Ísafold - 08.02.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.02.1893, Blaðsíða 3
23 Slíkar bendingar, er meiri hluta nefnd- arínnar kom saman um, þ. e. öllum nema Kjósar- og Gbr.sýslu fulltrúunum, voru þessar helztar: báturinn skyldi vera um eða yfir 50 smálestir (netto), hraðinn 8—9 mílur, og risti helzt ekki nema 9 fet; geti veitt 20—30 farþegjum skýii, t. d. með því að tjalda yfir nokkuð af þilfarinu; byrji ferðir snemma í maímán. (um 6. maí) og haldi áfram f'ram í miðjan október; fari á því tímabili að minnsta kosti 11—12 aðal- ferðir þessa leið: Reykjavík—Keflavík— R,vík—Akranes—Borgarnes—Akranes-Rvík, ' (og koma við á Straumfirði þegar veður leyfir), þar af að minnsta kosti 3 í maí, 4 á tímabilinu frá 20. júni til 15. júlí, og 4 frá 15. sept. tii 15. október; enn fremur 2—3 ferðir vestur á Snæfellsnes sunnan- vert, á 2—3 staði þar, um fardagaleyti, eptir miðjan júlí og fyrri hluta september mánaðar; loks tvívegis lengra suður en til Keflavíkur, allt til Grindavíkur. Millibilin milli þessara ferðakafla, þar á meðal allan ágústmánuð, er hugmyndin, að útgerðar- maður noti bátinn ýmist til óákveðinna ferða fyrir almenning/ bæði skemmtiferða og annara, eða i sínar þarfir /eða annara verzlana, til flutnings til og frá um flóann eöa sunnan fyrir Skaga, þó þannig, að hver sem vill fái far með honum þá sem endrarnær. Um fargjald eigi annað til tek- ið en að það skuli vera sem allra lægst fyrir þá, sem ekki hafa káetupláss, og allt að 50 pd. skyldu farþegar mega hafa með sjer ókeypis af ferðaplöggum. Niðurstaðan varð sú, að styrknum frá Rvík, Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu og Snæfellsnessýslu (Sigf. Eym.) var heitið skilyrðislaust, að eins með framannefnd- um bendingum og óskum, en frá Kjósar- og Gullbringusýslu með því órjúfanlegu skilyrði, að farið yrði eptir þeirri ferða-á- ætlun m. m. hvað þá sýslu snertir, er fulltrú- arnir þaðan hjeldu fram, svo sem: að koma við í Hafnarfirði í 6 ferðum milli Rvíkur og Keflavíkur, 4 ferðir á Maríuhöí'n, að koma við í hverri ferð suður í Garði og í Vogavík m. m , ef veður leyfir. Til þess að bjarga málinu við, ef svo færi, að útgerðarmaður treysti sjer eigi til að ganga að þessum skilyrðum, og ef sýslunefndin yrði svo fastheldin við þau áfram, að hún synjaði styrksins hvað litið sem út af þeim yrði brugðið, — þá hug- kvæmdist nokkrum nefndarmönnum að reyna að útvega ábyrgð einstakra manna fyrir því sem svaraði tillaginu frá þessari sýslu bœði árin, eða samtals nál. 1800 kr. Fekk það mál svo góðar undirtektir með- al margra meiri háttar eða efnabetri bæj- armanna, að skrifleg ábyrgð var fengin fyrir fullum 2000 kr. í þessu skyni að kalla má á svipstundu. 1 Sýnir það 'bæði allfjörugan áhuga á fyrirtæki þessu meðal bæjaímánnanú orðiöj og jafnframt sjerstak- legt traust til hins fyrirhugaða útgerðar- manns, stórkaupmanns Fischers, ásamt full- trúa hans hjer, konsúls G. Finnbogasonar. Mun eptir þessari niðurstöðu mega gera sjer vísa von um, að reglulegar og sæmi- lega fullkomnar gufubátsferðir um Faxa- flóa hefjist í vor, fyrir vetrarvertíðarlok. Póstskipið ókomið enn, og fer sá dráttur að verða ískyggilegur úr þessu. Póstar voru látnir fara allir að morgni hins 4. þ. m. (í stað 1. og 2.); lengur mátti eigi láta þá bíða, til þess að raslca eigi öllum póstgöngunum. Hafis. Sannfrjett er, að hafís hafi rek- ið inn á Húnaflóa vestanverðan núna um eða laust eptir mánaðamótin og fyllt alla Strandafirðina; en austurhluti flóans auður enn eða var fyrir fám dögum. Leiöarvisir ísafoldar. llfiö. Er það ótakmarkah pláss (svæði), sem ferhameini mega nota, þar sem er lögskipað- ur áfangastaður í húfjárhögum? Sv.: Eigandi húfjárhaganna getur gjört tak- markanir þar á, þó svo, að ekki komi í hága við þörf teröamanna. 1167. .Teg fer hurt af ábýlisjörð minni i næstu fardögum, er jeg þá skyldugur að svara öðrum húsum eða mannvirkjum en þeim, sem tilgreiud eru í úttektargjörð sem jeg heíi í höndum fyrir jörðinni og undirskrifuð er af öllum hlutaðeigendum.? 8v.: i Rjett er fráfaranda jarðar að rjúfa hús, er hann á og flytja þaðan viðu, ef viðtakandi vill eigi kaupa eptir mati úttektarmanna (lög um áhúð jarða o. fl. 12/i 1884, 10. gr.), en eng- an veginn má hann spilla veggjum eða raska öðrum mannvirkjum, er hann hetir sjálfur gjört af efni því, er áhýli hans heflr í tje látið. 1168. Er vinnuroanni, sem hefur fyrirbarni að sjá, og ekki á aðra eign en fáeinar skepn- ur, er að eins nema tíund, skylt að gjalda dagsverk til prests ? Sv.: Já, sjá kgsúrsk. 21. maí 1817. Dritvikurlalll! Ef J>ú heldur uppteknum liœtti, at> rangfæra orh mín og annara í saurblaöinu pinu, ruáttu vara þig, að ekki fari svo, ab annar liarð- hentari tosi um axlaböndin en persónan. sem gerbi þab hjerna um baustib, þegar þú áttir við-i úti- búrinu. Reykjavlk 6. febr. 1898. Pjetur Jónsson. Vanur og- dnglegur bókhaldari getur fengið atvinnu við stóra verzlun á vesturiandi, Nánari upplýsingar hjá G. Sch. Thorsteinsson. Aðalstræti 7. Hús til leigu. Þrjú rúmgóð herbergi með eldúsi og gevmsluhúsi eru til leigu frá 14. maí 1893 á góðum stað í hænum. Ritstjóri vísar á. ATænt 6-inannafar, vel útreitt, fæst til leigu eða kaups hiá J. Tliorsteinsen, Gríms- stöðum. Kegllisamur og duglegur maður getur fengið vist í Bernhöf'ts-bakarí frá 14. maím. næstkomandi. Johanne Bernh'öft. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR* fæst ókeypis hjá ritstjórunuin og hjá dr. med. J. jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. 20 hinn eini, er hann dregur á tálar. Er skriflegur samn- ingur ykkar í milli?« Ásmundur hristi höfuðið. »Gott og vel. Heimta þú borgunína út i hönd«. »Það er nú svona og svona«, sagði Ásmundur. »Ef jeg skipa upp fiskinum, mundi það kosta meiri fyrirhöfn en jeg heíi tíma til, að skipa honum fram og aptur«. »Farið þá hjeðan í nótt«, madti Ragna. »Jeg er ó- smeik við þann segg. Jeg stend fyrir svörum í fyrra málið«. »Ætli þjer þá að segja honum, að þjer hafið varað mig við honum«? spurði Ásmundur, og tók í hönd henn- ar, þótt henni væri það eigi meira en svo ljúf't. »Já, vist ætla jeg að segja honum það. Ætti jeg að láta hann ímynda sjer eitthvað sem ósatt er, úr þvi að jeg get sagt honum eins og er«? »Jeg gæti með glöðu geði gefið honum allan flskfarm- inn fyrir það, er jeg heíi nú orðið áskynja«, mælti Ás- mundur. »Iívers hafið þjer orðið áskynja?« spurði hún. »Þess, að það, er hugur minn hefir staðið til í meira ^n tvö ár, svo sem hins fegursta og bezta á jörðunni, það er alveg eins og jeg hefi gjört mjer í hugarlund. »Já—nú verð jeg að fara«, sagði hún utan við sig og dró að sjer höndina. 17 sat hljóður og það slokknaði í pípunni hjá honum. »Það er hún. Það getur engin önnur verið«, hugsaði hann. »Y ill hún þá taka yður?« spurði hann loks í hásum róm. »Ja, auðvitað mál. Ef jeg bara vildi,—þá muridi það fljótt komast i kring. En þarna kemur hún þá. Nú skuluð þjer líta á hana«, mælti hann, og spratt upp til þess að ljúka upp dyrunum. Og inn skundaði Ragna, og hjelt á bakka, fullum af glösum og flöskum. Hún var há og grönn og skipti vel litum. Hún hafði mikið hár og frftt, og íljetturnar undn- ur upp aptan í hnakkanum. Hún var í ljóslitum sumar- búnaði, og hafði svo ljettan og látlausan limaburð, svo sem hefði hún alið alla æsku sína í velsæld og við menntun. Ásmundi varð felmt við og augun lukust ósjálfrátt aptur. »Nei, nei. Þjer verðið að gera svo vel, að hafa aug- un opin núna, lagsmaður!« sagði kaupmaður lilæjandi. »Hvað segið þjer þá?« mælti hann og strauk um leið stúlkunni með handarbakinu um vangann. ■ Engu var svarað, því óðara hratt stúlkan óþyrmilega frá sjer hendi húsbónda síns, og gekk í snatri út úr stof- unni. En úr dyrunum leit hún til Ásnmndar nærri því

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.