Ísafold - 18.02.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.02.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmÍRt einu sinni eða tvisvar i viku. Yerí) árg. (75—80 arkft) 4 kr., erlendis 5 kr. ec)a l1/* dolL; borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin viT> Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blaðs- ins er í Austuratrœti 8. XX. árg. Reykjavik, laugardaginn 18. febr. 1893. 8. blað. iestrarfjelags- kl. 8V* A fundur með upp- boði mánudaga- kvöldið 20. febrúar Hótel Reykjavik«. Hafis kom inn á ísafjarðardjúp laust eptir miðjan f. mán. og síðan inn á hina vesturflrðina: Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð; í Bolungarvík varð ekki róið sakir íssins. Norðanlands eigi getið um ís enn nema á Húnaflóa vestanverðum og lítils háttar hroða á Eyjafirði um mánaða- mótin. Gufuskiplð „Waagen“ komst loks aí stað h.jeðan í f'yrradag, á leið til Austfjarða og þaðan til Norvegs. Með því t'óru brjet' og sendingar með nýkomnum póstum að norðan, austan og vestan. Farþegar með því hjeðan til útlanda voru kaupmennirnir Björn Kristj- ánsson og W. O. Breiðfjörð. Aukapóstar voru sendir hjeðan 15. og 16. þ. m. til Akureyrar og Isafjarðar með lausa- brjef, er komu með »Waagen«. Gullbrúðkaupssjóður konungshjön- anna. Það á að útbýta styrk af sjóði þessum, gullbrúðkaupsgjafasjóðum, í fyrsta sinn í vor 26. maí, brúðkaupsdag þeirra konungs og drottningar, fátækum ekkjum eða ó- giptum dætrum dáinna þegna Danakonungs, ýmist 200 eða 100 kr. á ári handa hverri, er styrkinn f'ær. Dæturnar þurfa að vera 45 ára eða eldri, og meðal þeirra, er um styrkinn sækja, verður sjerstaklega tekið tillit til þess, ef menn þeirra eða feður hafa unnið sjer til ágætis í þjónustn hins opinbera, landsstjórnar eða sveitarstjórnar, eða til almennings heilla. Styrkbænir á að stíla til hans hátignar Christians kon- ungs IX. og hennar hátignar Louise drottn- ingar; þau útbýta styrknum bæði í sam- einingu. Bænaskrár hjeðan af landi þurfa að komast með póstskipinu, sem hjeðan á að fara seinni hluta marzmánaðar; næst fer eigi skip fyr en í miðjum maímán., og það verður of seint. Búnaðarfjelag Suðuramtsins. Fyrri ársfundur þessa fjelags var lialdinn 11. þ. m. Forseti (H. Kr. Friðriksson) lagði fram reikning yflr tekjur og gjöld fjelagsins næstl. ár, og samkvæmt honum var eign þess við áramót að meðtöldum eptirstöðv- um af' gjöfinni frá bankanum 25,272 kr. Fjelagsmenn era nú 291 að tölu (þar af 56 nýir). Eptir að forseti hafði minnzt á framkvæmdir fjelagsins næstl. ár, var sam- þylckt, að veita fjelagsstjórninni heimild til að verja allt að 1800 kr. af sjóði fje- lagsins handa búfræðingum þetta ár, þar ■af allt að 700 kr. handa kand. theol. Sæm. Eyjólfssyni meðal annars til væntanl. ferðar austur í Múlasýslur og norður um land. Forseti bar fram uppástungu frá fjelags- stjórninni um, að undirbúa breytingu á fjeiaginu, að það gæti orðið búnaðarfjelag landsins alls, með því að kjósa nefnd til að íhuga það til næsta fundar. Var sam- þykkt 5 manna nefnd og í hana kosnir: H. Kr. Friðriksson, Þórhallur Bjarnarson, Eiríkur Briem, Björn Jónsson ritstj. og Sæmundur Eyjólfsson. Samþykkt var og að veita 50 kr. styrk til aðgerðar við Fossála. á Síðu; enn fremur að veita Har- aldi Sigurðssyni á Hrafnkelsstöðum í Ar- nessýslu 200 kr. styrk til að veita vatni í timburrennu yflr Litlu-Laxá. Samþykkt var enn fremur að heita 100 kr. verðlaun- um fyrir beztu rit.gerð um húsabyggingar (bæjar- og fjenaðarhúsa), er komin væri til fjelagsins fyrir næstu árslok. í dómnefnd- ina voru kosnir: stjórnarnefndin (H. Kr. Friðriksson, Eiríkur Briem og Geir Zoega kaupm.), Þórhallur Bjarnarson og Sæm. Eyjólfsson; en hún skyldi sjálf bæta við sig 2 mönnum, trjesmið og bónda. Að síðustu var samþykkt uppástunga stjórn- arnefndarinnar, að fjelagið keypti halla- mæli með kíki, til að mæla meö halla á löngum vegi. Sifjaspell, barnsmorð og sjálfsmorð. Nýtt stórglæpamál er upp komið í Þing- eyjarsýslu, á prestssetrinu Svalbarði í Þistilfirði. Þar áttu hálfsyskin, Sigurjón og Sólborg, vinnuhjú prests, barn saman í vetnr með leynd; drap hún þegar barnið, en hann gróf það í sjávarborg, þar sem hann gætti fjár prests. Um það var ekkert skeytt á Svalbarði, að stúlkan grenntist, en hrepp- stjórinn komst á snoðir um þetta og skrif- aði sýslumanni, Benidikt Sveinssyni. Fór Einar sonur hans, cand. juris og fullmekt- ugur, austur, í forföllum föður síns, yflr- heyrði allt fólkið á bænum og Sigurjón síðastan, er hann kom hcim um kvöldið þann dag frá kindum, og meðgekk hann allt saman, bæði barneignina með hálf- systur sinni og hlutdeild í morði barnsins. Þetta var um háttatíma. Að því búnu gekk Einar upp á lopt til fölksins og sagði stúlkunni, Sólborgu, að hann yrði að taka hana fasta, grunaða um glæp, vísaði lienni í afþiljaðan klefa í baðstofuendanum og setti tvo menn til að gæta þess, að hún færi ekkert burt þaðan, rannsakaðl föt hennar og vasa, og ætlaði að yfirheyra hana að morgni. Hún bað um að mega hafa |hjá sjer barn, er hún átti á lífl og þar var á bænum, telpu á 5. ári, en því neitaði yfirvaldið. Tók liún þessu öllu rólega að sjá, fór ofan í koffort, er hún átti í baðstofunni, og tók þa-r samanbrotna ljereptsskyrtu með sjer inn í húsið afþiljaða, og háttaði þar ofan í rúmið. Litlum tíma eptir rak hún upp hljóð og bað um vatn; kom þá Einar upp og spurði, hvað að henni gengi, en hún kvaðst ekki vita það; hljóðaði hún litla stund og dó síðan. Hafði hún náð í eitur (strychnin) hjá bróður sínum og barnsföður, er honum hafði verið fengið í hendur til að eitra með fyrir refl, og geymt það i koffortinu, en náð því um ieið og sltyrt- unni. Fannst glasið í rúminu hjá henni dauðri. ímynda kunnugir sjer, að hún hafi ætlað barninu að fara sömu leið, ef hún hefði fengið að hafa það hjá sjer. Fptir að Sólborg hafði drepið (hitt) barn- ið, er hún ól um hádag, ljet hún það i kistu í öðrum enda baðstofunnar, og þar var það í hálfan mánuð, áður en Sigurjón gat tekið við líkinu og komið því undan. (Mun þetta vera hans frásögn, því engin fekkst skýrsla af henni). Hann vafði líkið í sloppræfli, gróf það í horni á fyrnefndri sjávarborg og var látinn grafa það upp þar aptur af yfirvaldinu. Læknir rann- sakaði líkin bæði, barnsins og móður þess, og hvað það dáið hafa köfnunurdauða, en hana af »stífkrampa«, — verknn eiturs- ins. Það er í frásögnr fært, að eigi hafl Sig- urjóni þessum orðið mikið um, er systir hans tók helsóttina af eitrinu og andaðist; hann sat rólegur og snæddi mat sinn á meðan, og sýndi á sjer gleðibrag þar sem hann gisti á leiðinni til sýslumanns, í varð- hald þar. Móðir þeirra syskina er á lífi, en feður dánir. Skýrsla þessi er gerð eptir brjefum ná- kunnugra manna úr sama byggðarlagi, dags. síðast í f. mán. En það mun hafa verið skömmu eptir veturnætur, er barns- morðið var framið, en langt um liðið er sýslumanni var tjáður grunurinn um glæp- inn. Gufuskipsferðir sunnan um land. Merk- ur maður á Austfjörðum skrifar ísafold í vet- ur: Jeg get eigi leitt hjá mjer að láta í ljósi skoðun mína um, hvernig hentugastur væri sá liður strandferðanna, er sunnlendingar ættu að nota, bæði fyrir oss útvegsbændur hjer eystra og sunnlenzka sjóróðramenn og ef til vill fleiri. Sunnlendingar ættu að fá far hingað austur nálægt miðjum júnímán.; svo ætti strandferða- skipið að fara hjer um íirðina í lok septem- ber eða byrjun októbermán., til að flytja þá sunnlendinga beim til sín, er einhverra orsaka vegna eigi geta dvalið hjer lengur, ásamt sveita- kaupafólki og námspiltum; og síðustu ferðina ætti skipið að fara hjer um nálægt miðjum nóvember. Allar ferðirnar þessar 3 ættu auð- vitað að vera sunnanlands. Svona ættu nú ferðirnar að vera lagaðar, að því leyti sem þessum viðskiptum sunnlendinga og austflrð- inga ætti að verða fullnægt. Ef skip færi hjer um í miðjum nóvember sunnan um land, er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.