Ísafold - 22.04.1893, Síða 4
Samkvæmt beiðni herra hvalaveiðara H.
Ellefsen á Flateyri er hjer með skorað á
þá, er landshlut þykjast eiga í hval þeim,
er rak á fjöru Hólskirkju í Bolungarvík í
marzm. 1892, að gefa sig fram við mig
undirskrifaðan innan 3 mánaða frá síð-
ustu birtingu auglýsingar þessarar, og
geta þá þeir, er f'ært geta sönnur á rjett
sinn, samið við við um sanngjarnt endur-
gjald.
ísaljörhur 12. apríl 1893.
Lárus Bjarnason.
Uppboðsauglýsing.
in-iðjudaginn 16. n. m. (maí) verður op-
inliert uppboð haldið á Yatnsenda í Sel-
tjarnarneshreþpi, og þar seld ýmisleg bús-
gögn, um 60 fjár, 4 kýr og 2 hross og ann-
að fleira tilheyrandi dánarbúi Egils sál.
Jóhannssonar.
Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi. Upp-
boðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðn-
um á undan uppboðinu.
Skrifst. Kjósar- og Gullbr.sýslu 17. apríl 1893.
Franz Siemsen._____
Brunabótafjelagið
NorthBritish and Mercantile
Insurance Company,
stofnað 1809,
tekur í eldsvoðaábyrgð hús, hœi, v'örur,
húsgögn, hey, skepnur o. fl., hvar sem er
á landinu, fyrir lægsta ábyrgðai'gjald. Um-
boðsmaður fjelagsins á Islandi er
W. G. Spence Paterson.
Hafnarstræti 8, Beykjavík.
S t ó r v e r z 1 u n
með frímerki handa söfnum
A. CHAMPIÖN
GENF (Sehvoeiz)
vill f& fallegar úrvalssendingar af íslenzkum
frímerkjum í skiptum.
Verðskýrsla ókeypis og án burðargjalds.
Bærinn Holtastaðir í Reykjavík með mikl-
um kálgörðum og stórri lóð er til kaups eða
leigu frá næstkomandi 14. maí. Semja má
við Hallgrím biskup Sveinsson.
Frímerki!
Allskonar íslenzk frímerki og spjaldbrjef
minnst 100 í einu lagi eru keypt fyrir hæsta
verð, ef þau eru send jafnskjótt skýrslu
um hvað þau kosta til H. F. Zacco, Amanu-
ens í d. kgl. Postvæsen, Stocholm, Sverige.
Gjaílr og áheit til Strandarkirkju í Sel-
vogi, afhent á skrifstoíu undirskrifaðs 1.
jan. — 30. júní 1892.
Kr. a.
2. jan. Frá konu í Höfnum . . . 0 50
2. — — ónefndri p. t. Rvik 1 00
4. — — kvennmanni .... 0 50
7. — — S. E. í Rvík 2 00
9. — — 2 konum í Skaptafellss. 4 00
10. — — N. N. á N.-stöðum . . 2 00
15. — — Jóni í Ölfusinu . . . 5 00
18. — — ónefnd. í Biskupstungum 1 00
19. — — ónefndum . . . . . 1 00
25. — — hjónum í Dýrafirði . . 3 00
2. febr. — konu í Leiru .... 2 00
3. — — V. E. í Húnavatnssýslu 1 50
5. — — gömlum Grindvíking 1 00
6. — — S. L. í Khöfn .... 10 00
10. — — stúlku í Strandarhreppi 1 00
11. — — ónefnd. i Biskupstungum 1 50
15. — — L. í Rangárvallasýslu . 5 00
16. — — ón. stúlku í N.-Múlasýslu 2 00
17. — — konu í Leiru . . . . 2 00
19. — — ónefndum í Dýrafirði 20 00
22. — — manni í Skagáfirði . . 5 00
29. — — C 0 50
4. marz — konu í Borgarfirði . . 2 00
7. — — öldungi á Vesturiandi . 2 00
15. — — manni í Skuggahverfi . 1 00
25. — — jera í dal 1 00
31. — — ónefndri stúlku . . . 2 00
6. apr. — háleyzkum hermanni 2 00
20. — -— ónefndum . . , . . 1 00
22. — — ónefndum 2 00
30. — — konu í Mýrdal .... 2 00
30. — — manni í West-Duluth . . 1 00
30. — — ónefndum á ísafirði . . 2 00
3. maí úr Biskupstungum . . . 1 00
18. — Frá G 1 00
18. — — I 0 25
20. — — ónefndri í Rvík . . . 1 00
24. —- — farþega á »Lauru« . . 1 00
4. júní — konu staddri í Leith 2 00
10. — — Agli 2 00
11. — •— L. L. í S.-Múlasýslu . . 2 00
19. — — G. T. H. á Eyrarbakka 1 50
21. — — A. og B. 19. júní 1892 1 00
23. — •— ónefndum í Fáskrúðsfirði 2 00
24. — — konu í Árnessýslu . . 10 00
25. — — manni í Bæjarsveit . . 3 00
25. — B. J 1 50
26. — — sjómanni úr Rvík . . 2 00
29. — — Valdimar Guðjðnssyni í
Flatey á Skjálf. . . . 2 00
29. — — stúlku á Hvalfjarðarströnd 3 50
29. —■ — manni úr Skaptafellssýslu 1 00
30. — — ón. konu í Grímsnesi . . 3 00
30. — — konu í Rvík .... 4 00
30. — — X 7 00
30. — — S. L 1 00
Keykjavík, 21. apríl 1893.
Hallgrímur Sveinsson.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.11-12
Landshankinn opinn hvern virkan d. kl. 1B/2-21/*
Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2
útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3
Málfirdðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf.
hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5
Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. i
hverjun mánuði kl. 5—6.
Veðurathugatiir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen
apríl Hiti (á Colsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt
á nótt. | um hd. fm. | em. fm. em.
Mvd.19. + 3 + & 749.3 754.4 Svh cl Svhv d
Fd. 20. 0 + 6 756.9 759.5 Sv h (1 Svhv d
Fsd. 21. + 4 + 9 762.0 762.0 Sv h b Shv d
Ld. 22. + 6 759.5 Sahvb
Hinn 19. var hjer útsynningur. jeljagangur
en bjartur í milli; sama átt h. 20. með þoku-
svækju og regni; hjartari fyrri part dags h.
21. en fór að rigna síðari partinn, dimmur og
nokkuð hvass af suðvestri. I morgun (22.)
landsynningur, bjartur, nokkuð hvass.
Ritstjóri Björn Jónsson cand. pliil.
Pren! smitja ísafoldar.
38
inn, sem haldið haf'ði hurðinni á hálfa gátt, stundi hátt
og sleppti henni.
»Þjer megið eigi fylla mæli syndanna frekara en
svo, að þjer getið afplánað þær. Minnizt þess, að þjer
eruð gamall maður«, mælti Ragna í hógværum róm.
»DjöfuJlinn er gamall, en jeg ekki«, sagði hann í
mikilli bræði. Síðan benti hann kvennmanninum við
dyrnar og mælti: »Kallaðu á hann Elías, til þess að
reka út þessa drós! — Jeg fæ vonandi bráðum einhvern
enda á þessu?« bætti hann við og sneri sjer að Rögnu.
»Jú, þjer skuluð fá enda á því; en þjer verðið að
hlýða á mig fyrst«, svaraði hún einbeittlega. Og er vinnu-
pilturinn og stúlkan birtust úti í dyrunum, gekk hún
í móti þeim með húsmóðursvip og mælti: »Ykkar þarf
ekki við hjer, þar sem tengdadóttir ætlar að tala einmæli
við tengdaíöður sinn«. Síðan ýtti hún þeim út með hægð
og lokaði dyrunum.
Nú sneri hún sjer aptur að gamla manninum. Aður
bar hann keim af grimrnum hundi, en nú líktist hann
hundi, er leggur niður skottið. Það var sem honum fynd-
ist hann vera magnþrota frá hvirfii til ilja —; þó sat hann
sem hundur, sem situr um að snúið sje að honum bakinu.
En Ragna sneri ekki baki við. Hún stóð frammi
fyrir honum föl sem lín, en einarðleg og vænleg yfirlit-
39
um, og hafði ávallt barnungann sinn við brjóst sjer svo sem
helgan verndargrip gegn allri rangsleitni.
»Við Ásmundur höfum nú verið í hjónabandi á fjórða
ár«, tók hún til máls með hægð og stillingu. Við vorum
löglega gefin saman af drottins þjóni, og höfum síðan
búið saman í skútunni hans. Þar ól jeg fyrsta barnið
mitt með guðs hjálp og mannsins míns. Það var hfið um
að tefla, en við höfðum heitið hvort öðru því, að vera
hvort öðru fylgisöm í lífi og dauða. — Það var stór og
laglegur piltur, og hann dafnaði vel. En þá kom vorið;
það var vorið, er skútan festist á grunni, sem þjer vitið
— við höfðum hugsað okkur að halda suður á bóginn til
þess aðláta skíra sveininn— hann átti að heita Iíolgeir—;
en sjórinn þreif hann úr fangi mjer, og við sáum hann
eigi framar«.
Hún lypti barninu upp að andlitinu á sjer, og brauzt
gráthljóð upp frá harmþrungnu brjósti hennar. En skjótt
fekk hún aptur stjórn yfir sjálfri sjer og hjelt áfram.
»En svo bættist synd ofan á ógæfuna! Þvi að við
hugsuðum, að ef þjer hefðuð verið eins og þjer áttuð
að vera, mundi drengurinn hafa haldið lífi, — hann hefði
þá leikið sjer við afa sinn og með tímanum hefði hann
sem mannvænlegur unglingur haldið nafni hans á lopti.
En í þess stað stóðu óbænir í móti honum eins og okkur
hinum—guð fyrirgefi yður það!« —