Ísafold - 19.04.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.04.1893, Blaðsíða 1
Keimir út ýmist einu sinni -e?)a tvisvár i viku. Verð f\rg. '(.75—80 arka) 4 kr., erlendis B kr. eT)a l1/* doll.; borgist 'ifyrir miöjan júlimán. (erlend- ds fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin viD áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blaös- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 19. apríl 1893. 21. blað. Útflutningslögin. Eitt af þvi, sem alþirigi næsta þyrfti að ■umbæta, eru útflutningslögin frá 1876. Tilgangur þeirra var og er, að afstýra svo vel sem auðið er öllu táli og prettum við þá, sem viija komast af landi burt bú- ferlum eða vistferlum í aðrar heimsálfur. Hann var og er ekki sá, að banna mönn- um brottflutn ing af landinu eða hepta för þeirra, er þeir eru ráðnir að fara, heldur að vernda frelsi þeirra bæði meðan þeir eru í brottbúningi og á leiðinni til liinna nýju heimkynna. Þetta ber innihald lag- anna með sjer. Það var og tekið fram í frum- varpsástæðunum frá stjórninni; það var tekið fram af landshöfðingja, Hilmari Fin- sen, er hann lagði frumvarpið fyrir þing- ið (sjá alþ.tíð. 1875); og það var tekið fram í umræðum málsins á þinginu, með- al annars af 2 mjög svo merkum þing- mönnum og mikils háttar, Olafl prófasti Pálssyni og háyfirdómara. Þórði Jónassyni. Sira Ólafur prófastur Pálsson sagðist »vilja mæla með því, að mál þetta fengi sem vafningsminnstan framgang; það væri helzt af þeirri ástæðu, að með því móti yrði sem fyrst komið í veg fyrir hinar samvizkulausu aðfarir umboðsmanna út- flutningatjelaga og annara, sem eggjuðu aðra til utanferða og fegruðu allt fyrir þeim, án þess að þekkja hið minnsta til, að hverju þeir ættu að hverfa ; það hefði jafnvel kveðið svo rammt að þeim, að hann hefði fundið það skyldu sina sem prestur, að a.ðvara fólk um það, að láta eigi narra sig út í loptiö sjálfum þeim til mesta tjóns -og ógagns«. Þórður Jónasson sagði, að frumvarpið væri veruleg rjcttarbót; »þessir útflutning- ar liefðu verið bundnir tnörgum annmörk- um, þar sem þessi mál' eigi hefðu legið undir umsjón hins opinbera, heldur hetðu ■einstakir menn gert sjer það að atvinnu, að laða útfara til ferða og iofað þeim gulii ■og grænum skógum, og þó aö stundum lít- ið hefði verið haldið af því, sem lofað hefði verið, hefði eigi verið hægt að fá neina uppreisn á því, sem miður var«. Lögin eru fúllhörð við hina löggiltu út- flutningsstjóra og umboðsmenn þeirra. Um aðra segja þau að oins, að þeir megi ekki gera samninga við útfara um flutning i aðrar heimsálfúr eða bjóða fram milligöngu sína til að gera slíka samninga. Það er með öðrum orðum, að það er hverjum manni öðrum en löggildum útflutn- ingsstjórum frjálst, útlendum jafnt sem inn- lendum, að hafa í frammi hvers konar veiðibrellur til þess að tæla menn af landi burt og með hvaða kjörum sem vera skal, ■ ef hann að eins varast að gera skrifleg- an samning um flutninginn vestur. Út- flutningsstjórunum, sem landstjórnin heflr þó i hendi sjer að ekki sjeu nema heið- " virðir menn og ráðvandir, þeim er harð- lega bannað að hafa nein misjöfn eða í- skyggileg áhrif á menn til þess að fýsa þá brottfarar; þeir mega og eiga að eins að liðsinna þeim og leiðbeina, eptirað þeir eru fullráðnir í að fara; en öðrum, hvað óhlutvöndum sem eru og hvers ríkis þegn- ar sem þeir eru, — þeim er heimilt að neyta allra bragða til þess að»laða«menn til farar. Til þess að fá tilgangi sínum framgengt: að »drífa« burt svo mikinn mannfjölda sem þeir geta yflr komizt að telja um fyrir í þá átt, er allur vandinn sá, að koma sjer ekki svo illa við einhvern útflutningsstjóra, að hann slái h endi á móti safninu, þegar það ætlar á skips- fjöl, heldur skrifl þá undir útflutningssamn- ing, sem er löglegur að formi til; þá er allt gott og blessað! . Slíkir sendlar mega t. d. fara eins og umrenningar landshornanna á milli, leggj- ast þar á, sem minnst er fyrirstaðan, jn e. minnst þekkingin til að standa ímótiöfg- Um þeirra og gumi, hinum hóflausu vöru- gyllingum, níða landið eins og þeir fram- ast geta og telja, heimskingjum trú um, að hjer sje alveg ólíft almennilegum mönnum, en í hinum löndunum, er þeir gerasjerað atvinnu að gylla, drjúpi hunang af hverju strái. 1 Þeir mega tæla ellistoð mæddra for- eldra frá þeim til hins ókunna lands, þar sem þeitn er heitin fullsæla og nægtir, þótt opt hreppi bæði líkamlega og andlega ófarsæld; ungt fólk og vel gert verða þeir sólgnastir í; það er mestur fengur í því á hinu nýja landi. Vanti auðtnenn þar »vinnu- fjenað«, sem jteir kalla, til þess að ryðja merkur og plægja óræktaðar ekrur, þurfa þeir eigi annað en gera út þannig lagaða erindreka eptir farmi af slíkum fjenaði. Löggiltum útflutningsstjórum er harðlega bannað að lána mönnum fyrir fari eða láta þá vinna það af sjer síðar meir, í hinum nýju heimkynnum, með því að það þykir líkjast um of mansali. En ólöggilt- um umrenningum er fullheimilt að lána hverjum sem vill fyrir fari gegn vinnu þeirra síðar meir; i þeir þurfa ekki ann- að en láta útfarann gefa sjer skuldabrjef fyrir t. d. 200 kr. láni til að kaupa sjer jörð; þá er það gott og gilt, þó að lánþegi kaupi aldrei neina jörð og hafi aldrei ætlað sjer, heldur verji fjenu til að útvega sjer far fyrir. Þeir geta heitið hverjum eðahverri — kvennþjóðin unga er eigi lakasta var- an — ókeypis fari, er fengið geti með aðra eða aðrar tíu jafngóðar, og skapað sjer þannig heilan her af veiði-undirtyll- unum. Þetta er allt löglegt. Ekkert er að varast annað en að undirskrifa útflutnings- samning eða eiga beinlínis við milligöngu til slikrar samningsgerðar! Fjárkláði og hundapest. Eptir alþm. Þorlák Guðmundsson. Það virðist máske sumum óþarfl, að gera þessi tvö atriði að umtalsefni í blöðunum, og svo lítur það út, því í sumum blöðum hefur að eins lauslega verið minnzt á fjár- kláða og hundapest(?). Mætti ef til vill segja, að misvitur sje Njáll: við kaupum og lesum marga dálka um eins smámál, t. a. m. eins og nú um sendiför til Chicago (í »Þjóðólfi«), sem getur orðið á 18 dálkum, og svo er um fl. En fjárkláða og hunda- pest má vel kalla stórmál, því þau við koma svo verulega öðrum aðalatvinnu- vegi landsins. Y.jer ættum þó ekki að vera eins og út á þekju eða sofa andvaralaust, þegar um sóttnæma sjúkdóma er að ræða á húsdýr- um vorum. Það mun þó engum eta undir orpið, að nú í vetur hafl orðið fjárkláða vart í Borg- arfjarðarsýslu, í Kjósinni og á Breiðabóls- stöðum í Bessastaðahrepp, og það eru til ýmsar sögur um það, að þessi kláði, sem víst er eitthvað annað og meira en hin al- þekktu fellalúsaróþrif, hafl verið undan- farin ár í Borgarfirði og máske víðar. Hjer virðist ekki nein bein þörf að rann- saka eða fara að þrátta um, hvaða kyns þessi kláði er, með því að hjer vantar nú sem stendur aðalskilyrði fyrirað geta það, þar sem enginn dýrálæknir er til á land- inu. En hitt heimtar þörf og skýlaus skylda, að nú sje vel að verki gengið bæði af hin- um einstöku fjáreigendum og yfirvöldum frá lægsta stigi til hins hæsta, svo að áll- ir megi óttalausir vera. Hjer verður þvi nú ekki fyrir brugðið eða til afsökunar haft, sem lengi var fyrir borið í síðasta kláðastríðinu, að það vantaði þekkingu, það vantaði lög; yfirvöldin væru vopnlaus gagnvart skeytingarleysi einstakra manna, það er gagnvart trössunum. Nú er til næg þekking meðal landsmanna sjálfra til að lækna kláðann, jafnvel þó að það væri sá gamli sóttnæmi fjárkláöi, og hjer eru til sæmilega ströng lög: tilskipun uin fjárldáða og önnur næm fjárveikindi frá 26. janúar 1866, og sje lögum þeim röggsamlega og skynsamlega beitt, hlýtur kláðinn að lækn- ast á skömmum tíma, með því lika að það er hirðuleysi fjáreigenda, ef kláðinn er látinn magnast í mörgu fje, eða jafnvel í nokkra einstaka kind, þegar fjeð cr undir hirðingu. Það er því einstökum mönnum eða yfirvöldum, sem hjer eiga hlut að máli, að kenna, ef hjer verður nokkuð um sök, ef þessi kláðavottur verður látinn magnast svo, að hann rýri aðnokkru gildi sauðfjárins eða afurða þess innan lands og utan, þ. e. á heimsmarkaðinum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.