Ísafold - 18.02.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.02.1893, Blaðsíða 2
30 jeg líka viss um, að margir sjómenn austíirzkir færu suður, til að leita sjer atvinnu við iiski- róðra þar, og yíir höfuð gæti margt gott leitt af þessa fyrirkomulagi meira en mennnúgætu haft hugrnynd um. f>að væri t. d. ekki óhugs- andi, að hin góða og feita haustsild yrði verzl- unarvara fyrir sunnan söltuð, og ef svo á stæði ný. Það er hörmulegt til þess að vita, að svo dýrmætur og góður fiskur skuli eigi vera meir notaður til manneldis á Islandi en er. Ef svona væru ferðirnar fyrir fram ákvarð- aðar, gætu sunnlendingar líka æðimikið betur húið sig út með ýmislegt heiman frá sjer en ella. Það er auðvitað, að skipin þyrftu að koma hjer sem víðast við fyrir austan i þess- um 3 ferðum sínum, helzt á hvern fjörð frá Djúpavogi til Vopnafjarðar; en viðstaðan þyrfti eigi að vera löng á hverjum stað fyrir það, því allir ættu að koma ráðnir ef unnt væri. Margir sunnlendingar hafa beinlínis skaða á að koma óráðnir; því þeim er þá opt boðið meira en góðu hófi gegnir af miður áreiðanlegum mönnum, og svo verða efndirnar allt öðruvísi en loforðin. (Jeg fæ eigi betur sjeð. en þetta væri laf- hægt fyrir t. d. póstskipið, (sem fer milli Iteykja- víkur og Khafnar, að skreppa þessar ferðirj fyrstu ferðina nálægt miðjum júní, taka sunn- lendínga á leið frá Reykjavik og skreppa með þá austur, og svo hinar ferðirnar í september- lok og miðjum nóvember að skreppa upp til Austfjarða á leiðinni frá Höfn til Reykjavik- ur, vinna landinu með því ómetanlegt gagn og hafa upp úr hverri ferð 5—-6000 kr. fyrir í mesta lagi 3 til 4 daga krók. Jeg vildi nú óska að hinir heiðruðu þing- menn vorir og landsstjórn reyndu nú að leggj- ast á eitt að hrinda samgöngum vorum í sem haganlegast horf. Einn mikils virtur þingmaður sagði í fyrra, 1891, er gufuskipsmálið var síðast til umræðu í sameinuðu þingi, og einmitt var verið að ræða um þessa flutninga sunnlenzkra sjómanna hjeðan að austan, að haustinu til, að lítið mundi gera til, hvort skipið færi hjer um að taka sjómennina hálfum mánuði f'yr eða síðar; en jeg er nú alls ekki á því. Menn getafeng- ið hjer, ef til vill, 150 kr. hlut á hálfum mán- uði, og þásegi jeg, og jeg vona að margir verði mjer samdóma, að fátæklinga munar um minna«. Um lífsábyrgð. Eptir síra Ólaf Olafsson í Guttormshaga. Um þessar mundir eru menn sem óðast að fara til sjóar eöa 1 verið. Þegar menn eru að taka sig upp að heiman í þær ferðir, er einlægt einhver alvörublær á sveitaheim- ilunum. Mönnum verður ósjáifrátt hugsaö til þess, að þeir koma ekki ætíð allir aptur, sem í þær ferðir fara. Bóndinn lætur eptir konu sína og barnahópinn sinn, upp komnir syn- ir láta rnargir eptir aldraða og lúna for- eldra, og ungu stúlkurnar eru á stöku stað dálítið dapureygðar þessa daga. Víðast sem jeg þekki til lifir enn sá gamli og góði siður, að vermennirnir taka ofan hattinn eða húfuna, er þeir fara úr hlaðinu, og biðja guð aðvernda sig og geymaþá, sem eptireru heima; jeg hef opt sjeð tár í aug- um manna, er kunningjar og vandamenn hafa farið úr hlaðinu; en það eru tár, sem engum góðum manni er óvirðing að. Sjóferðirnar okkar íslendinga eru stríðin okkar; heimkoman er lítið vísari vermann- inum hjer á landi en hermanninum í öðr- nm löndum; veldur því margt, sem mönn- nm er ósjálfrátt, en því miður líka margt, sem þeim er sjálfrátt, svo sem gapaskapur og kæruleysi formannanna, sem of mörg- um manni hefir að bana orðið. Veturinn 1883—84, ef mig minnir rjett, • fór fjöldi manna í sjóinn; taldist þá svó til, að mannskaði eins árs væri jafntilfinn- anlegur fyrir oss Islendinga, sem manntjón- ið Þjóðverjum í síðasta ófriði þeirra við Frakka. En meðan fiskiveiðum og sjó- sóknum er svo háttað, sem nú er hjer á landi, má í rauninni ætíð búast við tals- verðu manntjóni árlega. En tjón það, er stafar af skiptöpum og enda öðrum mannsköðum, er hvorki ein- falt nje tvöfalt, heldur margfalt. — Þegar menn fara til sjóar, eru heimilisástæður stundum ekki betri en svo, að gott þykir ef heimilið »lafir uppi« eða »draslast af« þangað til um lokin, að bóndinn eða mað- urinn, sem heimilið stendur á, kemur heim og færir björg í búið. Opt fer allt þetta vel; en stundum kemur líka fyrir lokin sú frjett, að bóndinn eða heimilisstoðin hafi drukknað; og þá er vanalega ekki »í ann- að hús að venda« en að leita til hrepps- nefndarinnar. Fer þá vanalega svo, að heimilin eru »tekin upp«, börn og gamal- menni sett niður, sitt á hverjum staðnum, en ekkjan, ef nokkur er; látin fara í vist með 'eitt barnið sitt með sjer. Þeir, sem lengi hafa verið í hreppsnefndum, geta borið um, hve skemmtilegt það er, að taka börn frá hryggum og grátnum mæðrum, eða setja niður uppgefin og mædd gamal- menni, sem misst hafa einkastoð sína; bændurnir geta borið um, hve affarasælt það er, að verða fyrir þessum skellum; en aliir góðir menn geta rennt grun í harm og hugarangur þeirra, sem fyrir missinum verða. Þó jeg verði allra karla elztur, þá gleymi jeg aldrei einum degi æfi minnar. Jegvar á þremur uppboðum sama daginn; vóru seldarTallar eigur eptir þrjá bændur, er all- ir höfðu farið i sjóinn. Er mjer einkum fyrirminni einekkjan; börnin hennarvoru sitt á hverju árinu og sjálf var hún van- fær, komin langt á leið. Meðan kýrnar voru boðnar upp, stóð hún úti á hlaði og börnin í kring um hana; voru þau feimin og hálfhrædd og hjeldu í pilsið hennar. Uún var þrútin í andlitinu af gráti og tárin runnu í sífellu niður eptir kinnum hennar. Hreppstjórinn bauð upp, yfirboðin komu hvert á fætur öðru, hamarinn skall í smiðju- þilinu og kýrnar voru leiddar burtu hver eptir aðra. Þegar seinasta kýrin var sleg- in og leidd buriu, fór ekkjan þegjandi inn, iagðist upp í rúm og breiddi upp yfir höf- uð. Jeg heyrði fram í göngin, hvernig hún barðist við ekkann og grátinn. Mjer þótti harmur hennar náttúrlegur; maðurinn hennar lá kaldur á sjávarbotninum, hinum litlu eigum var tvístrað og börnin áttu að fara daginn eptir sitt í hvern staðinn. Þessu lík dæmi þekkja víst margir. Alveg hið sama. er uppi á teningnum, þótt bóndinn eða heimilisstoðin deyi á sótt- arsæng, ef hinn dáni lætur lítil eða engin efni eptir sig. Eymdin og vandræðin, sem fráfall eins manns skapar opt og tíðum, eru svo tíð og alkunn, að ekki er þörf á að fara um það frekari orðum. Eru þá engin ráð til, sem geti bætt úr þessu, eða að minnsta kosti gjört vandræð- in minni og ástæður hinna eptirlifandi dá- lítið betri? Jú, ráðin eru, ef til vill, mörg; en flest eða öll má heimfæra þau undir eitt orð,, að spara, að spara i tíma. En eitt hið bezta sparnaðarráðið er, að menn kaupi sjer lífsábyrgð, og byrji á þvi meðan þeir eru ungir og iðgjöldin þar af leiðandi lág. Ráð þetta má nú orðið heita alkunnugt; er það mest að þakka dr. J. Jónassen í Reykjavík. En fyrst að ráðið er alkunnugt, hví nota menn það þá ekki? Hverju svara menn almennt, ef þeim er bent á það? »Jeg get það ekki«, segja menn. Nær væri mönnum að segja það, sem þeim í raun og veru býr í brjósti: »Jeg vil það ekki; jeg kæri mig ekki um það«. Jeg held nú, að fæstum ungum mönn- um sje ómögulegt að kaupa sjer hæfilega lífsábyrgð, ef þeir vilja. Ef tvítugur mað- ur kaupir sjer æfilanga lífsábyrgð upp á 500 kr., þá þarf hann að borga 7 kr. og 5 a. á ári; ef lífsábyrgðin er upp á 1000 kr., þá 14 kr. og 10 a. Er nú þetta frá- gangssök? Látum revnsluna skera úr; hún verðui' ekki hrakin • Gjörum ráð fyrir sextugum manni, sem frá því að hann er tvítugur og þangað til hann er sextugur eyðir til jafnaðar á ári 8 pundum af rjóli og 5 pottum af brenni- víni, stundum vitanlega minna, en sum ár- in meira. Til þessa eyðir hann árlega 16 kr. Þegar hann er sextugur, er hann búinn að taka í nefið og drekka 640 kr. En þessi maður — jeg tek það fram — telst enginn óreglumaður eptir vanalegum og al- mennum hugsunarhætti. Hver vill nú segja, aö þessir menn sjeu fágætir á meðal al- mennings, eða að sá, sem getur þetta, hefði ekki eins getað keypt sjer 1000 kr. lífsá- byrgð, ef lxann hefði viljað f Hvort þarf- ara sje, hygg jeg að ekki þurfi að eyða orðum að. Undan þessum nefskatti kvart- ar enginn, af því að menn læra að brúka tóbak um leið og menn iæra að girða upp um sig brækurnar; þar er viljinn með »í spilinu«; það er mergurinn málsins. Yið segjum raunar tóbalcsmennirnir, að tóbak- ið veiti okkur marga ánægjustund; en við hefðum verið jafnánægðir alla æfi okkar, þó við hefðum aldrei vanið okkur á það. Það sjest bezt á kvennfólkinu og á þeim fáu karlmönnum, sem ekkert tóbak brúka. Það eru einkum ungu mennirnir, sem jeg vil beina orðum mínum að. Kaupið ykk- ur lífsábyrgð og gjörið það sem fyrst; því yngri sem þjer eruð, því lægra verður ið- gjaldið. Vinnið það til, að neitaykkurum einhvern munaðinn eða óþarfann. Ef þjer komizt á fullorðins ár, mun ykkur þykja stór-vænt um, að hafa tekið þetta ráð í tíma. Ef þjer deyið á undan foreldrum ykkar, þá getur lífsábyrgðin orðið til þess, að skapa þeim rólega og ánægjusama elli, þar sem þeir annars hefðu, ef til vill, farið á sveitina eða átt við skort og örbirgð að búa. Foreldrarnir munu þá blessa minn- ingu ykkar og allir góðir menn telja ykk- ur góða syni, sem öðrum sje vert að breyta eptir. Feður og mæður! Eigið góð orð að því við syni ykkar, að þeir taki þetta heilla- ráð í tíma; því fyr, því betra. Áminnið þá um og kennið þeim að verja aurunum og krónunum, sem þeim áskotnast, sjer og öðrum til gagns og blessunar. Yrðu lífsábyrgðarkaup alrnenn, þá mundu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.