Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 1
Uppsögn(skrifleg) bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroibslustofa blaÖs- ins er í Austurstrœti 8. Kemur út ýmist einu sinni eba tvisvar i viku. Verö árg. (75—80 arka) 4 kr.. erlendis 5 kr. eÖa 1^/a doll.; borgist fyrir miÖjan júlímíin. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 15. apríl 1893. Sparisjóðir á íslandi. Af margvísleg'um nytsömum fróðleik í landshagsskýrslum Stjórnartíðindanna fyrir árið sem leið er eigi hvað minnst varið í skýrsluna um sparisjóði hjer á landi, frá npphafi vega þeirra til ársloka 1891, eptir þá Hannes Hafstein og Sighvat Bjarnason. Skulu hjer til tínd nokkur hin helztu atr- iðin, en almenningi að öðru leyti engin -ofætlun að lesa ritgerðina sjálfa í Stjórn- artíð. Fyrsti vísir til sparisjóða hjer á landi var »Sparisjóður Múlasýslna á Seyðisfirði«, stofnaður á öndverðu ári 1868, fyrir for- ,göngu dansks sýslumanns, er þar var þá, 'O. Smiths, en stóð eigi nema fáein missiri, eða þangað til Smith fiuttist til Danmerk- nr skömmu eptir 1870; hefir þá lognazt út af, og engar sögur af því meir. Árið 1872 er svo stofnaður sparisjóður 1 Eeykjavík, fyrir forgöngu þeirra Hilm- -ars Finsens stiptamtmanns og Árna land- fógeta Thorsteinson og ýmissa annara góðra manna, og var landfóg. Á. Th. for- maður þeirrar stofnunar alla tíð þangað til sjóðnum var steypt saman við lands- bankann 1887. Tuttugu árum síðar, 1892, voru spari- •sjóðirnir á landinu 21, ef sparisjóðsdeild landsbankans er með talin og Söfnunar- sjóðurinn. Viðkoman þannig 1 á ári að meðaltali eða vel það, en mikil tímaskipti að henni: helming áratölunnar er enginn sparisjóður stofnaður, en aptur stofnaðir 5 síðasta árið, 1892, enda helzt skrið á fjölg- uninni síðustú árin; þeirvoru ekki komnir lengra en upp í 5 árið 1883. Sex af þessum 21 eru til sveita; hinir í kaupstöðum og verzlunarstöðum. Marga allmerka "verzlunarstaði vantar enn spari- sjóð, svo sem Akranes, Vestmannaeyjar, Eskifjörð, Húsavik, Þingeyri, o. fi. Mest- ir sparisjóðsmenn eru Eyfirðingar. Þeir •eiga 4. Af því að 6 af sparisjóðunum voru ekki komnir í gung síðasta árið, er ýtarlegar skýrsliu' eru til frá, 1891, nær aðalskýrsl- -an ekki nema yfir 15 þeirra, og sýnir hún, að þá við árslok hafa rúm 4000 af lands- ins 70,000 íbúum átt eitthvert fje í spari- sjóði, einhverjum þessara 15, — að saman- lögðu hátt upp í 1 miljón eða um 854pús. krónur. Það verða nál. 213 kr. á hvern innlagseiganda, en rúmar 12 kr. á hvert mannsbarn á landinu. Fram undir 3/4 alls sparisjóðsfjár á land- inu varðveitir sparisjóðsdeild landsbank- ans, eða nokkuð meira en 600,000 kr. iEnginn hinna kemst nærri því upp í 100 þús., og er Söfnunarsjóðurinn þeirra mest- urþmeð 65,000; þá sparisjóðurinn á ísa- firði með 58,000, í Ilafnarfirði með rúm 30,000. Fyrir nokkrum árum, 1886, áður en sparisjóð Reykjavíkur var steypt saman við landsbankann, voru varasjóðir spari- sjóðanna á landinu k'omnir upp í nær 38,000 kr. alls. Upp frá því er sleppt að telja varasjóð þess sparisjóðs út af fyrir sig, og voru annara sparisjóða varasjóðir í árslok 1891 samtals rúm 13,000 kr. Ekki hafa skýrslur þær, er höfundarnir hafa átt kost á, verið svo nákvæmar, að hægt væri að sjá á þeim, hve mikla vexti sparisjóðsinnlög hafa gefið samiagsmönn- um alls þau 20 ár, er sparisjóðirnir hafa staðið, en það þykjast þeir mega fullyrða, að ekki hafi þeir minni verið en um 210,000, eða sama sem 3 kr. á hvert manns- barn á landinu, —• »ljóst og gott dæmi upp á gagn það, er sparisjóðirnir eru þegar búirir að vinna þjóðinni«. Til almennra nytsemdarfyrirtækja hefir ísfirzki sparisjóðurinn gefið af varasjóði sínum 2000 kr., og landsbankinn af vara- sjóði Reykjavíkursparisjóðsins gamla 6000 kr. — Þótt smáar sjeu tölur þessar við það sem annarsstaðar gerist, þá eru þær samt ánægjulegur framfaravottur og verða að vonum stórum mun glæsilegri að 20 árum liðnum hjeðan frá t. a. m. Ýmsar raddir um verzlunar- ástandið. IY. Margar raddir hafa nú á siðustu tímum látið til sín heyra viðvíkjandi einu af hinum eldri átumeinum vorum, sem þó von- andi er búið að lifa sitt fegursta, nefnilega lánsverzluninni hjer á landi. Jeg hefi með lifandi áhuga fylgt þessari nýju og sjald- gæfu hreyfingu, og langar einnig til að leggja nokkur orð í belg með um þetta mikilsvarðandi mál. Það er að minni hyggju naumast unnt að berjast með rökum á móti þeirri skoð- un, er kemur fram í greinum þeim, er staðið hafa hjer í blaðinu um þetta mál, sem sje, að fyrirkomulag það, sem nú er á verzlun vorri sje bæði sorglegt og skað- samlegt. Tilgangur minn með línum þessum er því engan veginn sá, að mæla lánsverzl- uninni bót, heldur hitt, að reyna að benda á eitthvað, er ef til vill kynni að geta dregið dálítið úr þessu þjóðarmeini og hamlað frekari útbreiðslu þess. Eins og hjer á landi hagar til, er varla hægt að gjöra sjer í hugarlund, að bæði kaupmenn og bændur geti eður vilji allt í einu hætta við öll lán. Til þess að taka fyrir lánsverzlunina þarf lengri tíma. En hins vegar ætti að vera full ástæða til að gjöra sjer góðar vonir um, að koma mætti 20. blað. lánsverzluninni með eigi löngum fyrirvara í það horf, að hvorumtveggja, þeim er h.jer eiga hlut að máli, væri betur borgið, bæði með því að draga úr lánunum eður tak- marka þau, og tryggja þau betur en að undanförnu. Lán gætu hjer^ eins og í öðrum löndum, verið mjög nytsöm og leitt af sjer mikið gott, bæði fyrir lánveitendur og lánþiggj- endur, ef þeim væri haldið innan tiltekinna takmarka. Öll eður flest meiri háttar fyr- irtæki, hvort heldur þau lúta að iðnaði, landbúnaði eður sjóferðum, eru vanalega og munu jafnan verða að meiru eður minnu leyti byggð á lánum, en auðvitað lánum, sem eru skynsamlega takmörkuð og nægilega tryggð; og geta slík lán verið ábatasöm og hagfeld bæði fyrir þann sem tekur þau og þann sem veitir þau. Einhver hinn mesti agnúi á lánsverzlun- inni hjer á landi, ein’s og hún hefur verið að undanförnu, er sá, að það hefir orðið að vana, að kunna sjer ekkert hóf, heldur láta alveg lausan tauminn og hirða svo sem eigi neitt um, hvort lánin eru stór eða smá —, fara svo freklega í lántökunni, sem framast er látið viðgangast, taka svo mik- ið út, sem kaupmaður er svo óforsjáll eða grunnhygginn að leyfa. Það er þetta kæruleysi og þessi skortur á hugmynd um peninga og peningagildi, sem er búið að læsa sig inn í allt viðskiptalíf Yort og gjöra það ómögulegt og óhafandi. Gæti þetta breyzt til batnaðar og vjer eins og fengjum inn í blóðið rjettari og hollari hug- myndir í þessu efni, væri mikið fengið, og viðskiptalifið myndi þá fá allt annan blæ en það nú hefur. En eigi þetta að heppn- ast, verða hvorirtveggju málsaðilar, bæði kaupmenn og bændur, að haldast í hend- ur, og þar sem hjer er í rauninni meira i húfi fyrir kaupmanninn sem lánveitanda en bóndann, og kaupmönnum ætti að vera það áhugamál, að tryggja viðskipti sín sem bezt, virðist ljóst, að þeim beri sjer- staklega að íhuga þetta mál rækilega og stíga hið fyrsta spor í því, og gjörast þannig bæði leiðtogar og velgjörðamenn samborgara sinna og landsmanna í þessu efni. Að minni hyggju er það einkum hugs- unarhátturinn hjá bændum, sem þarf að reyna að breyta. Það má ekki og á ekki að þola lengur þetta sífellda kæruleysi og hirðuleysi, sem nú drottnar. Menn mega til að kynnast betur liugmyndinni um nxitt og þit.t og ekki upp á gamla vísu láta allt móka í sama horfinu og hingað til. Eitt ráðið til að fá þessu breytt er l að minni hyggju það, að gjöra aðganginn að búðarlánum talsvert þrengri en verið hefir hingað til. Það væri t. d. ekkert á móti því, að það væri, er svo ber undir, álíka örðugleikum bundið fyrir bændur að fá lán hjá kaupmanni eins og í Landsbank- anum. Að sjálfsögðu er hjer eigi átt við

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.