Ísafold - 28.09.1892, Qupperneq 4
308
■Vottorð.
Jeg lieíi verið rúmfastur nú í 31 /a ár. í>aö
sem að mjer heíir gengið heíir verið óstyrk-
leiki í taugakeríinu, svefnleysi, magaverkur og
slæm melting. Jeg heii leitað til margra
lækna, en enga hót fengið, fyrr en jeg í síð-
astliðnuin desembermánuði tók að við hafa
Kína-Lífs-Elixír herra Valdimars Petersens.
Þá er jeg hafði neytt úr einni fiösku, tók jeg
að fá matarlyst og rólegan svefn. Að 3 mán-
uðum liðnum tók jeg að hafa fótaferð, og heíi
smátt og smátt gjörzt svo hress, að jeg get
nú verið á gangi. Alls heíi jeg eytt úr 12
flöskum, og geri jeg mjer vonir að mjer muni
mikið til batna við að neyta þessa elixírs
stöðugt framvegis. Fyrir því vil jeg ráðleggja
öllum, er þjást af sams konar kvillum, að
reyna sem fju-st bitter þenna.
Villingaholti, 1. júní 1832.
Hélgi Eiriksson.
Kína-Lífs-Elixír fæst í flestum hinum stærri
verzlunum á Islandi.
Til þess að fullvissa sig um, að menn fái
hinn einasta ekta Kína-Lífs-Elixlr, verða menn
að taka eptir, að á hverri flösku er lögskráð
vörumerki: Kínverji með glas í hendi, sömu-
leiðis verzlunin Valdimar Petersen í Eriðriks-
, , , V. P.
höfn í Danmörk, og a innsiglinu -—— í grænu
lakki.
Valdemar Petersen
Friðrikshöfn.
Bókauppboð. 29. þ. m. verða seldar
bækur síra Stefáns sáluga Tborarensen.
Urvals-sauöir norðan úr Vatnsdal
koma hingað til bæjarins að Öllu for-
fallalausu á morgun (fimmtudag). Selj-
ast í porti N. Zimsens kaupmanns.
ssr- Eins og kunnugt er, tekur norðlenzkt
fje að öllum jafnaði langt fram flestu
sunnlenzku fje, og ættu menn því að
taka nú vel þessari sauðasendingu að
norðan, einkum þar verðið mun einnig
vera að tiltölu betra en á sunnlenzku
fje; þá er heldur von um, að slík við-
skipti geti haldið áfram, og þess mun
Reykvíkinga ekki iðra.
Hús á Grímsstaðaholti við Reykjavík með
vænum kálgarði er til kaups eða leigu. Semja
má við bæjarfógetann.
I kring- um 10. október
verða 2—3 vel feitir áburðar-
liestar til sölu hjá
Birni Guðmundssyni,
múrara, í Reykjavík.
Til leigu vetrarlangt 1—2 herbergi með
húsgögnum eptir samkomulagi í Þingholts-
strceti nr. 17.
Kirkjublaðið II, 12: Haustvers, V. B.—
Bindindisylirlýsing andlegrar stjettar manna—•
Tíu boðorð guðs, V. B. — Prjedikunaraðferð
presta, B. B. — Sunnudagaguðsþjónusta vor
(þýtt). — Trú og umburðarlyndi, útg. — Kvæði
og kirkjulegar f'rjettir. — Árg. 1892, 15 arkir
1 kr. 50 a. (í Ameríku 60 cts.) hjá flestölium
presrum og bóksölum og útg. Þórh. Bjarnar-
syni í Rvík.
1. árg. endurprentaður 75 a. (25 cts.) hjá sömu.
Notið tækifærið!
Nú gengur vindmylnan með
nýjum seglum dag eptir dag, og ættu því
allir þeir, sem vilja fá gott rnjöl, að gefa
sig fram við eiganda hennar,
Jón Þórðarson,
kaupm.
Til leigu nu þegar stofa með öllu |
tilheyrandi, í miðjum bænum. Ritstjóri ávís-
ar.
Hjá undirskrifuðum fást til kaups <iHelgrím-
uri>, á 1 kr. stykkið.
Vesturgötu nr. 17.
Olafur Eiríksson
(söðlasmiður).
K c ii n s 1 a.
Undirskrifaður tekur að sjer kennslu í
latínu, grísku, íslenzku, dönsku og þýzku.
Enn fremur geta 1—2 nýsveinar ásamt
öðrum fleiri, er jeg þegar hefl samið við,
fengið undirbúningskennslu undir skóla
með vægum kjörum. Kennslan byrjar 1.
október.
Aðalstræti nr. 7.
Þorleifur Bjarnason
cand. inag.
Fjármark Jóns Kr. Jóhannessonar í Höfn
í Sigluíirði er: sýlt, biti og fjöður neðan
framan hægra, sýlt, biti og fjöður neðan fram-
an vinstra. Brennimark: J. K. J.
Tilsögn í teikningu
geta unglingar fengið hjá undirskrifuðum.
5—6 geta verið í tíma saman.
Jón Ifelgason
cand. theol.
Undirbúningskennsla.
Piltar, sem ætla að ganga inn í latínu-
skólann, geta fengið kennslu á komanda
vetri hjá uridirskiifuðum.
Jón Helgason
cand. theol.
Tapazt hefur frá Fúlutjörn hleikskjóttur
hestur aljárnaður með 6-boruðum skeifum,
hver sem kynni að hitta hest þennan, er vin-
samlega beðinn að koma honum til W.
Fiscliers verzlunar í Reykjavík.
I verzlun Eyþórs Felixsonar fæst:
Tros, Harðfiskur, Skata, Grásleppa,
mót peningum og góðu smjöri.
Nærsveitamenn eru beðnir að
vitja „ÍSAFOLDAR“ á afgreiðsiustofu
hennar (í Austurstræti 8).
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. ki. 11-12
Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. llþaW/a
Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2
útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3
Málfiráðarst'öðvar opnar í Rvík og Hafnarf.
hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánud. í hverjum
mánuði kl. 5—6.
Veðurathuganir í Reykjavík.
Sept. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt
á nótt. um hd. fm. em. fm. em.
Ld. 24. 7 737.2 S 0 d
Sd. 25. 0 6 734.6 736.8 Sa h b Nahvd
Md. 26. —i 7 739.1 745.5 Na h d N hv h
Þd. 27. +11/* 3 753.5 754.9 Na h d N vhvd
Mvd.28. + 2 752.5 Nvhd
Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil.
Prentamiðja íaafoldar.
202
markað, að oss hefði tekizt yfirförin, og jeg mændi yfir
til klaustursins í Mölk, því að jeg þóttist vita, að keisar-
inn myndi standa þar úti á svölunum, til að hlýða á óm-
inn. Kúlurnar kærði jeg mig kollóttan um. Þær hrukku
ofan í ána alla vega umhverfis bátinn, og það hefði varla
verið einleikið, hefði þær getað grandað oss,.er staumur-
inn bar oss örskriða, úr skotfæri, enda var erfitt á oss
að miða á slíkri ferð.
Innan skamms vorum vjer komnir úr skotmáli, og
gátum vjer þá gjört oss talsverðar vonir um, að ferðin
mundi vel takast. Þó vorum vjer engan veginn úr allri
hættu. Trjábuðlungar rákust við og við á bátinn, og
báturinn stóð við og við á eyjum og hólmum, er yfir flóði,
enda var straumurinn svo stríður, að hætt var við, að
vjer kynnum eigi að ná þar að landi, er Frakkar voru
fyrir, heldur herdeild Austurríkismanna, sem var nokkru
neðar á bakkanum norðan árinnar. Jeg vissi þó, að eigi
vorum við enn komnir neðar en Frakkar höfðu stöðvar,
því að heyra mátti varðóp til Frakka, og bauð jeg því
að beita sem mest í strauminn upp að smáþorpi einu, er
í grennd var.
Við vorum nú komnir upp undir bakkann, og tóku
þá kúlur að þjóta umhverfis oss. Auðsætt var, að hinir
írakknesku forverðir ætluðu, að hjer væri fjandmanna-
bátur á ferðinni. Jeg hafði við þessu búizt og bauð því
203
liðsmönnum mínum að hrópa: » Vive l’empereur Napo-
leon«. (Lifi Napóleon keisgri). Foringjar Frakka tóku
skjótt eptir því, og þótt eigi væri full vissa fyrir, að vjer
værum keisaramenn, buðu þeir þó að hætta að skjóta.
Innan skamms stökk jeg úr bátnum upp á bakk-
ann. Þar hitti jeg fyrirliða hinnar 9. hestmannasveitar,
og hann sagði mjer, að fjórðungi mílu neðar á bakkanum
lægi framsveitir Austurríkismanna, svo að litlu munaði að
komast eigi í greipar þeim. Hann ljeði mjer hest og
nokkrar kerrur. Bjuggumst vjer leiðangursmenn þar um
með veiði vora og hjeldum svo á leið til Mölk’s.
Á leiðinni tók korpórallinn að spyrja fangana spjör-
unum úr, og voru þeir allir úr sveit Hillers hershöfð-
ingja, og þótti mjer harla vænt um það, því að keisara
var svo mikið áhugamál að vita, hvar Hiller og hans
lið væri. Það var nú engum vafa bundið, að hann hafði
komizt suður yfir Duná og náð saman við Karl erkiher-
toga, og nú var enginn farartálmi fyrir oss á leið til
Vinar.
Jeg flýtti mjer nú sem mest á fund keisara. Það
var orðið bjart af degi, er jeg kom að hliðum klausturs-
ins. Þar var mikill mannfjöldi saman kominn, er fýsti
að vita, hvað ferjumönnunum liði, er jeg hafði tekið með
mjer. Jeg sagði á bjagaðri þýzku: »Þeir eru með góðu