Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 4
80 Innköllun. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Símonar Eyjólfssonar, er andaðist að Halls- túni í Holtum 9. júní f. á., að lýsa kröfum sínum, og sanna þær fyrir skiptaráðand- anum í Rangárvallasýslu, áður en 6 mán- uðir eru liðnir frá síðustu birtingu inn- köllunar þessarar. Skriístofu Rangárvallasýslu 2. marz 1893. Páll Briem. Proclama. Þar sem dánarbú Gísla sál. Þormóðsson- ar verzlunarmanns í Hafnarfirði, sem and- aðist hinn 2. þ. m., er tekið til opinberrar skiptameðferðar, er hjer með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. janúar 1861 skorað á þá, sem kynnu að telja til skulda í tjeðu dánarbúi, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fresti er skorað á þá, sem skulda tjeðu dánarbúi, að greiða til mín skuldir sínar, eða sem fyrst semja um greiðslu á þeim. Skrifst. Kjósar- og Gullbringus. 30. marz 1893. Franz Siemsen. Samkvæmt kröfu cand. polit. Sigurðar Briem verður, að undangengnu fjárnámi, við opinbert uppboð að Stóru-Háeyri laug- ardaginn 22. þ. m., kl. 12 á hádegi, seldir hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst, ýmsir munir tilheyrandi Guðmundi kaup- manni Isleifssyni, svo sem hús og iítið eitt af vörum, bátar, skepnur, útistandandi verzlunarskuldir o. fi. Munirnir borgist við hamarshögg. Að öðru leyti verða skilmálar birtir áður en uppboðið byrjar. Skrifstofu Arnessýslu 10. apríl 1893. Sig'iii’önr Ólafsson. Iðnaðarmannafjelagsfundur verður haldinn á vanalegum stað síðasta vetrardag, kl. 6 e. hád. Áríðandi, að fundurinn verði vel sóttur. ! Stýrimannaskólinn. Þeir nýsveinar, sem ætla sjer að ganga í Stýrimannaskólann næstkomandi skólaár, verða að vera búnir að senda bónarbrjef um það til mín, stíluð til stiptsyfirvald- anna, iyrir 15. ágúst næstkomandi, og ger- ist þeim aðvart um það, að áríðandi er, að bónarbrjefunum fylgi vottorð frá áreið- anlegum mönnum um þau atriði, er gerð eru að skilyrði fyrir inntöku á skólann ■ (Sjá reglugjörð skólans í B-deild Stjórnar- t.íð. 1891). Þeir lærisveinar, sem voru í skólanum árið sem leið, og sem ætla sjer að verða í skólanum næsta ár, verða. að vera búnir að gera mjer aðvart um það fyrir ofan- greindan tíma. Sömuleiðis er þeim, sem ætla að taka að sjer stundakennslu víð ofannefndan skóla næsta skólaár í íslenzku, dönsku, ensku og sjórjetti, gert aðvart um, að vera búnir að senda bónarbrjef um það til mín, stíluð til stiptsyfirvaldanna, fyrir lok ágúst- mánaðar. Stýrimannaskólinn í Reykjavík, 12. apríl 1893. Markús F. Bjarnason. Uppboðsauglýsing. Eptir beiðni skiptaráðandans í búi Ás- mundar Sveinssonar og Guðrúnar Pjeturs- dóttur verður húseign búsins nr. 15 í Þing- holtsstræti hjer í bænum boðin upp og seld hæstbjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða iaugardagana 29. þ. m. 13. og 27. maí næstk., 2 hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið 3. í húsi því, er selja skal; þar verða þá einnig seld stofugögn af ýmsu tagi og annað fleira sama búi tilheyrandi. Uppboðið byrja kl. 12 á hád. Skilmálar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 12. apríl 1893. Halldór Daníelsson. Kegnkápu hefir einhver skilð eptir á afgreiðslustofu Isafoldar. Legsteina selur með beztu kjörum Magnús Guðnason steinhöggvari, Skólavörðustíg nr. 4. Samkvæmt lögum 16. des. 1885 og með bliðsjón af opnu brjefi 22. apríl 1817 verður að undangengnu fjárnámi hálf jörðin Stóri- Klofi í Landmannahreppi í Rangárvalla- sýslu, að dýrleika 0.15 hndr. eptir nýjasta mati, boðin upp og seld hæsthjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða þriðju- dagana 25. næstkomanda aprílmánaðar, 9. og 23. næstkomanda inaímánaðar, til lúkn- ingar veðskuld eptir skuldabrjefi dags. 9. júlí 1872, svo og áföllnum og áfallandi vöxtum og öllum fjárnáms- og sölukostn- aði. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin A skrifstofu Rangárvallasýslu og byrja kl. 12 á liádegi, en hið síðasta á eigninni og byrjar að afloknu manntalsþingi í Land- mannahreppi. Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofunni fyrir 1. uppboð. Skrifstofu Rangárvallasýslu 27. marz 1893. Páll Briem. »Hotel Alexandra« hjer í bænum er til sölu með mjög vægu verði eða leigu með mjög góðum kjörum. Menn semji við málaflutningsmann Pál Einarsson. Forngripasafnið opib hvern mvd. og ld. kl.11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. ll^/a-21/* Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—6 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. í hverjun mánubi kl. 5—6. Yeöurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen apríl Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt á nótt. um hd. fm. | em. fm. em. Mvd. 12. + 5 + 6 777.2 774.7 Svhd Sv h d Fd. 13. + 5 + 8 769.6 759.5 Sv h b Svb d Fsd. H. + 1 + 3 756.9 762.0 V b b Nvh d Ld. 15. + 7 769.6 r Suddaþoka úr útsubri h. 12. bjartur en svip- að veður h. 13. Yestan-útnorðan nokkuð hvass útifyrir h. 14. og ýrði hjer snjór úr lopti snjóaði talsvrert í öll fjöll abfaranótt h. 14. I morgun (15.) logn hjer, norðan til djúpa. Ritstjóri B.jörn Jónsson cand. phil. Prentsmiöja ísftfoldftr. 30 Það var dimmt af nótt, og steypiregn með hagljeljum. Ragna var á fótum og sat með barnið sofandi í fangi sjer, til þess að taka af því hinar miklu sveiflur á skip- inu; en Ásmundur var á þiljum uppi, og hafði sig allan við að fá skútu sinni borgið. Þá kom eitthvað svo hart við hana, að allt ljek á reiðiskjálfi. Ljósið slokknaði í káetunni. Allt fleygðist til hvað innan um annað, uppi og niðri, með ógurlegu braki. í sama vetfangi reif Ásmundur upp káetuhurðina og hrópaði: »Komdu upp með barnið. Við höfum rekizt á; jeg veit eigi hvað úr því verður*. Og svo þaut hann aptur að stýrinu. Ragna flýtti sjer upp á þilfarið með sveininn. En í því bili keyrði holskeflu yflr skipið, og fleygði Rögnu kylliflatri, svo að hún lenti með höfuðið á lágan viðar- buðlung, og fjell í ómegin. Þegar hún raknaði við, var skipið orðið laust, og matsveinninn sat og studdi hana, en Ásmundur stóð við stýrið. »Hvar er barnið?« spurði hún og ætlaði að standa upp, en i því bili kastaðist skipið til, hún fjell aptur um koll og leið enn í ómegin. Loksins tókst þeim að koma skútunni inn úr skerja- garðinum; var þar betra í sjóinn og hægra viðfangs, og þótti nú vænlegar áhorfast. 31 Ragna leit upp. Ásmundur lá á knjám við hlið henni, og nú var það hann, sem studdi hana, en pilturinn stóð við stýrið. »Hvað hefir gerzt?« spurði hún og var sem utan við sig. »Skútan rakst á«, kvað hann, »en boðinn, sem skellti þjer, lypti henni aptur af grunni. Þegar við komumst í lægi, læt jeg rannsaka skemmdirnar«. »Guði sje lof!« mælti hún lágt og fórnaði bljúg hönd- um. »En barnið?« sagði hún allt í einu, svo sem hún rankaði við sjer. »Barnið?« æpti hún í mestu angist. »Ragna!« mælti Ásmundur og stundi við. »Við höf- um misst barnið okkar*. »Út í sjóinn«? spurði hún. Hann gerði ekki nema laut höfði og tárin runnu ofan kinnar honum. »0g þú lagðir eigi lif þitt í hættu fyrir hann?« »Það er Ijótt af þjer að spyrja svona« sagði hann. »Getur nokkur farið ofan á mararbotn til þess að leita þess, er hann hvorki heyrir eða sjer?« Og hann svo sem engdist sundur og saman af örvæntingu. Þá fyrst kom Ragna fyllilega til sjálfrar sinnar. »Fyrirgefðu mjer, maður minn!« mælti hún í stillilegum bænarróm, reis við og tók hann í fang sjer. Og svo grjetu þau hvort með öðru, og treginn óf nýtt tryggða- band meðal hjartna þeirra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.