Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 4

Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 4
13G heflr kennt mörg orð úr mennsku máli. Kvenn- api (Orangútang) einn hefir orðið ástfanginn í þjóni hans og hefir út af því lært að segja : «Ekki nema það þó!« Leiðarvísir ísafoldar. 1242. Segist nokkuð á því, að taka vænan fjárliund í óleyfi t. d. efst í Árnessýslu og reka með honum ijárrekstur til Reykjavíkur skiija hann svo við sig í ráðstöíunarleysi, svo eigandi tapar honum? Sv.: Spyrjandi getur krafizt skaðabóta og þar að auki kært til sekta. 1243. Ef nú þetta hefðu gjört 3 menn, sem hver um sig segist vera laus þar við, því hinir samferðamennirnir hafi gjört það, hvern- ig skyldi eigandi þá að fara? Sv.: Þeir virðast allir eiga að hera ábyrgð á þessu tiltæki. ■ 1244. TJm lokin (12. mai) ljeði jeg manni hest með því skilyrði, að hann skilaði honum v aptur um Jónsmessu, en rúmar 12 vikur af sumri varð jeg að taka hestinn af manninum, en var þá búinn að tapa af honum sumar- gagninu. A jeg að líða þetta botalaust? Sv. Nei, spyrjandi getur höfðað mál á móti þeim sem hestinum hjelt til skaðabóta og málskostnaðarútláta. 1245. Hvað segist á því, ef hreppstjóri hjálpar stórglæpamönnum til Ameríku, t. d. systkynum, sem hafa átt barn saman, sjálf- sagt í þeim tilgangi, að forða þeim frá hegn- ingu, í stað þess að kæra þau fyrir hlutað- eigandi yfirvaldi, sem að líkindum mundi skylda hans? og er það ekki skýlda sýslu- mannsins, ef hann kemst að þessu framferði hreppstjórans, og það sannast upp á hann, að láta hreppstjórann sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar, fyrst ekki er hægt að ná í þá, sem glæp- inn drýgðu? Sv.: Fangelsi, embættismissir eða sekt.ir eptir málavöxtum. Bækur Þjóðvinafjelagsins verða sendar með »Thyra« 4. júní út um landið til útsölumanna fjelagsins. Fjelagsmenn fá þetta ár 4 bækur fyrir 2 kr. tillag sitt. 1., Almanakið með myndum; efnið er fróðlegt og skemmtilegt, líkt og undan- farin ár. 2., Andvari með mynd og æfisögu Pjet- urs biskups, ásamt greinum um kaupfjelög og stjórnarskrármálið m. fl. 3., vllvers vegna? vegna þessf« síðasta hepti. Þessi fróðlega bók er þannig öll prentuð. 4., »Dýravinurinn«, 5. hepti, með mynd- um og góðum dýrasögum, enn fremur leið- beining til betri aðferðar við slátrun en verið hefir, einkum á sauðfje. Þeir sem gjörast nýir fjelagsmenn í ár geta fengið 1. og 2. hepti af »Hversvegna? vegna þess?« fyrir 2 krónur, sem annars kosta 3,20 a. Verður því árstillag nýrra fjelagsmanna að eins 80 a, þegar þessi tvö hepti eru reiknuð fullu verði. Vonandi er að margir noti tækifærið til að eignast góðar bækur fyrir óvenjulega lágt verð. Reykjavík 25. maí 1893. Tr. Gunnarsson. Eptir samkomulagi vib þingmenn kjördæm- isins boöast þingmálafundur að Kollafirði í Kjósarsýslu laugardaginn 24. júní n.kom. á hádegi. Hálsi, Móum, Reykjakoti, maí 1893. Þórður Guðmundsson. Þ. Runólfsson. Björn Bjarnarson. Kvennaskólinn í Reykjavík. Þeir sem vílja kotna koofermeruðum og efnilegum ýngisstúlkum í kvennaskólann næstkomandi vetur^(l. okt. ti) 14. mavj, eru beðnir að snúa’ sjer í þeim efnum til undirskrifaðrar forstöðukonu skólans, eigi seinna en 31. dag. ágústm. þ. á. En sjer- staklega bið jeg þá, er ætlast til að stúlk- ur þeirra verði til heimilis í skólahúsinu, að láta mig vita það sem allrafyrst. Reykjavík 29. maímán. 1893. Thóra Melsteð. Maður reglusamur, ungur og ein- hieypur, sem um mörg undarfarin ár hefi vanizt alls konar verzlunarstörfum og heflr góð meðmæli húsbænda sinna, óskar að fá atvinnu við verzlun, helzt strax eða þá í sumar eða haust. Nákv. uppl. fást hjá ritstj. ísafoldar. Uppboðsauglýsing. Við opinbert uppboð, sem haldið verður í leikflmishúsi barnaskólans lijer í bænum og byrjar föstudaginn 9. júní næstk. kl. 11 f. hád., verður selt mikið og gott safn af innlendum og fit.iendum bókum, er átt hefir amtmaður E. Th. Jónassen sál. Skrá yflr bækurnar er til sýnis hjer á skrifstof- unni. Söluskilmálar verða birtir áður en upp- boðið byrjar. Bæjarfógetinn i Reykjavík 19. maí 1893. Halldór Daníelsson. Frá Útskálum hafa stiokið til fjalls nær 30 sauðkindur órúnar, þar á meðal 19 ær ó- bornar. Þá. er hitta kunna kindur þessar, bið jeg vinsamlega, að rýja þær og rnarka lömbin, gegn ómakslaunum. Mark mitt er: Stút'rifað hægra og hamarskorið vinstra. S0/5 ’93 Jens Pálsson. og dauði (ljóðm.), þýtt Stgr. Th. — Biðjið án afláts. S B. — Oleymið ckki prestsekknasjóðn- um, Z. H. — Hvað er guðs andi? þýtt B. J. — Aldamót. útg . m. m. Kbl., III. árg., 15 arkir, auk 5 nr. af nýjum kristilegum smáritum, kostar 1 kr. 50 a., í Ameríku G0 cts, f'æst hjá prestum og bóksöl- um og útg. Þórb. Bjarnarsyni I Rvík. 1. árg. 75 a. ^25 cts), og 2. árg. 1 kr. 50 a. (60 cts), fæst hjá sömu. Gufuskip til Austfjarða. Með Wathnes-skipi er von á nokkr- um bændum frá Austfjörðum: Seyðis- firði, Mjóafirði o. s. frv., til að ráða til sín sjómenn og verkafólk, sem bjóða gott kaup og borga fargjald fyrir þá, sem til þeirra ráðast. Upplýsingar fást hjá undirskrifuðum kl. 4—5 e. m. og kl. 8—9 e. m. í nr. 3 Þingholtsstræti. Sjómenn ! TaJcið leiðbeiningum ! Reykjavik 1. júní 1893. Oddur V. Gíslason. Rúllugardínur, alveg nýjar, með mjög skrautlegum myndum, fást keyptar með afar- lágu verði. Ritstjóri vísar á. Gufuskip austurl0.júuíl893. Hjer með tilkynnist öllum þeim, sem til Austfjarða ætla sunnanlands, að miðl- un er fengin í fargjaldi með skipi herra O. Wathnes, »Uller«, eða öðru er hann sendir, þannig; Verði 200 áslcrifenda, þá er fargjald- ið að eins 12 (tólf) krónur fyrir hvern mann, sem Jiafa má nauðsynlegan flutn- ing til vinnu í fari sínu. Þeir, sem ekki hafa skrifað sig til ferðar með skipi herra O. Wathnes tyrir 5. júní að kvöldi, missa kröfu sína til hinna fyrirheitnu fæðispeninga, ef skip- ið kemur eigi á rjettum tíma (sbr. augl. í ísaf. 3. maí). Mig er að hitta í Reykjavík, Þing holtsstræti nr. 3. Sjómenn! Fyrir yður hef jeg útvegað farið. O. V. Gíslason. Lífsábyröarstofnun ríkisins. Samkvæmt lögum 18. júní 1870 17. gr. innkallast Itjer með sá eða þeir, sem kynnu að eiga lieimtingu á endurgjaldi fyrir lífs- ábyrgðir Litr. A. nr. 20965 og 20972, sem fjellu úr gildi í janúar 1888, til þess inn- an 6 mánaða f'rá dagsetningu þessarar auglýsingar að gjöra lífsábyrgðarstof'nun- inni aðvart um rjett sinn og sanna hann, þar endurgjaldið að öðrum kosti hverfur til stofnunarinnar sjálfrar og verður num- ið burt úr bókum hennar. Stjórn lífsábyrgðarstofnunarinnar 3. júní 1893. Þingmálafundur fyrir Mýrakjördæmi verður að forfallalausu haldinn að Eski- holti fimmtudaginn 22. þessa mánaðar, og byrjar hann kl. 11 f. m. Landakoti við Reykjavík 2. júní 1893. B. Kristjánsson. Horfin úr heimahögum um miðjan f. m. rauðblesótt hryssa, 5—6 vetra gömul; mark: sneiðrifað fr. h. Hvern þann, sem hitta kynni hryssu þessa, bið jeg gera mjer aðvart hið fyrsta. Saltvík & Kjalarnesi 3. júní 1893. Guðm. Asgrímsson. Kirkjublaðið, III, 7: Hjónavígslusálmur, L. H. — Upplestur eða tala, H. P. — Elska Að klippa hár manna fæst jeg eigi fram- ar við; hef ekki tíma til þess. H. Andersen (Aðalstr. 16). »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR» fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 11-12 Landsbankinn opinri hvern virkan d. kl. Uþs-21/. Landsbókasafnið opið livern rúmh. d. kl. 12—2 utlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarí hvern rúmh. dag kl. 8—9,10—2 og 3—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. i hverjunr mánuði kl. 6—6. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen maí júní Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt á nótt. um hd. fm. em. fm. em. Mvd.31. + 8 + V2 772.2 764.5 0 d 0 b Fd. 1. + 9 + 12 764.5 762.0 0 b 0 d Fsd. 2. Ld. 3. + 9 + 6 + 12 762.0 762.0 762.0 A h d 0 b 0 d Sama veðurhægðin sem að undanförnu; ein- stök sumarbliða. Meðalhifi á nóttu í maímánuði + 4.7 — á hádegi í — ý 9.9 Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiöja ísafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.