Ísafold - 08.02.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.02.1893, Blaðsíða 2
22 gengur greiðlega og mistekst nálega aldrei. Af öllum þeim trjátegundum, er reynt hefir verið að rækta á söndunum, er það fja.ll- furan (pinus montana) ein, er þírfst þar vel. Öll önnur trje þrífast þar iila, og flest alls eigi. Það er og fjallfuran, sem bezt þrífst á heiðunum, svo sem áður er getið. Nú er fjallfuran árlega gróðursett á stórum svæðum; má telja það víst, að allir Jótlandssandar verði að furuskógum með tímanum, því slík sandgræðsla þykir að öllu öruggari og betri en að gróður- setja sandreyr. Þá er trje eru gróðursett i sand, er sandurinn fyrst þakinn eður hulinn lyngi til að stöðva sandfokið. Þetta lyng er slegið á heiðunum og flutt svo á sandana. Ef þessi meðferð væri eigi höfð, gætu trjáplönturnareigi lifaðogvaxið í sand- inum, því engin trjáplanta þolir sandfokið. Svo langt er nú sandgræsðlunni komiðá Jótlandi, að sandurinn getur eigi unnið nein- ar skemmdir, svo teljandi sje. Hann er þeg- ar orðinn svokróaður ogfjötraður. Arlega er hann meir og meir að verða vaxinn skógi og sandreyr. .Tótar láta sjer nú eigi leng- ur nægja vörn fyrir sandfokinu, heldur má kalla að fullkomin sókn sje af þeirra hendi. * * Hjer á lancli verða árlega stórskemmd- ir af sandfoki, en lítið eða ekki neitt hefir enn verið gert til að hindra það. Sand- fokið hefir miklu fremur verið stutt á ýms- an hátt. Allir munu vera á einu máli um það, að nauðsyn beri til að reisa nokkrar skorður við þeim spellvirkjum, er sand- arnir vinna árlega í sumum hjeruðum lands- ins. Jeg hygg og, að margt megi gera til að koma nokkuð í veg fyrir eyðilegging- ar af sandfoki. Það sem fyrst og fremst varðar mestu, er að afla sjer þekkingar á eðli sandfoksins. Það er nauðsynlegt að þekkja það, sem mest styður sandfokið og eflir, sem og hitt, er helzt getur hindrað það. Svo eiga þeir, sem verða fyrir þungum búsifjum af sandfokinu, að forðast eins og heitan eldinn að gera nokkuð, er styður sandfokið, og í annan stað eiga þeir að gera allt, sem þeir mega, til að hindra það. Það má telja víst, að meir sje það þekkingarskortur en hirðuleysi og vesal- mennska, sem veldur því, að margir styðja sandfokið, en hindra það eigi. Flestir mundu forðast að slá melgrasið og rífa upp ræt- nr þess, ef þeim væri fyllilega ijóst, hve skaðlegt það er. Nú eru margir, sem eigi sjá neina meinbugi á þessu, og því er þess eigi að vænta, að þeir forðist það. Hjer á landi hlýtur sandgræðslan að verða mjög á annan veg en á Jótlandi. Hjer verðum vjer að láta oss nægja að reyna að sporna sem mest við meiri spell- virkjum af sandfokinu en þegar eru orð- in. En varla má við það sæma, að sand- fokið gangi lengur á byggðir og blómleg hjeruð, en landsmenn hafist eigi að. Það er víst, að vjer getum á ýmsan hátt reist skorður við sandfokinu. Þótt vjer getum eigi haft sömu aðferð sem Jótar til að koma i veg fyrir sandfokið, þá megum vjer þó margt af þeim læra í því efni. Jeg hefi i huga að rita enn nokkuð um sandana og sandfokið hjer á landi áður en langt um líður, ef jeg fæ nokkurn tíma til þess fyrir öðrum störfum. Mun jeg þá skýra frá því, hverra ráða jeg hygg að vjerget- nm helzt í leitað til að sporna við skemmd- nm af sandfoki. Langt til botns enn! Það er ugg- laust langt til botns enn í llagslcýrdun- um hans Vesturfara-Baldvins, eða ekki nema lauslegt hrat, þetta sem veitt hefir verið upp úr • pottinum hjá honum hing- að til af ýkjum, öfgum og vitleysum, semjafnvelallra-sóignustu vesturferða-græn- ingjar munu naumast geta rennt niður. Maður fyrir norðan sendi Isafold með síðasta pósti ársgamlan brjefkafla frá kunn- ingja sínum í Winnipeg, þar sem farið er svo feldum orðum um það sem þá hafði komið fyrir aimennings augu af hagskýrsl- um Baldvins : »Viðvíkjandi skýrslum B. L. Baldvinss. uin nýlendu-auðinn er jeg lítt vaxinn að rita langt eða margt. — Mannfjöldi sá, sem til er greindur í nefndum skýrslum, er sjálfsagt að miklu eða öllu leyti rjettur, og sama eða líkt mun mega halda um fjen- aðar- eða alidýrafjölda. En slculdleysinu og árlega gróða-meðaltalinu er eklci fyrir mig að trúa. Og það eitt þori jeg að á- byrgjast, að þeir af nýlendubúum, sem eru samvizkusamir menn (sem náttúrlega allir eiga að vera), þeir mundu víst láta segja sjer þrisvar eiðspjallið áður en þeir áræddu að sverja, að sannleikurinn í þeim skýrslu- lið væri «ekta«. Jeg veit ekki, við hvað sá gróði er miðaður (jeg hefi nefnil. ekki minnzt á þetta við Baldvin); en þar í mun taliö það, sem landið er kallað að hækka í verði við ábúðina(!). Þannig er t. d. í Nýja-íslandi hvert land (bólfestureitur) reiknað 400 dollara virði, undir eins og einhver fer að búa á því, þó að hann að vörmu spori flýi af því vegna þess, að það hefir ekkert annað í sjer en óvinn- andi skóg og botnlausa bleytu. Ekki mun heldur vera grannt reiknaðar kaupstað- arskuldirnar, sem hávaði bœnda á meira og minna af. Jeg ætla að taka það upp á mitt »hyggjuvit», að segja, að gróðaá- ætluninni sje mikil lygi (þ. e,- ýkjur) að minnsta ko«ti; svo vil jeg ekki sverja meira. — J. B.» Frá öðrum mikið merkum manni á Norð- urlandi segir svo í brjefi 29. f. m: »Þá skal jeg geta þess, að hagskýrslan frá Þingvallanýlendu telur nr. 41—44, sysk- in frá Hornstöðum í Dalasýslu, er eigi fram undir 900 dollara skuldlaust hvert þeirra; en merkur maður skrifaði bróður sínum hingað frá Winnipeg, að þetta fólk kom állslaust frá Þingvalianýlendu í sumar og hafði allt verið tekið af þeim upp i stjórn- arlán». Til „Reykvíkings“ út af grein þeirri í III. árg. 2. tölubl. hans, er nefnist vNurlaraleg varkárni». Á víxli þeim, sem blaðinu »B,eykvíkingi« verður svo skrafdrjúgt um, stóð þannig: Maður nokkur, sem býr austarlega í Flóa í Árnessýslu, hafði í einhverjum vandræðum sínum gefið N. (það er: útgefanda »Reykvík- ings«) víxii upp á sjálfan sig, er greiðast átti á heimili hans þar austur frá. N. beiddi stjórn landsbankans — mikið hefur honum legið á aurunum, fyrst víxillinn ekki var nema til 14 daga — að »discontera« hann, en því var neitað, með því það var ekki unnt nema með áhættu fyrir bankann að missa víxilrjettinn, sökum þess, hve greiðslustaðurinn var fjar- lægur, enda tekur bankinn ekki og hefir aldrei tekið eða »discónterað« nema »trasseraða víxla«. Því miður á framkvæmdarstjóri ekki skilið lof það, er um hann stendur í greininni, því allir bankastjórarnir voru á eitt sáttir um, að taka. ekki víxilinn; og hvað verður þá úr öllu raus- inu um gæzlustjórana ? Það er alkunnugt, að útgefandi víxilsins hefur til skamms tíma átt kringum 20,000 krónur; en hvort það er skuldlaust, er ekki eins alkunnugt. N. á þá skuldlaust yfir 80.000 kr., og er þannig sjálfsagt lang-auðug- astur maður í Reykjavík. Hafa menn ekki hingað til ætlað það; en nú segir hann þab sjálfur. mörgum til huggunar, niðurjöfnunar- nefndinni til leiðbeiningar eptirleiðis og bæj- arfjelaginu til hagsmuna. L. E. Sveinbjörnsson. Gufubátsmálið. Á fundi í Hafnarfirði 1. þ. m. hjet sýslunefnd Kjósar- og Gull- bringusýslu fullri lilutdeild í styrknum til gufubátsferða um Faxaflóa árin 1893 og 1894, á borð við hinar sýslurnar og Reykja- vikurbæ, til handa stórkaupmanni Fischer; en af einhverjum misskilningi setti hún ein- skorðuð ákvæði um tilhögun ferðanna, við- komustaði (svo og svo marga) o. fl. sem skilyrði fyrir styrkveitingunni, og fól 2 mönnum úr nefndinni, er ganga skyldu á ráðstefnu með bæjarstjórnarnefndinniígufu- bátsmálinu og kjörnum fulltrúum frá Mýra sýslu og Borgarfjarðar, að fá þau skilyrði samþykkt af þeirri sameinuðu 7 manna nefnd fyrir öll bæjar- og sýslufjelögin, þó, með heimild til að slaka til eitthvað lítils háttar. Daginn eptir, 2. þ. m., átti nefnd þessi fund með sjer í Reykjavík: fyrir Rvík bæj- arfógetinn og bæjarstjórnarmennirnir Hall- dór Jónsson og Þórhallur Bjarnarson; fyrir Kjósar- og Gulibringusýslu sýslunefndar- mennirnir síra Jens Pálsson og Þórður á Hálsi Guðmundsson; fyrir Borgarfjarðar- sýslu sýslunefndarmaður Snæbjörn kaupm. Þorvaldsson; fyrir Mýrasýslu Björn Jóns- son ritstjóri; og ennfremur agent Sigfús Eymundsson, er nefndarmenn óskuðu að hafa til ráðaneytis og að öðru leyti eptir- umboði konsúls G. Finnbogasonar í fjar- veru hans, auk þess sem hann hafði tekið að sjer að ábyrgjast tillag frá Snæfellsness- og Hnappadalssýslu fyrir Faxaflóasveitirn- ar þar, með því að Snæfellingar höfðu eigi haft tíma til að halda sýslufund um málið, en helztu menn þar tjáð sig því mjög svo. hlynnta. * Nefndin var í einu hl.jóði og afdrátta.r- laust samþykk því, að eiga við stórkaupm. Fischer um þetta mál, en bar það á milli, að Kjósar- og Guilbringusýslufulltrúarnir (2) vildu setja honum föst, einskorðuð skil- yrði, um stærð bátsins, hraða, viðkomustaði, ferðafjölda og feröatíma m. m., en allir aðrir í nefdinni gjörsamlega mótfallnir þvi; óttuðust, að það yrði. fyrirtækinu til falls, ef útgerðarmanni skipsins væri fyrir fram settur stóllinn fyrir dyrnar, þvert ofan í það sem hann hafði áskilið, enda óráð, að ætla sjer að búa til einskorðaðar reglur um tilhögun ferðanna í 2 ár, að öllu ó- reyndu, í stað þess að láta reynsluna með- fram kenna mönnum, hvað hentast væri f því efni; kváðust og bera öruggir það traust til þessa útgerðarmanns, að hann. mundi gera sjer allt far um að haga ferð- unum sem mest og bezt í þarfir almenn- ings, þó að hann væri látinn ráða, með^ ráði og bendingum nefndarinnar eða ann- ara hlutaðeigenda.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.