Ísafold - 22.10.1892, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.10.1892, Blaðsíða 1
Kemnr út á miðvikudögum vg laugardögum. Yerö árg. (um 100 arka) 4 kr., erlendis ■5 kr.; borgist fyrir miöjan júlimánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin viTi áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- bermán. Afgroiðslustofa i Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 22. okt. 1892. XIX. árg. LögSÓkller óyndisúr- ræði að jmrfa að beita til þess, að ná innborgun fyrirÍSAFOLD. En hvað á að gera annað við þá, sem hafa í frammi gegnd- arlausan drátt eða sýna gjör- samleg vanskil? Alvöruorð. Frá síra Ólafi Ólafssyni í Guttormshaga. Holtamannahreppur hinn forni, sem nú ■er skipt í tvo lireppa, er allmikið svæði; hann er tvö prestaköll og hluti úr hinu þriðja. í hjerað þetta er kominn illur gestur, sem mörgum stendur ógn af, eins og von er til; gestur þessi er mögnuð holdsveiki. Fyrir 15—20 árum þekktist þessi óttalegi •sjúkdómur hjer varla nema að nafninu til, sem víða annars staðar; en nú á hinum síðasta áratug heflr hún farið svo i vöxt, að auðsær stór-voði er fyrir höndum, ef ekki er hafizt handa og reynt að hepta útbreiðslu hans. Eaunar munu ekki vera nema 3 eða 4 manneskjur nú lifandi, sem veikin er beinlínis komin út á; en hinar eru margar, sem veikin býr auðsjáanlega í, enda þótt ekki sjeu komin sðr á þær. Jeg skal nú með fám orðum lýsa ástand- inu eins og það er nú; getur þá hvér og -einn dæmt um, hvort jeg að ástæðulausu rýf þögnina í máli þessu. Arið 1882 andaðist bóndi einn hjer í sveitinni, þá 42 ára ganmll, úr holdsveiki; var hann einhver hinn fyrsti, að minnsta kosti í ofánverðum hreppnum, sem fjekk þenna sjúkdóm. Hann Ijet eptir sig 4 börn; af þeim er 16 ðra gamall drengur yflrkominn í lioldsveiki, og 13 ára gömul stúlka á sömu leið; hin 2 börnin er nijer mjög grunsamt um. í fyrra dó ungur og mannvænlegnr maður úr sama sjúkdómi. í sumar andaðist miðaldra bóndi yfirkom- inn í holdsveiki; hann Ijet eptir sig 3 böm, eitt getið og fætt eptir að faðirinn var kominn í rúmið af sjúkdómnum. Þá er 49 ára gamall karlmaður, sem nú er alveg hættur að klæðast. Ilann á 5 börn á lífi. Þá er og 25 ára gömul stúlka, yfirkomin. Þá er 34 ára gamall bóndi með auðsæjum holdsveikis-einkennum; hann á tvö börn. Þá er 35 ára gamall maður, sem eins er háttað; hann á eitt barn. Enn er 48 ára gamall bóndi, sem virðist hafa einkenni sjúkdómsins; hann á 7 börn á lífl- Þá er kona um þrítugt, sein veikin er um það bil komin út á; hún á ekkert barn á lífi. Þannig iiafa þá sýkzt af holdsveiki að því er virðist á síðastliðnum 10—15 árum 11 manneskjur í þessari einu sveit; má þó vel vera, að jeg gleymi einliverjum. En af þessum 11 manneskjum hafa 3 dáið af sjúkdómnum. Að vísu kemur þessi skýrsla ekki heim við »skýrslu um holdsveika«, sem árlega er samin; en þess ber að gæta, að þar eru ekki taldir aðrir en þeir, sem veikin er beinlínis komin út á, eru búnir að fá sár eða sem næst það; en hjer eru þeir taldir, sem virðast hafa auðsæjan vott veikinnar. 4 En nú vil jeg spyrja; I. A að láta þetta mál afskiptalaust? eða II. Ilver á að skipta sjer af þvít Á að láta mál þetta afskiptalaust, á að láta þennan óttalegasta sjúkdóm, sem til er, aukast og margfaldast, útbreiðast mann frá manni, gagntaka hverja manneskjuna á bezta aldri á fætur annari, svipta þær allri ánægju lífsins, eyða lífsþrótti þeirra og leggja þær í gröfina? Eigum vjer að horfa rirræðalausir á börnin taka við þessum arfi frá feðrum sínum, og ekkert að gjöra til þess að frelsa þau? Sjúkdómur þessi er bæði arfgengur og næmur (smittandi); um það mun ekki þurfa að efast. í sveitinni eru 22 börn, sem eiga meira og mínna holdsveika feður, að því er sjeð verður. Tvö af þeim eru, sem áður er sagt, orðin hryllilega holdsveik, en í sumum af þeim virðist sjúkdómurinn vera farinn að búa um sig, enda þött þau sjeu ekki talin hjer í flokki hinna sýktu. Hve mörg af þessum 22 börnum verða nú laus við þenna hræðilega föðurarf? Hve margir kunna að sýkjast af sambúð við hina holdsveiku? Hve magnaður verður sjúk- dómur þessi orðinn eptir næstu 20 ár, ef hann er látinn afskiptalaus, þar sem liann hefir eflzt, svo sem nú er frá sagt, á hin- um síðastliðnu 10—15 árum? Þessum spurningum treystist jeg ekki til að svara; en þó er nauðsyn á að bera þær upp. Margt af fólki þessu er fátækt, sumt á sveit. Hefir það að líkindum ekki svo góða aðhlynningu, sem æskilegt væri, enda þótt viljinn sje að minni vitund hinn bezti hjá öllum. Yarúð sú mun heldur ekki viðhöfð alstaðar, sem þörf væri á. Má því ganga að því vísu, að ekki er upp- leystur nema annar endi á ófögnuði þess- um lijer í byggðarlaginu, ef ekki er tekið í taumana með alvöru og dugnaði. Allir skynberandi menn finna og sjá, að horfur þessa máls eru ljótar, en mönnum er ekki ljóst, hvað gjöra á. Að aðskilja þessar manneskjur frá sambúð við alla aðra, er auðveldara að segja en að gjöra, einkum til sveita. En hvað um það; svo búið má ekki standa. Er þaö ábyrgðarhluti mikill, að gjöra enga tilraun til þess að kefja og liepta sjúkdóminn áður en lengra rekur. Ekki mun hægra við hann að fást, er hann efiist enn þá meir; en það gjörir hann, ef ekki er í skorizt. Það sýnir og 84. blað. reynsla hinna síðastliðnu ára, en reynslan er órækur vottur. En fyrst mál þetta má ekki vera af- skiptalaust, hver á þá að skipta sjer af því? Svarið virðist. liggja beint við; það er landlœknirinn. Ef honum kemur þetta mál ekki við, þá þætti rnjer fróðlegt að vita, hvað hon- um kemur við. En jeg er sannfærðnr um, að hann mun telja þetta efni þess vert, að því sje gaumur geflnn, og mjer þykir lík- legt, enda sjálfsagt, að hann finni skyldu sína, að sinna því, er hann heyrir ástand- inu lýst. En hvað á þá að gjöra? í þessu máli um fram allt ekki þessar vanalegu pappírsráðstafanir, skýrslusamn- inga, brjefagjörðir, umsagnir og yfirlýsing- ar, ekki þenna skrifstofulega hringsnúning utan um og umhverfis málið; því allt þetta er stundum ekki eyrisvirði, ef alvarlegra aðgjörða þarf við. Hið eina nauðsynlega og skynsamlega er, að landlæknirinn komi hingað austur sjálfur, sjái sjálfur hina sjúku, og þá sem talið er víst að sjúkdómurinn búi í, tali sjálfur við þá og spyrji þá úr spjörunum, kynni sjer sjálfur viðurværi þeirra, að- hlynningu, aðbúnað og lífernisháttu alla og annað það, sem máli þessu við kemur og nauðsyn kann á að vera að fá vitneskju um. Á þessu einu hef jeg trú, en öðru ekki. Jeg tel það tvennt jafnlíklegt, að land- læknirinn telji ekki á sig að skreppa hingað austur í Rangárvallasýslu, er um jafn voðalegan sjúkdóm og ísjárvert ástand er að ræða; og eins hitt, að eit.thvert gagn yrði að förinni. Hann á hvert sem er það hrós skilið, að hann liefir sýnt það í mörgu, að hann vill oss íslendingum vel, og að það er mikill dugur í honum til nytsemd- ar. Jeg hef nú opinberlega hreift efni þessu; það er í mínum augum ekkert launpuk- ursmál, heldur stór-nauðsyn á, að láta það ekki liggja í þagnargildi. Mun jeg nú um stund bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Málið er ekki fyrir það lagt 4 hylluna. Alþingiskosning. Með austanpósti i gær frjettist síðasta alþingiskosningin i þetta sinn, sú í Austur-Skaptaftellssýslu. Hún fór fram 30. f. mán., að Fla.tey á Mýrum. Var ekki ncma einn í kjöri, Jón Jónsson próf., á Stafafelli,og hlaut 66 atkv_ af 67 á kjörfundi að honum sjálfum með- töldum. Kjörstjórnaroddviti var hjeraðs- læknir Þorgrímur Þórðarson, í forföllum sýslumanns. Stórviðrið miðvikudag 28. f. m., sem áður er getið, feykti 150 hesturn af heyi 4 Rauðkollsstöðum, svo ekki sá nokkurt strá eptir af, — ofan af heygarði; fleygði áður

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.