Ísafold


Ísafold - 15.06.1892, Qupperneq 2

Ísafold - 15.06.1892, Qupperneq 2
190 og stjórnin hefir nú bæði aukið löggæzlu- liðið í París og bætt til muna kosti þess. Veitingamaðurinn Very dó af lemstrum sínum. Útför hans gerð á kostnað ríkisins, og við hana flutti stjórnarforsetinn, Loubet, minnilega ræðu. Konu og barni Verys, og fleiri af þeirra skuldaliði, veitir ríkið ríflega framfærslu. f>ess má geta, að nú er rígur risinn milli páfans og sumra biskupa á Frakklandi, sem hafa hneykslazt á boðum hans, að sýna fulla hlýðni og hollustu gagnvart þjóðveld- inu, stjórn þess og lögum. Flestir búast við frekari andmælum eða áminningum af páfans hálfu. — Annars hlaupa nú fleiri og fieiri undan merkjum einveldissinna, og hinn síðasti var de Mun greifi, fyrrum mesti garpur þeirra og öruggasti stuðningsmaður. Italía. Kudini varð loks að segja af sjer, og eptir langa baráttu tókst þeim manni, er Gioletti heitir — góður skörungur metinn og mesti kjarkmaður —, að koma saman ráðaneyti. En sama hjelzt við um hringlandann og flokkagrautinn á þinginu, og nú þykir svo á horfast, sem konungur eigi ekki annars kost en þinglausnir og nýjar kosningar. Verkefnið er: að bæta fjárhaginn, en sneiða þó hjá nýjum álögum og sparnaði vígaflanum til rýrnunar. Grikkland- Nýjar kosningar um garð gengnar, og hlutu Trikupislíðar fullan sigur, og munu ráða 170 atkvæðum af 210. I forsetasætið sezt Trikupis, þó ekki fyr en konungur kemur heim aptur. Belgía- Hjer eru forspjöll búin til rikis- lágabóta, einkum hvað kosningarrjettinn snertir, en nú skal til þings kosið 14. þ. m. Frá Suður-Ameríku. í Venezuela hefir uppreisn lengi geisað, en svo miklar missagnir bornar af viðureigninni, að bágt mun að henda reiður á flestu fyr en úrslit eru orðin. — I kveld bera hraðfregnir, að uppreisnarmönnum hafi vegnað langt um betur, og að þeir sæki nú höfuðhorgina (Caracas). Crespo heitir foringi þeirra. Palacio heitir forseti ríkisins eða ríkjasam- bandsins á þeim slóðum, en þau eru 8. Jáaðan er sú saga sögð, að Palacio hafði náð syni hans á vald sitt, og hótaði að skjóta hann, ef faðir hans hjeldi áfram. Slíkt ljet Crespo ekki á sig fá, en Ijet hinn vita, að hann skyldi þá á báli steiktur, ef svo yrði í færi komizt. Drengurinn slapp úr varðhaldi og á flótta, en þá er eptir, að Palacio komizt hjá bálinu. M arkabr ey tingarmálið. Markabreytingarmálið mun nú vera búið að ganga í gegn um sýslunefndirnar, og verið þar, sem jeg þekki til, hafnað. Er það næsta undarlegt, þar sem þetta er veruleg rjettarbót. Undirbúningurinn er frjálslegur; það er meira en »að sýnasU, eins og jpórður hreppstjóri á Hálsi kallar það, að leggja þetta mál fyrir hjeraðastjórnir til umsagnar. það er leiðinlegt, að vita, hve illa vjer notum frelsi það, sem vjer höfum og okkur er boðið að brúka, af því svo lítur út, sem vjer höfum ekki vit á því. Of mikil fastheldni við fornan vana er fávizka. Vjer erum að skrifa og skrafa um stjórn- arskipunarlög íslands, og vil jeg ekki íasta það; en til þess að geta haft von um að vera veitt meira frelsi, þurfum vjer að sýna, að vjer kunnum að nota það frelsi, sem vjer höfum. Eyrst þurfum vjer að sýna, að vjer kunnum að stjórna oss sjálf- um, og svo, að vjer kunnum að ráða yfir okkar sveitamálum, þar sem mönnum er ekki ofætlun að skilja, t. d. eins og marka- breytinguna. þeir, sem hafa skrifað um hana í ár í þessu blaði, þeir herrar Sighvatur alþingism. í Eyvindarholti og þórður amtsráðsmaður á Neðra-Hálsi, eru báðir í fremstu röð bænda; en mjer finnst hvorugur hafa skilið máhð. Sá þriðji er herra Finnur Jónsson á Kjörseyri. Hann sýnir með ástæðum, að markabreytingin er breyting til batnaðar. Jeg þarf ekki að taka fram ástæður hans, því þær eru það, sem jeg mundi hafa sagt. það þarf heldur ekki að hrekja ástæður hinna, því þær eru engar. Móti málinu færa þeir tómar getgátur, og helzt það, að eitt undirben skilji. Ef Sighvatur hefir sýlt, þórður sýlt bita framan ogjeg sýlt bita aptan; er þetta þá ekki nóg aðgreining, að eitt undirben skilji milli okkar, þó við vær- um nágrannar? það, sem mest er vert, er, að kindin kemst í sinn hrepp. Ef ein- hverjum mistekst að marka sýslu-eða hrepps- mark, þá auðvitað markar hann kindina frá sjer, en sá maður er ekki færari til að marka mikið yfirmark á bæði eyru og undirben að auki, eins og nú á sjer víða stað, en eamt skilur ekki nema eitt undirben. Jeg vil sýna hjer ofurlítið dæmi: Einn hefir stýft (vinstra); annar stýft biti fr.; 3. stýft biti apt.; 4. stýft tveir bitar fr.; 5. stýft tveir bitar apt.; 6. stýft stig fr.; 7. stýft stíg apt.; 8. stýft standfj. fr.; 9. stýft standfj. apt.; 10. stýft tvær fjaðrir fr.; 11. stýft tvær fjaðrir apt.; 12. stýft hangandi fj. fr.; 13. stýft hangandi fj. apt.; 14. stýit lögg fr.; 15. stýft lögg apt.; 16. stýft hóf- biti apt.; 17. stýft hófbiti fr.; 18. stýft gat; 19. stýft gat standfjöður fr., o. s. frv. Síðan má taka þessi mörk öll á víxl undir sama yfirmarki; svo má taka sýlt og öll sömu undirben undir það; þá sneítt fram- an sneitt aptan með öllum sömu undirbenj- um. Sem sagt: jeg mun geta sýnt þeim, sem álíta ómögulegt að allir markeigendur í einum hreppi geti brúkað vinstra eyrað án þess að sammarka, 500 mörk á sama eyra; en engin hætta er, þótt menn í næsta hreppi hafa sama mark; því hreppsmarkið á hægra eyra er næg aðgreining. |>á verða markaskrár þarflausar. Hið eina, sem jeg finn á móti marka- breytingunni, er, að mörkin þurfa í fyrsta sinn að vera valdboðin; en svo verður eins og nú er að í sama hreppi má ekki taka upp mark, sem annar brúkar. Elliðakoti í júní 1892. Guðm. Magnússon', Brauð veitt- Staður í Steingrímsfirði 11. þ. mán. prestaskólakand. Hans Jónssyni, samkvæmt kosningu safnaðanna. Prestsvígsla- Sunnudag 12. þ. m. vígði biskupinn, herra Hallgrímur Sveinsson, prestaskólakandídatana Guðm. Emil Guð- mundsson (að Kvíabekk) og Ilans Jónsson (að Stað í Steingrímsf.). Póstskipið Laura (kapt. Christiansen) kom hingað í gærmorgun, og með henni 40—50 farþegar, þar á meðal cand. med. Guðmundur Magnússon með konu sinni, kaupmennirnir J. Coghill, Jón Vídalín, H. Lefolii (Eyrarb.), O. Olavsen (Keflavík), H. Th. A. Thomsen, D. Petersen o. fl.; Sigurður Magnússon læknaskólakandíd., stúdentarnir Bjarni Sæmundsson, Oddur Gíslason, Sigurður Sivertsen. Enn fremur- allmargir enskir ferðamenn og þýzkir. Embættispróf í lögfræði við Khafnar- háskóla hafa tveir landar tekið í vor: Einar Benidiktsson (Sveinssonar sýslumanns) með- II. einkunnn, og Hannes Á. Thorsteinsson (landfógeta). Heiðursmerki- þessir þrír prófastar hafa verið sæmdir riddarakrossi dannibrogs- orðunnar: síra Davíð Guðmundsson á Hofi, síra Hjörleifur Einarsson á Undornfelli og síra Sæmnndur Jónsson í Hraungerði. Heiðursmerki dannibrogsmanna hafa þeir fengið. Einar B. Guðmundsson óðalsbóndi á Hraunum, og Jón bóndi Jóakimsson á þ>verá í Laxárdal. — íslenzkur kaupm. J. P. T. Bryde hefir hlotið etazráðsnafnbót. Danskir sjónleikir. í dag byrja hjer danskir sjónleikir, í Good Templarhúsinu, og halda áfram nokkur kvöld, en leikendur eru þau hjón Edw. Jcnsen og kona hans, er komu hingað með póstskipinu. þau eru bæði vanir leikarar og munu vera vel að sjer í íþrótt sinni. Hefir hr. Jensen meðal annars venð leikhússtjóri í Odense, við hið helzta leikhús i Danmörku utan Khafnar. Nú í vetur og vor hafa þau ferðazt um Noreg og leikið þar í mörgum bæjum, og til Færeyja komu þau með »Thyra« og ljeku í þórshöfn 7 kvöld í bezta gengi og á þ>verá í Færeyjum sömuleiðis 5 kvöld. Útflutningsbannið. það gerðist 6. f. mán., að enska stjórnin Ijetti af áðflutnings- banninu á sauðum og hrossum frá Islandi, frá 10. s. m., »samkvæmt því, er henni hafði verið fyrir sjónir sett af hinni dönsku stjórn«, segir í brjefi íslands ráðgjafans til Iand3höfðingja 30. f. mán. (Stj.tíð.). »|>ó á- skilur hin brezka stjórn sjer, að taka spurn- inguna um innflutning f]ár frá Islandi til nýrrar íhugunar, ef lögunum frá 17. marz 1882, um bann gegn mnflutningi á útlendu kvikfje til íslands, verður breytt eða þau verða úr gildi numin«. Er að sjá á því, að stjórninni ensku hafi einkum snúizt hugur, er hún fekk vitneskju frá dönsku stjórninni um tjeð lög frá 17. marz 1882, sem hafa fyrirgirt allan fjenaðarinnflutning hingað til lands í 10 ár, og að það hafi verið, sem líklegt var, heldur raupkennt, er forstjórar Allan-línunnar vildu þakka sjer einum af- nám bannsins. Verzlunarfrjettir frá Kböfn 2. júní: Síðast boðið í hvítavorull 56 a., en nú fæst naumast það verð. Fyrir haustull, sem kom með Laura, fekkst 41 e., og mislita vorull 45 a. Ljóst tært hákarlslýsi pottbrætt, sem kom með »Laura«, seldist á 33£ til 32£ kr.; hákarlslýsi á 27 kr. Vestfirzkur saltfiskur hnakkakýldur, sem kom með »Laura«, seld- ist á 60—50 kr. eptir gæðum, vestf. smá- fiskur og ýsa á 38f kr. Illt útlit sem stendur með sölu á fiski til Spánar og ekki líkur til að fáist meira en 40 rm. (um 35 kr.) fyrir júlí- ágústfarma. Tollur á íslenzk- um fiski á Spáni er nú síðan 1. febrúar um 41 kr. skpd., en nær helmingi minni á norsk- um fiski. Harðfiskur gengur eigi út fyrir 60 kr. Sundmagar í 4;0 a. og 25 a. Æð- ardúnn (secunda) frá Stykkishólmi seldist á 8 kr. Búgur í líku verði og áður, 750—775 a. 100 pd. eptir gæðum. Rúgmjöl 800—825 a. Bankabygg 800—900 a. Éísgrjón 850—■ 950 a. 100 pd. Kaffi 63—70 a. pd., lakara 58—60. Kandís 18—19 a. 17—18 a. Púð- ursykur 13J—14 a.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.