Ísafold - 06.02.1892, Síða 1
’Kemur út á miðvikudögum
Mjg laugardögum. Verð árg.
(um 100 arka) 4 kr., erlend-
is 5 kr.; borgist fyrir miðjan
júlímánuð.
r
Uppsögn (skrifleg) bundim
við áramót, ógild nema kom-
in sje til útgefanda fyrir 1.
októbermán. Afgreiðslustofa
í Austurstræti 8.
XIX. árg. i
Reykjavík, laugardaginn 6. febrúar 1892-
|| 11. blað.
Utlendar frjettir.
Kaupmannahöfn, lö. jsn. 1891.
Veðrátta- A norðurlöndum lítið vetr-
•arkennt til þessa, en meir í ýmsum hinna
auðlægu landa. Af stormviðrum hafa mörg
■og mikil tjón hlotizt og skipskaðar einkum
með fram ströndum Englands og fieiri landa
við Atlanzhaf.
Inflúenza. þessi vágestur hefir í nokkra
mánuði vitjað allra heimsálfna, og nú með
mun voðalegra móti en fyr, og svo eru
hversdaglega sögur af bornar, sem læknar
■eigi hjer nýjum óvætti að gegna, að minnsta
kosti að sumu leyti. Mannskaði þessarar
8Óttar hefir reynzt helmingi meiri en sein-
ast á flestum stöðum. Um Dýjársleytið
sýktust hjer í Höfn á viku hátt á þriðja
þúsund, og af þeim dóu 110. Harðari var
sóttin þó aðgöngu um sama leyti í Stokk-
hólmi, er talan náði 4000 með líkum mann-
■dauða. Ófögnuðurinn þó mun meiri í flest-
um stórborgum álfu vorrar, t. d. í Berlín,
París og Lundúnum, og seinustu frjettirnar
frá Ameríku báru, að fimmtándi hver mað-
ur lægi veikur í Boston, og að í Chicago
hefðu 10,000 sýkzt á einum degi. Eregn-
irnar líkar frá Kína og fleirum Asíulöndum.
Nýiega sagt frá Berlín, að tveir læknar
hefðu fundið frjóanga þessarar sóttar, annar
í hráka hinna sjúku, en hinn í blóðvökva
'dauðra manna.
Priðarhorf- »Ekki eitt ský á lopti«!
sagði Salisbury lávarður í nóvember, í Gilda-
höllinni í Lundúnum, og lík ummæli hafa
síðan verið höfð eptir höfðiugjum stórveld-
anna við þingsetningar og önnur tækifæri.
J>ess má hjer við geta, að Carnot bað á
nýjársdag sendiboða ríkjanna að bera frið-
atkveðjur höföingjum þeirra og segja þeim
aú Prakkland sneri nit áhuga sínum nær
því allaendis að gagnsmálum sínum innan-
rí 'is. Allt Um þetta bólar sífellt á tor-
tryggmnni, 0g ijvað lítið sem undir ber
sjá greinirnar trá, Frakklandi og Tyrkja-
^ * ’ °” enn 6r spurt, sem fyr, hvenær
herbúnaðinum ógurlega muni ljúka> og við
hverjum þrifnaði þjóðirnar geti búizt meðan
framlogurnar til landvarna og vígbúnaðar
aukast ár af ári. Til hugfr<W tala blöðin
að visu svo, að fnðunnn sje f betri 8tell.
mgai kommn en fyr, þar sem það jafnvægi
3torveldanna sje á komið, sem við þyrfti
Á annari skálinni þríveldasambandið, á hinni
samband eða fylgissammæli Prakka og
Rússa, en áður væru tögl og hagldir Evrópu
í höndum þjóðverja. Svo má á líta; en þá,
er eptir að vita, hve lengi þjóðverjum, eða
hvorum um sig, þríveldunum og hinum,
eirir hið nýja jafnvægi.
Danmörk. Frá tengdasyni sínum,
Russakeisara, komu þau konungur vor og
drottning heim aptur 1. desember, og á
heimleiðinni komu þau við í Berlín og
höfðu þar alúðarviðtökur hjá Vilhjálmi
keisara.
Tvídeild vinstrimanna er nú engum leng-
ur dulin, en hinir einbeittu kalla hinn
flokkinn »sambræðinga (Sammensmœllere)«,
sem nú renna hýrum augum til stjórnarliða,
þó gætilega sje að öllu farið og lítið beri á
samfellingunni. Allt um það þykir þó
líkast, að Estrúp gangi enn fjárheimildar-
laus af þingi. En svo koma kosningarnar
í sumar, og eru þá góðar líkur til, að betur
verði til »bræðingar« búið, en auðvitað, að
eptir samsteypuna koinast margir að þeirri
hitu, embættum og virðingum, sem þeir
hafa lengi eptir beðið, en viuir stjórnarinnar
hafa verið einir um. Hins vegar mætti svo
að orði kveða, að þófið sje fullreynt, og
fyrir því hrökkvi Estrúp og hans nótar
aldrei af stóli, en annað úrræði miður hent
hjerlendum frelsismönnum. Nú hefir líka
þess manns misst við í liði vinstri manna,
sem mest atgerfi og kosti hafði til forustu,
er C. Berg varð bráðkvaddur 28. nóvember,
en hafði keunt lasleika nokkru fyr og leitað
bóta við erlendis. Lesendum þessa blaðs
mun flestum kunnugt um frammistöðu
þessa manns á þingum Dana, en þingferil
hans er að rekja til 1865.
Af öðrum merkum mönnum, sem dánir
eru, má nefna; C. L. A. Benzon, kamm-
erherra, sem dó rjett fyrir nýjár, en hafði
fengið lausn af borgarstjóraembættinum í
byrjun mánaðarins. — Nýjársdag látinn
Edvard Erslev, prófessor, 67 ára að aldri,
margfróður maður og höfundur margra
landfræðarita. Dáinn er fyrir skömmu
Kauffmann liershöfðingi, sem um tíma stýrði
hermálum Dana.
Noregur- Kosningarnar veittu vinétri-
mönnum fulla yfirburði á þingi, er 63 skipa
flokk þeirra. Hægri menn 37 að tölu, en
í miðflokki 14, sem í flestum málum munu
fylla flokk vinstrimanna. — Norðmönnum
dylst nú ekki, að þeim er hörð streita ráðin,
er þeir ætla að berjast til fulls jafnstæðis
við Svía og fá utanríkismálum sínum norska
forstöðu. Hvað hjer tekst verður reyndin
að sýna, en flestir á voru landi munu óska
frændum vorum sanngjörnustu úrslita. Af
öðrum hlutverkum þingsins nýja má
nefna ný skattalög og útfærslu kosningar-
rjettar.
Um Oftedal prest er nú fullsannað, að
hann hefir í mörg ár staðið í hneyxlismök-
um við stúlkur, sem komnar voru til líf-
ernisbetrunar í einni stiptaninni, sem hann
3tóð fyrir.
Skáldið Alexander Kielland er nú orðinn
borgarstjóri í Stafangri sóknarbæ Oftedals,
en í mörgum skáldsögum sínum hefir hann
haldið skriðljósi uppi yfir leyndarstigum
klerka og hræsnara í þeim bæ og fleirum
í Noregi.
England. Vegna tíðindanna síðustu frá
Egiptalandi, er Tewfik jarl er dáinn, halda
Englendingar sjer þar vel vakandi á verði,
og vilja gæta til, að ekkert dragist sjer úr
greipum, hvort sem Tyrkir eða Frakkar vekja
til á ný um burtkvaðning enska liðsins, en
um það gaf Salisbury í haust fullt afsvar.
Blöðin spá ýmsu um misklíðir, en hjer verð-
ur bezt að sjá hverju fram vindur.
í nýju blaði lýsa Parnellingar kröfum sín-
um fyrir hönd írlands, og er þar allt það
saman tekið, sem þeim þykir nauðsynlegt
til fulls sjálfsforræðis, írskt þing, innlend
landsstjórn í öllum greinum og með fram-
kvæmdarvaldi o. s. frv., en nýmæli þingsins
skulu bíða samþykktar »krúnunnar« eða henn-
ar umboðsmanns. Nýlega sigruðust Parnell-
ingar á hinum við kosningu í Waterford.
Albert Victor, hertoginn af Clarence og
Avondale, elzti son prinzins af Wales, dó í
gær úr inflúenza.— Brúðkaup hans og Maríu
prinzessu af Teck átti að standa í næsta
mánuði.
Mörg önnur mannalát að segja meðal stór-
mennis Englendinga. Hinn 24. nóv. dó Lytt-
on lávarður (Edward Róbert Bulwer) sendi-
herra Englands í París; haun var varakon-
ungur á Indlandi, er höfðingjar þess gáfu
Viktoríu drotDÍngu keisaratignina. Hann
var son skáldsins fræga, og er sjálfur höf-
undur ýmsra skáldskaparrita; varð sextugur
að aldri. Nú tekur Dufferin lávarður við
erindarekstri í París. Hinn 21. des. dáinn
hertoginn af Devonshire, nýtasti skörungur,
faðir Hartingtons lávarður, er nú sezt í hans
sæti í lávarðadeildinni. — Hinn 28. des. dó
(67 ára að aldri) William White, sendiboði
Englendinga í Miklagarði, talinn mesti skör-
ungur í því liði, en ráðdeild og kjark þurfa
þeir að hafa, sem erindum þar gegna. In-
flúenzan varð honum að bana, en hann var
í heimsókn hjá dóttur sinni í Berlín.
í>ýzkaland. þau tíðindi eru þaðan mark-
verðust að segja, að nýr verzlunarsamning-
ur er gjörður til 12 ára við bandaríki þýzka-
lands, Austurríki og Italíu, og á 6 ára band
eru Sviss og Belgía dregin. Svo hefir tekizt
fyrir atorkuráð Caprivis, kansellerans nýja,
sem fjekk alríkisþingið til að fallast á nióur-
færslu tolla á ýmsum varningi. Bismarck var
öllu tollfrelsi mótfallinn, og því lasta fylgis-
blöð hans þessar nýjungar og kalla þýzka-
landi, einkum jarðeigendum þess og öllum
landbúnaði, af þeim sýna hættu búna. Keis-
aranum þykir hjer nýtasta afrek unnið, er
þessi lönd eru svo fastara dregin að f>ýzka-
landi, en slfkt hljóti að verða bandalaginu
við Austurríki og Ítalíu að eins til trausts
og styrktar. Hefir keisari nú sæmt Caprivi
greifanafni fyrir frammistöðuna.
Bæði Caprivi og blaðaritendur játa, að víg-