Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.04.1893, Blaðsíða 3
79 Hvalveiðar Norðmanna. Skrifað ai Vest- fjöröum 25. f. mán.: »Illa gengur hvalveiðin & Langeyri. Hafa þeir að eins f'engið 2 Ivvali síðan þeir komu. Tvö gufuskip eru komin til stórkaupmanns Th. Amlie með kol og aðrar nauðsynjar hans. Sagt er, að sína 2 hali hvor hvalveiðamanna (á Önundaríirði og Dýraíirði) fengið. Borizt hefir og sú fregn, að á Önund- arfirði hafi sokkið hvalveiðabátur Svend Foyns; hafi is brotið á hann gat, en menn hafi allir bjargazt«. í>rem vikum áður er skrif'að ai' Patreksfirði: »Nielsen, hvalveiðari frá Svend Foyn, kom inn hjer á tjörðinn 18. febr. með einn gufubát til veiðanna, eins og í fyrra, og á hinu sama gufuskipi og þá. Hann mun hafast þar við fram eptir sumri á sama hátt og í fyrra, leggur ekkert á land, en sker hvalina við skipið og bræðir í því. Tveir aðrir eru að leita fyrir sjer um að' setur hjer á Vestfjörðum, og getur verið, að annarhvor þeirra setjist hjer að. Mun og enginn slá hendi f móti þeim«. Óveitt prestaltall. EoUoþivg (Marteins tungu-, Haga- eg Arl æjar-sóknir) í Bangár vallaprófastsdæmi. A prestal allinu hvílir ]án, tekið 1886, upphaflega bOO kr., er ávaxtast með 4°/o og afborgast með '/ns árlega. Veit- ist f'rá næstu fardögum. Mat.: 1066 xo. Augl. 11. apríl. Bakarabrauðin. Herra ritstjóri! Jegminn- ist þess, að þegar ísafold f'yrir nokkrum árum tók bökurunum hjerna tak fýrir brauðasöluna þeirra, þá urðu þeir raunar öskuvondir, sem lög gera ráð fyrir, en hættu þó ráð sitt það, að þeir færðu rúgbrauðsbökunarlaunin niður í 4 kr. úr 4 kr. 66 a. og að þeir hafa skilað síðan 44 brauðum úr mjöltunnunni (200 pd.), i stað 48'/2 áður. Þó að smátt sje, þá «safn- ast þegar saman kemur», og er þetta orðið eigi alllítið fje á 6 árum, sem liðin eru síðan þeir gerðu þessa bragarbót. Auðvitað var og er þessi bragarbót ekki nema hálfverk. Því aldrei tókst þeim að hrekja það, sem íull reynsla er fyrir hjá öðrum bökurum hjer, utan Reykjavikur. að það fást 47 sex-punda-rúgbrauð úr mjöltunnuuni, og eins virðist vera æðimikið að gefa hjer í bakaralaun 4 kr., í stað 2 kr. 60 a. í Khöfn, að kunnugra sögn. En jeg f'æst minna um það, hvað dýrt er að fá bakað hjer, og álít vel sættandi sig við það, ef bökunin væri al- mennilega af hendi leyst að staðaldri; en það er öðru nær en að svo sje. Skal jeg þó ekki fara frekara út í þá sálma að svo stöddu, heldur að eins vekja máls á hinu miskunnar- lausa verði, er bakarar hjer taka enn, að minni vitund, fyrir eina brauðategund, sem mjög mikið er keypt af; það eru sigtibrauðin, sem svo eru kölluð. A undan verðhækkuninni á kornvöru f'yrir 3 missirum kostuðu þau 25 a., en voru þá færð upp í 28 a. og er enn haldið í því sama verði, þó að kornvara lækkaði fyrir fullu missiri um hjer um bil fjórðung verðs! Mjöl- ið var í 18 kr. tunnan, þegar brauð þessi voru seld á 25 a.; nú er ekkert vit í að selja mjöl hjer fyrir meira en 15—16 kr., og þó er sigti- brauðunum haldið í miklu hærra verði en meðan það var í 18 kr.! Allrabezta rúgmjöl kostaði síðast í Khötn lD/a kr. Það sem hingað flyzt, kostar naumast meira en 10 kr. Fragtin er 2 kr., og má þá leggja á það 4 kr., án þess að fari yfir 16 kr. tunnan. En með því verði væri sannarlega fullnóg, að taka 22 a. fyrir sigtibrauðin. Hvað lengi ætla nú Keykvíkingar að láta bjóða sjer þetta og annað eins? Þeim væri þó vitanlega innan handar að láta bakarana kveða við annan tón, ef' þeir vildu og hefðu nokkurt framtak í sjer til samtaka. N. Hitt og þetta. Hjónavígsla á hjólhesti. Jonathan Smith var mestur reiðmaður á hjólhesti (bicyole) í öllu ríkinu Indíana. A ferðnm sínum hitti hann opt annan hjólhestsriddara, er stóð hon- um hjer um bil á sporði, þótt ungur væri og grannvaxiun og nærri því eins og barn að út- liti. Eitt sinn kom Smit.h á flugferð fyrir götuhorn, en í sömu svipan bar hinn unga mann þar að viðlíka hratt úr gagnstæðri átt. Skullu þeir hvor á annan og fjellu af baki. En við byltuna missti hinn ungi maður at' sjer húfuna, og hrundi mikið lokkasafn og frítt niður um herðar honum. Það var — stúlka! Smith horfði á hana forviða. »Víljið þjer verða konan mín« mælti hann. »Já« svarar hún. »En við látum gifta okkur saman á hjólhestsbaki«, segir hann. »Það hefði jeg og einmitt ætlað mjer að áskilja«, svaraði hún. »Jeg heiti Jonathan Smith«. »Og jeg heiti Edith Thompson«. Þau riðu til bæjar á hjólhestum sínum, höfðu saman hjólhestafjelagið og fjölmenntu á prestsfund. En er hann heyrði erindið, tók hann hjólhestinn sinn og settist á bak, og þar gaf hann hjónin saman. Einhver gest- anna útvegaði á meðan tvimenningshjólhest og á honum ferðuðust hin urigu brúðhjón að vörmu spori yfir um þvera Ameríku. Ijeiðarvísir ísafoldar. 1201. Hinn 15. júlí f'. á. afhenti jeg gegn kvittun verzlunarmanni nokkruni, sem þá rak lausaverzlun á löggilfri höf'n fyrir húsbónda sinn, 489 kr. í peningum, og lagði jeg svo fyr- ir, að verzlunarmaður afhenti upphæð þessa naf'ngreindum þriðja manni upp í jarðarverð. Peningarnir komust aldrei til skila og jeg varð fyrir þá sök af jarðarkaupunum, en mót- tökumaður neitaði að greiða mjer upphæðina, er jeg krafði hann um bana. Er hann ekki skyldur að endurborga þessar 489 kr. með vöxtum og skaðabótum? Sv.: Jú. sjálfsagt. 1202. Hvað segist á því, að þessi sami móttökumaður hræðir mig til, að taka ýmis- legt rusl úr verzluninni —ekki einu sinni nauð- synjavörur—út á þessa ofannefndu upphæð ? Sv.: Hann getur orðið dæmdur fyrir það í fangelsi eða betrunarhússvinnu. 1203. Og hefur málstaður minn nokkuð raskazt eða spiilzt við það, þótt verzlunar- maðurinn og húsbóndi haus, þegar jeg haíði fengið annan til að reka rjettar míns, neyddu mig til, sem hvorki er læs nje skrifandi, að handsala nafn mitt undir kvittun fyrir við- skiptum okkar? Sv.: Nei, engan veginn; þeir sem með hót- unum hafa neytt spyrjandann til þessa, geta orðið dæmdir í betrunarhvxssvinnu. HÚ8NÆÐI er til leigu, hvort heldur handa einhleypum eða fainilíu. Bitstj. vísar á. Til leigu 1—2 herbergi í góðu húsi hjer í bænum í vor og sumar. Bitstj. vísar á. 32 Ásmundur hafði nóg að sýsla og margt umaðhugsa, og því bráði heldur af honum, en Ragna sat, atbafnalítil og ól harm sinn í hljóði. Opt hallaði hún sjer upp við öldustokkinn og blíndi ofan í sjóinn, svo sem hún gerði sjer von um, að sjá barnið sitt einu sinni enn. En hið mikla, ólgandi marardjúp fór ekki að hampa fram feng sínum. Tíminn leið. Og lífið leið hægt og hljóðlega fyrir þeim eins og áður. En nú var gleði þeirra breytt orðin í alvöru og hin brosandi von í trúnaðartraust. Að hálfu öðru ári liðnu sat Ragna enn niðri í ká- etunni litlu og stundaði tveggja mánaða gamalt barn. Það varp sólskini yfir myrkur horflnna daga. En þó svifu uggvænleg ský á lopti; þvi að barnið var heilsulítið. Móðirin hafði aldrei náð sjer eptir hina voðaiegu nótt, og því hreppti barnið, er hún gekk með, hlutdeild í böli foreldra sinna. Það var piltur, eins og hitt, og faðirinn hafði fagnað honum, svo sem gjöf drottins, til að bæta sonarmissinn fyrri. En munurinn þeirra í milli kom brátt í Ijós, og er eitthvað lagðist á hann, rann það hið nýja böl saman við hið gamla og gerði honum beiskt í geði. »Hann deyr líklega fráokkur«, sagði hann einhverju sinni, er hann hafði lengi og hljóður virt fyrir sjer hið litla, magra andlit sveinsins. 29 í höfuð föðurföður sínum. Ásmundi gekk það til, að hann bjós't við, að sveinninn mundi erfa búgarðinn, en f'yrir Rögnu vakti það, að hún gerði sjer von um, að það gæti orðið að friðarefni milli feðganna. En það brást fyrir báðum, þvi að sveinninn var hvorki heitinn í höfuð afa sínurn eða annað. Nú tók hinum langvinnu og drungalegu vetrarmyrkr- um að ljetta af. Með vorinu tók að birta yfir hinum miklu vinnuleiðum sævarins, og iðjusamar hendur þús- undum saman þrifu til starfa til að handsama h’fsbjörg. Asmundi var þá eigi til setunnar boðið. Flutningabraut- in lá opin fyrir honum, og honum varð vel til, hvar sem hann kom. Eitthvað var kvisað um, að hann hefði kvenn- mann í skipi með sjer; en með því að það vitnaðist ekki til hlítar, ljetu menn það mál falla niður, svo sem það, er helzt ætti ekki að hafa í hámælum. Það var rojög veðrasamt þetta vor, og urðu eigi all- fáir skipskaðar. Ásmundur vildi eigi stofna þeim í hættu, en mátti þó eigi um kyrrt sitja, enda var Ragna eigi svo skapi farin, að hún letti svaðilfaranna. »Við og barnið«, sagði hún, til þess að telja f hann hug, »við erurn öll með einu lífl—veri það á drottins valdi«. Ásmundur leit til hennar bæði glaður og kvíðinn; en hjer var sá kostur eitt sinn upp tekinn, er við skyldi hlíta, og eigi auðið aptur að hverfa—; það varð að ráðast.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.