Ísafold - 20.05.1893, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinni
eöa tvisvar í viku. Verð árg.
(75—80 arka) 4 kr.. erlendis
5 kr. ec)a l1/* doll.; borgist
fyrir mibjau júlímíin. (erlend-
is fyrir íram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(skrifleg) bundin vit>
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
berm. Afgroibslustofa blabs-
ins er í Austurstrœti 8.
XX. árg.
Reykjavík, laugardaginn 20. maí 1893.
30. blað.
þurfi að fá svo mikla tilslökun í, að ráða
Hjer moö g.jörist kunnugt, að
Xiandsbankinn hefir falið hinum
danska „Tjandmandsbank, Hy-
pothek- og VexelbankK í Katip-
mannahöfn einka-umboð sitt í
Danmörkn og öðrum löndum;
enn frenaur hefir hann samið
við liann um fyrst mn sinn að
kaupa og selja seðla þá, er
landssjóðurinn hefir geliö tít;
einnig gefur Xandsbankinn út
ávísanir og „Akkreditiva" til
Kaupmannahafuar og tekur að
sjer fyrir milligöngu Land-
mands - bankans öll venjuleg
banka-viðskipti við önnur lönd.
Landsbankinn, Reykjavík 19. maí 1893.
Tryggyi Gunnarsson.
Um afnám vistarskyldunnar, og
um lausamenn.
Eptir Pál Ólafsson (á Akri.)
n.
(SiÖari kafli).
Fyrst vil jeg þá taka það fram, að með
þjví að binda lausamennskuleyfið við 25
■ára aldurinn, verður minni breyting gjör
á ástandinu sem nú er, en með liinu, að
binda það við 20 ára aldur. Þannig verð-
ur þá pjeð fyrir því, að allt af verður nokk-
■uð af fólki mcðal bænda, sem með rjettu
getur kallast og er fullgilt vinnufólk; en
■að slíkt sje nauðsynlegt, mun engum þeim
'koma til hugar að neita, sem gjörlaþekk-
ir til búnaðarástandsins hjer á landi, og
þá jafnframt vill athuga það, að búnað-
nrinn í heild sinni á að bera meginhlutann
af öllum útgjöldum landsins. A því ætla
,jeg að enginn vafi geti verið, að viðlaga-
setning um afnám vistarskyldu og um
lausamenn beri fyrst af öllu aðlítaáþað,
hvort búnaði landsins í heild sinni verði
-af slíkum lögum nokkur hætta búin; því
-ef svo reyndist, væri um leið kippt fótum
undan framförum og gjaldþoli þjóðarinn-
ar, og þetta er jeg viss um, að allir, sem
unna landi voru og bera umhyggju fyrir
framtíð þess, vilja sem mest varast. Af
þessari ástæðu vil jeg líka fara varlega í
þessu máli; jeg vil láta reynsluna kenna
■>oss, hversu langt vjer megum fara, og ept-
ir svo sem 8—10 ár verður hún búin að
sýna oss, hvort aldurstakmarkið, 20 eða 25
ára, hagfeldara verður. Oski þjóðin þá
•eptir breytingu, hvað aldurstakmarkið
snertir, mun reynast viðfeldnara, að geta
heldur fært það niður á við en þurfa að
íæra það upp ávið.
J[eð 25 ára aldurstakmarkinu yrði þá
sama grundvelli haldið um aldursleyfið til
lausamennsku, eins og í tilskipun 26. maí
1863, sem þá einnig fjelli saman við mynd-
ugsaldurinn; en aðalbreytingin yrði fólgin
í stórkostlegri niðurfærslu á gjaldinu fyrir
lausamennskuleyflð, og slík niðurfærsla er
að mínu áliti bæði nauðsynleg og sann-
gjörn, og jafnvel sú eina nauðsynlega og
sjálfsagða umbót, er gjöra þarf íþessuvist-
arskyldu- og iausamennskumáli.
Jeg hefi iengi fundið til þess, hve gjald-
ið fyrir lausamennsku, eptir nýnefndri til-
skipun, hefir verið ósanngjarnlega hátt, og
fyrir það hefi bæði jeg, og margir aðrir
fylgt linlegar framkvæmd laganna viðvíkj-
andi lausamönnum en ella mundi hafa
orðið, ef það hefði lægra verið.
Ekki get jeg neitað því, að mjer falli
betur frumvarp minnihluta nefndarinnar í
efri deild (A. O.) en meiri hlutans hvað
gjaldið snertir, bæði upphæðina og greiðslu
þess. Gjaidhæðin virðist mjer hæfilega
sett, eins og minnihlutinn gjörir, hjer um
7«— með þóknuninni til oddvita — við það
sem verið heflr, og greiðslan kann jeg
miklu betur við, að fram fari í einu lagi,
þegar lausamennskuleyflð er fengið, eins
og liann gerir ráð fyrir. Jeg skal játa, að
tilgangur meiri hlutans er góður, hvað til-
högun gjaldsins snertir, og getur, ef til
vill, haft dálítil áhrif hjá einstökum mönn-
nm, til að framhalda verustöðum sínum
í sömu sveit; en jeg ætla þó, aðmeð slíku
fyrirkomulagi — er jeg álít ófrjálslegra—
muni fremur verða leitazt við, að fara
í kringum lögin, og úr því kynni þá að
verða talsverður rekstur og vafningur. Auk
þessa gæti svo farið, að lausamennsku-
gjaldið yrði að lokum allhátt hjá sumum,
er dvalarstaði hefðu sitt árið í hverjum
hreppi. Móti þessu mætti auðvitað segja
það, að slíkt væri þá sjálfum lausamönnun-
um að kenna og breytingagirni þeirra; en
þetta þyrfti ails eigi að vera svo; menn
gætu verið tilneyddlr að hafa opt hreppa-
skipti, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir
gætu eigi útvegað sjer ársheimili, ár og ár,
í þessum og þessum hreppi.
Yrði frumvarp efri deiidar að lögum,
með þeirri breytingu á aldurstakmarkinu,
sem jeg hefi stungið upp á, mætti ef til
vill orða fyrirsögnina á annan hátt; en úr
því mun ekki vandræði verða, og skal jeg
eigi fjölyrða um það.
Að vistarskyldumálið þurfl mikillar íhug-
unar við, og að skoðast á sem flesta vegu
að auðið er, er sjálfsagt og eðlilegt, því
vistarskyldan er orðin gömul hjá oss, og
hefir reyndar sýnzt vel við eigandi hjer,
eptir tíðarfari og landsháttum. En þrátt
fyrir það stoðar ekki, að halda of fastvið
fornar venjur, því tímarnir breytast, og
hugsunarháttur manna breytist. Eins og
nú er kornið þessu vistarskyldu- oglausa-
mennskumáli, sýnist mjer, að verkafólkið
sjálft atvinnu sinni, sem staðizt getur|með
tilliti til þess eigin hagsmuna og búnað-
arins yfir höfuð, og til þess,að þetta augna-
mið náist, verða menn að fara gætilega að
breytingunum, af því þær snerta beinlínis
og óbeinlínis mestan hluta þjóðarinnar, og
þar af ieiðandi er mikið í hættu, ef þær
verða illa við eigandi.
Það semjeg óttast helzt, ef iausamennsk-
an verður aimenn meðal verkafólksins, er,
að landbúuaðinum í sumum hjeruðum lands-
ins kunni að verða nokkur hætta búin.
Eðiilegast er, að hugsa sjer, að lausa-
menn fari að loknum heyskap hópum sam-
an til sjávarsveitanna og liafist það við
ýfir veturinn. Af þessu kynni að ieiða,
að bændur ættu, erfitt með, fyrstog fremst
að fá fjármenn, og ekki sízt, að fá nægi-
lega marga menn til vor- og haustverka.
Þetta getur orðið afar-óþægilegt, og mik-
ill hnekkir fyrir búnaðinn í þeim hjeruð-
um, sem yrðu fyrir slíku óhappi. Af þvi
mundi leiða, að sum heimilisverk yrðu
annaðhvort eigi unnin, eða þá í ótíma, og
jarðabætur alls engar. Svo bætist ogann-
að við, þegar fram líða stundir: að af vax-
andi erfiðleikum við mannhaldið ogáhætt-
una við það, að vera stundum með öllu
án verkafólks, færu bændur að hugsa um
að minnku búskap sinn, og sumir hættu
honum að mestu, t. d. ómagaiitlir menn,
þó ungir væru og fulihraustir, eldri menn,
sem búnir væru að koma nokkuð upp
börnum sínum, og enda sumir embættis-
menn, er hefðu við talsverð laun aðstyðj-
ast. Við þetta gengi búskapurinn saman,
jarðirnar yrðu hlutaðar í sundur, svo að á
sömu jörðinni byggju kannske 3—4 menn,
aiiir því nær fólkslausir, með sinn eigin
vinnukrapt. Það liggur í augum uppi, að
við slíkt ástand mundi stórum hnigna bæði
húságjörð og jarðabótum, skepnum fækk-
aði í landinu, og allur búskapur í þessum
hjeruðum kæmist brátt á apturfararstig.
Hjer er nú að vísu leidd í ljós einhver
hin lakasta hlið, sem fram gæti komið á
nokkrum stöðum við afnám vistarskyldu
og víðtæka lausamennsku; en vel erhugs-
anlegt, að slíkt geti komið fyrir, og skal
jeg nokkuð hjer því til líkinda leiða.
Eins og kunnugt er, er norður- og aust-
urland opt og tíðurn umgirt hafísum síð
ari hluta vetrar og langt fram á sumar.
Mundi nú fólk úr þessum ísahjeruðum, sem
um vetrartímann hefði dvalið suður við
Faxaflóa, keppast eptir, að komast norð-
ur eða austur að vorinu, þegar þaðan frjett-
ast harðindin, dauðinn og atvinnuleysið ?
Að líkindum mundi það eigi fara neitt, og
þó það hefði áður ætlað sjer það; enda
væri því það eigi auðvelt, því strandferða-
skipin kæmust hvergi á norðurlandshafnir,
og opt og tíðum ekki heldur að austur-
landi. Fólk þetta mætti til að hafast við
syðra að vorinu, við ijelega atvinnu, af