Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eöa tvisvar í viku. Yerð firg. (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eTía l1/® doll.i borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blaös- ins er i Austurstrœti 8. XX. árg. „Búnaðarfjelag landsins“. Á fyrra ársfundi Búnaðarfjelags Suður- ■amtsins, í vetur sem leið, var vakin upp ■aptur, ept.ir margra ára hvíld, sú hug- *mynd, að ska'pa upp úr því fjelagi bún- ■■aðarfjelag fyrir allt iandið. Nefnd var kosin á fundinum til þess að íhuga það mál, og hafði hún nokkrum vikum síðar •samið og samþykkt frumvarp til laga fyr- ir slíkt fjelag, er sent var síðan prentað •amtsráðunum í liinum ömtunum til íhug- unar, í því skyni, að þau, ef þau vildu sinna málinu, gæfl hvert um sig einhverj- um manni umboð fyrir sína hönd. til þess -að rnæta á næsta aðalfundi Suðuramtsbún- aðarfjelagsins, væntanlega 5. júlí þ. á., til þess að taka þátt í umræðum og atkvæða- greiðslu um frumvarpið og yflr höfuð semja um inngöngu amtanna í fjelagið, en að öðru leyti er eptir tillögum nefndarinn- ar skilyrði fyrir, að fjelagið færi út verk- svið sitt til hvers amts, ekki annað en það, að hlutaðeigandi amtsráð gefi lög- formlega skuldbindingu um, að greiða til- 'tekið árstillag til fjelagsins, miðað við fóiks- fjölda, en það verður frá Vesturamtinu 400 kr., frá Norðuramtinu 400 kr., og frá Austuramtinu 200 kr., eða þá að öðrum kosti afhendi höfuðstól, sem gefur þá vexti. Þar í móti leggur þá Suðuramtið sjóð bún- aðarfjelags þess, sem er fullar 22,000 kr., er gefur í vöxtu 880 kr., en það er 240 kr. meira en Súðuramtinu annars gerist að leggja fram árlega eptir fólksfjöldan- nm. Auðsætt er, a.ð margt mæiir meðþví,að Búnaðarfjeiag Suðuramtsins, sem er eitt vort .öflugasta og áþreifanlegast nytsemd- arfjelag, færi út kvíarnar svo, að það nái yfir land allt. Bæði á það þá að hafa miklu meira framkvæmdarafl og koma margfalt fleirum að notum. En sjerstak- lega er á það að líta, að þá yrði hætt að skipta sjer af því, hvar á landinu það væri sem eitthvert meiri háttar jarðabótarfyrir- tæki er, sem styrkja þarf og vit er í að styrkja; það verður gert engu síður fyrir það, þó að það sje á Vesturiandi, Norð- urlandi eða Austurlandi, heldur en ef það er á Suðurlandi. Sömuleiðis þess konar fyrirtæki, sem varða allt landið í einu lagi, og ekki fremur einn landsfjórðung en annan eða eitt hjerað öðru fremur. En það eru opt og tíðum einmitt þess konar meiri háttar fyrirtæki, sem miklu hyggi- legra er að styðja og efla heldur en að 1 smábita styrkinn niður til einstakra manna, til lítils eða einskis gagns fyrir almenning á stundum, þó að mikið af styrknum sje úr almennings vasa tekið. Eina fyrirstaðan fyrir framgangi þessa nýmælis yrði líklega sú, ef hún verður nokkur, að illt þyki að benda á, hvar taka skuli árstillagið frá hinum ömtunum. ■ Suðuramtinu er hægt um vik, þar sem það Reykjavík, laugardaginn 3. júní 1893. á svo mikinn sjóð, að vextirnir af honum gera miklu meira en að hrökkva fyrir þess framlagi í hina sameiginlegu ársfúlgu. Hin ömtin eiga að vísu líka búnaðarsjóði, við- líka gamla og Suðuramtsins, en miklu, miklu minni, vegna þess, að þar heflr fast- ur búnaðarfjelagsskapur aldi’ei komizt á, þó að svo væri til ætlazt, fyrir nálægt 60 árum, er málið komst á hreiflngu ; og þar við bætist, að vöxtum af þeim er þegar ráðstafað til annars, í Vesturamtinu öllum eins og þeir eru (til Ólafsdalsskólans), og hinum ömtunum nokkru, mun vera. Eáð- ið er naumast annað en að taka. tillagið af jafnaðarsjóði þannig, að jafnaðarsjóðs- gjaldið hækkaði þá að þvi skapi, svo fram- arlega sem jafnaðarsjóður gæti eigi jafn- framt losað sig við eitthvað annað, sem á honum hvílir. Það yrði þó eigi nema í Vesturamtinu, sem allt tillagið þyrfti að lenda á jafnaðarsjóði, það sem eigi feng- ist með árs- eða æfitillögum fjelagsmanna þar. Og ekki yrði það hærra en rúmir 2 aurar á meðalheimili. T hinum ömtunum munu búnaðarsjóðavextirnir hrökkva fyrir allt að helmingi árstillagsins, og yrði þá ábætirinn á jafnaðarsjóðsgjaldið alltaðþví helmingi lægri þar. En hvort sem held- ur væri, þá væri það herfjleg þröngsýni, að láta slíkt lítilræði standa fyrir. Stjðrnarnefnd landsbúnaðarfjelagsins er ætlazt til að sje skipuð 8 mönnum, kosn- um til 4 ára. Fjóra þeirra kjósa amts- ráðin, sitt hvern, einn á ári, en hina kýs ársfundur, þar sem allir fjeiagsmenn 18 vetra og eldri hafa atkvæðisrjett. Nef'nd- armenn kjósa formann og varaformann úr sinum flokki. S.tjórnarnefndin ræður öll- um frnmkvæmdum fjelagsins eða meiri hluti hennar; 6 nefndarmenn þurfa að vera á fundi, svo gildur sje. Stjórnarnefndin kýs úr sínum flokki eða utan hans ritara, fjehirði og ráðanaut, ogmá húnveitaþeim þókmm nokkra fyrir störf sín, en að öðru leyti hafa stjórnarnefndarmenn engin laun af fjelaginu. Ráðanautur, er vera skal búfróður maður, skal gefa stjórnarnefnd- inni glöggar álitsgjörðir um þau málefni, er álits hans er óskað um; hann skal og sjerstaklega hafa vakandi auga á hverju, er geti orðið til framfara búnaðinum í landinum í heild sinni eða í einstök- um hlutum þess, og benda stjórnarnefnd- inni á allt það, er liún hyggur að hann hafl ástæðu til að hlutast til uin því við- víkjandi. Yfirskoðunarmenn skulu rann- saka reikninga fjehirðis, og jafnframt kynna sjer yflr höfuð, hvernig fjelaginu er stjórn- að. Athugasemdum þeirra því viðvíkjandi skulu hlutaðeigendur svara, og því næst skulu úrskurðarmennirnir fella. úrskurð um þær; verði þeir eigi á eitt sáttir, nefna þeir til oddamann og ræður þá atkvæði hans úrslitum. Sjóð fjelagsins skal ávaxta á fulltryggjandi hátt, og jafnan heldur auka 34. blað. hann, eigi minna en svari 5% af tekj- um fjelagsins eptir 5 ára meðaltali.— Þetta eru lielztu nýmælin í frumvarpi nefndarinnar. Ráðanautur og úrskurðar- menn eru alveg ný embætti, er virðast mikið vel til fundin, sem líklegt er, er .jafn-mikill skýrleiksmaður sem síra Eirík- ur Briem á þá hugmynd, enda samdi frum- varpið allt upphaflega. Með næstu áramótum er ætlazt til, að hið nýja fjelag taki til starfa. Hovgaard og hafísinn. Stakan fyrsta (I.) ar kvetlin snmarið 1892; en kvæðið (II.) á útmámitum 1893, er hvergi sást til hafiss af hæstu fjöllum, en stöku jakar á.stangli inniá fjörðum. I. Mikil hetja er Hovgaard minn * honum blöskrar enginn vandi, svo það er hann, sem hafísinn hræðist nú á Austurlandi. II. Hafísinn er hvergi’ að sjá, hundrað mílur undan iandi; að njósna jaka sína sá sendi að landi til og frá, hvort sig mundi Hovgaard á heitum skjóta eldibrandi. Hafísinn er hvergi að sjá hundrað mílur undan landi. Nú þegar hann fær þá frjett farinn Hovgaard sje úr iandi hann mun taka harðan sprett haflð láta jökum sett, honum veitast líka ljett landið spenna hungurbandi, nú þegar hann fær þá frjett farinn Hovgaard sje úr landi. Island þurfti annars með en hann Hovgaard færi úr landi, vantar bæði frelsi og fjeð, fallið hreint á annað hnjeð. Umbót verður engin sjeð, er því megi forða grandi. ísland þurfti annars með en hann Hovgaard færi úr landi. Pdll Ólafsson. „Skörin upp í bekkinn“. Meira velferðar- og nauðsynjamál er hjer ekki á dagskrá, eptir skoðun hins fámenna en ötula og ókvalráða brennivínsliðs bæj- arins, en að fá því á komið, að hverjum manni sje frjálst að hafa áfengisveitingar (áfengissölu) á gufubátnum »Elínu«, og þá einnig á öðrum farþegagufubátum innfjarða, — ekki einungis á rúmhelgum dögum, held- ur einnig á helgum, þótt þá sje regluleg- um veitingamönnum á landi bannað það með lögum. Það sem öllum bændum á landinu er óleyfilegt, það sem öllum kaupmönnum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.