Ísafold


Ísafold - 28.09.1892, Qupperneq 3

Ísafold - 28.09.1892, Qupperneq 3
307 Meðferð kjöts. Hinar vanalegustu að- ferðir til að gjöra kjöt hæfilegt til mann- eldis, eru að sjóða það, að hita það í vatni og steikja, og að steikja það í ofni eða pönnu við sterkan geislahita. Enn er það stundum gufusoðið. Kjötið verður nokkuð mismunandi, eptir því hver aðferðin er höfð. Við kjötsuðu eru hafðar tvær aðferðir. Önnur aðferðin er sú, að kjötið er látið ofan í kalt vatnið og kjötið látið hitna mcð því. Meðan vatnið nær eigi 70 stiga hita, dregur það ýms efni út úr kjötinu, svo sem sölt, extraktíf-efni og nokkuð af eggjahvítu. En þá er 'vatnið hefir náð suðuhita, storkna þau eggjahvítuefni, sem úr kjötinu hafa dregizt og setjast ofan á, og líta út sem móleit froða. Hinn móleiti litur kemur af blóðefnum, er og hafa dreg- izt úr kjötinu. Því er vanalega fleytt ofan af og fleygt, líklega af því, að það þykir eigi fallegt nje girniiegt til átu, enda er eigi að því mikill skaði. Út í seyðið af kjötinu, eða súpuna, dregst þannig nolvkuð af söltum og extraktíf-efn- um, og svo flta (flot), er flýtur ofan á í smáhnyklum, og enn fremur dálítið af iím- efni, sem dregizt hefir út úr bandvef kjöts- ins o. fl. í rauninni eru því eigi mikil næringarefni í sjálfri súpunni (seyðinu), en hún er þó að vísu holl og ágæt fæða —• það gera söltin og extraktíf-efnin —, en þegar saman við seyðið er látið banka- bygg, hrísgrjón, mjöl, kálmeti, egg eða önnur næringarefni, verður súpan mjög nærandi fæða. Svo sem auðsætt er, hefir kjötið breytzt við suðuna, er ýms efni hafa iir því dreg- izt, og verður það misjafnt, eptir því hversu til hefir hagað. Þvílengur sem á þvístend- ur, að vatnið nái suðuliita, því meira dregst úr því af efnum þess, svo sem vatni, fitu, eggjahvítu, extraktív-efnum og söltum. Það skorpnar þá saman og ljettist að mun. Og sje lengi soðið, getur farið svo, að bandvefurinn og vöðvaþræðirnir tolli eigi saman, og kjötið hefir þá misst sitt rjetta bragð og mikið af næringarefnum. Önnur suðuaðferðin er sú, að iáta kjötið eigi ofan í vatnið, fyr en það fer aö sjóða. Þá sezt fljótlega eggjahvítuskán utan á það, er varnar því, að næringarefnin drag- ist úr því. Þá er skán þessi hefir myndazt, er hyggilegast, að láta hitann vera svo sem 75—80 stig (Celsius), því að kjötið verður þá meyrara og bragðbetra. Með þessari aðferð verður kjötið kraptmeira, en súpan kraptminni. Þá er kjöt er stcikt, sezt utan á það móleit húð, er á líkan hátt varnar því, að næringarefni þess fari forgörðum; en jafnframt meyrnar það af hitanum. Það er einkum fitan, sem bráðnar og að nokkru leyti breytist við hitann, í sameining við extraktív-efnin, er gefa steikinni svo þægi- legan keim. Svipað verður kjötið, þá er það er steikt í ofni. Þá er hafður minni hiti, en þeim mun lengur stendur á steik- ingunni. (V. G.). Hitt þetta. Bismarck segir frá. Bismarck er einatt í samkvæmum óspar á sögum frá fyrri tímum, er eitthvab snerta sjálfan hann, og er ein, sem I karlinn hefir nýlega sagt, ah því er blöb bera þessi: Það var í orrustunni við Königgratz eða Sadowa, 3. júlí 1866. Vilhjálmur keisari hinn gamli var þá eigi orðinn keisari, heldur var einungis konungur yfir Prússlandi. Konungur og yfirliðar bans höfðu farið svo nær liði fjandmannanna, að þeir voru i skotmáli, og viidi konungur þaðan hvergi hopa, þótt hon- um væri bent á hættuna. Bismarck reið þá til koungs og mælti: «Jeg er ráðherra, er ber ábyrgð fyrir þjóð- inni, og hlýt jeg að krefjast þess, að yðar I háfign þoki þegar úr skotmáli. Ef yðar há- tign skyldi falla, þá myndum vjer eigi hafa neitt gagn af að vinna sigur«. Konungur sá, að hann hafði rjett að mælai og hjelt tómlega undan, en svo var mikill m óður í honum, að h ann staldraði hvað eptir ann að ; viðogleit aptur. íJegtókglöggteptir öllu «segir Bismarck, »en gerði ekki annað en lypti mjer upp í söðlinum og leit alvarlega til konungs. Konungur skildi vel augnamálið og mælti með þykkju nokkurri: »Jeg er á leiðinn, mað- ur!« En engu fór hann sjer óðara en áður. Jeg gerði mjer þá hægt um vik, reið fast að konungi, smeigði öðrum fætinum úr ístaðinu og rak hann, svo ekkt bar á, í nárann á hryss- unni, er konungur reið. Það hreif. Hryssan sem var vel alin og fjörug, tók viðbragð, !• sendist áfram, og vjer komumst úr skotmáli á sprettinum*. _____ Skiptafundui’ í sameignarbúi Jóns Sæmundssonar frá Esjubergi og konu hans Guðrúnar Sigurð- ardóttur verður haldinn hjer á skrifstof- unni miðvikudaginn hinn 5. n. m. kl. 12 á hádegi, og verður búi þessu þá skipt. Skriístofu Kjósar- og Gullbr.sýslu 24. sept. 1892. Franz Siemsen. Jeg undirskrifuð býðst til að veita tilsögn í teiknim og málaraíþiótt. Þeir sem viija sæta þessu boði, eru beðnir að snúa sjer til mín, og er mig að hitta í húsi amtmannsfrúar C. Jónassen kl. 10—12 f. m. á liverjum virkum degi. Kenslan byrjar 1. október næstkomandi. Reykjavík 27. sept. 1892. Kristín Þorvaldsdóttir. 3 Ingólfsstræti 3. Skósmíðaverkstofu mína hef jeg nú flutt í mitt nýja hús í Ingólfsstrœti 3. Tekið á móti pöntunum á alls konar skófatnaði, fljótt og vel af hendi leyst. Einnig tölu- vert til af altilbúnum skófatnaði. Reykjavík 27. sept. 1892. Lárus G. Lúðvigsson. 3 Ingólfsstræti 3. N ý k o m i ð til G. SCH. THORSTEINSONS verzl. Jordbærmarmelade. Ribsbærmarmelade. Margar tegundir Eau de Cologne. Margar tegundir handsápu. Hattar. Kaskeiti. Oturskinnshúfur. Tóbakspípur. 204 lífi og- koma heim hingað bráðum«. Gaus þá upp fagn- aðaróp mikið. Við klaustursdyrnar stóð einn af handgengnum mönn- um Napóleons keisara og leiddi mig þegar á fund hans. Lannes var enn hjá keisara, er jeg kom þangað. Hann kom þegar í mót mjer, hljóp í fang mjer, og kallaði til keisara: »IIann er kominn, yðar hátign! Það vissi jeg löng- um, að hann mundi skila sjer. Og hann hefir meðferðis þrjá fanga af liðsveit Hillers«. Napóleon tók mjer mjög vingjarnlega, klappaði á öxl mjer og kleip innilega í eyrað á mjer og mælti: »Marbot ofursti! Mjer líkar prýðilega vel við yður«. Jeg var sem utan við mig af fögnuði, því að titill sá, er hann gaf mjer, merkti, að mjer var sá frami veittur«. Nú er eigi öðru við að bæta en því, að ferjumenn- irnir fengu gott kaup. Þeir fengu 12,000 franka hver. Af föngunum voru frjettir íengnar og síðan var þeim heitið, að þeir skyldi verða fluttir á framstöðvar austur- ríkska liðsins niður með ánni. Eigi var að sjá, að liðs- foringjaþjónninn gleddist við heit þetta og var hann hnugginn mjög. Keisari frjetti, hvað ylli ógleði hans. Hann kvaðst hafa á sjer aleigu liðsforingjans, húsbónda síns; hann myndi ætla sig þjóf og þá tilhugsan gæti hann 201 svo út í bátinn. Siðan fórum við allir út í bátinn og vorum gagni fegnir. Allt hafði enn vel gengið. Jeg bauð ferjumönnum að setjast undir árar og korpórallinn átti að losa bátinn úr tengslum. En svo hafði atvikazt, að straumurinn hafði teygt á tauginni, svo eigi var unnt að leysa hnútinn. Varð því eigi annað til úrræða en að saga í sundur taug- ina. En við það kom slingur á greinina, er báturinn var við bundinn, svo að hún ýmist svignaði eða hófst upp, og varð við það þrusk nokkurt. Varðmaður einn á bakkanum heyrði þruskið, og gekk fram á blábakkann og kallaði: »Wer da!«. (Hver er þar?). Vjer svöruðum engu, en hjeldum áfram að saga, og greinin riðaði æ því meir. Hann kallaði þá aptur. Að fáum sekúndum liðnum var búið að saga í sundur taugina og báturinn hjelt frá landi. Brátt komum vjer fram úr skugganum, sem skóg- urinn bar á ána. En þá lýsti á oss af varðeldunum og varðmaðurinn kom auga á bátinn. Hann hleypti þegar af byssu sinni á eptir okkur og æpti: »Til vopna«. Skotið geigaði. En í einni svipan þeystist allt lið Austurríkismanna á fætur, og stórskotaliðarnir runnu að skotvirkjunum og hleyptu af fallbyssunum á eptir bátnum. Við skotdunur þessar gerðist jeg stórum glaður, því að jeg var sannfærður um, að keisarinn gæti af því

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.