Ísafold - 19.04.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.04.1893, Blaðsíða 2
82 Þegar til síðara atriðisins kemnr, það er nm hundapestina, sje það satt, sem brugð- ið hefir fyrir einhversstaðar, að hún sje nú uppi, þá dettur mjer í hug, að það máske muni vaka fyrir sumúin, að ekki sje hár hunds- rjetturinn; hjer sje ekki nema um hunda- fár að ræða. Eigi hundarnir ekki þann rjett, að veiki þeirra sje gaumur gefinn, og henni varnað útbreiðslu að því leyti verða má, þá ber þess að gæta, að eltki sje gengið ofnærri mannrjettindunum, þegar hundlaust er. Þá verður þetta mikla. þarfa- verkivörn á matjurtagörðum, túnum, engj- um, og umfram allt fjárgeymslan að vera meiri og minni ómynd; því að enginn mannskraptur annarað gjöra það, sem hund- ur afkastar í þessu efni. Það má segja að hundurinn sje engu síður þarfur en hesturinn til þess að sauðfjáreignin sje mikið víða möguleg hjer á landi. Hund- leysið getur valdið ómetanlegu verkatjóni. ullarmissi og málnytumissi að sumrinu, og þegar haust og vetur kemur, þá bæði manna- og fjártjóni. Hjer er því ekki um neitt smámál að ræða. Það er ekki nóg að hrópa á Olgeir danska og spyrja, hvað gera yflrvöldin ? Menn verða jafnhliða að ætlast til þess, að ein- staklingurinn og almenningurinn geriþað sem honum ber að gjöra og hann geturgert, til að varðveitasitt andyri: vinnu krapt sinn, eign og atvinnu; því ef almenningur er skeytingarlaus í því að varna samgöngum að því leyti sem unnt er þegar næmir sjúk- dómar ganga í húsdýrum, sjerstaklega eins og til hagar hjer á landi, þá verða fyrir- skipanir yfirvaldanna þýðingarlitlar í fram- kvæmdinni. Hjerþarf því tvennt að fylgjast að: fljót- ar og röggsamlegar fyrirskipanir yfirvald- anna; löghlýðni og árvekni alls aimenn- ings. Það er ekki svo ósaknæmt, ef sannagt, að menn valda næmum sjúkdómum eða því, að þeir út breiðast, eða menn brjóta á móti lögum eða þeim varúðarreglum, sem yfirvöld fyrirskipa, til að afstýra næm- um sjúkdómum eða útbreiðslu þeirra; það getur varðað betrunarhússvinnu, — og ef menn af ásettu ráði útbreiða næma sjúk- dóma á húsdýrum, þá 8 ára hegningar- vinna, sjá 293. og 294.gr. alm. hegningari. Þó að þessum ákvæðum hegningarlaganna hafi ekki verið beitt hjer á landi, þá skyldi enginn ætla, að það geti ekki að borið hjer eptir, að þeimverði beitt; en það, að lögunnm verði beitt, er að miklu leyti kom- ið undir hinum betri mönnum í hverri sveit og hjeraði. Það er fullkunnugt, að skrif- stofuhjólið hjer á landi er lengi að snúast, yfirvöldin geta sjaldnast gert fyrirskipanir, þegar um einhverja hættu er að gera, nema þeir hafi það brjeflega fyrir sjer. En þeir geta rannsakað og heimtað skýrslur, þeg- ar einhverjar sögur koma upp, um að ein- hver háski sje á ferð. En ef allir sofa þangað til að reykjarlyktin eða eldurinn vekur, þá má telja tjónið víst. Ef hrepp- stjórinn, þrátt fyrir það, þó að hann viti af einhverjum næmum sjúkdómi í húsdýr- um í hrepp sínum, gerirekki neitt, fyr en honum er tilkynnt það, og sýslumaður bíður svo eptir hreppstjóranum, og amt- maðurinn eptir sýslumanni, þá er ekki von að fljótt gangi, eins og hjer er vanalega langt á milli manna. Því er það, að hinir duglegustu menn í sveitum og hjeruðum þurfa jafnan að vaka og á verði að standa, og hafá gætur á þeim einstaka, eins vel og því opinbera, og vjer þurfum allir að vaka, og gá að, hvernig vjer sjálfir og yfirvöldin stjórna þessari at- vinnuferju vorri, og hvort á hentugum tíma og hyggilega er í stjórntaumana tekið til að verjast ágjöf og austri eða öðru verra. Vetrarlok. Vetur þessi, er kveður oss í dag, er að margra gamalla manna dómi hinn bezti hjer á landi, er þeir muna, að undanskil- inni lítilli skák af landinu norðan og aust- an. Það eru líklega ekld nema tveir vetrar á öldinni, erhafa verið jafnblíðir eða blíðari. Þaðer veturinn 1828-29 og veturinn 1846-47. Er hinum fyrri svo lýst í Árbókum Espólíns: »Yarþáeinkar-gott haustið. Vetur- inn var svo góður, að aldrei kom eitt öðru hærra til góuloka og varla dóu grös; var enginn svo gamall, að myndi svo góða tíð jafn-langa; sumir höfðu fengið á 17. hundrað syðra fyrir vertíð, og- hlaðafli var vestra«. — Vetrinum 1846—47 er svo lýst í »Gesti Vestfirðing«, að snjó lagði til fjalla í október, en ieysti upp aptur i nóv- ember, og upp frá því festi aldrei snjó í byggð tii ársloka«. Frá nýári til surnar- mála segir svo um tíðarfarið: »Engir elztu menn á Vestfjörðum muna slíkan vetur. Svo mátti kalla, að ekki væri frost nema dag í biii, og varla f'esti snjó á jörð, og þegar menn litu yfir land og fjöll, sáu menn eigi spjó eða fannir neina í háum fjallahlíðum, líkt og jafnast er milli far- daga og Jónsmessu«. Lýsing þessi, á síðara vetrinum, á raun- ar nánast við Vesturland að eins, en ekki fara sögur af öðru en að hann hafi verið mjög góður um allt land. Veturinn áðnr, 1845—46, var og fyrir- taksgóður, þó hinn væri enn betri. .Þar komu með öðrum orðum 2 vetrar í röð hvor öðrum betri. Lýsingin á nokkurn veginn við þennan nýliðna vetur hjer um suðurland aðminnsta kosti, að fráteknu kastinu á jólaföstunni. Og sama hefir árgæzkan verið til sjávar- ins hjer, meiri en elztu menn muna. Otal raddir kveina hástöfum undan óbiíðu árferði, og sízt er vanrækt að skrásetja í annála, skoi'inorða lýsingu á harðæri og hörðum vetrum. Færri verða til að lialda því á lopti, er tiltakanlega vel lætur í ári, eða að lofa skaparann í'yrir það. Meira um bakarabrauðin. Háttvirti herra ritsjóri! Mig langar til að bæta dálitlu við greinina í siðasta bl. með fyrirsögninni !>Bakarabrauðin«, ekki af því, að jeg sje ekki höfundinum, berra IST., fyllilega samdóma heldur til að minnast á það, sem mjer virðist herra N. hafa lagt of litla áherzlu á, sem er verðhæðin á inXgbrauðunum. Eptir því verði, sem nú er á mjöli, þá má það teljast hið mesta rán, að selja hvert 6 punda rúgbrauð á 56 aura; það verðlag er sama sem að kaupa 1 poka rúgmjöls (200 pd.) fyrir 20 kr. 64 aura og horga þar að auki 4 kr. í bökunarlaun (44 brauð X 56 aura = kr. 24,64), og er það meira verð en nokkrum kaupmanni mundi detta í hug að seija 1 poka mjöls fyrir, eptir því verði, sem nú má fá það fyrir erlendis. Mjer er nær að halda, að bakararnir gætu látið sjer vel nægja að selja brauðin fyrir 46: aura, og það enda þótt þeir reiknuðu sjer kririg irm 3 króna hag á hverjum poka, sem sýnist vera nægilegur gróði, með þessum 4 kr. bökunarláunum i ofanálag. Gerum, að þeir kaupi mjölið fyrir 10 kr. pokann; fragt skulum við hafa eins og hún er hæst, með póstskipinu, 3 kr. 30 a,: þá bök- unarlaun 4 kr.; loks ágóða á því að kaupa rajölið erlendis 3 kr.; þetta verða 20 kr. 30- aur. (44 X 46 aura = 20 kr. 24 aur.) Af því jeg ímynda mjer, að bakararnir hjerna hugsi ef til vill, að Reykvíkingum megi flest. bjóða, því vart muni þeir sjálíir fara að baka. brauöin, þá leyíi jeg mjer að skjóta þeirri- spurningu til herra N., hvort honum finnist ekki ástæða til, að þeir af Reykvíkingum, sem ekki þurfa að vera og ekki vilja vera fjeþúf- ur bakaranna, tækju sig saman og kæmu sjer meö tjelagsskap upp 5. bakaríinu; þá íýrst mundu bakararnir verða fegnir að lækka seglin. Jeg man svó langt, að bakararnir þurf'ttv ekki nema lausafregn með kaupfari, sem hing- að kom, um, að mjölið væri hækkað erlendis, til þess að hækka brauðaverðið, enda þótt þeir þá hef'ðu nægar birgðir af mjöli fyri'r- liggjaudi; en nú þurfa þeir margar póstskips- f'erðir til að komast í skilning um, að mjöl og hveiti sje lækkað í verði í Khöfn fyrir löngu.. B. Frá útlöndum. Stofnunin Vallö-klaustur á Sjálandi, nálægt Kjöge, á að hafa brunnið til kaldra. kola 21. f. m., eptir því sem segir í ensku blaði 1. þ. m. (III. London News). Stofn- un þessi var (og er) mjög mikils háttar framfærisstofnun fyrir ekkjur og dætur að- alsmanna og meiri háttar embættismanna í Danaveldi, svo mörgum hundruðum skiptir, er sumar áttu þar bústað, á að gizka á 2. hundrað, en miklu fleiri njóta árlegs. styrks af sjóði stofnunarinnar, er nam í fyrra meiru en 8Y2 milj. króna. Árstyrk- urinn neinur frá 400—3000 kr., bæði fyrir- þær sem bústað eiga eða áttu í klaustrinu, og hinar. Meðal þeirra, er ársstyrks njóta, eru nokkrar islenzkra embættismanna ekkj- ur, þarámeðal landshöfðingjafrúrnar Olufa. Finsen og Elinborg Thorberg, og amtmanns- frú Kristjana Havstein, — 1000 kr. hver — en fyrir stofnuninni ræður (með 5,400 kr.. launum) svo sem i abbadísar stað geheime- konferenzráðsfrú Amalía Sophía Barden- fleth, ekkja Bardenfleths stiptamtmanns, er hjer var fyrir 50 árum, en sfðar ráðgjafi. Ráðsmaður á klaustrinu er Ólafur Finsen, bróðir Hilmars sál. Finsens landshöfðingja. Klaustrinu fylgir geysimikil landeign og skógar. Það var stot'nað 1738, af Sopliíu Amalíu, drottningu Kristjáns konungs sjötta.. Klausturbyggingin var mikil og veglcgsem konungshöll. Frjettin segir, að hinar göf- ugu konur og meyjar, er þar áttu heima, hafi komizt nauðulega úr brunanum. Inni brunnu mjög miklir fjemætir munir, þar á meðal allmikið bókasafn og dýrmætt; sömu- leiðis dýrindismyndir gamlar eigi allfáar. Fellibylur. Daginn eptir, 22. marz, gekk mikill fellibylur um mikið petti af Missisippidal í Ameríku, með hagli og kaf- aldsfjúki, — gerði mikil spell í 8 af Banda- ríkjunum: Wisconsin, Minnesota, Iowa, Ne- braska, Indiana, Illinois, Kentucky og Teri- nessee. Þrjár borgir eru ncfndar, er gjör-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.