Ísafold - 30.11.1892, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.11.1892, Blaðsíða 2
370 Englandi, þá er það aptur svo ódýrt, að enska kjötið gengnr lakar út á meðan hitt er á boðstólum. Nautafarmar koma hvað- anæfa frá Canada, og eru seldir líkt og íslenzka íjeð — fyrir hvað sem fæst. — Jeg hef sjeð skýrslur um innflutt kjöt fyrir árin 1890 og ’91 og það sem liðið er af 1892, og þar má sjá að innflutningurinn heflr aukizt árlega á þessum þrem árum. Að vísu nam innflutningurinn dálítið minni fjárupphæð árið 1890 en 1891, og fjárupp- hæðin var minnst í ár, en mismunurinn er að eins lítill. JÞegar þess er nú gætt, að verð á innfluttu kjöti hefir lækkað bæði þessi ár hjer um bil l/6—y4 hvort ár, þá er auðsætt, að innflutningurinn hefir vaxið stórum. Að undanförnu hafa hveitiflutningar frá Ameriku til Englands lækkað hveitiverðið svo, að enskir bændur hafa lagt minni og minni stund á hveitirækt og aptur lagt meiri áherzlu á fjárræktina. Þeir hafa lagt hveitiakrana niður, látið þá verða grasi gróna, og alið á þeim sauðfje. Þannig hefir sauðfje fjölgað til muna undanfarin ár. — Árferðið á Englandi heflr líka nokk- ur áhrif á fjárverðið á ári hverju. Næst- liðið vor var veður á Skotlandi rnjög hag- stætt um sauðburðinn, og lambahöld hin beztu í mörgum hjeruðum. Það var því víða meira af lömbum, dilkum, á boðstól- um í haust en vanalega, og aptur hefir óhag- stæð tíð í haust og einkum erfiðar ástæður bænda knúð þá til að farga allmörgu fje, þó verðið væri lágt. Allt þetta hefir hjálpazt að, til að offylla fjármarkaðinn gjörsamlega í haust, og um leið að fella fjárverðið meira en nokkum mann grunaði. Það mun enn þá mjög erfttt að sjá, hve lengi þetta lága verð muni standa. Ástr- alía getur haldið áfram að senda kjöt til Englands og selja það þar fyrir afarlágt verð. Nautaflutningar frá Canada eru nú að vísu bannaðir um sinn, en fáir telja líklegt, að það bann standi lengi. Það eru því næsta litlar líkur til, að kjötflutningar til Englands minnki að sinni. Fjeð á Eng- landi sjálfu fækkar ekki heldur að mun næsta ár. Bændur selja ekki fleira íhaust en brýn nauðsyn krefur, og þeir lifa í von- inni, að verðið heldur hækki en lækki að ári. Að hætta við fjeð og taka aptur til með hveitiræktina þykir þeim ekki heidur fýsilegt. Að fjárvei'ðið lækki enn þá meira, er ekki líklegt, enda halda Englendingar að það geti naumast orðið. En að verðið hækki mikið næsta ár, þykir mjer ekki mjög líklegt. Ýmislegt getur samt komið fyrir, sem orsaki verðhækkun, svo sem: 1., ef innflutningsbannið frá Ameríku verð- ur ekki af numið; 2., ef lambahöld á Eng- landi yrðu sjerlega vond næsta vor; og 3., ef yrði framúrskarandi góður gras- og rófnavöxtur á Englandi að sumri. Ef bænd- ur hafa miklar birgðir af fóðri, og fjáreldi kostar lítið, þá standa þeir sig auðvitað við að gefa betur fyrir fje til eldis, þó kjötverð sje lágt, heldur en ef litið er um föður, eins og var bæði nú og í fyrra. Þetta allt saman gefur ekki glæsilegar vonir um islenzku fjársöluna, munu menn segja. Jeg játa, að útlitið er síður en eígi glæsilegt, og þcgar jeg kom til Englands í haust, og sá, hvernig fjárvorðið var, kom mjer fyrst í hug, að óska, að innflutnings- bannið hefði ekki verið afnumið fyrir Is- land. Mjer fannst, að það væri beinlínis eyðilegging fyrir íslenzka bændur, að selja fjje sitt fyrir það verð, sem fyrir það fjekkst. Menn hafa að vísu fengið nokkuð melra í orði kveðnu fyrir fje sitt hjá kaupmönnum heima en kaupfjelögin hafa fengið á Eng- landi. En jeg gjöri ráð fyrir, að ef öllu er á botninn hvolft, þá sjeu þeir ekki mik- ið betur í haldnir, sem hafa látið fjeð til kaupmanna móti vörum, en hinir, sem ljetu það móti vörum í kaupfjelögin ; svo mikill er munurinn á vöruverði hjá kaupmönnum og kaupfjelögunum. V. En þessi vöruskipti, að selja fje fyrir kornvöru o. fl. með því verði sem orðið heflr yflr höfuð ofan á í þetta sinn, eru að minni hyggju síður en eigi holl fyrir bændur. Okkur væri víst miklu þarfara að leggja sauðfjeð í búið, og kaupa lítið korn og kaffl, en að láta fjeð af hendi með þessu verði. Og jeg tel víst, að allir hyggnir bændur hallist að þessari skoðun. En það er »hægra að kenna heilræðin en halda þau«, og það er miklu auöveldara að segja mönnum að skipta um háttsemi allt í einu en að framkvæma það. Vjer höfum um marga tugi ára verið að auka fjársöluna, fyrst til kaupmanna, og síðan einnig til lifandi útflutnings, og lík- legt er, að vjer sjeum komnir svo hátt í þennan stiga sem oss er ætlað að komast, fyrst um sinn. Að fara niður stigann apt- ur, ofan á jafnsljettu,—að fara aptur þang- að sem vjer vorum þegar vjer seldum fátt fje, og keyptum ekki kaffl, og að eins lít- ið eitt, af kornvörum, en átum k,jöt og flsk, ijallagrös og söl, og drukkum blöndu fyrir kaffl,— það mun oss verða eins erfitt eins og þeim, sem kominn er í ógöngur í klett- um, að komast ofan sömu leið og hann klifraði upp. Vjer munum eiga erfitt með að hætta allt í einu við allt sem vjer höf- um vanið oss á, og taka upp þá siði, sem fylgt var fyrir 50 til 80 árum. Vjer munum hljóta að reyna að haida fjár- sölu áfram á einhvern hátt; vjer munum eiga erfitt með aö liætta við öll kornkaup og kaffikaup; vel væri, að vjer gætum minnkað þau talsvert, og jeg held vjer sjeum nauðbeygðir til að gjöra það. Fjeð er nú orðið og verður að líkind- um hjeðan af aðal-verzlunarvara sveita- bóndans. Ullin kemst að líkindum aldrei í liátt verð hjeðan af, sízt að staðaldri, og um tólg eða smjör er ekki að tala. Hvað á þá sveitabóndinn að verzla með, og nokkuð hlýtur hann að verzla? Fyrir hvað á hann að fá fyrstu nauðsynjar sínar frá öðruni löndum, sem óneitanlega eru ekki svo fáar eða smáar? Og fyrir hvað á hann að fá peninga upp í opinber gjöld, til að lúka skuldir, og til annars, sem hann hlýtur að greiða í peningum? Jeg sje ekki, hvaðan bændur geta almennt fengið þessa peninga, ef þeir selja ekki fje. Vjer neyðumst. því sjálfsagt til að selja fje, hvaða verð sem fæst fyrir það. Auð- vitað seljum vjer miklu færra en að und- anförnu, ef verðið ekki hækkar til muna. Að innlendir kaupmenn geti borgað fje vort betur í peningum, en vjer fáum fyrir það á Englandi, er ekki líklegt; því mark- aður fyrir saltk,jöt er næsta takmarkaður, 0g auðvelt að offylla hann. Nú í ár mun koma svo mikið saltkjöt fl-á Islandi, að kjötið falli mjög í verði, svo mjög, að kaup- menn fái minna fyrir það en þeir gáfu heima. Á meðan vjer ekki fáum markað í land- inu sjálfu, fyrir það kjöt, sem vjer megum missa frá búunum, og þess mun enn all- langt að bíða, á meðan munum vjer, eins og margar aðrar þjóðir, verða að leita fyr- ir oss um markað á Bretlandi hinu mikla. Fiskisamþykktar-breytingin. Tvær smá-hugvekjur fyrir Vatnsleysufundinn d mánudaginn (ö. desbr.). I. Þab er alveg óskiljanlegt, þetta hringl á mönnum í fiskiveiðamálinu. Þegar lóðin var aftekin, um nýár 1891, töldu Seltirningar eða ýmsir meiri háttar formenn þeirra (og Reykvíkingai til einkis að róa; en hvernig fór? Þeir sem aðrir fengu daglega um 100 í hlut á færin þá í janúar, og allt var með ró og spekt. Mesta furðan er, að fram- sögumaður Garðmanna skuli nú vilja taka upp aptur lóðahrúkun á vertíð ; þeim Garð- mönnum ætti þó að þykja vænst um, að fá næði í Garðsjónum fyrir lóðir sinar. Þeir voru líka búnir að búa sjer til ágæta sam- þykkt um lóðir sín á milli, þar sem bannaðir eru næturróðrar, skipað að varast að leggja svo lóð, að lóðaflækja verði, og boðið að merkja hverja lóð við 50. hvern öngul, með númeri skipsins eða bæjarnafni eiganda og formanns. á því skipi, er annara lóð lendir í, og boðið að hafa þá lýst henni í hverri vör í Garði innan 2 sólarhringa. Þessi samþykkt var haldin þar vel. En hvernig haldið þið að hún yrði haldin, ef aiiir Inn-nesingar kæmu þangað með alla sina lóðastöppu ? Lög Norðmanna til taka lika, hve langt bil skuli vera rnilli hverra lóðabáta. En hvern- ig mundi slíks gætt hjer? Hjer hnappast tugir skipa á lítinn hlett,. hvert með kannske 1200—1800 lóð, róa svo 1 myrkri, leggja í myrkri, hver ofan í annan, draga svo allt upp í hnútum; ráðlaginu, sem þar fylgir eptir, þarf ekki að lýsa. Á hverri 60 faðma línu eru um 90 (setjum 100) önglar; fimrntán hundraða lóð er því 15 sextíufaðma- línur, hver með 100 önglum; 15X60 faðmar = 900 faðmar, nærri því */4 mila. Nú er fyrri endinn látinn í sjóinn, lóðin svo róin út, allt svo 900 faðraa frá fyrsta duflinu (endanum). Þegar búið er að róa út lóðina, er galdurinn að finna fyrra duflið, en á meðan geta ótal aðrir verið búnir að leggja ofan á lóðina í allar áttir. Það er því ljóst, að bæði eru næturróðrar háskalegir við ióðaveiði, og svo er regla Norð- manna, sú, að ákveða vist millibil milli lóða- báta, ekki óþörf. En hvað er unnið við lóðina á vetrum ? Á vorin, þegar ýsa er komin, er hún ágæt og nauðsynleg, því ýsa fæst miklu síður á f'æri. En t. a. m. eins og nú i haust; hvað vilja menn meira en hleöslu á hverjum degi? Og þetta fjekkst vikum saman á færi. En það er satt, að d sjónum er ndðugra að brúka lóð; þá þarf ekki nema einn maður að væta vetlingana sína (sá sem dregur lóðina); hinir gætu verið að lesa eða kveða Andra- rímur á meðan í bezta næöi, ef þeir vildu. En næðið fer af, þegar á land er komið. Þá verða lóðamenn að sitja í köldum hjöllum við ljós, loppnir, að beita og stokka lóöina. Ekki að tala um þá miklu beitu, sem hún útheimtir og sem opt er torfengin. 8vo er nú kostnaðurinn við ióðina, sem er gifurlegur, þó ekkert missist, hvað þá heldur þegar meira eða minna missist. Hvert hundr- að af lóð má reikna 4 kr. með duflfærum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.