Ísafold - 18.02.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.02.1893, Blaðsíða 3
31 vandræðin opt verða minni, en nú er raun- in á, við fráfall eins og annars; þá mundu spor margra ekkna verða bærilegri, mörg börn og gamalmenni síðurfara á sveitina, og, það sem ekki er minnst um vert, marg- ur maður fara með meiri heiður á baki sjer í gröflna. Barnaskólinn í Þykkvabænum. Skóli þessi var settur í haust 12. október, og er það sá fyrsti barnaskóli í Eangárvallasýslu; í skólann ganga milli 20og30börn, auk nokkra íullorhinna sem nota kvöldskóla; kennari er Nikulás Þórðarson, gagnfræðingur írá Möðru- völlum, sjerlega gáfaður piltur og einkar vel fallinn kennari. Kennt er kverið, lestur, skript, rjettritun, bifliusögur, landafræði, mannkyns- saga, danska og enska, sömuleiðis söngur. Hversu barnaskólar eru nauðsynlegir þar sem mögulegt er að þeir geti þrifizt, þarf ekki að lýsa fyrir þeim, sem nokkuð hugsa um menntamál þjóðar vorrar, en því miður virð- ist nauðsvn og gagnsemi þeirra ekki almennt komin inn í meðvitundina, og sýnir það bezt, bversu erfitt gengur að reisa skóla af frjálsum samskotum. Að visu er nú skóli sá sem hjer ræðir um kominn upp af samskotum, en mjög hefur það gengið erfitt að safna þeirn. Eaun- ar befir árferði og erfið verzlun verið Þrándur í Götu þetta ár fyrir öllum framkvæmdum, en lítið má ef vel vill; allir bændur í Þykkva- bœnum hafa gefið til skólans, en sökum fá- tæktarinnar var það í smáum stíl bjá sumum; nokkrir utan Þykkvabæjar bafa rjett bonum hjálparhönd og má sjerstaklega nef'nasýslumann okkar Pál Briém, sem hefur látið sjer sjerlega annt um, að skólinn kæmist upp, og þar til gefið honum rúmar 80 krónur. enda lætur hann sjer mjög annt um menntun æskulýösins í sýslu sinni. Skóli þessi kostaði rúmar 500 kr., stendur bann í skuld hátt á annað bundr. krónur eptir bygginguna, og sjást engin ráð að fá það fje, utan með því að reyna að stofna tombólu, enda er það í ráði ef samþykki f'æst að balda hana á næsta vori, og er vonandi aö margur vekist upp til að gefa muni til hennar, því sannarlega er því fje vel variö, sem gengur til menntunar fátækum og fáfróð- um æskulýð, og verð jeg að álita það hið blessunarríkasta velferbarmál Tslendipga, að auka af fremsta megni menntun hinna ungu, því enginn efi er um það, að menntunin breytir hugsunarbættinum og eikur sjálf'stæðisbugs- unina, sem er eitt af' okkar vissustu skilyrðum i'yrir menning og manndáð. Að endingu skal þess getið, að skólakennsl- an i Þykkvabænum á að standa í 6 mánuði, og byggja hlutáðeigendur á þvi, að skólinn verði aðnjótandi að drjúgum mun styrks af fje því sem veitt er til barnaskóla af landssjóði, því sökum fátæktar þeirra, sem börnin eiga, sem á skólann ganga, þótti ekki fært að setja skólagjaldið mjög hátt. Sýslusjóður Kangár- vallasýslu og sveitarsjóður Ásbrepps haf'a lagt nokkurt fje fram. Hala í janúarmán. 1893. Þ. Guðmundsson. Dauðan svurtfugl hefir rekið brönnum saman hjer sunnan lands í vetur hingað og þangað nýlega, t. d. í Þorláksböfn 13—1400 á skömmum tíma. Litur út fyrir að hann hafi dáið úr hungri og hor, enda fádæma-sílislaust í sjónutn, að sögn sjómanna, og fiskur einnig mjög magur, sá er fengizt hefir upp á síð- kastið. Leiðarvísir ísafoldar. 1170. Hefur hreppsnefnd nokkurn rjett til að neita vinnukonu, sem á barn á sveitinni, um að taka barnið til sín meðgjafarlanst, þar eð henni býðst áreiðanleg vist með barninu; og hefir nefndin rjett til að heimta kaup hennar með barninu, þar eð henni var synj- að um barnið? Sv.: Nefndin getur ekki haldið harninu fyr- ir njóðurinni, ef hún vill og getur annazt.það sjálf styrklaust af sveitarsjóði, og þá auðvit- að ekki heimtað kaup hennar með því. 1171. Jeg er vinnumaður hjer á bæ og tek að mjer kvennmann fyrir fullt og allt, en gipt- ist ekki, flyt mig hjeðan í hurtu á næstavori ásamt unnustu minni í aðra sýslu, sem er mín sýsla, en hreppsnefndin vill ekki sleppa henni nema við giptum okkur, áður en við flytjum hurtu; getur hreppsnef'ndin bannað okkur að flytja hvert á iand sem við viljurn ógiptum, þar hvorugt okkar höfum þegið af sveit, og bvorugt okkar hefir ómaga fram að færa og ætluin bæði fyrir vinnuhjú? Sv : Þau eru bæði fær að ráða vist sinni. 1172. Getur handverksmaður skipað lærl- ing sinum hvaða vinnu sem er, og ekki kem- ur bandverkinu við, t. d. sækja vatn, keyra kol, smala hestum, stinga upp kálgarð o. s.frv.? Sv.: Fer eptir samningi. 1173. Eiga lærlingar ekki heimting á að haf'a ákveðinn vinnutíma? Sv.: Fer eptir venju á hverjum stað; en ó- hæfa er að hann sje lengri en fyrir fullorðna. 1174. Geta ekki harnakennarar, sem halda fjölsótta privat-barnaskóla í kaupstöðum. feng- ið styrk af opinberu fje, eins og umgangskenn- arar í sveitum, ef þeir leggja fram fullar sönnur fyrir því, aö kennslan sje eða hafi verið eins góð í privat-skólunum, sem hin- um föstu skólum? Sv.: Eigi nema þeim væri beinlínis veittur slíkur styrkur með íj'árlögunum. 1175. Eru gjörðir þeirrar hreppsnefndar gildar, þegar 2 af 5, er voru í netndinni og burt áttu að víkja, eru kyrrir, án þess að vera endurkosnir ? 8v.: Þeir sem eiga að víkja úr hreppsnefnd, taka þátt í störfum nefndarinnar, þar til er ný kosning í nefndina fer f'ram, hvort sem er meiri eða minni hluti. 117G. Segist ekkert á þvi, að prestur í sveit byrji ekki messugjörð í skammdeginu (á ný- ársdag) fyrri en fullum 2 stundum eptir há- degi, og gjöra þó söfnuðinum alls eigi aðvart um það, fyrri en það er komið á kirkjustað- inn langar leiðir fyrir venjulegan messutíma, sem sje hádegi ? Ef nokkuð segist á slíku, hverju varðar það þá? Sv.: Eigi er lögákveðið, nær prestur byrji messugjörð, en tilhlýöilegt er, að hann byrji hana ávallt í sama mund. Dragist það að forfallalausu mun lengur en vanalega, er það óregla, sem þó segist vart á, nema bert hirðuleysi geti sannazt upp á hann. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op- br. 4. janúar 1861, er hjer með skorað á þá, sem eiga að telja til skulda í fje.lags- búi Kristínar sál. Bárðardöttur frá Kii’kju- böli á Langadalsströnd, er andaðist þ. 23. sept. 1891, og áður látins manns hennar Guðmundar sál. Jóhannessonar, að lýsa kröfum sínum í tjeðu dánarbúi innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar og sanna þær fyrir undirskrifuð- um skiptaráðanda. Skiptaráðandinn í ísafjarðars. 6. jan. 1893. Lárus Bjarnason settur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. janúar 1861, er hjer með skorað á alla þá, er til skulda eiga að telja í dán- arbúi Haraldar sál. Halldórssonar frá Eyri í Skötufirði, er andaðist þ. 20. október 1890, að lýsa kröfum sínum í tjeðu dánar- biíi innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptarráðanda. Skiptaráðandinn í ísafjarðars., 6. jan. 1893. Lárus Bjarnason settur. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjer með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi prestsekkju madame Marenar Níelsdóttur, sem andaðist að Miðgili í Langadal 21. júní f. á., að lýsa skuldum sinum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Húnavatnssýslu 1. febrúar 1893. Lárus Blöndal. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op. br. 4. janúar 1861, er hjer með skorað á alla þá, er til skulda eiga að telja í dán- arbúi Steindórs sál. Benjaminssonar frá Meðaldal í Dýrafirði, er drukknaði af ame- rísku skipí snmarið 1891, að lýsa kröfum sínum í tjeðu dánarbúi innan 12 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í ísafjarðarsýslu. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja hins látna að gefa sig fram og færa sönn- ur á erfðarjett sinn. Skiptaráðandinn í ísaf'jaröars., 6. jan. 1893. Lárus Bjarnason settur. Proclama. Hjer með er skorað á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Sveinbjarnar Þórðarsonar í Sandgerði, sem andaðist hinn 14. f. m., að tilkynna kröfur sínar og sanna þær fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fresti er skorað á þá, sem skulda tjeðu dánarbúi, að greiða skuldir sínar til mín. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.s. 13. febr. 1893. Frana Siemsen. Proclama. Hjer með er skorað á þá, sem til skulda telja í dánarhúi Jóns Sveinbjarnarsonar í Sandgerði, sem drukknaði hinn 29. apríl f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptarráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Með sama fresti er skorað á þá, sem skulda tjeðu dánarbúi, að greiða til mín skuldir sínar. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.s. 13. febr. 1893. ___ Franz Siemsen. Allir þeir sem skulda Prentfjelagi ís- firðiiic/a fyrir blaðið »ÞjóðviIjann« og fleira eru hjer með beðnir að greiða þær skuld- ir sínar fyrir lok næstkomandi júnímánað- ar til Þorvaldar læknis Jónssonar á ísafírði. ísafirði 28. janúar 1893. Prentfjelagsstjórnin. Sjónleikir í Hafnarfirði, í kvöld (ld.) kl. ðYa (»Hrólfur« og »Narfi«) og annað- kvöld (sunnud.) á sama tíma og sömu leik- ir, í Good-Templarahúsinu. Bílæti, 50, 40 og 30 a., fást pöntuð hjá hr. úrsmið Teiti Th. Ingimundarsyni, Suðurgötu 13, Rvík, til kl. 11 f. liád. á morgun (sd.) Forstöðunefndin. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍF’SÁBYRGÐAR* fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.