Ísafold - 22.10.1892, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.10.1892, Blaðsíða 3
335 Fjárheimtur eru víða slæmar; má telja víst, að allmikið fje sje enn á afrjettum sumstað- ar; veður voru vond um það leyti að tjársöfn fóru fram, bæði gaddur og byljir. Líka er talið víst, að fje sje komið austur í Skapta- fellssýslu og það til muna. Síðan fram úr rjettum heiir tíð verið góð, optast logn og stillur, vægt frost á nóttum og sólskin og hiti á dögum. Kúm er viða beitt út enn, og er það óvanalegt; þurfa menn þess, að haust verði spakt og vetur góður. Sýslumaður heíir með brjefum brýnt fyrir mönnum að setja skynsamlega á; er það nauð- synjamál mikið, sem aldrei verður of opt bent á. Hafa verið kosnir 2 menn í hverri sókn til að skoða heybirgðir manna og setja á, enda er það orðin föst venja í sumum sveitum, hvernig sem heyjast. Er það góður siður, sem alstaðar ætti að fyigja. Sauðije er með langrýrasta móti til slcurðar, einkum er það mörlitið. Stafar það eflaust af harðindunum i vor; afrjetturinn var slæm- ur, er geldfje var rekið. Eje helir því tekið litlum sumarbata. Heyrt hef jeg talað um einn sauð, sem var 2 pundum ljettari er hann kom af fjalli en er hann fór. Er það fáheyrt um meinaiausar kindur. Yfir höfuð má segja, að ástæður almenn- ings sjeu nú með lakasta móti, sem lengi hefir verið, er á allt er litið. Horfir margur maður með kvíða fram á veturinn, sem fer í hönd. Er nú eina ráðið að »búast um hið bezta«, setja skynsamlega á, spara í tíma það, sem sparað verður, fara að öilu með skyn- samlegri forsjálni, en taka þvi svo með karlmennsku, sem ekki verður umflúið eða kennt sjálfum sjer. Austnr-Skaptafellssýslu 6. okt.: Heyja- tiðin var í sumar fremur góð, að því leyti að hey hröktust ekki lengi; samt voru þurkar fremur daufir, svo ekki var gott að hirða ætið vel þurt. Grasvöxtur hefir alstaðar, sem jeg hefi til frjett, verið lítill, nema í öræfum og Meðallandi mun hann hafa orðið í meðallagi, einkum á útjörð, svo í þeim sveitum mun hafa orðið meðalheyskapur. Seint í f. m. byrjaði verzlunarstjóri Eggert Benediktsson á Papós að halda fjármarkaði. Hann byrjaði í Öræfum 24. sept. og hjelt svo áfram austur eptir sveitunum. Sauði full- orðna tók hann 8 til 10 kr., ær 5 til 6. Hann fekk 2275 kindur alls úr Öræfum, Suðursveit, Mýrum og Nesjum. Hinn 27. sept. gekk í norðan eða landnorð- nn-veður, sem við hjelzt í 3 daga. I því rauf víða hús hjer í sýslu, en stórskaðar urðu ekki, og varð það þó eitt af hvössustu veðrum, sem hjer koma. Nóttina milli þess 18. og 19. sept. fuku 2 skip, annað i Suðursveit, og hitt á Mýrum. Heilbrigði er nú fremur góð. Af kjörfundi Austur-Skaptfellinga er Isa- fold skrifað: «Eyrst setti fundarstjóri (Þor- grimur læknir) undirbúningsfund til að gefa mönnum kost á að ræða helztu landsmál. Endurskoðun stjórnarskrárinnar áleit fundar- stjóri mundi hollast að láta bíða að sinni, þar sem ekki hefði náðzt samkomulag með það mál á síðustu þingum, málið dagað uppi o. s. frv.; sje því mikið efamál, hvort hyggilegt sje að 6yða tíma og kröptum þingsins til að ræða það, einkum af því ekki líti út fyrir að sú stjórn sem, nú situr að völdum, myndi staðfesta það mál; og var að heyra að fundarmenn væru flestir á þeirri skoðun, nema þingmannsefnið. Hann var með því að halda málinu áfram. Samgöngumálið áleit fundarstjóri eitt af lífsnauðsynjamálum þjóðarinnar, að samgöng- ur yrðu gjörðar sem greiðastar, einkum á sjó, með því að fá leigt gufuskip, er gengi fram með ströndum landsins, og kæmi við á sem flesta staði; og gjörði fundurinn góðan róm að því. Eundurinn var helzt á að aftaka öll eptir- laun embættismanna; en ef þess væri ekki kostur, þá að breyta þeim og hafa þau sem sanngjörnust. Fundurinn var og á því, að nauðsynlegt væri að lagfæra ýms presta- og kirkjugjöld, sem væru í ýmsan máta ójafnaðargjöld. Einn- ig kom til umræðu að setja presta á föst laun, en ýmsir voru á móti því, þar eð bágt mundi þá að gjalda öll prestsgjöld í peningum til landssjóðs, nema því að eins, að landssjóður ætti viðskipti við allar verzlanir landsins, svo allir gjaldendur til landssjóðs gætu skrifað gjöld sín inn. Eastákveðnu þingfararkaupi var fundurinn I eindregiö með. Leysingu vistarbandsins var fundurinn frem- ur á móti, en meðmæltur því að lækka lausa- mennskugjaldið. Hafa það hjer um bil 10. Sömuleiðis vildi fundurinn afnema altjend annað amtmannsembœttið. Sömuleiðis þrefalda víntollinn. Þegar framangreind mál voru útrædd, voru lagðar nokkrar spurningar fyrir þingmanns- efnið og svaraði hann þeim skýrt og greini- iega, og virtist hann hafa einlægan vilja á að framfylgja helztu nauðsynjamálum þjóðar- innar». Nýprentað: Ólafs saga Tryggvasonar og fyrirrennara hans eptir Snorra Sturluson (Heimskringla I). Eggert O. Brim heflr búið til prentunarog samið framan við æfisögu Snorra Sturlu- sonar, enn fremur vísnaskýringar og re- gistur. Bókin er um 460 bls. alls í 8vo og kostar að eins 2 krónur Fœst hjá öllum íslenzkum bóksölum. Að- alútsala í ísafoldarprentsmiðju. Dönsk lesbók, Sveinb. Hallgrimssonar fæst á afgr.stofu ísafoldar (og víðar), í bandi, fyrir 1 kr. 30 aur. Nýprent.að: Um Eggert Ólafsson. Samið hefir Bjarni Jónsson. Aðalútsala í ísafoldarprentsmiðju. Verð: 60 aur. Manchetskyrtur nýkomnar bezta sort, og fást frá 5 kr. Ljereptsflippar frá 45 aur. Gummíflippar frá 30 aur. Rvík, 18. okt. 1892. H. Andersen. 228 fara út um þúfur fyrir mjer, að halda teknum hætti í því efni. Það stóð til, að hann ætti að ganga undir skólapróf, sem miklu þótti skipta, að hann fengi vel af lokið. En nokkrum dögum áður varð hann snögglega altekinn af sóttarumleitan og áköfum höfuðverk. Við hjónin urðum allmjög óróleg, því að það getur einatt haft mjög alvar- leg eptirköst fyrir unga menn og jafnvel verið hættulegt, er höfuð þeirra sýkist. Það var eigi fyrr en daginn ept- ir, að lækninum þótti einsýnt, að eigi væri hætta á ferð- um. Smátt og smátt tók honum að skána, en þó var hann enn mjög máttfarinn. En nú voru síðustu forvöð fyrir hann að taka til starfa, ef unnt væri, því að ekki voru nema tveir dagar til prófsins. Tveir voru lcostir fyrir hendi. Annar var sá að verða af prófinu í þetta sinn, en þá var eigi aptur prófs kostur fyr en að missiri liðnu, og þá hefði raskazt öll fyrirætlan með nám hans næsta ár. Hinn var sá, að taka þegar að sökkva sjer ofan i lesturinn, þó að ekki væri það þrautarlaust eptir heilsufari hans. Jeg var á báðum áttum, til hvers hvetja skyldi. Jeg hefi innilega elskað þenna einkason minn, en sú löngun hefir þó verið rikust hjá mjer, að hann skyldi verða maður með mönnum, og fyrir því hefi jeg eigi ósjaldan af ásettu ráði gjört mjer far um að gera honum að sumu leyti erfitt fyrir, svo að hann fengi færi 225 hafa því heitt og hjartanlega þráð Messías, er flytti þá aptur til fyrirheitna landsins og færði þeim aptur horfnar sælutíðir, og þeir litu svo jafnan á, að útlegð þeirra úr Palestínu mundi innan skamms enda taka. Kristnir menn þóttust geta frætt þá á því, að Messias væri fyrir löngu kominn, en þeir höfðu jafnan það svar á reiðum höndum: »Nei. Ef Messías væri kominn, þá ættum vjer eigi svo bágt«. Það er engum efa bundið, að trúarbrögð Gyðinga og helgi-þjónusta þeirra veitti þeim æirna huggun í þreng- ingum þeim og hörmungum, er þeir urðu að sæta, og þaðan sóttu þeir þrek, til þess að standast hvers konar þrautir. Þá er kristnir menn ofsóttu þá á miðöldunum og þá er rannsóknarrjetturinn á Spáni hamaðist gegn þeim í trúaræði sínu, kusu margir þeirra það heldur, að vera brenndir kvikir en ganga af trú feðra sinna, og þuldu bænir sínar, er þeir gengu í gegn pyndingum og píslarvættisdauða. Kristnir klerkar reyndu manna mest að snúa Gyð- ingum til kristni og áttu einatt fundi við rabbína eða höfuðklerka Gyðinga, til þess að þreyta ræður við þá um trúarmál. Var það þá eigi sjaldgæft, að með þeim sló i snarpar rimmur, og versnuðu við það kjör Gyðinga. Við bar það, að kaþólskir trúboðar fengu snúið einstök- um mönnum eða einstökum fjölskyldum til kristni. Varð

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.