Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.06.1893, Blaðsíða 3
135 við neinn Islending, sem þá var hjer í Höfn, gerði þó einn af andstœðingnm mínum — því að þá voru töluverðir flokkadrættir meðal Is- lendinga hjer —, sem riðinn var við »Politiken«, ásamt fylgifiskum hans töluvert uppþot út úr þessu, og töldu líklegt, að jeg mundi hafa ætlah ah skrií'a undir nafni annars manns. fjyi þótt þeir gætu eigi fundih neinn mann meh þessu nafni, uppgötvuðu þeir þó, að faðir eins Islendings hjer væri Sveinsson, og gseti því undirskript mín átt við hann, þótt öllum væri kunnugt, að sá Islendingur hafði aldrei kennt sig við afa sinn, og hvorki skrifað sig eða kallað »Sveinsson« og því síður »Svendsen«, nje verið nefndur svo aí' öðrum. En samt skutu þessir menn á fundi meðal Islendinga, til þess að komast fyrir, hver hefði gert sig sekan í þessari óhæfu. A þeim fundi lýsti jeg því yfir alveg ótilknúður, að jeg hefði skrifað hina umgetnu grein, og skýrði frá öll- um atvikum, er þar að lutu. og samþykkti þá fundurinn yfirlýsingu um það, að »enginn blettur hvildi 4 mjer fyrir þá sök«, og er sú yfirlýsing enn í mínum höndum, og get jeg hirt hana á prenti, hvenær sem vera skal, því fundurinn gaf mjer um leið heimild til þess. 10. Jeg átti engan þátt í greinum þeim í »Daghladet« um háskólamálið íslenzka, sem J. Þ. segir með berurn orðum, að jeg og mágur minn haíi skrifað, og hef því aldrei haft á- stæðu til að reyna að klína þeim á aðra, og heldur aldrei leitt neinar getur að því, eptir hvern þær væru. 11. Það, sem J. Þ. segir um skoðanir min- ar á landsmálum, er rammskakt, og er auðsjeð í hverjum tilgangi það er skrifað. Allir, sem nokkra verulega viðkynning hafa haft af mjer, vita, að skýrsla hans um þær er þveröfug við það, sem rjett er. En annars sje jeg enga ástæðu til að fara að þylja upp mína pólitisku trúarjátning að svo stöddu, hvorki fyrir hon- um nje öðrum 12. Þar sem J. Þ. gefur 1 skyn, aðjeghafi »gengið grátkjökrandi milli manna að biðja um lið«, þegar við vorum að sækja um kenn- araembættið við háskólann, og segir enn frem- ur, að jeg »gerði annars líklega bezt í því, að fara ekki mikið út í veitingu þessa embættis«, þá virðist þetta eiga að vera hending um, að jeg hafi áunnið svo mikið með grátkjökri mínu, að jeg hafi ranglega verið tekinn íram yfir annan hæfari, nefnilega hann sjálfan. Jeg skal þá geta þess, að undir eins og Gisli Brynjúlfsson dó, sótti J. Þ. um embætti hans, og var hann þá einn um hituna, því enginn sótti á móti honum. En þeirri umsókn hans var svarað því, að leggja embættið niður. Heilu ári seinna sóttum við Páll Briem um, að það yrði stofnað aptur og okkur veitt það. Þá sótti J. Þ. aptur og reyndi þá að ríða okkur ofan með því að gera minni kröfur en við, því hann sótti nú ekki um stöðuna sem embœtti, heldur að eins um sjerstaka þóknun fyrir að halda fyrirlestra. En samt gaf ekki einn einasti báskólakennari honum atkvæði sitt, er málið var rætt á fundi þeirra. Um þetta allt saman getur hver sem vill lesið opinhera skýrslu á prenti í Árhók háskólans fyrir 1888—89, hls. 707—709, en hún er út gefin að tilhlutun háskólaráðsins af þáverandi prófessor, en núverandi ráðherra kirkju- og kennslumálanna C. Goos1. 1) Þar stendur meðal annars á bls. 709: »Efter Fakultetets enstemmige Mening kunde der kun være Tale om Dr. pbii. V. Guðmunds- son, der efter Fakultetets Overhevisning var kvalificeret til eventuel Ansættelse, idet han ikke hlot stadig under sine Studier havde lagt videnskabelig Sans for Dagen, men ogsaa ved et særdeles dygtigt Arbejde havde vist, at han var i Besiddelse af ikke almindelige Evner til at hehandle en videnskabelig Op- gave, af omfattende og grundig Læsning og af' et videre Blik end vistnok de fleste Studie- Eptir því sem hingað til hefur komið fram af hálfu J. Þ., get jeg nú vel húizt við, að hann segi mig skrökva þvi, sem jeg hef sagt hjer að fraroan, en jeg verð þá að hætta á, hverj- um okkar verði betur trúað, þangað til dóm- stólarnir haf'a skorið úr málinu. Það er alls ekki ómögulegt, að hann geti fengið einhverja ókunnuga til að trúa sjer betur, því mörgum hættir fremur til að trúa því, sem misjafnt er sagt um náungann, en fyrir rjetti mun honum veita erfitt með sannanirnar, sem og öll von er til, þegar flestu er skrökvað upp frá rót- um. Kaupmannahöfn 6. maí 1893. Valtýr Guðmundsson. Þjöðvinafjelagsbækur. Ársbækur fje- lagsins þ. á., 4 alls, eru nú allar útkomn- ar, eins og auglýst heflr verið, og verða sendar út um land með þessari strandferð. Opt liafa bækur fjelagsins eigulegar verið, en varla nokkru sinni eigulegri en nú, og sjálfsagt tvöfalt meira virði en tillaginu nemur. Fjelagsmenn ættu að vera eins mörg þúsund eins og þeir eru nú mörg hundruð. Menn mundi eigi iðra þess. í kjöri um brauð. Um Holtaþing efri eru á kjörskrá: síra Einar Thorlacius á Skarði á Landi, og prestaskólakandídatarnir Gísli Kjartansson og Ófeigur Yigfússon. Um Breiðabólsstað í Vesturhópi: síra Bjarni Þor- steinsson á Hvanneyri, síra Ilálfdán Guð- jónsson í Goðdölum og síra Kristinn Daní- elsson á Söndum. — Um Hólma í Reiðar- flrði: sira Jóhann L. Sveinbjarnarson, að- stoðarpr. þar, síra Benedikt Eyjólfsson á Beruflrði og síra Jón Guðmundsson áSkorra- stað. — Um Þönglabakka sækir prestaskóla- kandídat Sigurður Jónsson. Bakkusarpostula-ósvifni. Þótt ótrú- legt sje, eru 2—3 menntamenn hjer í bæn- um svo óskammfeilnir Bakkusarpostulár, að þeir berjast ólmir fyrir því, að á- fengissölu, einkanlega bjórs, sje haldið áfram á gufubátnum »Elinu« 1 lagaleysi. Einn þeirra heflr látið sjer um munn fara, ófullur þá og alls gáður, að útgerðarmað- ur bátsins skuli verða kúgaður(l) til þess að áfrýja til landshöfðingja amtsúrskurði þeim, frá 31. f. m., er tjáir slíkar veiting- ar (af matreiðslumanni bátsins) alisendis óheimilar að lögum, og að landshöfðingi skuli svo verða látinn(H) ónýta þann úr- skurð. Hvað segir ekki Bismarck: »Bjórdrykkj- an gerir rnenn lata, heimska og ósvifna«? Afsetning fyrirdrykkjuskap. Lands- höfðingi heflr(31.f. m. eptir tillögum land- fæller hlandt hans Landsmænd. Faknltetet tvivlede derfor ikke om, at han eventuelt vilde kunne gjöre særdeles god Fyldest som Docent í islandsk Historie ogLiteratur. Ved Skrivelse af 25de Marts s. A. fremsendte Fakultetet endvidere et Andragende fra Dr. phil. Jón Thorkelsson om et særligt Honorar for at holde Forelæsninger i islandsk Literatur og Historie; Fakultetethemærkede, at hvor megen Flid end Ansögerens Studier og Kundskaber maatte kunne vidne om, saa vare de — saaledes som f. Ex. hans Doktordisputats tilstrækkelig havde vist — i Virkeligheden begrænsede ind- enfor saare snævre Specialomraader af Islands Historie og Literatur, og efter Fakultetets Mening var han ikke i Besiddelse af de Egen- skaber, der kunde kvalificere ham som Uni- versitetslærer. Konsistorium sluttede sig i Skrivelse af lOde April 1889 til Fakultetets Udtalelser«. læknis, svipt aukalæknir Odd Jónsson á Dýrafirði þeirri sýslan frá 1. þ. m. fyrir stórhneykslanlega drykkjuskaparóreglu. I hans stað stendur til að skipaður verði í aukalæknisembætti þetta læknaskólakandí- dat Sigurður Magnússon. Hitt og þetta. Saga krinólínuimar. Tízkuskrípi þetta, sem nú er að ryðja sjer til rúms aptur, kom fyrst upp í Brússel árið 1700 og varð algengt í þeirri borg. Árið 1720 voru krínólínur tekn- ar upp í Lundúnaborg með nokkurri breyt- ingu og náðu almennri útbreiðslu. Þá voru þær þandar með skiðisgjörðum og stoppaðar með dún. Ár 1745 kemur mad. Pompadour, frilla Loðvíks Frakkakonungs XV. til sögunnar og færir út kviarnar, því hún rjeð þá lögum og lofum í allri tízku. Þá urðu krínólinurnar 41/* alin að þvermáli og mjög haglega gerðar, með járnvírsneti, þannig, að ekkert heyrðist skrjáfa eða hringla, er gengið var í þeim, og svo beygjanlegar, að ekki þurfti nema að taka í snúru til að minnka pilsbelginn, svo kvenn- maðurinn gæti setzt. Þar sem slíkar pils- belgjadrósir, gengu um stræti urðu menn að hlaupa úr vegi og börn að forða sjer, svo þau dyttu ekki um koll. Það er enda haft fyrir satt, að krínólínurnar með rembilæti þeirra, sem þær háru, hafi gert sitt til að undirbúa byltingagosið mikla, sem varð 50 árum síðar. Eptir það hjeldustkrínólínurnar við með ýms- um breytingum, þangað til hin síðasta f'ór veg allrar veraldar með Duharry (sömu- leiðis frillu Loðv. XV.) er hún ljet líf sitt und- ir fallöxinni 1793. Segir sagan, að henni hafi engu ósárara þótt að sltilja við krínólínuna en lífið sjálft. 62 árum síðar, 1855. vakti Eugenia keisaradrottning þær til Jífs aptur og hjeldust þær í tízku nokkur ár, og hafa siðan legið niðri rúm þrjátíu ár, þangað t.il þær nú eru að koma til vegs aptur. Brynhlífin Dowes skraddara er efst á dagskrá meðal hermannastjettarinnar. Það er nú búið að reyna traustleik hennarmeð öllum skotvopnum, nema Lebelsbyssunni frakknesku. Brynhlífin reynist alveg örugg á 50 faðma færi. En fari nú svo, að Lebelsbyssan vinni á henni, verður uppfundningin auðvitað ekki mikils virði i augum Þjóðverja. Þó er sagt, að þýzka stjórnin hafi boðið Dowe eitt af tvennu, annaðhvort 3 miljónir marka (2 milj. 700 þús. kr.) fyrir uppfundninguna eða 100 ára tryggingu f'yrir einkaleyfi til að selja nægan t'orða af hlífinni til þýzka hersins fyrir 12 mörk hverja. Páfinn og hljóðritinn. Maður einn frá Vesturheimi, Moritarty að nafni, geklt nýlega fyrir páfann í Róm og hafði með sjer hljóð- rita. Lfet hann hljóðritann meðal annars flytja páfa kveðju frá Manning heitnum kardínálaT) Páfinn hlust.aði á með athygli, og þegar hann heyrði kardínálann biðja guðs blessunar yfir honum, varð hann hrifinn. Moritarty beiddi páfa að mæla nokkur blessunarorð í hljóðrit- ann, sem fluttyrðu kaþólskum mönnum, er kæmu á sýninguna í Chicago. Páfinn hjet að ^erða við tilmælum hans, og verður það í fyrsta sinn, sem rödd páfa heyrist í Vesturheimi. Apamál. Það þykir nú fullsannað orðið, að aparnir hafi mál. Prófessor Garner frá Ameríku, er ferðaðist suður til Afríku í f'yrra til þess ltyns rannsókna og hefst þar við enn í þeim erindum, hefir skrifað bróður sínum í Ástralíu, að hann sje nú genginn úr skugga um, að aparnir hafi mál. Málið hefir eigi nema hjer um bil 20 orð, en hvert orð táknar marga hluti og hugmyndir. Orðið achru þýð- ir sól, hiti, eldur og allt sem gott er og þægi- legt. Buschu aptur á móti þýðir bleyta, vatn, for og allt sem illt er. Garner hefir veitt nokkra apa, sem hann

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.