Ísafold - 30.11.1892, Page 1

Ísafold - 30.11.1892, Page 1
Kemtir út á miðvikudögum og la-ugardögum. Verö árg. (um 100 arkft) 4 kr., erlendis 5 kr.; borgist fyrir miÖjan júlímánuð. ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vi& áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- bermán. Afgroiðslustofa i Au8turstrœti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 30. nóv. 1892. XIX. árg. | Næsta blaí) miðvikudag 7. desbr. Annars kemur blaðið út á hverjum miðviku- degi og bverjum laugardegi í desembermán., nema ekki á gamlársdag. Fjárverzlunin á Englandi í haust. Eptir Torfa Bjarnason. n. Það af fjenu, sem ekki er slátrað undir- ■eins, er flest alið fram um jól og lengur, sumt jafnvel fram á vor. Það er einkum rýrt fje, sem svo lengi er alið. Er það þá fyrst látið hafa ljelegri beitina, og bat- að svo við það þegar fram á kemur, og fitað þá undir vormarkaðinn. A vorin er fjeð vanalega í beztu verði, miklu hærra en á haustin, því þá er fæst haft á boð- stólum, og er því stundum langsamlega tilvinnandi, að fóðra fj’eð allan veturinn, þó að fóðrið (beitin) kosti 30—50 a. um vikuna fyrir hverja kind. Fyrst eptir að fjeð kemur á land, er því beitt á graslendi; það þolir ekki að því sje undir eins beitt á rófur. Eptir 2 —3 vikur er svo farið að venja það við rófurnar. Fyrstu vikurnar fltnar fjeð ekki, beldur leggur jafnvel talsvert af. Jeg skoðaði fje, sem búið var að vera mánuð á grasi og rófum. Jeg sagði eigandanum, að jeg ímyndaði mjer, að það væri lakara að minnsta kosti alls eigi betra en það var þegar það kom, og sagði hann það satt vera. Annan hóp skoðaði jeg hjá sama manni, sem mjer sýndist vera farinn -að fltna, en bóndi sagði það vera varla teljandi, sem hann hefði batnað. Almennt telja menn að fjeð fari ekki verulega að fitna fyr en á öðrum og þriðja mánuði,og sje sjaldan orðið nógu feitt til sölu fyr en eptir 3—4 mánuði. Það er auðvitað, að bændur, sem kaupa íslenzka fjeð til að ala það, gjöra það til þess að græða á kaupunum, ef unnt er. Þeir ætla sjer að selja fjeð við hærra verði seinna,—í minnsta lagi svo miklu hærra, sem nemur því, er þeir kosta til. Þetta tekst stundum, en ekki ætíð. Jeg talaði við einn bónda, sem keypt haf'ði í haust 3500 af íslenzku fje. Hann kvaðst hafa keypt 4000 í fyrra, eitthvað um 2500 í hitteð fyrra og 600 árið þar 4 undan (1889). Fyrsta árið af þessum 4 árum sagðist hann hafa grætt 240 pund sterl. á kaupunum eða lijer um bil 7 kr. á hverri kind. Ann- að árið kvaðst liann hafa tapaö jafnmiklu. í fyrra taldi hann sig hafa grætt svo sem 8 aura á hverri kind. »Tapi jeg nú í ár« sagði hann, »þá kaupi jeg aldrei optar íslenzkt fje«. En mjer fannst hann ekki vera mjög smeikur fyrir að tapa í þetta sinn, enda er það óskandi, því svo að eins getum vjer vonazt eptir, að fje vort hækki aptur í verði, að þeir, sem kaupa það, hafi eklti skaða á kaupunum. 111. Hefir nú íslenzka fjeð selzt tiltöluloga eins vel, eða, rjettara sagt, tiltölulega ekki ver en annað fje, eða ætli það hafi selzt lakar ? Þannig munu menn spyrja, og vildi jeg gjarnan geta svarað. En það er ekki svo auðvelt að segja fyrir víst um þetta, þeg- ar maður sjer eleki hvorttveggja fjeð selt i einu. Eptir því sem fjársalan kom mjer fyrir sjónir á ýmsum stöðum á Englandi og Skotlandi, þá er mín skoðun, að ís- lenzka fjeð hafi tæplega selzt eins vel og jafnvænt fje innlent, enda er naumast von, að það seljist eins vel, vegna þess: 1., að margt af islenzka fjenu var vet- urgamalt og ær, sumt jafnvel mjög rýrt, þegar til Englands kom, en tuskulegt, fje spillir auðvitað f'yrir sölunni, því kaup- endur meta það að litlu eða engu; 2., að íslenzka fjeð kernur allt á mark- aðinn á skömmum tíma, einum mánuði, og einmitt á þeim tíma, sem mest er haft á boðstólum af innlendu fje, dilkum; 3., að svo margt fje er sent á einn stað á stuttum tíma. Á sauðfjármarkaðinn í Newcastle kemur opt á viku hverri 4—8 þúsund fjár, og þannig á einum mánuði 16 —30 þúsund. Gengur stundum allt vit, stundum ckki. eptir þvi sem eptirsóknin er, stundum jafnvel fátt. Þegar núásama tíma er haft á boðstólum 20—30 þúsund af íslenzku fje, á sama stað, þá þykir mjer ekki ólíklegt, að það kunni að liafa áhrif á fjárverðið, eða áhrif á söluna á hinu innflutta fj'e. Þegar verulegt fjör er í verzluninni, og eptirsókn eptir fjenu, þá ber auðvitað lítið á þessum agnúum við íslenzku fjársöluna; en þegar svo að segja enginn vill eiga fje, og kaupendur láta seljanda ganga eptir sjer, eins og var í haust, þá munu agnúar þessir ekki vera þýðingarlausir. Þegar menn heyra um hið afarlága verð, sem fengizt hefir fyrir íslenzka fjeö i haust, kunna sumir að ímynda sjer, að íslenzka fjeð sje í slæmu álit.i á Englandi, eða að salan hafi verið slælega rekin fyrir vora hönd. En hvorugu þessu er um að kenna. Jeg varð hvergi annars var en að Eng- lendingar, þeir er reynt höfðu íslenzkt fje, hef'ðu allgott álit á því. Þeir sögðu, að það tæki vel eldi, og fltnaði tiltölulega eins fþjótt og vel og svipaðar fjártegundir þar i landi. Einnig sögðu þeir, að það reyndist allvel til f'rálags. Hið eina, sem menn höfðu á móti íslenzka fjenu, var, að því væri lagnara að safna mör en lioldum. Enskir bændur kaupa opt svartkjamma- í'je og grákjammafje norðan af Skotlandi á haustin og ala það til slátrunar. Þeir sem jeg talaði við mátu íslenzka fjeð fullt svo gott sem þessi fjárkyn. Kjötið af íslenzka fjenu töldu menn hjer um bil jafn gott og kjötið af hinum smærri fjártegundum inn- anlands. Jeg vildi halda fram, að bragð- ið af íslenzka sauðakjötinu hlyti að vera 93. blað. framúrskarandi gott, ef fjenu væri slátrað undir eins, vegna hinnar góðu fjallabeitar, sem það hefði á sumrin. En menn vildu ekki gjöra neitt úr því, og sögðu að kaup- endur vildu hafa kjötið sem líkast þvi, sem vanalegt væri. Annars er ekki fengin almenn eða mikil reynsla í þessu efni, þvi siltölulega fáu af íslenzka fjenu er slátrað undir eins. Flest af því er alið á rófum um langan tíma, áður en því er slátrað, og er auðvitað, að bragðið af kjötinu breytist við það. Svo er þess að gæta, að Englendingar eru vanafastir, eins með vöru- tegundir og annað, ekki sízt matvæli. Þeir unna mest. því bragði af sauöakjöti, sem þeir hafa vanizt að sauðakjöt hafi. Samt álít jeg ekki vonlaust um, að þetta geti breytzt með tímanum. Jeg ætla óhætt að fullyrða, að fje vor^ hafi selzt í ár svo vel sem unnt var, eptir þeim ástæðum sem voru fyrir hendi, og það er alveg vafalaust, að herra L. Zöllner —sem hefir selt allt islenzka ijeð í ár — hefir ekkert ómak sparað og ekkert látið ógjört, sem hann áleit gagn að gjöra, til að koma fjenu í sem hœst verð. Þess má líka geta, hr. L. Zöllner til heiðurs, að fjárflutningarnir hafa tekizt framúrskarandi vel í haust. Að eins fa.rizt 22 kindur af 38 þús- undum, og það því hrakizt með minnsta móti á flutningnum. Auðvitað má að nokkru leyti þakka þetta hagstæðu veðri á meðan á fjárflutningunum stóð, en efa- laust má að miklu leyti þakka það sjer- lega góðum útbúningi á skipunum frá Zöllners hendi. IV. Hver er orsökin til þess að fjárverðið hefir fallið svona hraparlega; og hve lengi mun Qe verða í þessu lága verði? .Jeg veit að margir munu ætlast til, að að jeg svari þessuiu spurningum. — Jeg hef líka reynt að kynna mjer ástandið á Englandi til þess að geta svarað þeim, og jeg hef lagt þessa spurningu fyrir alla þá, sem jeg hef átt tal við um þetta mál. En jeg verð því miður að játa, að jeg get samt ekki gefið fullnægjandi svar. Það er auðvitað eins með sauðfje og aðra vöru, að framboð og eptirspurn ráða verðinu. Ef eptirspurn er meiri en í'ram- boð, þó hækkar verðið, en þegar framboð er meira en eptirspurn, þá lækkar verðið. Þetta siðara hefir nú átt sjer stað í haust um fjársöluna á Englandi, og hið sama var ofan á í fyrra. — Aðflutningur af frosnu kjöti frá Ástralíu og lifandi nautum frá Ameríku hefir verið svo mikill, að Eng- lendingar hafa eklti torgað. Menn hafa hingað til álitið, að stórborgirnar á Bret- landi væru sú hít., sem aldrei yrði fyllt, en »engin regla er án undantekningar« _ í einum farmi frá Ástraliu koma margir tugir þúsunda af freðnum sauðarföllum, spikfeitum, og þó að þetta freðna kjöt sje ekki fyllilega eins gott og nýslátrað kjöt á

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.