Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 2
78 menn, sem annaðhvort eru alþekktir efna- menn, eður, þó fátækir sjeu, kunnir að því, að vera sjerstaklega skilvísir og haldin- orðir; en þegar til kaupmanns koma menn, sem hann eigi veit deili á og þekkir ekk- ert, ætti aðgangur að lánum eigi að vera opinn. Geti hlutaðeigandi þar á móti sett nægilegt veð eður aðra áreiðanlega trygg- ingu, t. d. skriflega og vottfasta ábyrgð góðra manna, eins eður fleiri, áður lánið er tekið, er auðvitað öðru máii að gegna. En sje eigi þessu til að dreifa ætti kaup- maður alls eigi að veita lánið, eða þá að minnsta kosti eigi fyr en hann hefði, aflað sjer þeirrar vitneskju um þann sem hlut á að máli, er sýndi, að honum væri vel trú- andi fyrir láni. En til þess að geta fengið slíka vitneskju og dæmt um, hverjum á að lána og hverj- um ekki, er nauðsynlegt, að sambandið á milli kaupmanna sje annað og betra en nú er, og að þeir beri sig betur saman um lánveitingar en nú á sjer stað. — Það þyrfti t. d. að vera maður, er kaupmenn gæfu á ári hverju skrá yflr útistandandi skuldir sínar, að minnsta kosti allar þær skuldir, er álíta mætti viðsjálar; og hjá þess- um manni, er yrði að vera vandaður mað- ur og áreiðanlegur, ættu kaupmenn aptur að leita sjer vitneskju, þegar einhver nýr viðskiptamaður, er þeir þekkja ekki áður, býðst þeim og biður um lán. Með þessu móti myndu kaupmenn geta sneitt hjá mörgum misjafnlega áreiðanlegum við- skiptamönnum, er eigi gera annað en baka þeim tjón með gegndarlausum skuldum, og þá myndi brátt komast upp, hverjir slík- ir viðskiptamenn væru, og kaupmenn myndu geta varazt þá; en þetta myndí aptur gefa mönnum hvöttil þess, aðreyna að standa í skilum. Það er auðskilið mál, að ef slík trygg- ing og takmörkun á verzlunarlánum, sem hjer hefir verið drepið á, gæti komizt á — en það mætti hæglega takast, ef vilj- ann eigi vantaði —, hlyti það að verða til stórmikilla bóta hvað vöruverð snertir og vöruvöndun. Kaupmenn þyrftu þá eigi þegar þeir eigi hefðu stórar skuldasúpur í eptirdragi, að selja vörur sínar eins dýrt og þeir nú gjöra. Þá þyrftu þeir sem sje eigi að leggja eins mikið á vöruna fyrir vanhöldum, og skilvísir viðskiptamenn kaupmanna þyrftu þá eigi lengur að borga fyrir óskilsemina. Að það væri hagfelt fyrir viðskiptalíf vort og einkum og sjer í lagi gott ráð til þess heldur að takmarka verzlunarskulda- súpuna, ef það yrði með lögum heimilað eður fyrirskipað, að lánþiggjandi væri lög- sóttur þar, sem skuldin er stofnuð, ætla jeg að flestir muni kannast við. Mál þetta er mjög mikilsvert og það eigi að eins að því, er viðskiptin milli kaupmanna og bænda snertir, þó hjer sje sjerstaklega verið um þau að ræða. Gott og haganlegt verzlunarfyrirkomulug leiðir vanalega af sjer holl og heilladrjúg við- skipti meðal landsmanna sín á milli og er undirstaða undir framförum og vellíðan hverrar þjóðar. Þetta mun eins verða hjer og annarsstaðar. Það er því sannarlega æskilegt, að sem flestir vildu bæði í orði og verki leggja sinn skerf til, að hrinda þessu máli í sem bezt horf. n. Minningarljóð eptir bræðurna Ólaf Davíð Bj'örnsson og Stefdn Björnsson, er drukknuðu 16. jan. 1893. O, harmastund, ó, skæði skipbrots dagur, Enn skelfist hjartað við að minnast þín; Þú, hafsjór, ýmist ýgldur eða fagur, Þú aldrei framar gleður mína sýn. Svo dapurt er að horfa fram á fjörðinn, Þar fleygið hvarf og sökktist ströndu nær, Og sjórinn heldur sínum feng, en jörðin Ei sona lík í brjósti geyma fær. Þið elsku synir, bræður ástum bundnir, Sem bylgjan grimma frá mjer svipti nú, — I djúpið sokknir, eigi aptur fundnir, Hve óvænt kom mjer dauðans hörmung sú! Þú son guðs blíði, lausnarinn hinn Ijúfl, Sem leiðst á kross, — þá vilji guðs það er Að hjörinn móðurbjarta sundurkljúfl Er huggun bezt, sem fæst hjá einum þjer- Ó, græð þú móður grættrar bjartasárið Og geislum náðar birtu sorgar húm, 0g signi þar sem sviplegt bar áð f'árið Þín sólin minna barna legurúm. Þið elsku synir, bræður ástum bundnir, I bárudjúpið sem að jeg hef misst, Þið fyrir trúna frelstir, aptur fundnir í friðarlöndum öðlizt sæluvist; Þá hlýtur sjór úr höptum sleppa ströngum Því hjelt hann fyr, og skila lífs á strönd, Þar sem að gjörvöll þerrar tár af vöngum Frá þrautum jarðlífs drottins líknar-hönd. (8). Hinn kátlegi ofsi út úr engu, er vor virbulegi blaðabróðir, ritstjóri »Þjóðólfs«, heíir beitt í Matthíasar-sendifararmálinu (á Chicga- gosýninguna), heíir í gær látið hann lúta ab svo litlu sem að vilja reyna að gera hina ó- merkilegu prentvillu neðanmáls í síðasta svari »gamla þingmannsins« (deilir f. deilir ekki) að heimsku(!) úr höfundinum, þó að búið væri að leiðrjetta villu þessa sem misprentan, með því að hið rjetta stóð með skýrum stöfum í hdr., og þó að allir nema hinn fáfróðari al- múgi skilji, hvað deilit þýðir, hvað þá heldur jafn-greindur maður og vel að' sjer eins og greinin: »Sendiför d Chicgagosýningunae í ísafold 18. f. m. sýnir að höf. hennar er, en í henni voru allar svokallaðar ástæður fyrir því sendifarar-áformi (eða -flani) svo rækilega sundurtættar og að engu gerðar, aöí.skynugra manna augum hlaut það mál þar með að vera útrætt; enda er síður en svo, að málstaður hinna haíi grætt á því sem »Þjóð.« heíir haft fram að færa síðan, — hjer um hil ekkert annað en persónuleg ónot og gegndarlaus rosayrði hæði til »gl. þingm.« og einkum á móti hr. Hallgr. Melsted, valinkunnum sæmd- armanni og andmálsmanni sínum jafnsnjöllum í alla staði, en hvorugur þeirra »gl. þingm.« hafði lagt aukatekið orð til síra M. J. og var því allsendis tilefnislaust að taka nokkra þykkju upp fyrir hann. — Það liggur við að vera frágangssök fyrir merka menn, að taka þátt í umræðum um alþjóðleg mál á prenti, ef almennileg hlöð — um sorpblöð talar eng- inn — stökkva jafn-ósteflega upp á nef sjerij undir eins og þeim líkar ekki það sem aðrir segja. Það er síður en eigi nein hót að slíku hvorki fyrir hlöðin nje almenning. Múlasýslu (Fijótsdal) 7. marz: »"Um vet- urinn hjer austanlands er það að segja, að hann helir mátt heita í beild sinni jarðsæll og fremur hægviðrasamur í öllum efri hluta. Fljótsdalshjeraðs og suðurfjörðum norður að- Seyðisíirði. En frá Seyðisfirði (hann meðtal- inn) með sjó fram norður að Langanesi, upp á mitt Fljótsdalshjerað, upp allan Jökuldal og Jökuldalsheiði, hefur veturinn verið ærið þungur i skauti sakir snjókyngis og áfrera á víxl. Nú var sumarið í fyrra ákaflega kalt og óþerrasamt, heybjörgin þvi rýr og víða illa verkuð, en fyrningar undan hinum harða vetri víðast engar. Má því geta nærri, hverjar horfur nú muni vera á hjargræði manna £ sveitunum, þar sem harðast hefur fallið. — Nú meðan jeg er að skrifa þetta hrjef, ex* skollinn á ákaflega hvass norðvestan-svipui', og inn í bæinn kemur úr móldviðrinu bóndi utan af Hjeraði. Kveður hann útlitið þar y tra í Hjaltastaðaþinghá utan til, og Jökulsárhlið með Jökuldal, ákaflega bághoi-ið. Segir hann, menn vera hjer og hvar á leið með f'járhópa upp á efri sveitirnar til að fá likn; en hjálpin getur ekki nærri orðið eptir þörf, því að ör- fáir hafa afgang einnig hjer umhverfis, ef' hart verður úr þessu, eins og við má húast, því að f'yrir skömmu gjörði jarðlaust víða hjer efra. Ekki hefur heyrzt hingað enn, að ís sje kominn fyrir Langanes, en telja má víst að, hann komi, þó seinna verði«. Barðastr.sýslu vestanv. 4. marz: »Agæt- asta tíðarfar allt af, svo að elztu menn muna varla annað eins. Hagar sífellt góðir og svo sem enginn snjór í hyggð; að eins töluvert svell. Kuldi nokkur var fáeina daga um síð- astliðna helgi, hæst 15° á E. á sunnudaginn að morgni, og er það jafnframt mest frost, sem komið hefur á vetrinum. Hafís rak inn á Patreksfjörð og á lands nemma á Þorra, en svo bax hann aptur f'rá landi, og hefur mjer vitanlega. eigi sjezt síðan. ísafjarðarsýslu 25. marz: »Kalt og kaf- aldasamt hjer við Djúpið á Góunni; hæst f'rost 18° á R. Þar meðð fannkoma. allmikil og því larið að sneyðast um hey hjá mörgum. Nú er samt komin þíða, en ianggæð má hún vera, ef duga skal, því að snjór og gaddur er hjer mikill. Svo hefir talizt til. að á sjó hafi gefið einu sinni í viku á Góunni. og fisklaust þá gefið hefir, nema smásíli. Ekki er þess getið, að lækkað hafi nein nauðsynjavara hjá kaup- mönnum á Skutilsfirði, og farið að sneyðast allmjög um suma vöru; sumt að eins látið falt fyrir blautanfisk«. Gufuskipið Stamford kom hingað í morgnn vestan af Isafirði, fór f'rá Eng- landi á páskum, með saltfarm þangað og til Thomsens verzlunar hjer o. fl. Frá útlöndum herma blöð til 1. þ. m. fátt tíðinda. Gladstone við beztu heilsu aptur. Önnur umræða um írsku stjórnar- skrána átti að byrja 6. þ. ra. Viktoría drottning á skemmtiferð suður á Ítalíu. Þangað einnig von á Þýzkalandskeisara og drottningu hans nú um sumurmálin. Borgarstjórinn í Moskwa myrtur, skotinn, Vassili Alexeieff, skörungur mikill og nyt- semdarmaður, stórauðugur, af grísku kyni í móðurætt, ekki fertugur; morðinginn, Adrianoff, annaðlivort vitfirringur eða nihi- listi. Nær 300 fangar á leið til Síberíu urðu úti íkafaldsbyl; voru um 375 i hóp, en 90 komust lífs af. — Challemel-Lacour orðinn forseti í öldungadeildinni í París, í stað Jules Ferry heitins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.