Ísafold - 06.02.1892, Síða 4

Ísafold - 06.02.1892, Síða 4
44 jþað sem eptir var mánaðarins, og töluverð- ur snjór var kominn um árBlokin. Veður voru stundum mikil í þessum mánuði. Með- alhiti mánaðarins var -r- 5,04 C. Fyrstu viku þessa árs hafa verið 3 hríðardagar, svo naumlega hefir verið fœrt út úr húsum ao annast pening. |>essu hefir og fylgt norðan hvassviðri og snjókoma mikil. I sumar urðu heyföng manna með bezta inóti, og hafa allflestir fjölgað skepnum að mun; mun ekki hjer í sýslu hafa verið jafn- margt fje og nú er síðan 1880. Skepnu- höld hafa verið góð hingað til. Bráðapest hefir stungið sjer niður hjer og hvar, en engin sjerleg brögð hafa þó orðið að henni. Fiskiafli var fremur lítill og reitingssamur 1 haust, og nokkuð aflaðist og af síld. A stjórnarmál minnist enginn maður, en þó er líkara, að áhuginn á þeim sje ekki dauð- heldur sofi. Menn eru og, sem von er, •óánægðir með útsendingu Alþingistíðindanna, því að af þeim tíðindum, sem útbýtt er meðal hreppanna, eru engin komin síðan í haust, svo menn eru harla ókunnugir því, sem gjörðist á þingi í sumar. A kostnað bókaverzlunar Gyldendals er útkomin : Sýnisbók islenzkra bókmennía á 19. öld. Út gefið hefir Bogi Th. Melsteð. Kmhöfn 1891. XX + 348 bls. 8. Kostar í snotru og góðu bandi 4 kr. 75 a., en í fegursta skrautbandi 6 kr. Fæst hjá bóksala Sigfúsi Eymundarsyni og öllum hinum helztu bók- •sölum landsins. Bók þessi hefir fengið beztu viðtökur bæði utanlands og innau. Hjer skulu tilfærð nokkur orð úr dómum um hana, sem kom- ið hafa út á íslandi: »Mjer var þessi bók harla kærkomin. þeg- ar hún barst mjer fyrst í hendur og jeg hafði lesið formálann, þá gat mjer ekki dulizt það, að þessi bók sje runnin af þeirri þjóðræknislegu ósk, að íslenzkar bókmennt- ir mættu skipa veglegra rúm í skólum vor- um, en hingað til hefir raun á orðið. Bókin býður af sjer hinn bezta þokka og á þvf skilið að henni sje sýnd íslenzk gestrisni... jbessi bók getur orðið, ef vel er á haldið, til að koma á nýrri og þjóðrœkilegri stefnu í skólamenntun vorri, og allir þeir, sem það er áhugamál, ættu að taka þessari þók feg- ins hendi og kunna höfundinum þakkir fyr- ir. Bókin er sjerlega vel vönduó að öllum ágangi. _ (Isafold, Bjarni J onsson) J>essi bók er nýnæmileg að því leyti, að éður hefir engin þess kyns bók komið út á ís- lenzku. Bók þessi vekur eflaust eptirtekt annara þjóða á hinum nýju ísl. bókmenntum. (íjkonan). þessi bók inniheldur sýnishoru af skáld- skap og ritsmíðum allra hinna helztu ís- lenzku höfunda þessarar aldar. Ctgefand- anum hefir tekizt mjög vel að velja eptir hina ýmsu höfunda. Vjer finnum þar margt hinna fyrstu kvæða, er til eru á vorri tungu, og ritgjörðir og ritgjörðakafla eptir hina þjóð- nýtustu menn vora . . . Hún er gersemaskrín, cr sjerhvert ungmenni Jslands þyrfti að eiga og lesa, og er sjálfkjörin bók við íslenzku- kennsluna í öllum skólum vorum. (pjóöólfur, Ó. S.) Hr. cand. mag. Bogi Th. Melsteð á mikl- ar þakkir skilið fyrir sýnisbók þessa, sem er einkar-vel fallin til þess, að gefa vorum upp- vaxandi œskulýð stutt og glöggt yfirlit eða sýnishorn af bókmenntum íslendinga á 19. öld, sem hverjum Islendingi œtti að vera Ijúft og hughaldið að þekkja . . . það er óskandi, að bók þessi mæti svo góðum viðtökum af lands- manna hálfu, að bráðlega komi út önnur útgáfa, og þarf þá eigi að efa, að hr. Bogi Th. Melsteð muni gjöra hana enn fyllri og fullkomnari, en þessa fyrstu útgáfu. (pjóöviljinn ungi). Annað augnamið ntgefandans er það, að bók- in yrði notuð sem lestrarbók í skólunum. Til þess er bókin mjög hentug. það hefir hingað til verið siður í skólum vorum, . . . að lesa að eins fornrit vor og byrja þegar á lestri þeirra í hinum neðstu bekkjum. En þetta er alveg öfug kennsluaðferð og gagnstæð því, sem tíðkast hjá öllum öðrum menntuðum þjóðum. pað á að byrja á því að lesa úrvalda kafla úr nútíðarritum, sem geti verið læri- sveinunum fyrirmynd í stýlum þeirra, bæði að því er snertir mál og rjettritun. |>að ætti einnig að láta þá læra noVkur af vorum beztu kvæðum utanbókar, cjhs og títt er í skólum erlendis ... Jeg býst við að menn hafi fundið til þessa fyrir löngu og íslenzku- kennararnir kann ske ekki hvað sízt sjálf- ir; en hingað til hefir vantað viðunandi lestr- arbók % nýja málinu. En nú er bókin fengin, og vil jeg óska þess og vona, að hún verði not- uð í skólanum, því hún hefir marga þá kosti til að bera, sem gera hana einkar-hœfa til þess. (Tímarit Bókmenntafj.. Dr. Valtýr Ouömundss.). í ölverzluninni „Tuborg“ í Aðalstrceti nr. 7 hef jeg undirskrifaður byrj- að verzlun raeð ýrais konar varning og vona, að almenningur sýni mjer þá velvild, að reyna vörur mínar; jeg mun kappkosta að hafa vandaðar vörur og selja þær með sem vcegustu verði. J>essar vörur komu nú með »Laura«: bankabygg, klofnar ertur, hrísgrjón, hrísmjöl, kartöflumjöl, skozk hafragrjón, boghvede- grjón, hveiti, sagogrjón, gott brennivín, kaffi, kandis, hvítasykur, púðursykur, brjóstsykur margs konar, konfect, fíkjur, rúsínur, kanel, sennep, citrónolía, epli, laukur, selleríer, pip- arrót, margar sortir chocolade og kaffibrauð, allavega analinlitir, blek, glycerin, skósverta, ofnsverta, stígvjelaáburður, geitarskinns- sverta, grænsápa, margskonar handsápa, Eau de Cologne, svampar, eldspítur, húfur, hattar, og ýmislegur glysvarniugur. Nýar byrgðir koma með hverri póstskips- ferð. Virðingarfyllst G- Sch. Thorsteinsson. Nýa sálmabókin hefur fundizt á göt- um bæjarins. Vitja má til Eiríks Magnús- sonar á Efstabæ í þingholtum. fúngvallafundur. Samkvæmt áskorun í 1. tölubl. »Fj.konunn- ar« 5. f. m. lýsum við undirskrifaðir forsetar 8Íðasta alþingis því yfir, að við erum fúsir til að boða til almenns þingvallafundar á kom- anda sumri, til að ræða um ýms mikilsvarð- andi landsmál, svo framarlega sem áskoranir um það verða sendar okkur úr meiri hluta kjördæmanna á landinu. Við álítum, að slíkir málfundir sjeu æski- legir og geti haft góðan árangur, meðal ann- ars í þá átt, að samkomulag geti unnizt um það, hver af málum þeim, sem landinu geta orðið til framfara, eigi að metast mest og sitja í fyrirrúmi. Álit um það, hvenær fundinn skuli halda, óskum við og að fá. Reykjavík og Uörðum, 2. febr. 1892. B. Kristjánsson. þórarinn Böðvarsson. Jörðin Búðir á Snæfellsnesi fæst til kaups og ábúðar á næstkomandi vori, Tjyst- hafendur snúi sjer til Eyjólfs þorkelssonar, úrmsiðs, í Reykjavík. BÓk í láni! Ef nokkur hefir í höndum að láni frá bókasafni hinna kaþólsku presta í Landakoti 27. bindi af Encyclopedie du 19. siécle, París 1859, er hann beðinn aðr skila því hið bráðasta til verzlunarstjóra ólafs Ámundasonar í Rvík. Proclama. Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. o. br. 4. jan. 1861 er hjermeð skorað á alla þá, sem til skulda telja í fjelagsbúi Eyjólfs Jónsson- ar á Katrínarstöðum í Garðahverfi og dáinn- ar konu hans Ingibjargar pórarinsdóttur, að lýsa lcröfum sínum og sanna þœr fyrir skipta- ráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 26. jan. 1892. Franz Siemsen. Wýprentað: f U T SÝN. pýðingar á bundnu og óbundnu máli. Útgefendur : Einar Benidiktsson. porleifur Bjarnason. Khöfn. A kostnað bókaverzlunar Gylden- dals. Fyrsta hepti (Bandaríkin) kostar 50 a. Ritið á að koma út í 6 heptum á ári á 50 a., eða 3 kr. árganguriun. Fyrsta hepti fæst hjá öllum bóksölunum í Reykjavík og verður sent með fyrstu strandferð í vor til annara bóksala á landinu. Aðalsölu-umboð hefir Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar t Reykjavík. Ný-komió með Laura. Hanzkar, margar tegundir, svo sem kvenn-vetrarhanzkar með loðskinnsfit; alls konar gljá-hanzkar, alla vega litir; silki-, ullar- og baðmullar-hanzkar; karlmanna- vetrarhanzkar; hjartarskinns- og þvotta- skinns-hanzkar, svartir og alla vega litir, og barnahanzkar. Margs konar humbug og kragatau. Extra-fínt kamgarn; dyffel; alfatnaðar- efni; buxnaefni; húur; hattar o. fl. Allt ódýrt eptir gœðum. H- Andersen 16. Aðalstræti. 16. Verzlunarmannafj elag Reykj avíkur- Unglingur sem reiknar vel og að öðru leyci er vel að sjer getur fengið stöðu við stóra verzlun á Vesturlandi. Menn snúi sjer til ofanskrifaðs fjelags. Nýkomið með »Laura«- Agætt the og kaffi. Stórt úrval •af lierðasjölum Barnakjólum Tvisttauum Flonel Handklæðum Ljereptum. Enn fremur Stormhúfur Sjómannahúfur o. fl. húutegundir. Enn fremur ýmislegt fleira svo sem mjög mikið af fínum handsápum o. fl. o. fl. G Zöega & Co- Góð epli og apeUínur hjá M. Johannessen. Iðnaðarmannafjelagsfundur sunnudag 7. febrúar, kl. 4. Nú í haust var mjer dregin gráhniflótt lamb- bimbur, sem jeg ekki á, en er þó með minu marki: tvístýft aptan hægra og blaðstýft aptan vinstra. Rjettur eigandi vitji lambs þessa til min gegn borgun fyrir þessa auglýsingu og áfall- inn fóðurkostnað. þorbjarnarstöðum í Hraunum 2. jan. 1892. Bjarni Ivarsson. LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.