Ísafold - 30.11.1892, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.11.1892, Blaðsíða 3
371 verður þá 15 hundraða lóö 60 kr., og svo þarf Jietta á hverjum degi endurbótar vib, meira og minna, á því, sem ekki hefur alveg tapazt. Yeit jeg það, að ekki munu allir Garðmenn þakka sínum »framsögumanni< fyrir, ef hon- um tekst að koma á aptur óbundinni lóða- brúkun. En aðal-háskinn er, að hin taumlausa lóðabrúkun œtíð skemmir færa-aflann og spillir afla yíir höfuð, nema á vorin, þegar ýsa er um allan sjó. Sumir vilja svipta Garðmenn einkaleyfi þvi, sem þeir hafa til að nota lóð frá nýári til vertíðarloka. Þetta vil jeg ekki. Lóðabrúkun þeirra einna skaðar ekkert', bæði gjörir það samþykkt þeirra, og svo hitt. að þeir hafa svo stuttar lóðir; kasta venjulega bara einu kasti, og halda svo til lands; er því friður mikinn hluta sólarhringsins fyrir þeim. Hefði enginn mátt hrúka lóð þennan tíma (þessar 2 vertíðir), þá hefði verið sagt, að fiskileysið væri að kenna lóðabanninu; en það, að Garðmenn máttu brúka lóðir, en fiskuðu svo lítið á þær, að jafnvel margir þeirra lögðu þær niður, sýnir, að lóðin er síður en eigi einhlít, og að ekki hefði hún heldur skapað góðan afla, þótt hrúkun hennar hefði verið frjáls. Inn-nesingur. n. Nýjan flskisamþykktargraut þóknaðist sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu að byrja á að sjóða á seinasta fundi sínum. En hver ljet í pottinn ? Hver hafði eiginlega ástæðu til að kvarta undan vöntun ýsulóða hjer í flóanum í ár eða undanfarin tvö ár, sem lóða- bannið hefir staðið? Að líkindum hafa ekki Garðmenn haft á- stæðu til þess, sem mega nota ýsulóð árið um kring, nema ef þeim þættu lóðirnar of strjálar í Garðsjó, á meðan engir aðrir en þeir koma þangað með þær! Yitanlega tóku Garðmenn nauðugir á móti þessu einkaieyfi, þvi' að á hjeraðsfundi þeim, sern samþykkti lóðarleyfið fyrir þá eina, greiddu þeir allir, sem þar mættu, atkvæði á móti frumvarpinu. Ef þeir nú mæta á hjeraðsfundinum á Vatns- leysu þann 5. næsta mán., til að samþykkja lóðarleyfi fyrir aliar Eaxaflóa-veiðistöður, þá getum vjer ekki betur sjeð en að Garðmenn komi þar til þess að gjöra sjer ónýtt það einkaleyfi, sem þeir nú hafa; því til þess er eina óbrigðula ráðið það, að leyfa öllum með ýsulóðir í Garðsjó þann tíma, sem þar er helzt von á fiski, svo enginn fái þar neitt, eptir að lóð hefur verið þar brúkuð í 2—3 daga, eins og reynslan svo opt hafði sýnt. TTr innri veiðistöðum flóans hefur þessi uppástunga ti’auðiega komíð, nema máske fiá sárfáum mönnum i einum hreppi; og hvað gat knúið sýslunefndina til að taka slíkt til greina ? Einmitt síðan lóðin var hönnuð frá nýári til 14. maí hafa menn tekið eptir því, já þreifað á því, að haustaflinn í sunnanverðum Paxaflóa hefur heeði orðið meiri og stöðugri en nokkru sinni fyr, að jeg ekki tali um, hvern kostnað menn spara sjer með því að nota haldfærin um þann tíma. sem hættast er við að menn missi lóðir sínar. Þó að vel hafi gengið aflabrögðin víðast hvar í haust, þá múndu það ekki verða nema sártáir af hinum mörgu, sem gætu sett sjer upp nýjar lóðir, ef þeir misstu þær, sem þeir nú hafa. Hafi nú mönnum gengið erfitt að fá salt í þann fisk, sem þeir hafa aflað, þá er ekki ólíklegt, að þeim hinum sömu veitti þungt að setja sjer UPP ný veiðarfæri, máske tvisvar þrisvar á vetri. Og þó er þetta allt hjegómi á móti því tjóni, sem vetrarvertíðarlóðin kemur til að baka Eaxafióabúum, komist hún á aptur. Það er ekki svo langur tími liðinn frá því, að ýsulóð um vetrarvertið var tekin af hjer í sunnanverðum Faxaflóa, að mönnum ætti að vera úr minni liðið, hverjar afleiðingar hún hafði fyrir færa-aflann og fiskigöngur yfir höfuð. Þeir, sem þvi nú að nýju vilja styðja að því að eyðileggja alla þorskveiði á haldfæri um vetrarvertíðina með takmarkalausri ýsulóða- brúkun hjer í syðri veiðistöðum Faxaflóa, þeir ættu að mæta á hinum fyrirhugaða Vatns- leysufundi til að hjálpa til að sjóða hinn ó- heilnæma graut, sem sýslunefndin eða meiri hluti hennar hefur af vanþekkingu látið i pottinn. En hinir, sem vilja hlynna að þorsk- afla vorum á færin og þar með styðja að al- mennings heill. þeir ættu að mæta þar, til að steypa úr pottinum, og er það mjög líklegt, að fleiri vilji að því síðarnefnda styðja. Vogamenn. Flensborgarskölinn er all-fjölsóttur þennan vetur: eigi færri en 100 lærisvein- ar alls, þar af 35 í gagnfræða-bekkjunum, 3. og 4. bekk. Þar kenna þeir Jón Þór- arinsson skólastjóri og cand. Jóhannes Sig- fússon; en í barnabekkjunum, 1. og 2. bekk, þeir Bjarni Jónsson og Helgi Thorberg. Skóla-iðnaðinn, sem skólastjóri segir til í, stunda menn með mikluin áhuga og kappi. Röðin í gagnfræðabekkjunum tveimur er þessi: Fjórði bekkur: 1. Sigurður Jónsson; 2. Einar Guðmundsson; 3. Bjarni Pjetursson ; 4. Magnús Þorláksson; 5. Agúst Arnason; 6. Skúli Guðmundsson; 7. Steinn Sigurðsson; 8. Ólafur Stephensen; 9. Kristján Linnet; 10. Guðmundur Vernharðsson; 11. Kristinn Ein- arsson; 12. Sigurður Ólalsson; 13. Carl O. Steinssen; 14. Egill Klemensson; 15. Ólafur Böðvarsson. Þriðji bekkur: 1. Halldór Jónsson; 2. Ket- ill Bergsson; 3. Sigurður Einarsson Straum- fjörð; 4. Halldór Halldórsson; 5. Sigurður Þórólfsson; 6. Guðm. Sigurðsson; 7. Yilhorg Þorgilsdóttir; 8. Sigurður Einarsson; 9. Þór- arinn Þ. Egilsen; 10. Júlíns Petersen; H. Tómas Snorrason; 12. Kristinn Zimsen; 13. Þorgrímur Sveinsson; 14. Hallfríður Proppé ; 15. Þorgeir Þórðarson; 16. Þorsteinn Þorkels- son; 17. Arnór Arnason; 18. Bergur Einarsson; 19. Guðjón Jónsson ; 20. Guðmundur Eysteins- son. Jjæknaskolinn. Tala lærísveina 4. Einn i elztu deild: Friðjón Jensson. Þrir í miðdeild: Sigurður Pálsson, Skúli Árna- son og Vilh. Bernhöft. Prestaskölinn. Þar eru 11 stúdentar þennan vetur, 9 í efri deild og ekki nema 2 í neðri. Efri deild: Bjarni Símonarson, Björn Bjarnarson, Björn Blöndal, Guðmundur Jónsson, Jes Gíslason, Júlíus Þórðarson, Magnús Þorsteinsson, Sveinn Guðmundsson og Vigfús Þórðarson. Neðri deild: Ásmundur Gíslason, Heigi Pjetur Hjálmarsson. Haustvertíðin, sem nú mun vera lok- ið, heftr verið einhver hin bezta, er menn muna, hjervið Faxaflóa. Það heflr farið saman, flskmergðin í sjónum og gæftirnar til að ná honum. Enda eigi legið á liði sínu að stunda veiðina. Unnið að jafnaði kringum 4/s af sólarhringnum saman lagt á sjó og landi; svefntíminn margopt ekki nema 2—3 stundir. Yottar það mjög mikla elju og áhuga, en minni fyrirhyggju raun- ar að því er næturróðrana snertir að minnsta kosti. Að töfunni mun aflaupphæð vera hjer um inn-nesin 1200—1600 í hlut hjá flestum eptir haust.vertiðina, en í skippundum af verkuðum saltflski 3—5 (skpd). Hjástöku manni jafnvel meira, eða framt að 2000 í hlut eða 6 skpd. Á Akranesi skippunda- talan jafnvel meiri, með því þar heflrver- ið vænni fiskur alla tíð, jafn-vænn og hjer síðustu vikurnar. Sömuleiðis ágætis-haust- afli í Keflavík og Njarðvik, þar sem síld heflr fengizt að öðru hvoru, og það nær af tómum þorski, en minna i hinum veiði- stööunum þar syðra, vegna beituleysis. Með minnsta móti hafa sjómenn verkað sjálflr af þessum afla, heldur lagt hann inn blautan hjer í Rvik að minnsta kosti, en fyr- ir ágætt verð þeim tii iianda, 4 aura pund- ið, en það telja menn jafnmikið og 42—43 kr. skpdið af honum verkuðum. En að öðru leyti er blautflskverzlun sú síður en eigi lofsamleg, ekki sízt hið gjörsamlega aðhaldsleysi um meðferð flsksins áður en hann er lagður inn; því lengi býr að fyrstu gerð, og það ber öllum saman um, að al- drei verði sá fiskur góð vara, sem misjafn- lega er vönduð meðferð á frá því hann er innbyrtur og þangað til honum er haug- að að eins flöttum inn í búðina i hálf- dimmu eður myrki. Heimskt er heima alið barn. Jeg þakka hinum nafnlausa höf. í 45. tbl. Þjóðólfs þ. á. fyrir, að hann hefur látið í ljósi, hversu heríilega honum líkar Skírnis-skriflih mitt. Hefði honum líkað Sk., þá hefði mjer ekki oiðið um sel. Slíkt hefði netnilega verið vottur þess, að jeg væri farinn að iíta jafn peysulegum, jafn naglalegum og ættartölusúr- um einstrengingsaugum,jafn grútarlegum prent- villuaugum á mannlíf og bókmenntir og höf. þessi í ritdóm sínum. Aðfinningar höf. eru naglalegar á borð við það, að hanu keunir nijer um prentvillur í bók, sem hann veit, að jeg hef ekki lesið próf- arkir af. Hann segir, að jeg hafi tvær lýs- ingar á Karl Bleibtreu. Sannleikurinn er, að á öðrum staðnum er (eins og er tekið fram) lýst flugriti eptir hann, sem fjell eins og neisti í púður, en á hinum leikritum hans og skáld- sögum, sem eru heldur amböguleg. Að honum sje »hrósað mjög« er ekki satt, Honum er ekki einu sinni hrósað. Höf. telur lýsinguna á náttúrufegurð Sjálands í Jacobsenskaflanum óleyfilegan útúrdúr. Og ekki hefur hann nú lesið Georg Brandes niður í kjölinn, þótt hann nefni hann til, hvað þá heldur Taine, læri- föður Brandesar, sem lýsir svo ýtarlega sveit höfundar þeis, er hann ritar um. Annaðbvort vísvitandi eða af misgáningi hefur höf. ekki tekið eptir því, að í byrjun bók- menntakaflans stendur, að höfundar sjeu látnir segja frá sjer með orðuin sjálfra sinna og sje því málið á Jakobsenskaflanum íburðarmikið o. s. frv. Hann skirpir á J. P. Jakobsen; en ver er honum þó við bók, sem kom út í Ber- lín fyrir 8 árum. Við það setur hann geðs- hræringar- eða upphrópunarmerki. Má ekki tala um eldri bækur en sögur Þorgils gjall- anda? Hvað hefur verið ritað á íslenzku um bókmenntir í Eprópu eptir 1870 ? Jeg hef aldrei ætlað mjer að gera Skírni að bókmenntasögu, heldur að eins viljað drepa á hitt og þetta, sem tíðast er um talað í bók- menntum eða að einhverju leyti varðar ís- iand. Og jeg legg nú til að endingu, að hinn umgetni natnlausi höf. fái næsta ár að rita bókmenntakaflann í Skírni og riti hann með nafni. Hann getur þá gert það, sem hann ætlaði mjer, nefnilega að gefa almenningi yhugmynd um mikilvœgustu rit nútíðarmnar að því er snertir verklegar framfarir, fógur vísindi og listirt. Mjer er það ofætlun. Jón Stefansson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.