö ættleiöa hana
endanlega.
Meðferðin heima fyrir
Aö ala Connie upp á eigin
spýtur hefur ekki veriö auövelt.
Eina ráöskonuna af annarri
hefur annaö hvort þurft aö reka
eöa þær hafa sagt upp aö eigin
frumkvæöi, þar sem þær hafa
ekki veriö færar um aö annast
barniö. Connie þarf aö taka
meöul meö hverri máltiö til aö
koma I veg fyrir niöurgang, sem
getur oröiö þessum sjúklingum
banvænn. Einu sinni á dag dreg-
ur hún upp I nasirnar lyf, sem
leysir upp aukaslim. Eftir þá
innöndun veröur aö halda henni
þannig, aö höfuöiö snúi niöur, I
5-10 minútur, til aö hreinsa
lungun i henni.
Connie andar aö sér meöali til aö hreinsa lungun. Fósturfaöir hennar, Arnold Dunn
læknir, notar tlmann á meöan til aö snyrta á henni háriö.
Þrátt fyrir veikindin hefur
Connie sýnt athyglisveröar
framfarir. Hún er nii oröin 7
ára, vegur rúm 25 kiló og er 120
cm. á hæö, sem er mikiö eftir
aldri. Hún stundar skólann
reglulega, og fer oftmeö Dunn i
læknisvitjanir, en hann vinnur
nú I St. Petersburg, Florida.
Meöalaldur þessara sjúklinga
er 15 ár, en Dunn segir ákveö-
inn: — Ég á eftir aö sjá Connie
fara i háskóla, giftast og eignast
börn — en hún þarf alltaf aö
vera i meöferö.
Dunn hefur tekist vel I meö-
ferö sinni á Connie. En að ööru
leyti hefur hann ekki veriö lán -
samur I einkalifi. Hann fæddist I
Detroit, þar sem faöir hans var
úrsmiöur. Hann flutti frá
Virgina 1973 til að geta veriö ná-
lægt fyrrum eiginkonu sinni og
dóttur, Lynne, i Florida. En
þegar Lynne komst á gelgju-
skeiö, samdi þeim feöginum
ekki, henni þótti hann of
strangur og hafa þvi leiöir
þeirra skilist. Oöru sinni giftist
Dunn og nú læknaritara, Chris
Mott aö nafni. Þaö hjónaband
entist ekki nema i þrjú ár. En
Connie fer oft með fósturföður sinum I sjukravitjamr. Hér er hun að hjálpa honum viö aö hughreysta 4 ára sjúkling meö magasár.
Chris kemur oft i heimsókn og
hefur náiö samband viö Connie.
„Óhjákvæmilega skap-
ast vandamál þegar
faðirinn annast einn
uppeldið”
Stundum hefur Dunn áhyggj-
ur af þvi, aö Connie sé svolitiö
„ofvirk”, og auövitaö er hún
dekurbarn. Hann er aö velta þvi
fyrirsér, hvorthann eigi aö fara
meö hana til sálfræöings. — Þaö
hljótaaöskapastvandamál, þar
sem faöirinn elur barniö upp
einsamall, segir hann. Dunn er
ófúsaðræðaaldursinn (hanner
46 ára, en segist óska aö hann
væri 21!) og þyngd (hann hefur
þyngst um 18 kiló siöan hann
hætti aö reykja). Hann býöur
gjarna konum út, en velur þá
tima, sem falla inn i dagskrá
Conniar. — Þaö eru ekki allar
konur jafn hrifnar af þvi, segir
hann.
Hann er álitinn með hrein-
skilnari læknum. T.d. féllst
hann ekki á aö veröa yfirlæknir
nýrrar barnadeildar viö Rut-
land-sjúkrahúsiö, fyrr en
sjúkrahúsyfirvöldin höföu lofaö
aö veita viötöku börnum úr fjöl-
skyldum, sem eru of fátækar til
aöborga fyrir sjúkrahúsvistina.
Reyndar er þaö mál ekki útkljáö
enn.
Foreldrum barna með „cystic
fibrosis” reynist Dunn
samúöarfullur og skilningsrík-
ur. — Ég segi þeim, aö ég eigi
barn meö þennan sjúkdóm og
sýni þeim Connie til aö sýna
fram á, að sérhver sjúklingur,
sem fær rétta meðferö, getur
lifaö eölilegu lifi. Ég veit, aö þaö
er þvi llkast aö sveifla villidýri I
kringum sig með þvi aö halda I
rófuna á þvi. Ef þúhættir, ræöst
það á þig. Þú veröur þreyttur á
þvl aö halda sifellt áfram. En þú
átt engra annarra kosta völ,
segir Dunn.
V
SÉRSTAKLEGA FRAMIEITT SPVRNU-
EFNI TIL VIÐGERÐA OG ENDUR-
BYGGINGA Á BELTUM VINNUVÉLA.
SPARIÐ FÉ
Lækkið viðhaldikostnað.
Notið öruggar gæðavörur.
Sfmi 91-19460
FYRIR BELTAVÉLAR
Heil belti og tilheyrandi, rúllur allar
gerðir, framhjól, drifhjól, keðjur,
beltaplötur, spyrnur o. fl.
SÍMI 91-19460
llVIJOLKURFÉLAG REYKJAVIKUR
Simi: 11125
FOÐUR fódrió sem bœndur treysta
REBÐHESTABLANDA _________
mjöl og köggiar - nT| MJÓLKURFÉLAG
Inniheldur nauðsynleg REYKJAVÍKUR
steinefni og vitamin
HESTAHAFRAR
fi?
LAUGARVEGI 164, REYKJAVlK
SfMI 11125
Heimspekingar
Vesturlanda
Heimspekingar Vesturlanda
Eftir Gunnar Dal. 260 bls.
Vikurútgáfan, Reykjavik. 1979
Gunnar Dalereinn þeirra rit-
höfunda Islenskra, sem eiga sér
fjölda þakklátra lesenda, og
gildir þetta bæöi um skáldsögur
hans, ljóö og heimspekirit. En
llklega eru þeir flestib, sem
kannast viö hann sem fræöara
um heimspeki og heimspeki-
sögu. Þetta gæti bent til þess aö
hugur Islenskra lesenda beinist i
vaxandi mæli til heimspeki, en
um tima var beinlinis legiö á þvi
lagi aö fullyröa, aö Islendingar
ættu ekki aö lesa og gætu ekki
lesiö heimspekirit. En úr þvi aö
lesendur eru nú farnir aö fara
sinu fram, hvaö sem slikum
fyrirmælum liöur, skiptir ekki
litlu hvernig til tekst um aö
vekja hugsun manna f þessum
efnum. — Nú hefur Gunnar Dal
sent frá sér nýja bók, sem nefn-
ist HeimspekingarVesturlanda,
og er hún aö miklu leyti
endurskoöuö útgáfa bókarinnar
„Þeir spáöu I stjörnurnar” sem
út kom áriö 1954.
Gunnar skrifar um heim-
spekingana sem mannþekkj-
ari, sem sögumaöur og af kunn-
ugleik á hugmyndum þeirra og
kenningu, og vefur hann þetta
fimlega saman I samfellda
mynd, sem veröur lesandanum
hugstæö. Hann er þannig penna-
fær, aö menn leggja ógjarna frá
sér þaö sem hann skrifar.
Ég býst viö aö þeir sem
þekkja mig, eöa telja sig þekkja
mig, geti fljótlega giskaö á hvaö
mér þykir ávanta i þessari bók
um heimspekinga á Vesturlönd-
um frá Agústinusi kirkjufööur,
Abelard og Giordanó Brúnó til
Bergsons, Heideggers og Sar-
tres. Þaö sem mér þykir ávanta
er aö islenskur heimspekingur
er enginn i rööinni. En ef menn
héldu, aö ég væri meö þessu aö
deila á Gunnar Dal, þá fer þvi
svo fjarri, aö ég er einmitt
þakklátur fyrir útkomu þessar-
ar bókar, og þá sérstaklega
fyrir þaö, sem á heppilegasta
hátt bætir úr þessari vöntun
sem ég nefndi. En þaö er skrá I
niöurlagi bókarinnar umNokkur
heimspekirit Islendinga, og
mun vera fyrsta almenn skrá
þess efnis sem birt hefur veriö
hér á landi.
Skráin telur 53 eöa 54
höfundarnöfn, og þó aö lengi
mætti ræöa um hverju skyldi
sleppa eöa viö auka tel ég vel af
staö fariö, og til marks um þaö
er þetta:
I fyrstu tveim dálkum skrár-
innar (bls. 259) standa þeir efsti
fremri rööinni Björn Gunn-
laugsson meö Njólu og
Brynjólfur Jónssoná Minnanúpi
meö Sögu hugsunar minnar.
Betur varö ekki af staö fariö.
Björn Gunnlaugsson varö einna
fyrstur jaröneskra manna (en
ekki „I heiminum” eins og
sumir segja) til aö taka upp
Gunnar Dal
hina miklu hugsun Kants um
„ótal vetrarbrautir”. Brynjólf-
ur á Minna Núpi vann þaö afrek
heima i sveit sinni aö rita einda-
heimspekiaf sama tagi og Beib-
nitz haföi áöur skráö (Mona-
dologie), en Brynjólfur haföi
engangrunhaftaf þeim fræöum
þá. En efst i siöari dálkinum
stendur hinsvegar nafn þess
heimspekings, sem svo ber af,
aö nefna mætti hann hinn
fyrsta, og þarf ekki aö nafn-
greina hann hér, þvi aö þaö
hefur Gunnar Dal gert meö
prýöi, og þar meö rofiö þaö
skarö í múr þagnarinnar, sem
fljót framtiöarinnar mun falla
um. Þessi ráöstöfun Gunnars i
fyrstu skrá um heimspekirit Is-
lendinga gerir útkomu rits hans
aö þeim viöburöi i islenskum
bókmenntum, sem hún vissu-
lega er.
Égvil hér aö lokum koma aö
leiöréttingu viö atriöi sem virö-
ist hafa brenglast viö prentun
skrárinnar: Þorsteinn Jónsson
á Úlfsstööum (þanig hefur hpnn
haft rithöfundarnafn sitti 50 ár)
er höfundur bókanna Tungls-
geislar (1953) og Samtöl um is-
lenska heimspeki og Draumar
og svefn (1975). Tveggja hinna
fyrstnefndu er getiö i skránni.
Ég vil þakka Gunnari Dal
fyrir aö hafa skrifaö bókina
Heimspekingar Vesturlanda og
látiö skrá um Islenska heim-
spekinga fylgja henni.
Þorsteinn Guöjónsson
Leikir af lífsins tafli
Út er komin hjá Ægisút-
gáfunni bókin, Leikir af lifsins
tafli, eftir Hugrúnu. Þetta eru
tólf smásögur, sem fjalla um
margvisleg efni og ótal tilbrigöi
mannlegra samskipta.
Sögurnar eru aö stil og formi
misjafnar aö gæöum. Sumar
mjög vel geröar, hnitmiöaöar
aö formi og hugsun, aörar
lausari i reipunum og eins og
missiflugið i lokin. En sögurnar
Karfani sefinu, Húsiö meö and-
litiö og Tómas Tomsen þykja
mér vel geröar, fast mótaöar
meö skýrum dráttum. Sagan,
þaö skeöur margt á langri leiö,
er um margt vel gerö, en mér
finnst þaö draga úr spennu sög-
unnar og minnka sannleiksgildi
hennar, aö opinbera ekki
leyndarmálið. A hinn bóginn
mun efni flestra sagnanna
hrista upp i hugum margra les-
enda og fá þá til aö skyggnast i
eigin barm. Höfundurinn hefur
kjark til að taka ákveöna af-
stööu til vandamála llfsins, séö
frá trúarlegu sjónarmiöi. Trú
þessa höfundar er byggö á
bjargfastri sannfæringu og
samúö Hugrúnar meö litil-
magnanum er heil og sönn.
Þaö er eitthvaö traustvekj-
andi viö svona einlæga afstööu
til þessara svo mjög umdeildu
mála. Maöur hefur á tilfinning-
unniaðþetta er hennar hjartans
sannfæring og þaö er traust-
vekjandi hvaö hún er jákvæö i
trú sinni og sjálfri sér sam-
kvæm. Þaö vekur manni óneit-
anlega von í þessum heimi upp-
lausnar, illverka, kúgunar og
ofbeldis, aö hitta fyrir einstakl-
ing, sem ekki hefur misst trú
sina á manninn, guö sinn og for:
sjé Ragnar Þorsteinsson.
Þijár góóar
tegundir af kremkexi.
Hver annarri betri.
KEXVERKSMIÐIAN HOLT
REYKJAVÍK SÍMI 85550
AUGLYSINGASTOFA SAMBANDSINS