Ísafold - 20.05.1893, Page 3
119
y>Það er etctci títið mein. þegar alme'tin-
ingur fæst etctci til að sinna þarfiegustu
og heillavœntegustu ráðleggmgum, heldur
sefur í hinni gamalislenzku hugsun: að
láta reka á reiðanum(Isaf. XX, bls. 110).
Nú er hjer allgóður fiskiafli bæði djúpt
og grunnt, en bagalegt er að saltlaust er
orðið hjá kaupmönnura hjer, og menn
selja nú blautan þorsk fyrir 3 aura pund-
ið, þó ekki sje borgað meö peningum eða
nauðsynjavöru, og mun það ekki reynast
affarasæl verzlun.
Heilsufar heflr verið hjer mikið gott
alla vertíðina, þangað til rjett fyrir lokin,
að brennivin fluttist til Thomsensverzlun-
ar; þú fór að verða krankfelt, svo að sumir
urðu forfallaðir og nokkrum varð minna
úr afla sínum en vera mátti. En þetta
mun nú vera landfarsótt, som viðar geng-
ur um lokin, þótt 1 jót sje og leið, en skán-
ar heldur eptir þau«.
Svar til “Þjóðólfsí, á smna tungumáliog
harin talar sjálfur síðastfí sinu efnismikla. snjalla
og kjarnorða svari til ísafoldnr): (!) (!!) (!!!) (!!!!)
(!!!!!) (j!!!!!!) (!!!!!!!) (!!!!!!!!) (!!!!!!!!!) (!!!!!!!!!!) (!!!!!!!!!!!).
Hitt og þetta.
Selveiðin i Behrings-sundi. TTm hana
eru Bandaríkin og England í þrætumáli og
heíir það verið lagt í gerð. Seymur flotafor-
ingi ritarþannig um viðhald selsius, sem hon-
um þykir miklu skipta: »Til að tryggja fram-
haldandi tímgun þessarar arðsömu skepnu
virðist langhentast að binda veiðina föstum
reglum, svo ekki sje leyf't að drepa nokkurn
sel nema karlkyns ungseli (bachelors), er halda
hóp saman þangað til þeir eru sex ára gamlir
og geta sig ekki að æxlun allan þann tíma. —
Arið 1873 var metið, að selir í Behrings sundi
mundu samtals um 5 miljónir. Af þeim fjölda
er upp frá þriðjungi til helminga ungselui' sá,
er fyr var getið. Af honum er að eins leyfi-
legt að drepa 100,000 á ári. — Árið 1887 voru
í óbeimild drepnir 30,000 selir aukreitis, og þar
af hlauzt, að verðið á hverju selskinni fjell ár
7‘/2 dollar niður í 5 doll. Það er með öðrum
orðum: 130,000 selskinn árið 1887 gjörðu í
peningum 130,000 pd. sterl., þar sem 100,000
skinn árið fyrir gjörðu 150,000 pd. steri., sama
sem 2 milj. og 700 þús. kr.; hinn aukni fjöldi
skinnanna olli jafnharðan verðlækkun þeirra •
á markaðinum. (Review of Reviews)
Hamingjusfjarna. í ávarpi sínu til þegna
sinna, Serba, um daginn, skýrskotar hinn ungi
koungur þeirra Alexander til «hamingjustjörnu»
ættar sinnar. Ættfaðir hans var rekinn frá
ríki, afi hans myrtur og faðir hans Milan kon-
ungur, rekinn úr landi og gjörður útlægur, eins
og kunnugt er.
Iiöng ræða. Á þinginu í British Colum-
bía hjelt einn af þingmönnum ræðu í 26stund-
ir samfleytt. Þaö var ógurlegt að sjá, hvern-
ig maðurinn leit út í enda ræðunnar; hann
gat varla staðið, varirnar voru kolsvartar,
augun bólgin og blóðhlaupin og nærri því
apturlukt, og málrómurinn orðinn hvísl eitt.
Tilheyrendurnir voru orönir hamslausir. en
ræðumaður skeytti engri truflun, og hjelt á-
fram hvað sem hver sagði. Þökk sje ham-
ingjunni, að slíkir ræðumenn eru ekki á hverju
strái.
Leiöarvísir ísafoldar.
1229. Er það rjett af kirkjuhaldara, að taka
ljóstoll af þeim kvennmönnum, sem ekkert
eiga til tíuudar?
Sv.: Nei.
1230. Hvort ber formanni, sem verkar fisk-
inn, aö öðru leyti verðlaun fyrir vandaða fisk-
verkun eða útgeröarmanni ?
Sv.: Það virðist liggja í hlutarins eðli, að
sá njóti verðlaunanna, sem til þeirra hefir
unnið.
1231. Segist nokkuð á þvi. að reikningar
frá kaupmönnum, sem dagsettir eru í desem-
ber árið áður, koma ekki á næstu bæi við
verzlunina, fyrri en að sumrinu, og hver á að
bæta skaða sem af því getur hlotist ?
Sv.: Ekki varðar það við lög, þó að brjef
eöa reikningar, sem ekki er sent með póstum
komist eigi til skila í tæka tíð, nema því aö
eins að sannað verði, að það sje gjört af á-
settu ráði, og er þá auðvitaö sá, er gjörzt
hefir sekúr í þvi, skyldur að bæta það tjón,
er hann þannig hefir valdiö.
1232. Hver er sekari, yfirvaldið eða sá sem
sver rangan eið, af því hann er viti sínu fjær,
eða neyddur til þess upp á einhvern hátt?
Sv.: Ef sá, er eiðinn vinnur, kann eigi fulla
grein á því, er hann gjörir eða hann er neydd-
ur til þess að vinna eið, er hann sýkn saka,
en yfirvaldiö, sem ljet hann vinna eiðinn. eða
sá er neyddi hann til þess, eru hegningar-
verðir.
1233. I sókn einni er svo um samið við org-
anistann, að hann fái ákveðna borgun fyrir
að leika á orgei í kirkjunni hvern messudag.
Nú hafði sóknarnefndin ekki goldið hönum
neitt í 2 ár og gleymt(!) að jafna gjaldinu
niður. I vetur jafnar hún organistagjaldinu
loks niður á alla þá, sem gialda til prests og
kírkju í sókninni —og organistann líka—, að-
eins eptir efnum og ástæðum. Þar eð gjald-
inu er nú ekki jafnað niður fyr en eptir tvö
ár, í einu lagi, og þá ekki heldur samkvæmt
lögnm 22. maí 1890, verður það þá með rjettu
tekið lögtaki, og var sanngjarnt eða eðlilegt,
að jafna þvi niður á organistann, eins og
aðra, þar eð ekki var svo um samið ?
Sv.: Gjaldið verður ekki tekið lögtaki, nema
því sje jafnað niður eptir fyrirmælum laganna
22. maí 1890, þ. e. hálft á hvern gjaldskyldan
sóknarmann og hálft eptir efnum og ástæðum.
Gjaldinu ber að jafna niður árlega (gjalddagi
31. des. ár hvert) og eptir lögunum er ekki
óheimilt að leggja á organistann sjálfan, þótt
það sje nokkuð kátleg aðferð. Lögtaksrjettur
fyrnist, er lengra líður en ár frá gjalddaga.
Tjón það, er organistinn kann að bíða fyrir
umrædda vanrækslu, ólöglega niðurjöliiun og
lögtaksfyrningu m. m., eiga þeir að bteta hon-
um, er við hann hafa samið, en þeir eiga apt-
ur aðgang að sóknarnefndinni.
1234. Má taka það fjárnámi, sem barni
hefur verið gefið í tannije?
Sv.: Já, nema það verði sannað, að gjöfin
hafi í raun og veru átt sjer stað.
52
vera dável eptirtektasamur. Þó að jeg þekki þau ekki
að neinum mun, þótti mjer gaman að því, að gefa þeim
nákvæmar gætur hverju fyrir sig. Raunar er jeg vanur
að gjöra slíkt í hvert sinn, er jeg hitti ókunnuga menn.
Aður langt leið, hafði jeg orðið áskynja um þrennt.
I fyrsta lagi það, að hinn gamli maður unni konu sinni
hugástum, en veslings-dóttur sinni ekki, og gaf henni lít-
inn gaum; í öðru lagi það, að hin blinda dóttir unni föð-
ur sinum mjög, en virtist hafa ógeð á stjúpu sinni; og i
þriðja lagi það, að hin unga kona blátt áfram hataði bæði
mann sinn og stjúpdóttur.
Aðrir sem i húsinu dvöldust höfðu engan grun um,
hvernig þessu var varið, með því að fólki þessu virtist
koma mjög vel saman.
Hinn gamli maður var ætíð vanur að drekka kaffi
snemma morguns, ásamt konu sinni og dóttur, í tjald-
búð er lá við austurhlíð íveruhiíssins. Einhvern morgun
vantaði hann. Kona hans sagði, að hann væri lasinn og
gæti eigi farið á fætur. Þegar kom fram á daginn, var
sent eptir lækni, og undir kvöld sagði húsráðandi mjer í
trúnaði, að hinn gamli maðnr væri lagztur í taugaveiki,
og að hann væri hættulega veikur. Húsráðandi var i
mjög illu skapi, rjett eins og liinn gamli maður liefði
lagzt í taugaveiki af tómri mannvonzku, eingöngu til
þess að gera húsráðanda bölvun.
r
Osannanlegt.
Kotelmann er dugandi maður. Ýkjulaust er óhætt
að kalla hann mjög vel gáfaðan. En opt hafa mjer þótt
kynlegar skoðanir hans á ýmsum hlutum. Hann er samt
ágætur lagsmaður; jeg hefi verið marga stund og margt
kvöld saman við hann, og það segi jeg satt, að mjer
hefiraldrei leiðzt í návist hans.
Fyrir skömmu var jeg á gangi með honum. Við
vorum að skrafa um hitt og þetta; meðal annars barst í
tal síðasta morðið, er framið hafði verið í Spandau. Talið
færðist þá einnig að öðrum stórglæpum og morðum, þar
á meðal hinum hryllilegu morðum, sem »Jakob kviðrist-
ir« hafði drýgt í Lundúnum, og ekki hafði orðið hegnt
fyrir fram á þann dag.
Kotelmann kom með eitthvað af sínum geigvænlegu
skoðunum um þessi ódáðaverk og hinar sennilegu hvatir
morðingjans, og fór um leið fyrirlitlegum orðum um refsi-
dóma, er ættu við líkur einar að styðjast.