Ísafold - 22.10.1892, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.10.1892, Blaðsíða 2
334 3 karlxnönnnxn ofan af heyinu, og meidd- ist einn til muna. A Eaufarfelli undir Eyjafjöllum lamdi 13 kindur til bana á jafnsijettu. Talsvert af grágæsum fannst þar og dautt eptir veðrið, og aðrar væng- brotnar. Gufuskipið Escurial iagðiaf staðhjeð- an í fyrra dag með um 3500 valinna sauða frá pöntunarfjelögunum; var vandlega skoð- uð hver kiud, áður flutt væri á skip, að ekkert væri að. Aflabrögð eru fyrirtaks-góð enn hjer við flóann sunnanverðan, enda tíð fádæma- góð og hagstæð. Heimkynni kólerunnar. Eptir lsekni frá Kalkutta. Þegar komið er á eimskipi inn í botn. inn á Bengal-flóa, þar sem fljótin Ganges og Brahma-pútra falla til sævar, þá taka menn að jafnaði skjótt eptir því, að vatn- ið er þar ákaflega gruggugt og leirborið. Skipið heldur inn í ósinn á einni kvíslinni, Hoogly-ánni. Hún er áll einn meðal sand- grvnninga beggja vegna. Þá blasir við Sangor-eyin. Þaðan liggja eyjaraðir í tvær áttir, 80 mílur (enskar) til austurs, en 160 mílur til norðurs. Allar eru þær láglend- ar og mýrlendar. í millum þeirra liggja einlægir álar eða sund. í sumum þeirra er salt vatn, en sumum ósalt, en í öllum fer vatnshæðin mjög eptir flóði og fjöru. Þetta eru Ganges-fltjarnar, er skerast sund- ur í einlægar eyjar, er myndazt hafa af samþjöppuðum sandi. Einatt flóir yflr þær allar. Þegar mikið rignir og steikjandi sólarhiti er, verður þar ákaflega mikill jarðargróður. En hann rotnar skjótt apt- ur, og fyllist þá loptið banvænum loptteg- undum. í sefinu morar af margs konar dýrum, tígrum, ljepörtum, eiturslöngum og skorkvikindum. Þar lifa og miljónir smá- kvikinda, er drepsóttum valda. Fram með ánni eru smá þorp á víð og dreif, en mjög er það strjálbyggt. Erþarað mörgu leyti háskaleg vist. Á kvöldin og nóttunni eru hin skæðu viilidýr á kreiki að leita sjer að bráð. Eptir því sem nær dregur Kalkútta, mjókkar áin og verður f'ríðara umhorfs fram með henni og byggilegra. Þar blasa við stórhýsi auðugra Hindúa og fjöldi þorpa. Til hægri handar er skrautleg höll. Þareraðseta uppgjafakonungsins af Ondh. Hann heflr setzt þar svo sem í helgan stein á elliárum sínum með fjölskyldu sinni á eptirlaunum frá Englandi, sem eru all- rifleg, enda veitir eigi af því, því að fjöi- skylda hans er aflmikil. Hann á 300 kon- ur og börn hans eru vist eigi öllu færri. Hann liefir dýragarð mikinn og heldur þar hvers konar fugla og ferfætlinga. Þaðan liggur leið til Garden Reach, sem er hinn fegursti forstaður Kalkútta, og nokkru ofar liggur sá hluti aðalbæjarins, þar sem hin mestu og fríðustu alþjóðleg stórhýsi eru. h]f menn af eimskipum horfa stundarkorn ofan í ána, bregzt ]>að vart, að þeir sjái iik koma fljótandi ofan ána, og krákur allmargar farandi á því. Það er af ein- hverjum öreiganum. Frændur hans hafa eigi haft efni á að kaupa eldivið til að brenna við líkið, og hafa því eigi haft önnur ráð en að varpa því í ána. Hoss- ast það svo upp og niður á vatninu, eptir því sem fjarar eða flæðir, þar til er allt hold er af því nagað og beinin sökkva til botns. Stundum kastar skrokkunum á land, og koma þá sjakalarnir þegar þjót- andi og naga hverja holdtóru af beinunum. Kalkútta heflr verið nefnd »skrauthalla- bær«; og er það sannnefni, er átt er við þá hluta bæjarins, þar sem mest er um húsaskraut. Hið alþjóðlega sölutorg á vart sinn líka í allri veröldu. Sölubúðiimar eru aðgreindar og merktar eptir vörugæð- um. Þannig er öllu kjöti eptir gæðum skipað í þrjá flokka. Torgvörðurinn skoðar og dæinir hvert kjötstykki, og segir fyrir, í hverri búð það megi selja. Kjöt og fisk- ur er hvorttveggja breitt til sölu á marm- araborð, sem eru vandlega fáguð, og mjög láta menn sjer annt um, að sölutorgið sje ávallt hreint. Er það gert af heilnæmis- ástæðum, og sjer heilbrigðislið um það. Þar til hefir það og góða hjálp af sjökul- unum, sem eru um göturnar á nóttunpi, og af krákum og öðrum ránfuglum, er vand- lega hiröa hverja' matartætlu, er niður kann að hafa fallið. Svo sem hálfa mílu upp frá Hoogly- brúnni er Nivetolla Ghat, þar sem Hindú- ar brenna lík sín. Á nóttunni sjest loginn af líkbálunum, og á daginn stendur upp þaðan reykjarmökkurinn, og loptið um- hverlis verður þrungið af lykt, af brenndu kjöti. Múhameðsmenn grafa lík sín, en Parsar leggja þau upp á turna, svo að þau verði gömmum að bráð. En jeg ætlaði að fræða menn dálítið um frumbýli kólerunnar, og þá er bezt að skyggnast um í þröngum götum og skúma- skotum í þeim hverfum bæjarins og út- hverfanna, er snauðir menn innlendir byggja. Ef menn ganga þar um, má sjá karlmenn húkandi við að sjóða sætabrauð í gliee (skíru smjöri), og konur sem sumar ar eru að mylja korn, en sumnr að hræra saman vatn og kúamykju og hnoða þar úr kringlóttar kökur, sem eru breiddar til þerris upp á húsþökin og hafðar til elds- neytis. Hvar sem gengið er um göturnar, getur að líta einhverja, sem eru að þjóna náttúrunni, og hneykslast enginn á því atliæfi. Árið 1870 var því komið á, að vatns- rennur voru settar í milli Kalkútta og ár- innar nokkrum mílum ofar, og veitt eptir þeim gnægð af góðu vatni til bæjarins. En í þeim hlutum bæjarins, sem hjer er um að ræða, er meiri hluti neyziuvatns tckið úr brunnum, grænleitt á lit og iegg- ur af fýlulykt. Heilsufar manna varð mun betra í þeim hlutum bæjarins, er fjekk neyzluvatn úr vatnsrennunum. En í þeim hlutum bæjarins, er brunnvutnið er drukk- ið, er manndauði ógurlega mikill, 60 af 1000 eða meira. Mjög er algengt, að hitaslög (sólstingir) verði mönnum að bana. Optast koma þau fyrir eptir sólarlag, er loptið er tekið nokk- uð að kólna. Árið 1878, er jeg gegndi læknisstörfum í Kalkútta, dóu fleiri skip- stjórar en hásetar af hitaslagi. Að minni ætlan heflr orsökin verið sú, að hásetarnir voru að vinnu og í svitakóft allan daginn, en skipstjórarnir sátu aðgjörðalausir undir sólarsegli, fengu sjer gust af veifum og drukku sódavatn og brennivín. I maí og júní var þá heitara en elztu menn rak minni til, og dóu margir af hitaslagi, bæði menn og hestar. í þessum hræðilega hita kom jeg á 60—70 skip, dag hvern og vitj- aði um 200 sjúklinga til jafnaðar. Jpg var á ferðinni alia.n daginn frá því kl. 4 á morgnana til kl. 6—7 á kvöldin, og röri jafnt og þjett sólhlífarlaus millum skipanna á opnum bát segllaus, og klifraðist upp og ofan skipshliðarnar, er voru steikjandi heitar. Þó varð mjer eigi misdægurt, en fólkið hrundi niður umhverfis mig. Jeg var svo búinn, að jeg var i frakka og brókum af ljerepti, en hvorki í skyrtu nje nærbrókum. Eigi neytti jeg annars dag- lega, en kaffibolla með brauði á morgn- ana, hrísgrjóna með »karrý« um miðapt- ansbilið, er jeg kom heim, 0g »ananas« eða fáeinna banana á kvöldin. j>að árið- dóu tiltöiulega fáir af kóleru, eigi neina 1388 manns, og menn dóu tíðara, er veður tók að gerast svalara. í Kalkútta hagar- svo til, að kólera þverrar ávallt, er hlýnar, en magnast, er kólna tekur. Nóvember— maí eru kólerumánuðir. í júní—október- er kóleran mun vægari. í Bengali eru 3' árstíðir: þurra og svala árstíðin í nóvem- ber—febrúar, þurra og hlýja árstíðin í marz—maí, og vætutlðin í júní—okóbor. Að vetrarlagi er því nær aldrei rigning, en á morgnana iæðist þykk og þjctt þoka meðfram jörðunni, er nær fullorðnum manni því nær í höku, og sjást kollarnir kvik- andi upp úr þokuhafinu, en kropparnir- eru á kafi og sjer eigi fyrir þeim. Upp frá Kalkútta eru mestmegnis hrís- akrar, sein yflr flæðir í vætutíðinni. Hús- in í þorpum í Bengal eru gjör af sefi og- leiri. í miðju þorpi hverju er vanalega brunnur eða tjöm. Þangað ganga þorp- arar til allra nauðsynja sinna, því að ept- ir tróarhrögðum þeirra ber þeim að taka hreinsan á eptir og þar er hægast að koma því við. í sömu tjörninni þvo þeir fatnað sinn og iaugast. Á daginn, er heitast er, vaða. kýmar út í tjörnina, og standa þar svo djúpt stundum saman, að hausinn einn stendur upp úr. Af steypirigningunní myndast óteljandi lækir, er færa með sjer öll óhreinindi, er til næst, út í tjörnina. Og þessa vatns neyta Hindúar. Enda hinir- tignu bramínar bera sjer óhikað til munns þetta ógeðslega neyzluvatn, og eru þeir þó svo viðkvæmir, að þeir myndi ætla það saurgan og svívirðing, að eta af sama fati, sem lægri stjettar Hindúi eða Evrópu- maður hefði af neytt. Að drekka vatn, sem þannig hefir verið óhreinkað, álíta þeir gott og blessað og alls enga saurgun í því. Þvilíkt er heimkynni kólerunnár, það land, er hún á ávallt heima í. Rangárvallasýslu 15. okt.: »Tíðindi hjeð- an úr sýslunni er engin sjerleg. Slátturinn varð í öllum efri hluta sýslunnar bæöi rýr og endasleppur, víöa ekki nema 6 vikur og liölega þaö. I öllum efri hlutanum, Holta- hreppi. Landmannahreppi, ofanverðum Rang- árvöllum og jafnvel í Hvolhreppi og Fljóts- hlíð er heyafli með minnsta móti sem lengi heíir verið, gengur næst heyfeng manna sum- arið 1881. Yerst voru tún og valllendi. Flest- ir fengu helmingi minni töðu en í fyrra; hið mir.nsta, er jeg hef’ heyrt talað um, er þriðj- ungur. Aptur er allvel heyjað og sumstaðar mjög vel í Asshreppi, Landeyjum og undir Eyjafjöllum, að fráteknum einstaka manni. Lambaskurður verður mjög mikill í öllum efri hlutanum; sömul. er kúm fækkað til muna. Bændur í framsveitum sýslunnar taka marg- ar lcýr til fóðurs, en gef'a verður 30—40 kr. með snemmbærum kúm, Sannast hjer sem optar að »neyð er enginn kaupmaður«, og að- fleiri kunna að selja dýrt en dönsku kaup- mennirnir. Útlit er fyrir, að hart verði manna á milli að minnsta kosti sumstaðar í sýslunni í vet- ur. Kornkaup eru almenningi lítt kleyf, garð- ar hafa brugðizt að mestu og kýr verða lík- lega gagnslitlar, því búast má við að fóður- verði víða af skornum skammti; þykir liklega sumstaðar gott að koma þeim fram óskemmd- um, hvað sem gagni af þeim líður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.