Ísafold - 11.03.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.03.1893, Blaðsíða 2
46 ur fyrirboði tíðindanna, er fylgdu fram- komu þeirra í höfuðstaðnum. Það stóð mikið til lijer miðvikudags- kvöldið 8. þ. m. Mr. Baldvin ætlaði að fiytja mikils háttar tölu í Good-Templar- húsinu, er var troðfullt orðið f'yrir tímann, og enn fleiri, sem ekki komust inn. En óðara en fjelagi Baldvins, Sigurður, bjóst til að setja fundinn, laust mikill hópur á- heyrendanna (á að gizka á 2. hundrað) upp hlustskæðustu pípnablásturshviðu, er auðvitað gat eigi annað þýtt en að hann og þeir fjeiagar báðir væru beðnir að stein- þegja. En elcki munu þeir hafa skilið það eða viljað skilja til hlítar, því 10—12 sinn- um eða optar gerðu þeir tilraun til að taka til máls (»Mínir heiðruðu herrar og frúr!»), en fengu óðara sama svar frá áheyrend- unum. Loks leiddist þeim þófið og höfðu sig á brott, en fundarmenn »hjeldu velli» lengi kvölds, líklega í þeirri ímyndun, að hinir væru væntanlegir aptur; en þeir voru alfarnir. Samblástur þessi, er menn af ýmsum stjettum munu hafa tekið þátt í, menntað- ir og ómenntaðir, hefir að líkindum átt. fremur að vera sama sem þakkarávarp fyrir »Hagskýrslurnar« og alla «leiðbeininga»—- umferðaframmistöðuna, bæði fyr og síðar að því ei Mr. Baldvin snertir, eða greini- legur vottur þess, að höfuðstaðnum þætti sig ekki vanhaga um hans vesturheimsku- mælskustrauma, — fremur heldur en þjóð- ráð til aðlokaalveg þeirri lind; því að til þess er pípnablísturshríð bæði gagnslaus aðferð og auk þess vitanlega ósamboðin mennt- uðum mönnum að minnsta kosti. Það er útlend nýlunda, sem er síður en eigi æski- legt að yrði að tízku hjer', í stað rólegrar umræðu og röksemdaleiðslu. Til að af- stýra skaðlegum áhrifum af fortölum þess- ara heillavænlegu(!) »útsendara» er áminnzt aðferð gagnslaus, með því að* þeir vinna eigi síður á með einslegum fyrirlestrum yfir hverjum sem þeir hitta á förnum vegi, yfir heimilisfólkinu á hverjum bæ sem þeir koma við eða gista á, og svo með því að nota vel hinn mikla tíma, er þeir sitja um kyrt innan um fjölmenni, til daglegs við- tals við sem allra flesta, ýmist einslega eða fleiri saman.fþegar svo ber undir, t. d. í búðum, «á eyrinni», í laugunum (hjerna í Rvík)l— þar, vío laugarnar, er meira að segja nokkurn veginn hlýtt og notalegt fundarhús og optast fundarfært af meira eða minna auðsveipum áheyrendum. Það er vitaskuld, að þessir einslegu fyrir- lestrar eru nokkuð seinlegir og tímafrek- ir, en þeir haf'a líka þann kost, að þar er óhætt að láta ýmislegt fjúka, er síðurkynni að fleytast á almennum fundi. Vegagerð i Árnessýslu. Sýslunefnd Arnesinga heíir í haust gert þab, sem fleiri sýslunefndir ættu að gera: látið vegíróðan mann, hr. Erlend Zakariasson, skoða vegi og vegstæði í sýslunni og leggja til, hvernig bæta skuli. Hann leggur til meðal annars, að Grafningshálsvegur sje lagður niður vegna brattleika, snjókyngis og vatna-ágangs, og farið heldur kringum Ingólfsfjall, með því skammt verði frá aðalpóstleið þar, að Alviðru í Grafningi, en þar ætti að vera brú yfir Sogið, en þaðan sje síðan heldur góður vegur, grjótlitlar moldargötur, austur hjá Klaustur- hólum, Björk og Sveinavatni, f'yrir norðan Mosfellsfjall, austur að Brúará móts við Spóastaði. Langrjettast sje að reyna að koma sem flestum vegum í sýslunni í samband við Hellisheiðarveginn, er bráðlega muni fullgjör á landsins kostnað, en óráð fyrir Biskupstungnamenn t. a. m. að treysta upp á væntanlegan vagnveg alla leið til Geysis frá Revkjavík um Þiugvelli. Með því ekki er brúarstœði á Brúará á tjeðri leið, nál. Spóa- stöðum, vill hann hafa þar svifferju. I Hrunamannahreppi víðast hvar nægur og góður ofaníburður, en í Gnúpverjahreppi dýpra á honura, þótt til sje þar líka. A Skeiðum rniklu betra vegarstæði fram með Þjórsá. mest harðar meleyrar, víða vagn- fært eins og er, en á gamla veginum injög dýr vegagerð, ofaníburður ekki fáanlegur nema í Húsatóptaholti. Af' vegum í Flóanum ætti Partavegurinn að leggjast niður sem sýsluvegur undir eins og brú er komin á Þjórsá. Ef' gera ætti vagnveg austur frá Ölfusárbrúnni, ætti að færa hann _f'rá ánni til suðurs, sunnan um Hraunrjett, um Hlíðaröxl og norðan við Leyniraþúf'u(?) og sunnan til við Hólmsstaðaborg, og á mel- hornið, sem skerst út í hraunið vestanhallt við Rönkumel og þaðan í stefnu norðan við Melavatn og á Melaveginn. En um hann, Melaveginn er það að segja, að hann mundi geta orðið mjög góður með talsverðri aðgerð: breikkan á vegax-pöllunum upp í 5—6 fet, meiri fláa á vegarhliðunum og nægum of'aní- burði Óráð og óþarft að f'ara að leggja nýjan veg frá Ölfusárbrúnni fram á Eyrarbakka, mundi kosta 20—80,000 kr. Asavegurinn ætti að ligg.ja þar sem hann er áfram að sinni. Sýslunefndin ætti að velja sjer ungan, efni- legan mann innan sýslu og láta hann kynna sjer vegagerð og standa síðan fyrir allri sýslu vegavinnu í sýslunni, og ætti þá fje til hennar að vera sem minnst partað í sundur; annars sjer þess engan stað, sem lagt er fram, og litil mynd á því, sem gert er. »Eg ^sá á ferð minni«, segir hr. E. Z., »vegarspotta, sem lágu í ótal hlykkjum, án þess að minnsta ástæða væri til að þeir væri öðru visi enfbeinir, sbr. brúna fyrir sunnan Kotströnd og fleiri vegar- spottaa. t Eggert ÓlafssonBrím, uppgjafaprest- ur, andaðist hjer í bænum í fyrra dag, 9. marz, eptir 2 dag-a legu af »bronchitis», en að undangengnum nokkurra vikna las- leika eptir stutta legu í lungnabólgu. Hann var fæddur að Grund í Eyjafirði 5. júlí 1840, sonurÓlafs timburmeistara Gunnlaugs- sonar (sýslumanns) Briem og konu hans Dómhildar Þorsteinsdóttur. Hann kom í Reykjavíkurskóla 1855, útskrifaðist þaðan 1861, var kennari áísafirði 4 ár hin næstu, fór síðan á prestaskólann 1865 og útskrif- aðist þaðan 1867, með 1. einkunn, og vígð- ist samsumars aðstoðarprestur Þórarins pró- f'asts Erlendssonar á Hofi í Alptafirði, en fjekk Höskuldsstaði 1871, og þjónaði því brauði til 1890, er hann fekk lausn frá prestsskaj) sakir heilsubrests, fluttist að Gili í Skagafirði og bjó þar 1 ár, en síðan til Reykjavíkur vorið 1891. Hann var kvænt- ur Ragnhildi Þorsteinsdóttur prests Einars- sonar á Kálfafellsstað, systur frú Torfhild- ar Þ. Holm, og lifir hún mann sinn, en ekkert afkvæmi. Síra Eggert sál. Brím var gáfumaður mikill, sem hann átti kyn til, bæði skarp- ur og minnugur. Hann stundaði mjög forn fræði íslenzk og var manna bezt að sjer í fornmáli voru og fornum kveðskap, enda eljum^ður mikill við bóklega iðju ogleik- inn við ritstörf. Gullaldaríslenzku var bonum mjög sýnt um að stæla í riti; má sjá þess vott meðal annars í þýðingunni á «Víkingunum á Hálogalandi», er hann átti mikilsvcrðan þátt í. Eptir hann liggja. ýmsar tímaritsgreipir, snertandi sögu vora. og fornfræði,ogsvo ritaðihanntalsvert í blöð á prestskaparárum sínum, en að staðaldri í «ísafold« nú síðustu missirin, eptir að hann fluttist til Reykjavíkur, ritdóma (með merkinu E. undir) og þýðingar; á þeim missirum bjó hann og til prentunar hina nýju útgáfu Ólafs sögu rPryggva- sonar, með ýtarlegri og skarplega saminni æfisögu Snorra Sturlusonar framan við, og ágætum vísnaskýringum m. m., og hafði einnig lokið við útgáfu Ólafs sögu helga, sem er nærri fullprentuð; er mikil ,-eptir- sjá að honum frá slíkum störfum meðal ann- ars. Nokkuð mun eptir hann liggjaTif óprent- uðum ritsmíðum. Skáldmæltur var hann, þótt lítið ljeti á bera. —- Hann var dreng- ur góður og manna íslenzkastur í anda og þjóðræknastur. Hafís horfinn af Vestfjörðum og einnig af' Húnafióa að miklu leyti. Aflabrögð. Ágætisafli við ísafjarðar- djúp síð.an hafísinn fór. Sömuleiðis byrj- aði mikið góður afli í Mýrdal, komnir 120 hlutir um mánaðamótin síðustu, af vænum þorski, og undir Eyjafjöllum 60—70. í Landeyjum enginn afli, enda brimasamt rnjög. I Vestmannaeyjum byrjaður mikið góður afli er síðast frjettist. í Þorlákshöfn fiskast dável, en miður á Eyrarbakka og Stokkseyri. Grindvíkingar fengið 100 til 160 i hlut síðan vertíðarbyrjun, sumir þó minna. Hjer á Innnesjum tregt um afla enn, en betra í syðri veiðistöðunum. Suðurmúlasýslu (Reiðarfirði) 11. febr.: Veðrátta óstöðug síban um 20. jan., optast austanátt með talsverðri snjókyngju; 6. febr. var hjer sunnan afsa-hláka. Snemma í þ. m. varð vart við hafís við Barðsneshorn ; varð hann þar landfastur í austan-hríðarveðri, en hvarf fljótt aptur. Sjálfsagt hefir hann komið austan úr hafi, því engar ísafrjettir haf'a bor- izt hingað að norðan. Mikið happ mátti telja síldarveiðina, sem var í Reiðarfirði í vetur. Það var síldar- flutningsferbunum að þakka, ab talsvert af matvöru fluttist bingað upp snemma á vetrin- um, því birgðirnar hjá kaupmönnum voru. litlar fyrir. Svo er hún ekkert smáræði, at- vinnan, sem landsinenn hafa við veiði þessa. Þannig hefur eitt síldar-útgjörðarfjelagið (G. D. Tulinius á Eskifirði) borgað í vetur um 12,000 krónur í veiði-og vinnulaun. allt hjer- lendum mönnum. En bæði aflaði þetta fjelag vel (um 6000 tunnur) og svo hjelt það veið- inni áfram nálægt mánuði lengur en aðrir. Barnaskólinn á Eskifirði er nú kominn á fót aptur, eptir nokkurra ára hvíld. A hann ganga nú liðug 20 börn. Kennari er realstúd. Magnús Magnússon. Auk þess eru tveir sveitarkennarar í Reiðaríirði. Reiðfirðingar leggja þvi talsvert í'je fram til menntaroála á þessu ári. Gleðileikir hafa verið sýndir á Eskifirbi við og við síðan eptir nýjár. Hefur leikendum tekizt vel. Það sem leikið hefur verib, er »Naríi«, »Betzy« (leikin á dönsku), »Gert. Vestphaler« og »Dalbæjarprestsetrið«. Á Eskifirði var stofnuð Good-Templara- stúka í haust. En þar var fyrir gamalt bind- indisfjelag. Testmannaeyjmn á Pálsmessu (25. ,jan.)t Síðustu daga nóvembermán. gjörði snarpt frost, og voru töluverð harðindi, opt fremur frosthart frá því til 20. desembermánaðar; en,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.