Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.12.1979, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. desember 1979 13 Hinn 25. nóvember var sjötugur Tryggvi Pétursson, bankastjóri Búnaðarbankans i Hveragerði. Tryggvi er fæddur á Eyrar- bakka, sonur hjónanna Péturs Guðmundssonar, skólastjóra á Eyrarbakka, Guðmundssonar, bónda á Votamýri á Skeiðum, Sigurðssonar, bónda og hrepp- stjóra þar og Elisabetar Jóns- dóttur, Þóröarsonar bónda og al- þingismanns er fyrst bjó á Hliðarenda i Fljótshlið en siðar að Eyvindarmiíla í sömu sveit og GuðrUnar Arnadóttur. t islenskum æviskrám segir að PéturGuömundsson, kennari hafi útskrifast úr Möðruvallaskóla áriö 1886, og „hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og bindindisstarf- semi”, en hann þótti einnig af- bragös kennari og var fjöl- menntaður maður, að þvi er margirhafa tjáð mér er stunduðu skólanám á Eyrarbakka undir hans forsjá. Um Elisabetu Jónsdóttir, segir dr. Guðni Jónsson ihinu mikla riti sinu Bergsætt, að hún hafi verið „gáfukona og skáldmælt, hefir ritað greinar i blöö um ýms áhugamál sin”. Elisabet var fædd 4. desember árið 1878, og hún lést i Reykjavik 23. nóv. áriö 1969 eða fyrir 10 ár- um. Pétur Guðmundsson maöur hennar varnokkru eldri en Elisa- bet fæddur 4. júni árið 1858 og hann lést 8. mai árið 1922 eftir langvinn veikindi frá stórum barnahópi, en börn þeirra Elisa- betar og Péturs urðu 11 talsins. Tvö dóu i æsku Steinunn (1901-1911) og Bergsteinn (1920-1921). Af þeim er náðu fulloröinsaldri eru tvö nú dáin, þau Guömundur Pétursson loftskeytamaður (1904-1972) og Asta Pétursdóttir (1915-1938). A lifi eru Jón Axel Pétursson fv. bankastjóri f. 1898, Nelly Péturs- dóttir, húsfreyja á Miðhúsum á Mýrum, f. 1903, Asgeir Pétursson fv. verkamaður f. 1906, Auöur Pétursdóttir, húsfreyja að Hóla- brekku i Garði f. 1907, Tryggvi Pétursson f. 1909, Steinunn Pétursdóttir, húsmóðir i Reykja- vik f. 1912 og Pétur Pétursson Ut- varpsþulur f. 1918, en hann var ynstur þeirra er upp komust. Auk þess ólst upp með þeim systkinum hálfbróðir þeirra Har- aldur Pétursson, safnvöröur og eina hálfsystur áttu þau Petron- ellu Pétursdóttir sem bjó I Grindavik. Merk kona sem nú er látin. TryggviPétursson ólst upp með foreldrum sinum á Eyrarbakka sem i þá daga var mikið pláss, stór verslunarstaöur og menningarbær. Móðir Tryggva, Elisabet Jóns- dóttir lýsir bæjarbrag á Eyrar- bakka þegar hún kom þangað ung stúlka á þessa leið i viðtalsbók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar (1962): ,,Ég held aö það sé ekki ofmælt að óviöa á landinu hafi veriö eins mikiö menningar- og félags-lif um þessar mundir og á Eyrar- bakka. Megin þáttinn i þvi átti Húsið. Þar hafði um aldaraöir veriö aðsetur danskra kaup- manna og aðstoðarmanna þeirra, en Lefolii-verslun var þá alls- ráöandi i þorpinu og var hún einn siðasti anginn af dönsku ein- okunarversluninni. Vitanlega hafði kaupmannavaldið á Eyrar- bakka alltaf verið harödrægt i viöskiptum við bændur og búalið einsogsegir I hinnifornu visuum einn einokunarkaupmanninn: A Eyrarbakka argir eru þrælar margir. Kauðar þessir kargir kaups fyrir höndlan ranga forsmánina fanga. — Marcus Pahl, Pahl, Pahl, Marcus Pahl.sem mörgu stal, mun um siðir hanga. En hvaö sem þvi liður þá fylgdi þessu erlenda fólki nýir siöir, menningarhugur, listir og viðsýni, sem var kotungunum framandi einsog vonlegt var.Þegarég kom þangað var þar starfandi stúka, leikfélag, söngfélag og horna- 70 ára Tryggvi Pétursson flokkur. Þá var þar mikið um að vera, að minnsta kosti á vetrar- vertið og eins á lestum um sumur. Einnig settiþaðsvip á athafnalif i þorpinu, þegar skip komu frá Danmörku með vörur til verslunarinnar. A vetrarvertið gengu þaðan um fjörutiu skip og var liflegt að lita yfir lónin,þegar skipin voru að koma að drekk- hlaðin og með seilar i eftirdragi eöa um sandinn eftir aö skipin voru komin á stokkana og aflinn lá svo aö segja i óslitinni kös, allt vestan frá verslunarhúsunum og austurfyrir Mundakot. Þá var oft mjög mikill afli. Ibúar á Eyrar- bakka munu rétt fyrir aldamótin hafa verið um eitt þúsund, en á vertiðum komu mörg hundruö vermanna hvaðanæva og voru á heimilum eða i sjóbúðum sem margar stóðu upp af sjógarðin- um”. Elisabet lýsir kjörum fjölskyld- unnar á Eyrarbakka meðan manns hennar naut við. „Égvar mjög hamingjusöm og leit lifið björtum augum við hlið mannsins mins, sem mér fannst flestum mönnum fremri”, og hún heldur áfram: „Það lætur að likum aö þetta stóra heimili okkar þurfti mikils meö og þess vegna var oft þröngt i búi. Ég held að ég hafi reynt að vera ráödeildarsöm og gæta þess að fara vel með það sem aflað var. Við tókum upp á þvi aö hafa nokkrar kindur. Pétur heyjaði svo fyrir kúnni og kindunum en hestarnir sáu aö mestu um sig bankastjóri sjálfir enda er fjörubeitin góö á Eyrarbakka. Vitanlega voru þeir i húsi á vetrum. Pétur reri oft á vorvertiðum eftir að skóla lauk. Hann fór og i vegavinnu og vann yfirleitt alltaf. Ég held að Pétur hafi verið úthaldsgóður til vinnu, en ekki kraftamikill og það varð ég vör við að hann naut trausts aö hverju sem hann gekk. Hann lagöi oft hart að sér og þó að við höfum ef til vill verið aö ymsu ólik, þá áttum við þaö þó sam- eiginlegt að þykja vænt um heimilið okkar og vaka allar stundir yfir þörfum og velferð barnanna. Hreiðrið var litið en fjöldi i þvi. Ég var móðirin, og ungarnir heimtuðu kornin. En hvar var þau aö finna? Þetta voru erfið ár”. Tryggvi Pétursson ólst þarna upp, undir sjóvarnargaröi, þar sem opin skip gengu til veiöa. Hann fór snemma aö hjálpa til og var i sveit á sumrum en heima hjáfjölskyldunniá öörum árstim- um, og sú reynsla er þar fékkst varö siðar dýrmætari en flest annað. Sem áður var frá greint, þá lést Pétur Guðmundsson, faðir Tryggva árið 1922 og mdöir hans stóð uppi með barnahópinn, það elsta, Jón Axel sem var 24 ára og Pétur var yngstur á fjórða ári. Pétur Guðmundsson hafði oröið að láta af kennarastörfum vegna veikinda þegar árið 1919. örðug- leikar voru ærnir fyrir og fram- tiöin ekki björt, þvi um þessar mundir voru úrræði fá, vinna stopul og fæstir höfðu nokkuð af- lögu. Það varð þvi úr, að Elisabet ákvað að flytjast suður til Reykjavikur með barnahópinn,en þrjú eldri barnanna höfðu þá þeg- ar flutt þangað. Tryggvi Pétursson fylgdi móður sinni og systkinum suður, þó aöeins 14 ára aö aldri. Þau fengu inni i lltilli ibúð að Granda- vegi 37. Þetta var skapmikil fjölskylda, samheldin og sundurleit I senn. Bræðurnir fóru flestir til sjós, báru kol, bræddu sild, en stúlkurnar fóru i fiskvinnu. Heima var glatt á hjalla, spilað og sungiö. Orgel og fleiri hljóð- færi voru á heimilinu, bækur og menning I besta lagi og siöast en ekki sist var stjórnmálaáhuginn mikill. Þetta var róttækt fólk sem skildi að samstaöa alþýðumanna gat ein bætt lifkjörin,annað dugði ekki. Börn Elisabetar Jónsdóttur og Péturs Guömundssonar hlutu öll staðgóða menntun, fyrst i heima- húsum,svo I höröum skóla lifsins og i' þeim framhaldsskólum er til- tækir voru. Tryggvi Pétursson fór i Menntaskólann á Akureyri og vann fyrir námskostnaöi slnum á sumrin. Lauk hann stúdentsprófi áriö 1931. Næstu tvö árin var hann heimiliskennari aö Reykjum I Mosfellssveit en 9. april 1934 réöist hann sem starfsmaður Búnaðarbanka Islands og hefur hann þvi starfað viö bankann um 45ára skeið. Tryggvi varö ritari i Kreppulánasjóði og ritari stjórn- ar Kreppulánasjóös bæjar- og sveitarfélaga til ársins 1938. Full- trúi og siöar deildarstjóri i vixla- deild Búnaðarbankans 1938-1967 og jafnframt deildarstjóri I afuröalánadeild bankans frá stofnun hennar 1963-1967. Og árið 1967 var hann ráöinn til aö stofna útibú Búnaðarbankans I Hvera- gerði og hefur verið bankastjóri þeirra Arnesinga siöan. Búnaöarbankinn i Hverageröi var opnaður 11. ágúst árið 1967. Hann hefur siðan vaxiö með ævintýralegum hraöa. Af- Framhald á 19. siöu. Gavin Francis Lyall Clifford Miskunnarlaus og grípandi. Flugturninn missir samband. Sekúndubrot ráða úrslitum. Flug 204 svarar ekki. BORGFIRZK BLANDA Þjóðlegur fróðleikur, sagnir af skemmtilegu og sérkennilegu fólki, skopsögur, lausavísur, frásagnir af slysförum, draumum og dulrænum atburðum. Safnað hefur Bragi Þórðarson. Borgfirzk blanda ó erindi til allra íslendinga. l| Hörpuútgáfan Bodil Erling Forsberg Poulsen Hörpuútgáfan Heitar ástríður eða endalaus martröð? Spennandi og rómantísk ástarsaga. Hver voru hin óvæntu örlög? Hetjufrásögn úr kafbátastriðinu. Bók sem þú gleymir aldrei. Sannar frásagnir af hetjudáðum, mannraunum og baráttu fyrir lífinu. CRUNO POIWEN ÖUÓU urnai Ovænt örlög .. ■. íka* titPV* xvtx*rr*av» tAMvi 1 LiVi1i<,i1|iiiii niilCl Ú.iíkfttflj) fi(it'), c f)ii.‘r_a í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.