Ísafold - 08.02.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.02.1893, Blaðsíða 1
Kemur át ýmist einu sinni eða tvÍ3var i vikn. VerT) árp. (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eí)a l1/* doll.; borgist fyrir mibjan júlímán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blaÓs- ins er i Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 8. febr. 1893. 6. blað. 'fjg" ÍSAFOLD keraur ut apturíþess- ari viku, annaðhvort undir eins og póst- skip kemur, eða þá á laugardaginn (11. febr.), þótt póstskipskoman bregðist. Og upp frá því kemur blaðið út á laugardögum, meöan það kemur að eins út 1 sinni í viku, af því að kaupendur i nágrenninu hentar það betur, en öðrum má á sama standa. Þekkirðu það ? Þú þekkii’ Uómin fátækleg og föl, 'Sem festa sína rót í sævarmöl; Þau eiga þar við illt og kalt að búa, Því að þeim blómum fæstir vilja hlúa. En einmitt þar má gjöra aldingarð, Er gefi þeim, sem rækta, mikinn arð; Með djúpum rótum blómið þroskast betur Og betur ljóss og daggar notið getur. Þú þekltir börn, sem eru illa frædd Og agalaus og fáum kostum gædd; Sinn auðnuveg þau eiga sjálf að finna, Því ósköp fáir kunna’ að þeim að lilynna. Þau mættu verða bæði gegn og góð Og gjöra má þau athugul og fióð, Því þeim má kenna að unna ættjörð sinni Og eins að hafa jafnan guð í minni. Þú þekkir það, að göfugt margt og gott Opt gleymist þar, sem enginn sjer þess vott Að efla það er hvers manns lirós og skylda, Já hversu mikið sem það kann að gilda. Bjarni Jönsson. Heiðarnar og sandarnir á Jótlandi. Eptir Sæm. Eyjólfsson. IV. (SiÓasti kafli). Síðíin uiti miðja 18. ölcl hafa Jótar haft margháttaða viðleitni til að koma í veg fyrir eyðileggingar af' sandtoki. Stjórnin hefir og frá öndverðu stutt að þvi á allan hátt, að sem öruggastri vörn væri haldið uppi gegn sandfokinu, enda var öllu Vest- ur-Jótlandi fullkomin hætta búin, ef eigi hefði verið að gert. Sandgræðslan hefir ávallt verið talin meiri nauðsyn en heiða- ræktin, síðan farið var að liugsa um þessi mál. Mörg lög hafa verið sett til þess að styðja sandgræðsluna og varnir gegn sand- fokinu, og stórmikið fje liefir verið lagt til þess úr ríkissjóði. Lög þau, er nú gilda um sandgræðsluna og varnir gegn sand- fokinu, voru set.t 1867. Eptir þeim lögum heflr landstjórnin umsjón með allri sand- græðslu og allri meðferð sandanna. Meiri hluta sandanna heflr stjórnin keypt, fyrir liönd ríkísins, við litlu verði, svo sem vænta má. Þar er sandgræðslan kostuð að eins • af landsfje. Á þeim söndum, sem eigi eru ríkiseign, er sandgræðslan eigi að síður kostuð af rikissjóði að miklu leyti, en að nokkru leyti er hún kostuð af sveitarsjóði, og svo af sjóði þess amts, er sandurinn er í. Stjórnin liefir alla umsjón með sand- græðslunni, jafnt á þessum söndum sem hinum, er ríkiseign eru. Embættismenn eru skipaðir víðs vegar til að stýra sandgræðsl- unni. Einn er æðstur þessara embættis- manna og hefir yfirstjórn allrar sandgræðslu á Jótlandi, og stýrir öllu því, er gjört er til að varna sandfoki; hann nefnist »Klit- inspektör». Sá er nú hefir þetta embætti á höndum er de Thygesen kammerherra. Það er maður, sem liklega á fáa sína líka að dugnaði, og enginn maður í Danmörku kemst ti! jafns við hann i þekking á því, er að sandgræðslu lýtur. Svo má kalla, að hann sje sifellt á ferð fram og aptur um allt Vestur-Jótland til að hafa umsjón og umsýslu við sandgræðsluna, og leggja ráð til og skipa fyrir um hvað eina.. De Thygesen er maður á níræðisaldri, en svo er hann ern og' ótrauður til framkvæmda og starfsemi, að fáir ungir menn gangatil jafns við hann. Undir yfirstjórn þessa að- alstjórnanda sandgræðslunnar eru skipað- ir nokkrir yfirsandgræðslustjórar (Overklit- fogder), og hefir hver þeirra sjerstakt um- dæmi. Ilverju þessu umdæmi er aptur skipt í nokkur minni sandgræðslusvið, og yfir þau settir sandgrœðshistjórar (Klit- fogder), en. þeir standa undii stjórn yfir- sandgræðslustjóranna. Til skamms tíma hefir sandgræðslan að mestu verið i því falin, að gróðursetja sandreyr eða ammophila arenaria (á dönsku »Klitlag» eða »Hjelme») á söndunum. Sú planta þrífst einkarvel í þurrum og laus- um sandi. Þar sem mikið vex af sand- reyr, er hann slitinn upp, og þess gætt, að rótarstafurinn fylgi með. Hvergi er þó slit- ið svo mikið upp, að stór rjóður myndist, heldur er þess vandlega gætt, að nóg sje eptir til að binda sandinn. Sandreyrinn er svo gróðursettur þar sem sandurinn er gróðurlaus eða gróðurlítill. Plönturnar eru gróðursettar í beinar raðir, og er látið vera i__2 feta bil inillum raðanna, en lítið bil millum plantnanna í hveri röð. Rað- irnar eru látnar snúa svo, að þær myndi rjett liorn við þá stefnu, er sandurinn fýk- ur venjulegaí. Á þenna hátt stöðvast sand- urinn betur við raðirnar heldur en efþær hafa sömu stefnu sem sandfokið. Sandreyr- inn vex eptir jiví bctur sem meira fýkur að honum af lausum sandi. Þar nær hann mestum þroska og breiðistmest út, ermest fýkur að honum af þurrum og lausum sandi. Melgrasið er og þessarar sömu náttúru, enda er það sumstaðar gróðursett á sönd- unum, en miklu minna er það þó notað til þess en sandreyrinn. Mest láta menn s.jer annt um að gróður- setja sandreyr eða aðrar sandplöntur á þeim jöðrum sandanna, er liggja að ökrum, engj- um eða. öðru graslendi. Þá er sandgeiri, vax- inn sandplöntum, þótt mjór sje, liggur fyr- ir utan akra og engi, milli þeirra og eyði- sandsins, þá stöðvast sandurinn að miklu leyti við sandplönturnar á þessum geira, svo hann getur eigi fokið til neinna muna inn á altrana eða engið. Nálægt sjávarströndinni eru víða gerðir garðar af trjálimum, er nefndir eru sand- nemar (Sandfængere). Sandurinn, er kem- ur ncðan frá flæðarmálinu, stöðvast að mestu lejúi við limagarð þenna, og mynd- ast því sandhryggur við hann. Til þess að sandurinn skuli því fremur stöðvast, er opt gróðursettur sandreyr fram með lima- garðinum. Þá er limarnar eru nokkuð meir en hálforpnar sandi, er þeim kippt upp, og myndast þá nýr limagarður ofan á sandhryggnum. Þetta er ávallt endur- tekið, þá er sandurinn hefir borizt svo að garðinum, að meir en helmiúgur hans er í kafi. Yið þetta vex sandhryggurinn stöð- ugt bæði að hæð og þykkt. Víða má sjá feiknamikla sandöldu fram með sjónum, er myndazt hefir á þenna hátt. Sandur- inn, er berst frá ströndinni, lendir nú við sandgarð þenna, en kemst eigi til muna inn fyrir hann. Eptir þvi sem hryggurinn verður hærri og meiri, eptir því veitir þessi umbúnaður öruggari vörn fyrir sandfok- inu. Þessir sandgarðar loka að mestu leyti uppsprettu sandfoksins, svo þá er eigi hætta búin af öðrum sandi en þeirn, er þegar er kominn inn á landið. Þá er slikar varnir hafa verið settar fram með sjónum, og sandplöntur hafa verið gröðursettar í þannjaðar sandanna, er veit inn að graslendinu, þá má kalla að sand- urinn sje króaður, og geti ekki unnið ineiru) Þá kemst eigi nýr sandur frá ströndinni inn á landið, og sá sandur, er þegar er kominn inn á landið, kemst þá eigi til muna lengra en hann er kominn. Þótt sandfok hafi verið stöðvað á ein- hverju sandsvæði með því að gróðursetja þar sandreyr, þá er eigi svo að skilja, að það svæði sje með öllu óhult, eða ekkert þurfi um það að hugsa framar. Með tím- anum geta myndazt auð rjóður, en þau rjóður fara svo sístækkandi, ef eigi er að gert. Við það losnar um sandinn og sand- fokið byrjar aptur. Þess vegna verður si- felt að hafa vakandi auga á þeim svæð- um, þar sem sandreyr hefir verið gróður- settur, og bæta jafn-harðan, hvar semból- ar á að ætli að blása upp eða eyðileggj- ast. Þessi svœði þurfa því umsjón og við- hald, þótt eigi megi það mikið kalla. Þetta þykir nokkur ókostur, sem vonlegt er. Það er einkum af þessum ástæðum, að margar tilraunir hafa verið gerðar til að rækta skóg á söndunum. Það er langt síðan fyrst var farið að gera þessár til- raunir, en þær mistókust mjög framan af. Nú er reynsla manna og þekking í þessu efni komin svo langt, að trjáræktin á söndunum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.