Ísafold - 11.03.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 11.03.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni e<ba tvisvar i viku. Yerð örg. (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eí)a l1/* doll.; borgist fyrir mibjan júlímán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgreibslustofa blabs- ins er i Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 11. marz 1893. 12. blað. ÍSAFOLD kemnr út tvisvar í næstu viku, hvort sem jvóstskip kemur þú eða ekki. Hepting sandfoks. Einn merkisbóndi í Rangárvallasýslu, JEyjólfur sýslunefndarmaður Guðmundsson i Hvammi á Landi, skrifar 9. desbr. f. á. til kand. Sæmundar Eyólfssonar : «Það liggur mörgum þungt á hjarta, hversu mikið tjón sandurinn er búinn að gjöra og heldur áfram að gjöra hjer í sýslu og sjerstaklega Landsveit, sem allra sveita mest, heflr fengið að kenna hart á hans miskunnarlausa yflrgangi og það næstliðið haust. Menn eru farnir að tala um ráð til að bjarga sjer. En það ráð líkar mjer -ekki vel. Það er að flýahjeðan. En það geta ekki heldur nema surnir. Hjer eru margir ósjálfbjarga menn og ómagar, og þeir myndu verða eptir. Það hlyti því að liafa talsvert alvarlegar afleiðingar, ef þetta ráð væri upp tekið, sem yrði þá auðvitað •af helztu mönnunum, því fádæma sveitar- byrði hafa þeir boriö, síðan 1882 (þ. e. feli- isárið) og bjargazt furðanlega, jafnvel svip- að því sem víða gjörist í hinum blómlegri sveitum, þar sem þessi. byrði er miklu ljett- ari, sem eðlilegt er; því hjer var miklu fjölbygðara fyrir fáum árum, svo margur á kyn sitt að rekja hingað, en nú eru svo fáir, sem við bvrðinni verða að taka, því sandurinn hefir eyðilugt jarðirnar, og býl- um liefir fækkað; eru þó nokkur í byggð aðeins að nafninu til, sem alls ekki ættu að vera það;en það er nú eitt af því sem erfitt mun verða að laga eins og nú : stendur. Allt þetta sýnir, að leifar þær, sem ept- ir eru af sveitinni, eru kjarngóðar og mjög niikils virði. En þær eru allt af að minnka, segja menn, og einhvern tíma og jafnvel bráðum rekur að því, að þær verði svo litlar, að engin leið verður að bjargast á þeim, og ekki er skynsamlegra að bíða þangað til allt er komið í óefni. Móti þessari setningu, eins og hún iiggur fyrir, flnnst mjer ekki gott að bera, en mjer finnst að menn ættu fyrst af öllu að bera upp spurningu bæði fyrir sjer og öðrum, nefnilega þá: er sandeyðingin í raun og veru svo löguð, að ekkert sje reynandi til að draga úrhenni, og jafnvel koma í vegfvrir hana með tímanum, og hvernig á að fara að því? Eg tel mig þó ekki færan um að svara þessari spurningu til liiítar, enda verður svarið að vera að mestu leyti á- gizkun, eins og nú stendur, fyrir hverjum sem henni svaraði, og ef það gjörðu marg- ir, er líklegt að skoðanir yrðu skiptar. <Þó þætti mjer líklegt, að mönnum kærni sanian um það, að henni yrði ekki full- komlega svarað nema af meiri eöa minni reynslu, eins og jeg get varla skiiið í því að mönnum kæmi ekki saman um það, að fráleitt sje að iiorfa alveg höggdofa og aðgjörðalaus á heilar sveitir eyðast. já heilar sýslur í stórvoða, afþessum vogesti, án þess að nokkuð verulegt sje gjört til að draga úr yfirgangi hans; og þó mun- enginn sem vill vanda orð sín, þora að full- yrða, skilvrðislaust, að það sje ekki auðið, og næst er mjer að halda,, að þetta, ef því væri verulega gaumur geflnn, mundi frem- ur stranda á gamla efnaleysis-viðbárusker- inu heldur en á öðrum torfærum. Að vísu er erflðara við að gjöra nú en fyrir nokkr- um árum, þegar sandgárarnir, sem nú skipta jafnvel tugum dagslátta, voru aðeins smá- flög eða bakkabrot, hefði þá verið ráð i tíma tekið. En vera má, að ekki hefði það þá þótt minni fjarstæða, hefði ein- hver getið þess til, að af þeim mundi inn- an fárra ára eyðileggjast það sem nú er fram komið, og að talsverðu fje væri tii þess kostandi, að afstýra því, heldur en þó sagt sje nú, að sandurinn muni. innan fárra ára eyða nærri heilar sýslur, ef ekki er að gjört, og að miklu fje sje kostandi til að afstýra því. Til þess fyrir mitt leyti að svara spurn- ingunni hjer að fi'aman, verð jeg að geta þess, að næstliðið vor gjörði jeg og síra Einar Thorlacius á Skarði ofurlitla tilraun með að sá blöðku-korni (þ. c. íslenzku korni), og bar ekki á öðru en það lánað- ist ágætlega, þrátt fyrir hina afarstríðu norðanstorma og gadda. Yið sáðum í maí, þannig, að við hrærðum korninu saman við heyúrgang (moð) og hesthúshaug, ljet- um svo þenna.n samhræring í hrúgur á sandinn, sem hlóðst svo í holurnar, þegar hann för að fjúka. Var þetta í júlí orð- inn blöðkuhnjóti eða flesja, alþakið ný- græðingsblöðku. Þótt tilraunir þessarværu í smáum stíl, styrktu þær þá ætlun mína, að til blöðkunnar megi sá, og margir vita, að hún er eins og sköpuð t.il að vaxa og þróast í sandinum, og þá einnig til að iiefta fok hans. Með þessari reynslu, þótt smá sje, vil jeg fyrir mitt leyti svara spurningunni hjer að framan, og um leið geta þess, sem öll- um sem t.il þekkja er kunnugt, að blaðk- an hefir því nær ótrúlega vaxið og út- breiðzt hjer .síðan sandeyðileggingin hófst fyrir alvöru (þ. e. síðan 1881),því áður var lít- ið um liana hjer, og liefir hún þö verið nokk- uð yrkt þessi ár, sem jeg fyrir mitt leyti tel vafasamt að sje nokkur hepting á vexti og viðgangi hennar, undir vissum skilyrð- um, það er að segja ef ekki er slegin ný- græðingur, og ekki optar en þriðja livert ár m. fl. (o: melinntel jeg fásinnu að rífa). Blaðkan er sú eina jurt, sem ,jeg þekki hentuga til að hepta sandfok; og þess vildi jcg öska, að bæði þjer og aðrir góðir menn vildu styðja að því bæði í ræðu og riti, að menn vildu gjöra sitt hið ýtrasta til að útbreiða hana, þar sem þess er kost- ur. Auðvitað er hún ekki einhlít til þess; en fleiri eru það hjer heldur en jeg sem háfa tekið eptir þessu, sem ráða má af því, að á síðastliðnu vori, á fundi að Skarði 13. júní, lofuðu 20 bændur hjer að gjöra tilraun í þessu efni á næsta vori, og er það loforð þeirra ritað í gjörðabók hrepps- ins. Framfarafjelag okkar heflr og nú þegar útvegað 2 tunnur af korni, til þessa augnamiðs, og sfendur nú til að sá því á næsta vori, ef guð lofar; er að vísu ekki mikils að vænta af svona smárri tilraun, en þó svo mikils, að eptir henni mætti ráða nokkuð um tilliögun á öðru meira, ef til þess kæmi. Svo mikið þykist jeg þó vita, að blaðka getur ekki þrifizt i mjög moldarborinni jörð. En hjer eru víða stórir moldarflák- ar, og rýkur óhemjan sjálf út úr þeim, þegar hinir tíðu og stríðn norða.nstormar geysa. Það þyrfti því alls ekki að búast við fullkominni bót af blöðkunni, hversu vel og kappsamlega sem hún væri útbreidd. En það er fyrr linun en aibati, og hver veit nema vilji og hugur yxi, ef vei gengi, og vera mætti að einhver yrði svo djarf- ur, að stinga upp á því, að byrjað yrði við upptökin, þ. e. nyrzt á söndunum, og haldið svo áfram niður eptir ; með því einu móti álít. jeg hugsandi til að hefta sand- fokið til fulls. Upptökin á foksandinum eru hjer milli Búrfells og Heklu. Að vísu ná gróðurlitlir hraun- og sandtiákar .jafn- vel norður að Tungnaá; en suður áð þessu takmarki, sem jeg nefndi, liggur blágrýtis- kastmöl víðast ofan á, sem trauðlega fýk- ur til muna. Kafla þá eða landspildur, sem teknir væru til sáningar, mundi að minnsta kosti fyrst í stað þurfa að umgirða, og yrði sízt skortur á efni til þess; því grjót er víðast óþrjötandi, við hendina. En hvað sem öilu þessu líður, mun ekki vera til neins að hugsa svo karlmannlega, og sízt í bráð, eða, sem margir munu nú reyndarkalla heimskulega, jafnvel þó sann- leikurinn sje sá, að þetta væri vel kieyft, ef hyggindi og peninga ekki brysti». — Hinir vesturheimsku »túlkar», Bald- vin L. Baldvinsson og Sigurður Kristó- fersson, eru nýlega hingað komnir, að af- lokinni yflrreið sinni yfir meiri hluta lands- ins i »leiðbeininga« skyni við væntanlega vesturfara. Fyrirlestra handa almenningi um Ameríku-sæluna hafa þeir haldið ann- arhvor eða báðir hingað og þangað, eða helzt Baldvin, svo sem á Akureyri, Sauð- árkrók, Blönduós og Akranesi, til fylling- ar »Hagskýrslunum» frægu og líklegavið- líka merka og áreiðanlega(I). A Akranesi var nærri orðið stórslys und- ir prjedikun Baldvins: fjell niður lampi í fundarhúsinu, olían logaði á gólfinu og söfnuðurinn rauk í ofboði og með óhljóð- út um gluggana eigi síður en dyrnar. En það var ekki nema eins og ómerkileg-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.