Ísafold - 19.04.1893, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.04.1893, Blaðsíða 4
84 Uppboðsauglýsing. Eptir beiöni skiptaráöandans í búi As- mundar Sveinssonar og Guðrúnar Pjeturs- dóttur verður húseign búsins nr. 15 í Þing- holtsstræti hjer í bænum boðin upp og seld hæstbjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða laugardagana 29. þ. m. 13. og 27. maí næstk., 2 hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið 3. í húsi því, er selja skal; þar verða þá einnig seld stofugögn af ýmsu tagi og annað fleira sama búi tilheyrandi. Uppboðið byrja kl. 12 á hðd. Skilmáiar verða til sýnis hjer á skrif- stofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. iíæjarfógetinn í Reykjavík 12. apríl 1893. Halldór Daníelsson. Innköllun. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi Símonar Eyjólfssonar, er andaðist að Halls túni í Holtum 9. júní f. á., að lýsa kröfum sínum, og sanna þær fyrir skiptaráðand- anum í Rangárvallasýslu, áður en 6 mán- uðir eru liðnir frá síðustu birtingu inn- köllunar þessarar. Skrifstofu Rangárvallasýslu 2. marz 1893. Páll Briem. Járnsmíði. Hestajárn og ljábakkar og annað járnsmíði fœst hvergi á landinu með jafn- góðu verði, sem hjá undirskrifubum, og bið jeg mína heiðruðu viðskiptamenn og aðra, sem eiga kaup við mig, að senda mjer pant- anir sinar nógu snemma, til þess að þær verði afgreiddar i tæka tíð með strandferðunum. Benedikt Samsonarson, Skálholtsgötu, Reykjavík. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR > j fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim. j sem viija tryggja líf sitt, allar nauðsynleg- ar upplýsingar. Legsteiria seiur með beztu kjörutu Magnús | Guðnason steinhöggvari, Skólavörðustíg nr. 4. Brunabótafjelagið NorthBritish and Mercantile Insurance Company, stofnað 1809, tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bcei, vörur, húsgögn, hey, skepnur o. fl., hvar sem er á landinu, fyrir lægsta ábyrgðargjald. Um- boðsmaður fjelagsins á Islandi er W. G. Spence Paterson. Hafnarstræti 8, Reykjavík. Hjer með er skorað á aila þá, er skulda við fyrverandi verzlun mína í Hafnarflrði, að borga skuldir sínar til kaupmanns H. A. Linnet í Hafnarflrði eða semja við hann um þær, fyrir lok næstkomandí júnímán- aðar. Eyrarbakka 6. apríl 1893. Jörgen Hansen. Uppboðsauglýsing. Þriðjudaginn 16. n. m. (maí) verður op- inbert uppboð haldið á Vatnsenda í Sel- tjarnarneshreppi, og þar seld ýmisleg bús- gögn, um 60 fjár, 4 kýr og 2 hross og ann- að fleira tilheyrandi dánarbúi Egils sál. Jóhannssonar. Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi. Upp- boðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um á undan uppboðinu. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýsiu 17. apríl 1893. ___________Franz Siemsen. Tilsöln er jörðin Stór-Hólmur í Leiru. Jörð þess- ari — sem er hin bezta í Rosmhvalaness- hreppi —, fylgir: sljett og stórt tún, ágæt lending, góð og mikil vergögn og víðáttu- mikil þangfjara. Undirskrifaður hefir uinboð til að semja um sölu ofannefndrar jarðar. Keflavík. 15. apríl 1893. Jón Gunnarsson. NOKKRA góða flskimenn á þilskip óskar undirskrifaður að fá frá 14. mai næst- komandi. Árni Eyþórsson. EITT HERBBBGI, stórt og rúmgott, sem þilja má í sundur þegar vill með lausu skil rúmi, er til leigu fyrir einhleypa karla eða konur; leiguskilmáiar hinir beztu. Herberginu geta fylgt stofugögn, et' vill. Ritstjóri vísar á. Fundizt heíir 10. þ. m. hjer á sjó þorslca- netatrossa með 4 netum og 2 stubbum ómerkt- um, glerkúlum, digrum korktaugum og dubl- færum úr dönskum kaðal, brennimerkt: bæði duflin G. G. S. Rjettur eigandi getur vitjað trossunnar til undirskrifaðs mót sanngjörnum fundarlaunum og hirðingu og borga þessa auglýsingu. Dægru í Innri-Akranesbreppi 12. apríl 1893. Guðmundur Jörundsson. Til leigu fæst 14. maí eitt herbergi í góð- um bæ náiægt miðjum bænum með hálfum hjalli og parti ,úr kálgarði. Upplýsingar á afgreiðslustofu ísaf. Heilflöskur kaupir fyrir borgun í pening- um. Kristján Þorgrímsson.. Samkvæmt beiðni herra hvalaveiðara H. Ellefsen á Flateyri er hjer með skorað á þá, er landshlut þykjast eiga í hval þeim, er rak á fjöru Hólskirkju í Bolungarvík í marzm. 1892, að gefa sig fram við mig undirskrifaða.n innan 3 mánaða frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar, og geta þá þeir, er fært geta sönnur á rjett sinn, samið við við um sanngjarnt endur- gjald. Isafjörður 12. apríl 1893. Lárus Bjarnason. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr.J. Jónassen apríl Hiti (á Celsms) Loptþ.mæl. Veöurátt A nótt. um hd. f'm. | em. fm. em. Ld. 15. — 7 — 3 769.6 769.6 N h b 0 b Sd. 16. — 6 + 3 769.6 767.1 A li h Sa h d Md. 17. 4- 1 + 5 762.0 751.8 A hvd Ahv d Þd. 18. + 5 + 11 746.8 746.8 Sa h d S h d Mvd.lÁ-j- 3 749.3 Sv h d Hinn 15. var hjer hægur norðanvindur^ noklcuð hvass útifyrir, logn að kveldi; hægur austankaldi um morguninn h. 16. en fór að hvessa eptir hádegið á austan landsunnan, bægur að kveldi; hvass á austan að morgni h. 17. og hat'ði snjóað hjer siðari part nætur; síðan við landssuður, hægur með miklum hlý- indum. í morgun (19.) liægur á suðvestan, dimtnur, rigning. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. PrentHmiAia ísafoldar. 34 á og reyna að kippa þessu í liðinn, en láta heldur allt annað sitja á hakanum. Ásmundur var þá nýkominn til eins af hinum stœrri kauptúnum, til þess að útvega sjer þar eitthvað til flutn- ings; en með því að svo stóð á, að ekki var hægt að hleypa að ókunnum manni á skipið, þá hjelt hann óðara þaðan aptur á annan stað, þar sem hann gat öruggur falið .matsveininum allt saman, og þar sem jafnframt var svo einmanalegt sem þurf'ti til þess, að þau mæðgin gæti verið í næði f'yrir hnýsni manna. Og nú varð hann að hraða sjer, til þess að ná í eim- skipið, því að ferðinni var heitið til Kristjánssunds. Það var eins og þau hjón ætti aldrei framar samfunda von, svo þungbær og vonarsnauð varð skilnaðarstundin — nú í fyrsta sinn. Það var rjett eins og hyldýpi væri fram undan, er yfir þyrfti að fara. En nauðsynin rak eptir með harðri hendi — og svo komust þau yflr urn. Ragna lifði í sífelldum kvíða nótt og dag; því að barnið var að dragast upp. Og nú tók að hausta að, og þungar regnhryðjur og svalir hafnæðingar skiptust á. En síðan fór veturinn í hönd, hinn langi, dimmi vetur; og ef þá bæri dauðan að dyrum — hvað mundi þá hamingj- unni leggjast til? Það var dapurleg dægrastytting 1 einverunni, að velta þessu fyrir sjer. En þó gat henni eigi dulizt, að höfuð- 35 bölið væri faiðin milli þeirra feðga. Það var það, er gerði Ásmundi gramt í geði, og það var loks það, að hún ímyndaði sjer, er bakaði þeim og börnum þeirra refsidóm drottins. Með þessum hætti komst hún lengst inn á þau öræfi, þar sem hugsýkin siekkur smátt og smátt ljós vonarinnar, svo sem þá er grátt ský byrgir stjörnur himinsins. Þá kom loks eitt sinn heiðskír morgun, er lengi höfðu gengið rigningar og dimmviðri. Sólin varpaði glitr- andi geislum inn um káetuljórann og yfir hina mögru ásjónu barnsins. Þá stóð Ragna upp og ætlaði að skýla barninu; en hún fekk annað að sýsla! — Barnið brosti! Hann brosti við hinu glampandi sólarljósi, er særinn varp frá sjer, og sem flöktaði til og frá sem hrævareldur, og augun hans litlu eltu það. Það var fyrsta sinn, er hún hafði sjeð gleðivott á hinu litla, fölva andliti. Ragna varð frá sjer numin og horfði á þetta. Var guð að gefa henni bendingu tneð því? Það tók þegar að bii'ta í hugskoti hennar og hugrekkið kom aptur. Hún hatði jafnan verið skjót úrræða; en nú var hún lengur að hugsa sig um — enda var nú talsvert fleira á að lita en fyrr. En hún varð smámsaman öruggari; hún hóf upp auglit sitt og hugsaði til guðs og skaut til hans vitnis um fyrirætlan sína. »Já, hún ætlaði að taka drenginn sinn og fara með hann heim til föður Ásmundar; hún

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.